Morgunblaðið - 12.02.1989, Page 4

Morgunblaðið - 12.02.1989, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1989 ERLENT INNLENT 2,5% gengis- felling og efnahags- ráðstafanir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra boðaði nýjar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar í ræðu á Alþingi síðastliðinn mánudag. Liður í þessum aðgerð- um var 2,5% gengisfelling á mánudag, jafnframt því sem Seðlabankanum var heimilað að skrá daglegt gengi krónunnar með 2,25% fráviki frá ákveðnu meðalgengi. Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra og for- svarsmenn fiskvinnslunnar sögðu að þessar aðgerðir nægðu sjávar- útvegnum ekki. Þorsteinn Páls- son formaður Sjálfstæðisflokks- ins sagði að tilkynning forsætis- ráðherra fæli ekki í sér neitt sem kalla mætti alvöru efnahagsráð- stafanir. Smáýsa flutt út í gámum Mikið er selt af smáýsu úr gám- um á Bretlandsmarkaði, sam- kvæmt könnun sjávarútvegsráðu- neytisins. Jón B. Jónasson skrif- stofustjóri ráðuneytisins segir augljóst að smæsta ýsan fáist ekki í löglegan riðil, en ýsan er aðallega veidd af togbátum við suðurströndina. Rannsóknaskipið Dröfn hefur verið send á svæðið og í Ijósi rannsókna hennar verður ákveðið hvort einhverjum svæðum verður lokað. Togveiðiskipstjórar í Vestmannaeyjum mótmæla því að þeir hafí notað klæddar vörpur. Loðnufrysting hafin Frystihúsin byq'uðu að frysta loðnu fyrir Japansmarkað á mið- vikudag. Samningar við Japani eru á lokastigi. Notkun skíðatog- brauta bönnuð Tvítug stúlka lést á miðvikudag þegar hún lenti í dráttarhjóli lítillar skíðalyftu í Garðabæ. í kjölfar slyssins bannaði Vinnueft- irlit ríkisins notkun slíkra tog- brauta á meðan settar eru strang- ari reglur um notkun þeirra. 150-190 milljóna kr. lagmetisbirgðir Fyrirtæki í lagmetisiðnaði liggja með birgðir að verðmæti 150—190 milljónir króna í kjölfar hrunsins á Þýskalandsmarkaði. Aðallega er um að ræða vörur sem fara áttu ^ til Aldi-verslananna. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra segir að á vegum ríkisstjómarinnar sé m.a. verið að athuga möguleika á aðstoð við lagmetisiðnaðinn til að fíármagna birgðahaldið. Borgaraflokkurinn sleit viðræðum Þingflokkur Borgaraflokksins ákvað á þriðjudag að slíta viðræð- um við ríkisstjómarflokkana um stjómaraðild Borgaraflokksins eftir að ljóst varð að ekki yrði gengið að kröfum flokksins um afnám söluskatts á matvælum þegar í stað. ERLENT Hertar árás- ir afganskra skæruliða Árásir afg- anskra skæru- liða færðust mjög í aukana undir lok vikunn- ar er stjóm Naji- bullah, forseta landsins, bjó sig undir umsátur frelsissveitanna um höfuðborgina, Kabúl. Brott- flutningi innrásarsveita Sovét- manna á að vera lokið á miðviku- dag en enn munu nokkur hundruð hermenn gæta flugvallarins í Kabúl. Forsetinn kvaðst í vikunni vera staðráðinn í að halda völdum en erlendir stjórnarerindrekar segja fall stjómarinnar óhjá- kvæmilegt. 144 farast í flugslysi Bandarísk farþegaþota af gerð- inni Boeing 707 hrapaði til jarðar á eyjunni Santa Maria á Azoreyj- um á miðvikudag. Allir þeir sem um borð voru, 137 farþegar og sjö manna áhöfn, fórust. Flugvélin var á leið frá Bergamo á Ítalíu til Dóminíkanska lýðveldisins. Flestir farþeganna voru ítalir en áhöfnin var bandarísk. Orsakir slyssins eru ókunnar. ísraelar sakaðir um mannréttindabrot Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sakað ísraela um aukin mannréttindabrot gagnvart Pa- lestínumönnum á hemámssvæð- um ísraels. í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins sem birt var á þriðjudag sagði að brot gegn grundvallarréttindum Palestínu- manna hefðu aukist „verulega" á síðasta ári. Stjómvöld í Israel hafa mótmælt ásökunum þessum harðlega og sagt að uppreisn Palestínumanna sé ógnun við til- veru Ísraelsríkis. Viðræður stjórnvalda og Samstöðu Viðræður pólskra stjóm- valda og fulltrúa Samstöðu um lausn á efna- hagsvanda landsins og framtíð þess hóf- ust í Varsjá á mánudag. Lech Walesa, leiðtogi verkalýðssam- takanna, sagði við upphaf við- ræðnanna að kommúnisminn hefði komið Pólveijum á kné og lýsti yfír því að Samstaða myndi ekki fallast á efnahagstillögur ríkisstjórnarinnar ef ekki yrðu jafnframt gerðar breytingar á stjórnarfarinu og það fært í lýð- ræðislegt horf. Kosningum heitið í Paraguay Andres Rodriquez, sem fór fyrir hersveitum þeim er steyptu Álfredo Sroessner forseta af stóli, skýrði frá því á mánudag að ákveðið hefði verið að efna til þing- og forsetakosninga í landinu þann 1. maí næstkomandi. Stroessner hélt í útlegð til Bras- ilíu á sunnudag ásamt ættmenn- um sínum. Ijárlög kynnt í Bandaríkjunum George Bush Bandaríkjafor- seti lagði fram fjárlagafrum- varp ríkisstjórn- ar sinnar á fímmtudags- kvöld. í því er gert ráð fyrir óbreyttum fram- lögum til vamarmála auk þess sem fjárlagahallinn mun minnka um 72 milljarða dollara (um 3.600 milljarða ísl. kr.). Ný tillaga pólskra stjórnvalda: Kommúnistar hafí ekki lengur þingmeirihluta Varsjá. Reuter. PÓLSK stjórnvöld, sem reyna nú að ná samkomulagi við Samstöðu, hin bönnuðu verkalýðsfélög, hafa lagt fram tillögu þar sem gert er ráð fyrir því að kommúnistaflokkurinn hafi ekki meirihluta á pólska þinginu eins og undanfarna fíóra áratugi. Janusz Reykowski, sem á sæti í stjórnmálaráði flokksins, kynnti þessa tillögu á föstudag í viðræðum stjórnvalda við Samstöðu í Varsjá, þar sem rætt er um efnahagslegar, félagslegar og pólitískar umbætur í landinu. „Það sem ég hef í huga er að myndað verði nýtt þing þar sem kommúnistaflokkurinn er ekki í meirihluta og þar sem fulltrúar andstöðuhópa eigi sæti,“ sagði Reykowski. Bronislaw Geremek, sem leiðir samninganefnd Samstöðu, fagnaði þessari tillögu. Hann sagði að slíkar breytingar væru mjög mikilvægar og þær myndu verða til þess að kommúnistaflokkurinn yrði háðari flokkum lýðræðissinna og bænda. Kommúnistaflokkurinn hefur nú 51 prósent meirihluta á pólska þing- inu og hefur verið í meirihluta síðan á fímmta áratugnum. Reuter Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, heldur á blómum sem pólskir námsmenn færðu honum áður en hann ávarpaði þá í Kraká á föstudag. Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, um kjarnorkuvopn: Endurnýjun verði frestað London. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, sagði í blaðaviðtali sem birtist á föstudag að hann teldi unnt að fresta ákvörðun um endur- nýjun skammdrægra kjarnorkueldflauga í Vestur-Þýskalandi í rúm tvö ár. Atlantshafsbandalagið (NATO) ákvað árið 1983 að endumýja vopn þessi og hafa Bandaríkjamenn og Bretar hvatt Vestur-Þjóð- veija til þess að gefa samþykki sitt fyrir framkvæmd þeirrar áætlun- ar á þessu ári. Kohl sagði í viðtali við dag- blaðið Financial Times að Lan- ce-eldflaugar NATO í Vestur- Þýskalandi myndu koma að fullum notum allt fram til ársins 1995. Því væri unnt að fresta ákvörðun um endumýjun þeirra um tvö til þrjú ár. Lance-eldflaugarnar eru komnar til ára sinna en NATO ræður yfir 88 skotpöllum fyrir eldflaugar þess- arar gerðar og eru þeir flestir í V estur-Þýskalandi. Sovétmenn, sem njóta mikilla yfírburða á þessu sviði kjamorku- heraflans, hafa hvatt til þess að hafnar verði viðræður um fækkun skammdrægra kjarnorkuvopna en samkvæmt skoðanákönnunum er meirihluti manna í Vestur-Þýska- landi andvígur því að komið verði upp nýjum vopnum í stað Lance- -flauganna. Þingkosningar fara fram í Vestur-Þýskalandi í desem- ber árið 1990, en flokkur kanslar- ans, hefur tapað fylgi í kosningum í einstökum fylkjum á undanförnum tveimur ámm. Byltingarmóðurinn fer ört dvínandi I Nicaragua DANIEL Ortega, forseti Nicaragua, viðurkenndi ekki að byltingin hefði mistekist er hann kynnti nýjar spamaðaraðgerðir ríkissljórn- ar sinnar á dögunum en ef marka má orð hans, sem fjölmargir telja raunar með öllu ástæðulaust, verða útgjöld ríkisins skorin nið- ur og horfið verður frá ritskoðun, eignaupptöku og linnulausri hemaðaruppbyggingu, sem einkennt hefúr stjóm sandinista í Nic- aragua. Efnahagur landsins er gjörsamlega í rúst. Undanfarna 12 mánuði hefúr verðbólgan verið 20.000 til 30.000 prósent og lands- framleiðsla dróst saman um níu prósent á síðasta ári. Gjaldmiðill Nicaragua er öldungis verðlaus og eftirsókn í bandaríska dollara mikil. Þúsundir manna flýja land i hveijum mánuði og kröfúr um lýðræði verða sífellt háværari, ekki síst meðal bandamanna sandin- ista erlendis t.a.m. í Mexíkó og Venezúela. Ortega sagði í viðtali við viku- ritið Time þann 6. þessa mán- aðar að sandinistar hefðu sann- færst um að ekki bæri að leita fyrirmynda í kommúnistaríkjunum í Austur-Evrópu og á Kúbu. Lengst í norðri væri hins vegar að finna ríki sem sækja mætti ýmislegt til. „Löndin í Skandinavíu eru lítil og ieggja ríka áherslu á hlutverk ríkisvaldsins á sviði félagsmála. Ríkið lætur til sín taka á vettvangi efnahagsmála en einkageirinn gegnir einnig mikil- vægu hlutverki," sagði forsetinn. Sama dag og viðtalið birtist var gengi cordóbans, gjaldmiðils lands- ins, fellt í þriðja skiptið á þessu ári. Þurfa menn nú að reiða fram 2.700 slíka fyrir hvem einn Banda- ríkjadollar. Stjóm sandinista kynnti í síðustu viku aðgerðir til að sigrast á efna- hagsvanda þjóðarinnar. Ortega notaði tækifærið og hvatti þjóðina til að standa saman og auka fram- leiðslu og útflutning en ef marka má frásagnir erlendra fréttaritara hefur alþýða manna þegar fengið sig fullsadda af slíkum áköllum. Líkt og á Kúbu virðist byltingar- móðurinn fara ört þverrandi. Ákveðið hefur verið að skera n'kisútgjöld niður um rúm 40 pró- sent, sem leiða mun til þess að 35.000 opinberir starfsmenn missa vinnu sína. Ortega lét nægja að fara almennum orðum um niður- skurðinn en emb- ættismenn sögðu að 12.000 ríkis- starfsmönnum og hvorki meira né minna en 13.000 öryggislögreglu- mönnum yrði sagt upp störfum. Þess hafði verið vænst að forsetinn reyndi að friðmælast við talsmenn einkaframtaksins í Nicaragua, sem mátt hefur þola þjóðnýtingu og ofríki frá því sandinistar komust ti! valda. Það gerði Ortega ekki en lét að því liggja að eignaupptöku yrði hætt og gat þess að ritskoðun yrði aflögð að mestu þó svo kat- ólska útvarpstöðin, Radio Católica, yrði áfram á bannlista stjómvalda. Ortega lagði áherslu á að ekki væri verið að svíkja málstað bylt- ingarinnar með aðgerðum þessum, þær væru tilraun stjómvalda til að „fella sósíalismann í Nicaragua að raunverulegum þjóðfélagsaðstæð- um í Mið-Ameríku“. Forsetinn kvað sandinista reiðu- búna til að bæta samskiptin við Bandaríkin en stjómvöld segja að Daniel Ortega. efnahagsvanda þjóðarinnar megi rekja beint til stríðsins við kontra- skæmliða, sem nutu stuðnings Bandaríkjamanna. Þótt sú barátta hafi reynst æði kostnaðarsöm em þeir sem sérfróðir mega teljast um málefni Nicaragua sammála um að vandinn sé ekki síst tilkominn vegna sósíalískra stjómarhátta sandinista. Þeir hinir sömu benda á að Ortega og menn hans hafl margoft heitið umbótum jafnt á sviði efnahags- og stjómmála en jafnan látið hjá liggja að efna lof- orðin. Á þessu kann nú að verða breyting þar eð gjaldþrot blasir við þjóðinni. Landsframleiðsla hefur nú dregist saman fimm ár í röð og lífskjörin þykja svipuð og á fjórða og fimmta áratugnum. Fréttaritari breska vikuritsins The Economist segir að standi Ortega við það loforð sitt að efna til frjálsra kosninga í landinu árið 1990 munu sandinistar líklega tapa þeim að öllu óbreyttu. BflKSVlP eftir Ásgeir Sverrisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.