Morgunblaðið - 02.02.1989, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
45
Starfslið bjórstofu Eisu.
Bjórstofa Elsu í Þórscafé
Ólafur Dýr-
mundsson
formaður
Sauðflár-
verndarinnar
ÓLAFUR R. Dýrmundsson ráðu-
nautur hefur verið tilnefhdur
formaður SauðQárvemdarinnar
og sem meðstjórnendur hafa ver-
ið tilnefnd Björgvin Þ. Valdi-
marsson og Jórunn Sörensen.
SauðQárverndin var sto&uð af
Jóni Konráðssyni á Selfossi árið
1965 og var markmið hennar að
bæta umhirðu og umgengni
manna gfagnvart sauðkindinni.
í frétt ftá Sauðfjárvemdinni seg-
in „Jón var mikill dýravinur og bar
hag þeirra mjög fyrir bijósti, sem
best má sjá af því framtaki hans
að stofna Sauðfjárvemdina. Hann
rak Sauðfjárvemdina alla tíð á sinn
eigin reikning. Jón Konráðsson lést
í hárri elli á Selfossi þann 19. mars
1986. Áður en hann lést arfleiddi
hann Sauðfjárvemdina að eigum
sínum og stofnaði jafnframt sjálfs-
eignarfélag um hana.“
NÝ skemmtidagskrá, Bjórstofa
Elsu, hefst í Þórscafé föstudag-
inn 3. febrúar, en þar fer í farar-
broddi gleði og gáskadrottningin
Elsa Lund. Verður skemmtidag-
skráin sýnd í Þórscafé öll föstu-
dags og laugardagskvöld.
í för með Elsu verður flokkur
gleðimanna og má þar nefna þá
Saxa lækni, Leif ‘ óheppna,
kínverska hollustukokkinn Wee Ta
Min, Mófreð gamla, manneldis-
fræðinginn Rögnvald Hall, Magnús
bónda Laugdal og rafverktakann
Skúla Ohmarsson. Með í þessum
hópi verða einnig bræðumir Halli
og Laddi, Egill Olafsson söngvari
og hljómsveit Magnúsar Kjartans-
sonar, en stjómandi skemmtidag-
krárinnar er Egill Eðvarðsson.
(Úr fréttatilkynningu)
Nýr framkvæmda-
sljóri Bandalags ís-
lenskra leikfélaga
KOLBRÚN Halldórsdóttir hef-
ur tekið við starfi fram-
kvæmdastjóra Bandalags
íslenskra leikfélaga af Sigrúnu
Valbergsdóttur, sem hafði
gegnt því í 6 ár.
Kolbrún lauk verslunarprófi frá
Verslunarskóla íslands árið 1973
og prófi frá Leiklistarskóla ís-
lands árið 1978.
Kolbrún hefur starfað sem leik-
ari, leikstjóri og dagskrárgerðar-
maður við útvarp og sjónvarp.
Hún stóð að stofnun og rekstri
leikhússins Svart og sykurlaust,
starfaði með Alþýðuleikhúsinu um
árabil, hefur leikstýrt hjá áhuga-
leikfélögum og skólaleikfélögum
auk þess sem hún hefur kennt á
Qölda leiklistamámskeiða.
(Fréttatilkynning)
Kolbrún Halldórsdóttir tók við
starfi framkvæmdastjóra
Bandalags islenskra leikfélaga
1. janúar sl.
Miðhús,
Reykhólasveit:
Þorrablót-
inu ekki
frestað
Miðhúsum, Reykhóhuveit:
YFIR helgina var hér leið-
indaveður, en á laugardag-
inn létti heldur til og þá var
ákveðið að halda uppá þorr-
ann hér á Reykhólum, en
fólk komst með rútunni að
sunnan á föstudagskvöldið.
Miðað við erfíðleika í umferð
var þorrablótið vel sótt og á
sunnudaginn á venjulegum
áætlunartíma eða klukkan
rúmlega 3, lagði rútan af stað
frá Reykhólum og var hún kom-
in um miðnætti í Búðardal og
til dæmis tók það rútuna 5
klukkutíma að komast fyrir
Gilsfjörð. Rútan kom þá til
Reykjavíkur kl. 7 á mánudags-
morgun.
- Sveinn.
Höfii:
Fáir róðrar
og afli rýr
H5b.
Þrir bátar byrjuðu línuróðra
skömmu eftir áramótin, en tíðar-
farið hefúr verið á þann veg að
róðrar hafa verið fáir og aflinn
rýr. Fjórir bátar byijuðu svo á
netum eftir miðjan mánuð og er
auðvitað sömu sögu að segja um
þá að segja.
Tveir bátar, Helguvík ÁR-213 og
Þorsteinn GK-16, hafa lagt upp síld
hjá fiskiðjuveri KÁSK um 540 tonn.
En fískiðjan hafði tekið á móti
753.471 kg af fiski um síðustu
helgi.
Þar voru 71 kg af humri, en
Garðey SF-22 reyndi örlítið fyrir
sér með humarvörpu án árangurs.
Vísir SF-64 hefur fengið um 56
tonn í net sem af er og mun það
mestur afli til þessa. Vísir og
Haukafell leggja upp hjá Faxeyri,
en það er saltfískverkun sem hóf
starfsemi sína á vetrarvertíð sfðast-
liðið ár. Skinneyjarbátar, Freyr,
Steinunn og Skinney, leggja upp
hjá Skinney hf. Þeir eru á línu. Þá
hefur lítilsháttar verið sent úr landi
f gámum. JGG
TILKYNNING
23. janúar sl. gaf viðskiptaráðherra út „reglugerð um lánskjaravísitölu til
verðtryggingar sparifjár og lánsfjár." Samkvæmt þessari reglugerð er
grundvelli lánskjaravísitölu breytt á þann veg að framfærsluvísitala,
byggingarvísitala og svonefnd launavísitala gildi að þriðjungi hver í grundvelli
hinnar nýju lánskjaravísitölu. Þessi nýja lánskjaravísitala á skv. ákvæðum
reglugerðar að koma að fullu og öllu í stað þeirrar lánskjaravísitölu sem
reiknuð hefur verið skv. lögum nr. 13/1979 og grundvallast að % á
framfærsluvísitölu og að 'A á byggingarvísitölu. Skal hin nýja vísitala
samkvæmt reglugerðinni taka gildi 1. febrúar 1989.
Samband almennra. lífeyrissjóða og Landssamband lífeyrissjóða taka fram, að
þau telja vafa leika á um lögmæti þess að láta hina nýju vísitölu taka gildi um
fjárskuldbindingar sem stofnað var til fyrir 1. febrúar 1989.
Með vísan til þess gera samböndin fyrir hönd lífeyrissjóða, sem aðild eiga að
þeim, fyrirvara gagnvart öllum skuldurum sjóðanna, sem nú greiða af
fjárskuldbindingum sínum samkvæmt hinni nýju vísitölu og áskilja sér rétt til
að krefja þá um þann mismun sem leiðir af því að hinni nýju vísitölu er beitt
í stað hinnar eldri.
F.h. SAMBANDS ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA
Benedikt Davfðsson
F.h. LANDSSAMBANDS LÍFEYRISSJÓÐA
Pétur H. Blöndal