Morgunblaðið - 12.02.1989, Side 24

Morgunblaðið - 12.02.1989, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ATVIMMA/RAÐ/SiyiÁ SU^NUDAqUp 12. FEBRÚAR 1989 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélgæslumaður Stórt iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða vélvirkja/vélstjóra til starfa strax. Vaktavinna. Umsóknum sé skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20. febrúar nk. merktum: „Vél- gæslumaður - 3671" Fóstra með sérmenntun óskar eftir vinnu. Upplýsingar í síma 672902 fyrir hádegi. Hrafnista, Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þeg- ar eða eftir samkomulagi. Deildarstjóra vantar í hjúkrunardeild. Hjúkrunarfræðinga vantar á kvöld- og helg- arvaktir. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, sími 54288. ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 . 108 REYKJAVlK Skrifstofustjóri Stofnunin óskar að ráða skrifstofustjóra til afleysinga í eitt ár. Mjög góð bókhalds- og tölvukunnátta nauðsynleg. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar Viðari Á. Olsen, starfs- mannastjóra, sem einnig gefur nánari upp- lýsingar, eigi síðar en 17. þ.m. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusfa Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Verslunarstjóri (36) Fyrirtækið: Er þekkt innréttingaverslun í Reykjavík sem annast sölu innlendra og er- lendra framleiðsluvara. Mikil velta. Vandaðar vörur. Vinnutími frá kl. 9-18. Góð laun. Starfssvið: Daglegur rekstur verslunarinnar, viðskiptasambönd, innlend og erlend, inn- kaup og pantanir, auglýsingastjórnun, mark- aðsmál, ráðgjöf og sala til viðskiptavina. Við leitum að: Manni með áhuga á verslunar- rekstri sem hefur hæfni til að leiðbeina og aðstoða viðskiptavini við val á innréttingum. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti starfað sjálfstætt, sé samviskusamur og geti axlað ábyrgð í starfi. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Verslunarstjóri - 36“ fyrir 16. febrúar nk. Tölvunarfræðingur Nýútskrifaðgr tölvunarfræðingur óskar eftir starfi sem fyrst. Upplýsingar í síma 73687 f.h. Atvinna óskast Vanan sölumann vantar atvinnu. Getur byrj- að strax. Lysthafendur leggi inn nafn og heimilisfang á auglýsingadeild Mbl., merkt: „57448". Sjúkraþjálfari óskast Okkur vantar sjúkraþjálfara til starfa á Höfn í Hornafirði. Öll aðstaða er til staðar fyrir sjúkraþjálfun auk íbúðarhúsnæðis. Upplýsingar veitir Ásmundur Gíslason, Skjól- garði, símar 97-81118 og 97-81221. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík, Skúlatúni 2 Tæknifræðingur óskast til starfa fyrir umferðardeild. Launakjör skv. kjarasamningi St.Rv. og Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið gefa yfirverkfræðingur umferðardeildar og starfsmannastjóri borgar- verkfræðings í síma 18000. Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum skal skila til starfsmannastjóra borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2. HR Heilsuverndarstöð | Reykjavíkur IIP Barónsstíg47 Hjúkrunarfræðingur Staða hjúkrunarfræðings við atvinnusjúk- dómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur er laus til umsóknar frá og með 1. mars nk. Upplýsingar um starfið veita yfirlæknir deild- arinnar og hjúkrunarforstjóri Heilsuverndar- stöðvarinnar í síma 22400. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, eigi síðar en miðvikudaginn 22. febrúar nk. Véltæknifræðingur/ vélfræðingur Véltæknifræðingur eða vélfræðingur ósk- asttil starfa á tæknideild Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins. Starfið mun að nokkru leiti verða í tengslum við tilraunaverksmiðju Rf, auk alhliða tækni- þjónustu við fiskiðnaðinn. Skriflegar umsóknir berist Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, fyrir 17. febrúar nk. Nánari upplýsingar gefur deildarstjóri tækni- deildar í síma 91-20240. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins F ra m köl I u na rstof a óskar eftir að ráða starfskraft til starfa við framköllun Ijósmynda. Einungis vanur maður kemur til greina. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt- ar: „Framköllun - 5000“ fyrir 16. febrúar nk. Húsgagnaverslun Við óskum eftir að ráða sölumann til starfa strax við húsgagnaverslun okkar. Umsóknir er tilgreina persónulegar upplýs- ingar um viðkomandi leggist inn á auglýs- ingadeild Mbl. merkt: „H - 8459“ fyrir 15. febrúar. Sölumaður Viljum ráða sölumann í heildverslun með snyrtivörur. Reynsla og þekking á snyrtivör- um æskileg. Viðkomandi þarf að vera á eigin bíl. Um er að ræða 50-70% starf. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar sendist til Terma sf., Box 4241, 124 Reykjavík, fyrir 15. feb. Öllum svarað 25. feb. BORGARSPÍTAtlNltf Lausar Stðdur Á hjúkrunardeild Hvítabandsins við Skólavörðustíg eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga. Deildin hefur 20 rúm fyrir alzheimerssjúklinga. Ýmsir vaktamögu- leikar og skipulagður aðlögunartími í boði. Áöldrunardeild Borgarspítalans B-álmu er laus staða hjúkrunarfræðings á næturvaktir. Vinnutími frá kl. 23.00-8.30. Vinni hjúkrunarfræðingur 60% eða meira á næturvöktum greiðast deildarstjóralaun. Jafnframt raðast hjúkr- unarfræðingar starfandi á öldrunardeildum einum launaflokki ofar en ella. Á uppvöknun skurðstofu Borgarspítalans við Þorfinnsgötu er laus staða hjúkrunarfræðings. Vinnutími kl. 8.00-16.00 virka daga. Upplýsingar gefur Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 696358. Göngudeild HNE Laus er hlutastaða hjúkrunarfræðings frá 1. mars. Vinnutími kl. 8.00-14.00. Hjartadeild E-6 Laus er staða hjúkrunarfræðings. Lyflækningadeild A-6 Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga. Vinnu- tími og vinnuhlutfall samkomulagsatriði. Upplýsingar gefur Margrét Björnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696354 og Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri starfsmannaþjónustu, í síma 696356. Ljósmæður óskast á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Hluta- starf kemur til greina. Upplýsingar veitir Hulda Jensdóttir í símum 22544 eða 24672.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.