Morgunblaðið - 12.02.1989, Side 15

Morgunblaðið - 12.02.1989, Side 15
i>M MORGUNBIARID !jUNNimAGUR=)2>, FSRRÚAR. 1989 M 15 aftur, þar geti fyrst og fremst um áróðursstríð orðið að ræða. Laun væru 90% hærri nú ef stjórnvöld hefðu látið kjaraskerðingar eiga sig síðustu tíu árin og ekkert annað orðið öðruvísi. Þó það sé auðvitað ekki raunhæf forsenda sýnir þetta hve samskiptin við stjómvöld hafa verið illvíg. „Það er mjög erfitt fyr- ir verkalýðshreyfinguna að ná bar- áttustöðu þegar það endurtekur sig í sífellu að ríkið tekur til baka það sem samið hefur verið um. Þarna er á ferðinni ákveðin ógn gagnvart sjálfum tilverurétti verkalýðshreyf- ingar og það er grundvallarnauðsyn að stjórnvöld láti af þessari iðju. Sjálfur samningsrétturinn er í hættu, því fólk sér ekki tilgang í að berjast fyrir samningum sem strax verða eyðilagðir." Ásmundur segir miklar líkur til talsverðs atvinnuleysis á næstu mánuðum. Dregið hafi úr yfirborg- unum, yfirvinna hafi styst og um- svif séu öll minni. Til viðbótar erfið- leikum í framleiðslugreinunum séu nú mikil vandamál í þjónustugrein- unum vegna samdráttar. Það sé ljóst að erfiðleikamir séu afleiðing óráðsíu í fjárfestingum, þær hafi í of litlum mæli tekið mið af fram- leiðsluþörf fyrirtækjanna og af arð- seminni. Skipulagi rekstrar hér sé víða mjög ábótavant og það sé að verulegu leyti afrakstur lélegrar efnahagsstjómar. „Launin era ekki vandamálið, hvað sem hver segir. Það leysir ekki vandann að lækka þau, eins og sýnt hefur verið fram á ótal sinnum. Þvert á móti þarf að taka til hendinni í atvinnurekstr- inum og gera hann í stakk búinn til þess að borga hærri laun. Það er bókastaflega þannig sem gott þjóðfélag verður til. Fjármagns- kostnaður og vannýtt fjárfesting er stóra vandamálið og þess gætir strax og veltan minnkar." Samdráttur sem stjórntæki Hann segir að kjaraskerðingar- leiðin hafi gengið sér til húðar og þeir sem haldi öðru fram afneiti með öllu að læra af reynslunni. Hins vegar vilji hann vara við þeirri sterku tilhneigingu að ganga að því sem gefnu að þjóðartekjur séu á niðurleið. „Það er dugnaður og út- sjónarsemi okkar sjálfra sem ákveð- ur það hvort þjóðartekjur vaxa eða minnka. Ef við leggjumst öll á eitt um að láta hjól atvinnurekstrarins snúast era allar forsendur til þess að þjóðartekjur vaxi á þessu ári og mér finnst nánast óhugnanlegt að hlusta á ýmsa stjómmálamenn tala um samdrátt sem stjórntæki. Vegna ákvörðunar stjómvalda hefur kaup- máttur rýmað og vinnutími stytst. Ef nú verður tekið skref til viðbótar verður efnt til heimatilbúins at- vinnuleysis. Rýrnandi tekjur segja nú þegar til sín í rýmandi verslun og mörg fyrirtæki lifa á því að fólk hafi peninga til þess að kaupa af þeim vöra og þjónustu. Atvinnu- leysi nú væri pólitísk ákvörðun og kjaraskerðing í kjölfar gengislækk- unar er eins og að pissa í skóinn sinn. Eftir stutta stund segir frostið til sín. Ytri skilyrði eru mjög góð og það er ekkert sem gerir atvinnu- leysi óhjákvæmilegt." Heildarhyggja á undanhaldi Við vílq'um talinu að öðru. Ég spyr hann hvort verkalýðShreyfing- in sé það vopn í réttindamálum sem hún var eða hvort hlutverk hennar hafí breyst í takt við nýja og breytta tíma. Ásmundur segir það augljóst að þjóðfélagið hafí gjörbreyst þó aðeins sé litið til síðustu 50 ára. Efnahagur fólks hafí batnað og neyslustigið sé allt annað. Fólk þekki ekki atvinnuleysi og fyrir nútímamann sé erfitt að gera sér í hugarlund allsleysið og öryggisleys- ið í réttindamálum sem hinn al- menni maður mátti búa við: „Tækniframfarirnar hafa verið drif- kraftur í þjóðfélagsþróuninni, en verkalýðshreyfingin hefur verið mótandi um það hvernig þróunin hefur gengið. Félagsleg réttindi, sem era sjálfsögð í dag, kostuðu mikil átök. Sum hver hafa orðið til í kjarasamningum og önnur með lögum, oft á löngum tíma og eftir mikla baráttu. Félagslegt umhverfi er allt annað í dag og verkalýðs- baráttan ber þess merki. Það reyn- ir á aðra þætti en áður. Hún er auðveldari vegna þess að ýmis sjálf- sögð réttindi hafa fengist viður- kennd, en hún er erfiðari vegna þess að það er margt sem dregur fólk í sundur. Verkaskiptingin hefur og á enn eftir að aukast og verka- fólk er ekki lengur samstæður hóp- ur sem vinnur hliðstæð störf, heldur fjölskrúðug fylking fólks, sem í krafti verkaskiptingarinnar vinnur ólík störf, oft í mikilli einangran hvert frá öðra. Það er því erfiðara að halda uppi merki samstöðunnar og reynir öðravísi á hana. Grund- vallarhugsjónir verkalýðshreyfing- arinnar era jöfnuður, réttlæti og öryggi og samtakamættinum hefur verið beitt í þágu þess fólks sem býr við minnst öryggi. Sá hugsunar- háttur er á undanhaldi því miður,“ segir Ásmundur, en bætir við að það eigi ekki bara við um verkalýðs- hreyfínguna heldur um þjóðfélagið allt. Jafnvel velferðarkerfíð getur ýtt undir einstaklingshyggjuna með því að leysa fólk undan persónu- legri ábyrgð. Fólk telji sig ekki bera ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og áður var. Enda ber að líta á þjóðfélagsólgu sjöunda áratugar- ins í miklu víðara samhengi en yfir- leitt hafí verið gert. Þar hafi vissu- lega verið um að ræða sveiflu frá hægri til vinstri, en ekki síður upp- reisn einstaklingsins gegn samfé- laginu. Sá þáttur fullkomnast í svo- nefndri frjálshyggju nútímans. V erkalýðshreyfingin lýðræðisleg Hann segir að lítil virkni félags- manna í verkalýðshreyfíngunni skýrist meðal annars af þessari ein- staklingshyggju. Fólk haldi sig heima frekar en að koma á fundi. Þó verkalýðshreyfíngin sé ekki jafn illa stödd hvað þetta snertir og stjórnmálaflokkarnir kalli þetta vissulega á önnur vinnubrögð í hreyfingunni. Foiystumenn í verka- lýðshreyfingunni þurfi í auknum mæli að fara út til fólksins. Það hafi verið gert til dæmis með vinnu- staðafundum, en mikið skorti þó á að lausnin á þessu vandamáli sé fundin. Það sé hins vegar mikilvægt atriði að í verkalýðshreyfíngunni verði mikilvægar ákvarðanir ekki teknar nema á almennum félags- fundi. Þannig séu verkalýðsfélögin háð beinni þátttöku félagsmanna í starfínu. Forastan geti ekki tekið ákvarðanir ein án afskipta félags- manna, eins og stjórnmálamenn gera án afskipta kjósenda á kjörtímabilinu. Verkalýðshreyfing- in sé í eðli sínu lýðræðisleg og verði ekki stýrt með valdboði. Til að mynda sé samningsrétturinn í höndum hvers verkalýðsfélags og kjarasamningar verði ekki bindandi nema félagsfundur hafí samþykkt þá. Þessu vilji gagnrýnendur verka- lýðshreyfíngarinnar gjaman gleyma. Yfirvinnuokið „Það er alveg klárt mál að við horfðum fram á við þegar við sett- um nýja húsnæðislánakerfið og staðgreiðslukerfí skatta á oddinn 1986. Það að greiða skatta samtím- is af tekjum en ekki eftir á er eitt skrefið til að létta yfirvinnuoki af fólki. Gamla skattakerfið var hluti skýringarinnar á löngum vinnutíma hérlendis, sem oft var hvorki verka- fólki né atvinnurekendum hag- kvæmur. Næsta skref er að hækka launin þanhig að fólk hafi efni á að vinna styttri vinnutíma. 1986 var staðan þannig að ungt fólk réði ekki lengut Við að kaupa sér hús- næði og það var nauðsynlegt að dreifa afborgunum yfir lengri tíma. Það var ráðist í breytingar á hús- næðiskerfínu fyrir framkvæði verkalýðshreyfingarinnar. Þó hús- næðiskerfið sé gallað var breytingin tvímælalaust til bóta. Þannig er áætlað að lífeyrissjóðimir veiji á þessu ári tvöfalt meira fé að raun- virði til skuldabréfakaupa af Hús- næðisstofnun en árið 1985. Sem betur fer vill verkalýðshreyfingin og ætlar sér að eiga þátt í því að móta framtíðina og það þjóðfélag sem við byggjum. Verkalýðsbarátta snýst ekki bara um kaupið í dag og á morgun. Kröfurnar til þjóð- félagsins fara vaxandi og það á mörgum sviðum, sem engum duttu í hug fyrir fáum áram. Við höfum gert margt, en ekki nóg á ýmsum lykilsviðum. Þar má'til dæmis nefna stefnumótun í atvinnumálum. Það blasir við að samningar um kaup og kjör nýtast ekki nema atvinna sé fyrir hendi. Atvinnuöryggið skiptir miklu máli og verkalýðs- hreyfíngin þarf að koma með miklu ákveðnari hætti inn í atvinnuþróun- ina, einkum út á landi, þar sem atvinnulífíð hefur orðið einhæfara án þess að nokkuð hafí verið gert til þess að efla fjölbreytnina.“ Aðspurður segist hann ekki líta svo á að öld sérfræðinganna sé rannin upp í verkalýðshreyfingunni og bendir á að sá stóri hópur fólks sem komi að kjarasamningum hveiju sinni samanstandi ekki af sérfræðingum. Flestir forsvars- menn verkalýðsfélaga hafi bak- grann sem almennir félagar í við- komandi verkalýðsfélagi. Að sjálf- sögðu þurfí verkalýðshreyfingin að notast við sérfræðinga hvað ýmis atriði varðar, en enn sem fyrr sé það almenn dómgreind og heilbrigð skynsemi sem mestu máli skipta þar eins og annars staðar. Oft vanþakklátt starf Hann segir að það sé ekki hægt að gefa neina forskrift um það .hversu lengi menn eigi að gegna starfí eins og embætti forseta ASÍ, en það sé flestum tilfellum óskyn- samlegt að menn séu í slíkum emb- ættum mjög lengi. „Sá sem er í þessu starfi verður að helga sig því og leggja allt sem hann á af mörk- um. Það kemur niður á persónuleg- um samskiptum við fólk, sérstak- lega við fjölskylduna og kostar á vissan hátt hörkulegt uppgjör hjá sérhveijum sem ákveður að taka sér þetta starf fyrir hendur. Þetta er erfítt og oft vanþakklátt starf og gerir tilkall til ómælds vinnu- tíma. Á móti kemur að það er lífrænt og að það er raunveraleg aðstaða til að fylgja málum eftir á allt annan hátt en í flestum öðram störfum. Ég er búinn að gegna þessu starfí í átta ár og verð i því fjögur ár til viðbótar. Ég átti erfítt með að gera þetta upp við mig, en tók ákvörðunina vitandi um hvað ég verð að leggja af mörkum." GENGIVIKUNNAR BREYTINGAR Á GENGI 6- -7 V/H ***lnnra Frá síðustu 31.12.88 STAÐGREIÐSLA margf. virði Kaup Sala skrán. Eimskip 7,78 3,44 3,73 3,92 2,0% 4,53% Flugleiðir 95.80 2,51 2,82 2,94 0,0% 4,26% Hampiðjan 10,35 1,90 1,49 1,57 0,00% 3,29% Iðnaðarbanki 7,45 1,47 1,60 1,69 0,00% 0,00% Verslunarbanki 12,18 1,32 1,48 1,54 0,0% 1,32% UMBOÐSSALA* Almennar Tryggingar neg. 1,08 1,20 1,26 0,00% -2,33% Alþýðubankinn hf. 4,21 1,21 1,05 1,16 0,00% 1,75% Isl. útvarpsfélagið 18,96 1,44 1,95 2,05 0,00% 0,00% Oliufélagið hf. 17,34 5,04 2,79 2,93 0,00% 0,00% Samvinnubanki hf. 7,25 1,33 0,92 1,02 0,00% 2,56% Skagstrendingur hf. 3,19 4,85 1,90 2,00 0,00% 1,59% Toilvörugeymslan 14,84 1,20 1,22 1,28 0,00% 0,00% Útgerðarfélag Akureyringa 3,43 1,45 1,30 1,37 0,00% 0,00% . Hlutabréfasjóðurinn hf. 0,00 0,00 0,00 1,51 0,00% - 3,21% TILBOÐ** Tryggingamiðstöðin 3,38 1,29 1,32 1,35 0,00% 0,00% íslenskur Markaður hf. 131,91 7,79 8,80 9,00 0,00% 0,00% Skeljungur hf. 42,33 10,19 5,49 5,60 0,00% 0,00% * Hlutabréf tekin i umboðssölu. Uppgefið gengi er síðasta sölugengi. Engar hindranir með viðskipti bréfanna skv. sam- þykktum félaganna. ** Siðasta skráða sölugengi hlutabréfa sem seld eru skv. tilboðsgerð. Takmörk eru sett með viðskipti bréfanna skv. sam- þykktum félaganna. *** Innra virði = Heildareigið fé pr 1 kr. í hlutafé sbr. ársreikning. Ekki er tekið tiliit til framtiðartekna. V/H er núverandi virði skv. sölutilboði hlutabréfanna deilt með nettó hagnaði ársins. FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ UERÐBRÉFAMARKAÐUR Hafnarstræti 7 101 Reykjavík S (91) 28566, Kringlunni 103 Reykjavík S(91) 689700 Ráðhústorgi 3 600 Akureyri S (96) 25000 Tilboð óskast í hlutabréf eftirtalinna fyrirtækja: Fiskimjöl og lýsi hf., Snartak hf., Iceland Seafood Corporation Inc., Isl. útvarpsfélagið hf., Tryggingarmiðstöðin hf., Skeljungur hf., Lýsisfélag Vestm.eyja hf., Borgarvirki hf., Jöklar hf. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Askriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.