Morgunblaðið - 02.02.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 02.02.1989, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 4 Vogar: Annir hjá bj örgunar sveitinni o g tíðar rafinagnstruflanir Vog^um. Björgunarsveitin Skyggnir hafði mikið að gera vegna slæms veð- urs i síðustu viku og ófærðar á Reykjanesbraut og rafmagn fór af alls fímm sinnum í vikunni, í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Björgunarsveitin veitti aðstoð á Hallgrímur sagði gott samstarf Reykjanesbraut vegna illa útbúinna bíla og bfla sem höfðu lent utan vegnar sunnudaginn 22. janúar og síðastliðinn föstudag voru björgun- arsveitarmenn á Reykjanesbraut að veita aðstoð frá hádegi til klukkan 2, aðfaranótt laugardagsins. Hallgrímur Einarsson formaður Skyggnis sagði í samtali við frétta- ritara Morgunblaðsins að á föstu- dag hafí verið mikið hvassviðri, eitt það mesta sem hann myndi eftir. Fólki úr tugum bfla var veitt aðstoð og nokkrir fengu gistingu á heimil- um í Vogum um nóttina. vera milli björgunarsveitanna á Suðumesjum og Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík og Hjálparsveit skáta í Njarðvík hefðu komið og veitt aðstoð. Auk aðstoðar á Reykjanesbraut þurfti einnig að veita aðstoð í Vogum. Meðal verkefna sem björgunar- sveitin sinnir þegar aðstæður eru erfíðar vegna færðar er að flytja starfsfólk við heilbrigðisþjónustu til og frá vinnu og nýlega barst Skyggni ávísun frá Garðvangi, dvalarheimili aldraðra Suðumesja- manna í Garði, fyrir veitta þjónustu við flutning á starfsfólki og gladdi þessi gjöf björgunarsveitarmennina mikið, enda sjaldgæft að fá slíkar gjafír. Rafmagnstmflanir vom tíðar í síðustu viku í Vogum og á Vatns- leysuströnd. Rafmagn fór af alls 5 sinnum í vikunni. Fyrst sunnudag- inn 22. janúar, síðan á þriðjudag, fímmtudag, föstudag og laugardag. Rafmagnsleysi var í eina til þijár klukkustundir í senn. Miklum snjó hefur kyngt niður undanfama daga. það hefur verið hvít jörð á aðra viku sem er mjög sjaldgæft hér, en snjórinn hefur fokið í skafla og þess vegna hefur verið mikið að gera við snjómokstur. - EG. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Miklum siyó hefur kyngt niður í Vogum og fokið í skafla eins og sjá má á myndinni sem er af Sólheimum í Vogum. Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1989 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1989 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitleg- um tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni, - fiskeldi, - upplýsinga-ogtölvutækni, - líf- og lífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, - matvælatækni, - framleiðni-oggæðaaukanditækni. • Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknamanna/umsækjenda, - líkindum á árangri. 0 Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í fram- kvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni afmörkum, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í at- vinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa upp- byggingu á færni á tilteknum sviðum. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Útibússtjórar Samvinnubankans fi-á stofiiun hans. Til hægri Sveinn Guðmundsson sem gegndi stöðunni firá 1964-1981 og Örn- óUúr Þorleifsson núverandi útibússtjóri. Akranes: Útibú Samvinnu- bankans25ára . Akranesi. UM ÞESSAR mundir eru 25 ár liðin frá því Samvinnubankinn opnaði útibú á Akranesi og var þess minnst á stofhdaginn 3. jan- úar sl. Þetta var fyrsta bankaútibúið sem sett var á stofii á Vest- urlandi. Starfsemi útibúsins var fyrst til húsa á Suðurgötu 36 eða fram til ársins 1967. Þá var flutt í eig- ið húsnæði á Kirkjubraut 24 og síðan í nýbyggingu þar við hlið en í því húsnæði var hafín starf- semi 1983. Það húsnæði er stór og mikil bygging, en auk banka- útibúsins eru þar einnig bæjar- skrifstofur Akumesinga svo og skrifstofa Skattsijóra Vestur- lands. Frá opnun útibúsins 1964 hefur umboð Samvinnutrygginga verið þar til húsa, enda bankinn um- boðsaðili þeirra til ársins 1987, er stofnað var sérútibú sem enn er til húsa í bankanum. Fyrsti útibússtjóri bankans á Akranesi var Sveinn Kr. Guð- mundsson fyrrverandi kaupfé- lagsstjóri, en hann gegndi starfí sínu til 31. október 1981 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá tók við stjóm Ömólfur Þor- leifsson sem gegnt hefur starfinu síðan. Skrifstofustjóri er Þröstur Stefánsson. Starfslið bankans tel- ur nú átján manns, en í upphafí vom þeir þrír. Á afmælisdagin var viðskipta- vinum boðið kaffí og meðlæti í útibúinu. — JG ÍTSALA ÍITSALA Elísubúðin, Skipholti 5. SIEMENS -gceði HRÍFANDI OG ÞRÍFANDI RYKSUGA FRÁ SIEMENS! Tilvalin ryksuga fyrir minni heimili og skrifstofur. ■ Lítil, létt og lipur ■ Kraftmikil (800 W) en sparrieytin ■ Stór rykpoki og sýklasía ■ Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari ■ SIEMENS framleiðsla tryggir endingu og gæði ■ Verð kr. 8.320,- SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 f -f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.