Morgunblaðið - 02.02.1989, Side 48
GA CLASS
í heimi hraða og athafna
FLUGLEIÐIR
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
GUÐBJÖRG ÍS frá ísafírði var með mest aflaverðmæti ísfisktogara á
síðasta ári. Togarinn aflaði 5.144 tonna að verðmæti 228,7 milljónir.
Guðbjörgin hefur verið með mest aflaverðmæti togara mörg undanfar-
Aflaskipá Vestijarðamiðum
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
in ár. Hinir harðduglegu sjómenn á Guðbjörgu eru þegar byijaðir að
leggja grunninn að enn einu metárinu en myndin var einmitt tekin
um borð í togaranum á Vestfjarðamiðum fyrir nokkrum dögum.
Úrskurði um breytta lánskjaravísitölu vísað til dómstóla:
Urskurðamefiid telur að um
nýja vísitölu sé að ræða
Lífeyrissjóðirnir gera fyrirvara gagnvart skuldurum sínum
Veðrið í janúar:
Ovenju lít-
ið sólskin
HITASTIG S Reykjavík mældíst
í meðailagí í janúar en úrkoma
var talsvert fyrir ofan meðallag.
Sennilega fímmti úrkomu mesti
janúar frá árinu 1920, að sögn
Trausta Jónssonar veðurfræð-
ings.
„Það var óvenjulega lítil sól og
hefur aldrei fyrr mælst svona lítil
sól i janúar, eða í tvær klukkustund-
ir, en að vísu hefur nokkrum sinnum
mælst nærri því jafn lítið," sagði
Trausti. „Trúlega hefur ekki mælst
meiri snjór síðan árið 1984 en þá
snjóaði mun meira." f janúar voru
miklir umhleypingar þrátt fyrir að
hvassviðri væru ekki tíð en hins
a vegar var óvenjulega breytilegt veð-
ur.
Amarflugsþotan:
Segulbönd
verða rann-
jsökuð í dag
Segulbandsupptökur af Qar-
skiptum milli flugstjómar og
Arnarflugsþotunnar, sem lenti á
Keflavikurflugvelli á föstudag,
verða rannsakaðar i dag og
næstu daga. Rannsókn málsins
var hafin á mánudag að frum-
kvæði loftferðaeftirlitsins, segir
Skúli Jón Sigurðarson deildar-
stjóri rannsóknadeildar.
í yfírlýsingu sem Amarflug sendi
frá sér í gær er rannsóknin sögð
vera dæmi um hlutdrægni Flug-
leiðamanna í flugráði.
Skúli Jón segir það hafa vakið
athygli manna hjá loftferðaeftirlit-
inu að ein vél lenti á Keflavíkurflug-
^velli þegar þijár aðrar sneru frá og
vitað var að veðurskilyrði voru
siæm. Hann segir loftferðaeftirlitið
oft rannsaka tilvik þar sem eitthvað
gæti reynst athugavert og þetta
væri dæmi um slíkt. „Við vildum
vita hvað væri hið sanna í málinu,
við höfum ekki slegið neinu föstu.“
Málið var lagt fram í Flugráði á
þriðjudag og óskað eftir rannsókn.
Þá var upplýst að rannsókn væri
þegar hafín hjá loftferðaeftirlitinu.
Sjá yfírlýsingu Amarflugs á
bls. 27.
ÚRSKURÐARNEFND um verð-
tryggingu telur það utan vald-
sviðs sins að úrskurða í máli þvi
sem Baldur Guðlaugsson, hæsta-
réttarlögmaður, lagði fyrir
nefndina varðandi það hvort hon-
um væri skylt að greiða af skulda-
bréfí samkvæmt breyttum grund-
velli lánskjaravisitölu, sem tók
gildi fyrir febrúarmánuð i fram-
haldi af setningu reglugerðar við-
skiptaráðuneytisins og auglýs-
ingu Seðlabankans. I úrskurði
nefndarinnar kemur fram að hún
telur þessa breytingu á grund-
velli lánskjaravísitölu jafngilda
þvi að tekin hafí verið upp ný
lánskjaravísitala, en það sé álita-
mál hvort ný visitala geti gilt um
skuldbindingar samkvæmt eldri
vísitölu. Það sé utan valdsviðs
nefhdarinnar að úrskurða þar um
og sé faiið hinum almennu dóm-
stólum.
Sambönd lífeyrissjóðanna sendu
frá sér tilkynningu í gær þar sem
þau fyrir hönd aðildarsjóða sinna
gerðu „fyrirvara gagnvart öllum
skuldurum sjóðanna, sem nú greiða
af fjárskuldbindingum sínum sam-
kvæmt hinni nýju vísitölu og áskilja
sér rétt til að krefja þá um þann
mismun sem leiðir af því að hinni
nýju vísitölu er beitt í stað hinnar
eldri."
„Nefndin víkur sér undan að taka
efnislega á málinu og vísar því til
dómstólanna, sem er mjög miður.
Þetta mál er einmitt þess eðlis að
það hefði þurft að fást úrskurður í
því með skjótum hætti," sagði Bald-
ur Guðlaugsson, í samtali við Morg-
unblaðið um þessa niðurstöðu. Hann
benti á að í viðskiptalífí landsmanna
væri notkun lánskjaravísitölu mjög
útbreidd og því væri erfítt og næsta
ómögulegt í mörgum tilfellum að
snúa til baka, kæmust dómstólar að
því eftir eitt eða tvö ár að ný vísi-
tala gilti ekki fyrir eldri skuldbind-
ingar.
„Það er verið að greiða og gera
upp einhver mál á grundvelli vísitölu
í þúsundavís á hveijum degi. Og það
gildir ekki bara um útlán heldur
einnig innlán, eins og til dæmis verð-
tryggða innlánsreikninga. Maður sér
ekki fyrir sér að hægt sé að setja
inn fyrirvara um öll þessi viðskipti.
Það er ekki hægt að reka banka-
kerfí og viðskiptalíf á fyrirvörum svo
árum skiptir," sagði Baldur. Hann
taldi sennilegt að þeir sem vildu
draga í efa gildi hinnar nýju vísitölu
gagnvart eldri skuldbindingum yrðu
að gera fyrirvara, ef þeir vildu við-
halda rétti sínum til að koma fram
leiðréttingu. Annars gætu dómstólar
litið svo á að um samþykki væri að
ræða.
Hann sagðist telja að nefndin
hefði samkvæmt lögum tvímæla-
laust úrskurðarvald í málum sem
þessum, þó niðurstaða nefndarinnar
hefði orðið önnur. Aðspurður hvort
hann hygðist höfða mál fyrir dóm-
stólunum, sagðist hann aðeins vilja
hugleiða það áður en hann tæki
ákvörðun. Hann væri ekki að rekast
í þessu vegna persónulegra hags-
muna, heldur til að fá úr því skorið
hvort hægt væri að hringla með vísi-
töluna með þessum hætti.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagðist ekki hafa séð úrskurð-
inn, en honum hefði heyrst af frétt-
um að nefndin teldi, sem rétt væri,
að hún ætti ekki að úrskurða um
mál af þessu tagi. Varðandi það að
líta beri á þessa vísitölu sem nýja
vísitölu, sagði Jón: „Sérhver breyttur
hlutur er í einhveijum skilningi nýr
hlutur. Sú vísitala sem var í gildi
næst á undan þeirri breytingu sem
nú er til umræðu hafði verið end-
umýjuð frá því sem var í upphafi
verðtiyggingartímabilsins 1979 og
ég sé ekki að þar sé um eðlismun
að ræða.“
Sjá úrskurð úrskurðarnefíidar
á miðopnu.
13 milljón göngn-
seiði fi'amleidd í vor
Útlit fyrir 11 þúsund tonna framleiðslu á laxi á næsta ári
EKKI er útlit fyrir að mikil offramleiðsla verði á gönguseiðum
hjá seiðaeldisstöðvunum í ár. Friðrik Sigurðsson framkvæmda-
stjóri Landssambands fískeldis- og hafbeitarstöðva segir að í eldi
séu tæplega 13 miHjónir seiða sem verði gönguseiði í vor. Þegar
væri búið að ráðstafa í hafbeit og f eldi i kerum og kvfum innan-
lands um 10 milfjónum seiða. Einhver viðskipti ættu efltir að fara
fram og síðan þyrfti að gera ráð fyrir aflollum, þannig að offram-
leiðsla yrði lftil eða engin.
A síðasta ári fóru um 8 milljón
seiði í eldi og 400 þúsund seiði,
sem nú eru unglaxar, eru óseld í
seiðastöðvunum. Framleidd voru
fleiri seiði í fyrra en talsverð af-
föll urðu í flutningum innanlands
og vegna veðurs. Friðrik sagði að
eldi þessara seiða ætti að gefa
af sér að minnsta kosti ellefú
þúsund tonn af laxi á næsta ári
og enn meiri framleiðslu árið
1991. Til samanburðar má geta
þess að áætlað er að framleidd
hafí verið 750—800 tonn af laxi
á síðasta ári og að í ár verði fram-
leidd um 4.000 tonn.
Friðrik sagði að ekki væri gert
ráð fyrir neinum útflutningi
gönguseiða á þessu ári. Markaðir
væru lokaðir. Hann sagði sem
dæmi að Norðmenn hefðu nú í
fyrsta skipti viðurkennt offram-
leiðslu og hefðu samtök norskra
fískeldismanna fyrirskipað seiða-
stöðvunum að minnka göngu-
seiðaframleiðsluna í vor um fjórð-
ung.