Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 46

Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 ~46 BADMINTON / LANDSLIÐIÐ Tekur þátt í • sterku boðs- móti í Banda- ríkjunum Íslenska landsliðið í badminton tekur þátt í sterku móti í Boston í Bandaríkjunum í lok mánaðarins. í sömu ferð verður landskeppni við Bandaríkjamenn og þá verður keppt við úrvalslið frá New York. íslenska badmintonlandsliðið hefur aldrei keppt í Bandaríkjunum, en umrædd ferð er til kominn vegna heimsóknar Bandaríkjamanna til íslands í fyrra, er þeir töpuðu naum- lega í landskeppni. Þeir voru án- ægðir með allar móttökur og bjóða íslenska hópnum nú frítt fæði og gistingu. Sex keppendur verða sendir, tvær konur og §órir karlar, og verð- ur hópurinn valinn eftir íslandsmó- tið, sem fram fer í Laugardalshöll- inni um helgina. Broddi Kristjínsson verður vænt- anlega einn þeirra sem keppir í Banda- ríkjunum. Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum. 5. LEIKVI KA- 4. FEBf IÚAR1989 1 X 2 Leikur 1 Arsenal West Ham Leikur 2 Aston Villa Sheff. Wed. Leikur 3 CharHon Norwich Leikur 4 Derbv Southampton Leikur 5 Everton Wimbledon Leikur 6 Luton Nott. For. Leikur 7 Middlesbro Coventry Leikur 8 1 Newcáistlé Liverpooi Leikur 9 Q.P.R. Millwall Leikur 10 Bournemouth - W.B.A. Leikur 11 Oldham Watford Leikur 12 Portsmouth - Man. City Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. 1 'vöfaldL ir pottur Gangi 1. vinningur út að þessu sinni, verður SPRENGIVIKA í 6. leikviku. Kjötvörur frá Höfn I fengu TVENN BRONSVERDLAUM Á INTERFAIR 'R8 í DANMÖRKU Við framleiðslu Hafnar kjötvaranna eru gæðin höfð að leiðarljósi KJÖTVINNSLA - SELFOSSI HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Leikið gegn Norðmönnum í kvöld og á morgun: Siðustu leikimir á heimavelli undir sljóm Bogdans „ÞESSIR leikir viö Norðmenn eru mjög mikilvœgir fyrir okk- ur. Reyndar heföi verið betra að leika við þá í nœstu viku, en þeir tóku það ekki í mál. Við þekkjum nokkra leikmann- anna en ekki alla og því kemur sér vel fyrir okkur að kynnast þeim nú með milliriðilinn í B- keppninni í huga,“ sagði Bogd- an Kowalczyk, landsliðsþjálfari í handknattleik, á fréttamanna- fundi í gær. ÆT Ísland og Noregur leika landsleik í Laugardalshöll í kvöld og annan á morgun. Báðir heijast klukkan 20.30 og eru þetta síðustu lands- leikir þjóðanna fyrir B-keppnina. Sterkasta liðið íslenska liðið hefur leikið 11 leiki á undanfömum sex vikum. „Við hefðum þurft fleiri leiki, en það er hægara að segja en í að komast," sagði Bogdan. „En árangur í þess- um leikjum skiptir máli og því nota ég þá leikmenn mest, sem eru líklegastir til að ná árangri sam- an,“ bætti hann við. Hann sagðist reyndar ekki hafa getað stillt upp sterkasta liði hveiju sinni. „Mikið hefur verið um meiðsli og eins hafa leikmenn ekki gefið Bogdan Kowaiczyk. kost á sér í leiki. Þetta hefur verið visst vandamál og þess vegna hefð- um við þurft fleiri leiki.“ Norðmenn unnu Dani Norðmenn léku við Dani í fyrra- kvöld og unnu 24:23. Liðið hefur æft vel að undanfömu enda leggja Norðmenn allt kapp á að standa sig vel í B-keppninni. „Þeir em hingað komnir til að sigra, en við leggjum einnig mikla áherslu á sig- ur,“ sagði Bogdan. „Þetta er síðasta prófið fyrir B-keppnina og okkur veitir ekki af góðum stuðningi." Ljóst er að Alfreð Gíslason verð- ur ekki með gegn Norðmönnum vegna meiðsla. Félagi hans hjá KR, Páll Ólafsson, leikur heldur ekki með af sömu ástæðum. Landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum mönnum: Markverðlr: Einar Þorvarðareon, Guðmundur Hrafnkelsson, Hrafn Margeireson og Leifur Dagfínnsson. Aðrir leikmenn: Þorgils óttar Mathiesen, Jakob Sigurðsson, Bjarki Sigurðs- son, Valdimar Grímsson, Sigurður Gunnara- son, Alfreð Gíslason, Páll ólafsson, Guðmund- ur Guðmundsson, Kristján Arason, Geir Sveinsson, Sigurður Sveinsson, Héðinn Gils- son, Júlíus Jónasson, Guðjón Árnason og Birg- ir Sigurðsson. Þeir sem hvíla í kvöld, auk Alfreðs og Páls, eru markverðirnir Guðmundur Hrafnkelsson og Leifur Dagfínnsson, svo og Birgir Sigurðs- son línumaður. íkvöld ÍSLAND og Noregur leika landsleik í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld kl. 20:30. Tveir leikir fara fram á Is- iandsmótinu í körfuknattleik í kvöld. Haukar og Valur leika í Hafnarfírði og ÍS og KR í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans. Báðir leikimir hefjast kl. 20.00. ■ 11» I I I I !■ Aðalfundur Víkings Aðalfundur Knattspymufélags- ins Víkings verður haldinn í félagsheimilinu við Hæðargarð í kvöld, fímmtudaginn 2. febrúar, og hefst kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um sölu á eignum félagsins við Hæðar- garð. HANDBOLTI Frestað í Eyjum Leikjum ÍBV og Þórs í 1. deild kvenna og bikarleik ÍBV-b og HK í karlaflokki, sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í gær- kvöldi, var frestað þar sem ekki var flogið til Eyja. KNATTSPYRNU- MABUR Ungan framherja vantar í 3. deildarlið í Svíþjóð. Sími 9046-492-22200. Stefán Tómasson. KNATTSPYRNA Mechelen tók PSV í kennslustund KV MECHELEN tók PSV Eind- hoven nánast í kennslustund í knattspyrnu er liðin léku fyrri leik sinn um titilinn besta fé- lagslið Evrópu „Super Cup“ í Mechelen gærkvöldi. Belgísku bikarmeistararnir sigruðu með þremur mörkum gegn engu og var sigurinn síst of stór. Mechelen náði að pressa stíft fyrstu 15 mínútumar og áttu leikmenn PSV ekkert svar við stór- leik belgísku bikarmeistaranna. Frá Bjama Markússyni i Belgíu aði fyrsta markið á 16. mínútu eftir fyr- irgjöf frá Hofhens. Tveimur mínútum síðar bætti Pascal De Wilde við öðru marki eftir frábæran undir- búning Emmers og þannig var stað- an í hálfleik. Mechelen byijaði seinni hálfleik- inn eins og þann fyrri og eftir að- eins fímm mínútur skoraði Bosman annað mark sitt og jafnfram þriðja mark Mechelen. Það sem eftir lifði leiks réðu Belgamir ferðinni og hefðu getað bætt við nokkrum mörkum í viðbót. Lið Mecehelen var nær óþekkjan- legt frá því í deildarleikjunum í vetur. Leikmenn náðu vel saman og gáfu Evrópumeisturunum aldrei frið. Bestu leikmenn Mechelen voru Denemaker og Bosman. Hjá PSV var Ronald Koeman bestur. Síðari leikurinn fer fram í Eind- hofven í Hollandi næsta miðviku- dag. John Bosman skoraði tvívegis í gærkvöldi. NBA-úrslit New Y ork Knicks—Indiana.120:111 Cleveland—Philadelphia..118:103 Washington—Boston.......110:103 Utah Jazz—Dallas........ 99: 84 Milwaukee—Sacramento....117:104 San Antonio Spure—Denver.117:111 Detroit Pistons—Chicago.104: 98 LA Lakers—Houston.......125:114 New Jereey Neta—Seattle.118:112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.