Morgunblaðið - 26.02.1989, Qupperneq 19
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1989
MORGUNBLAÐIÐ SUNNÚDAGUR 26. FEBRÚAR 1989
19
7VIÐ RÍFUMST
• m.a. um hvalamál.
Það er svo sem gott og
blessað, en hvað er það
sem dregur athyglina
að þessu upphlaupi? Er
það siðferði okkar sem
er í veði, eða réttlætið? Er það dóm-
greindin? Eða sannleikurinn, þessi
harði húsbóndi? Erþað kannski heiður
okkar og orðstír? 0 nei, það eru pen-
ingar. Samt er ekkert uppúr þessum
hvalveiðum að hafa. Þær eru einsog
krækiber í helvíti þegar litið er á út-
flutningsverzlun okkar. Stendur þetta
upphlaup þá eitthvað í sambandi við
þjóðarstolt eða metnað? Kannski, ég
veit það ekki — en það er þá'harla
skrýtin útrás fyrir metnað sem hefur
haldið í okkur lífinu í 1100 ár. Og þá
er það svona álíka metnaður og þegar
ríkið auglýsir Derrick, Matlock og
Cosby í stórum litauglýsingum í dag-
blöðum einsog þeir komi stolti okkar
eitthvað við; einsog hann komi stolti
okkar eitthvað við, þessi sífelldi bófa-
hasar. [Þessi afþreying hét Tim Holt
í minu ungdæmi og enginn hafði
áhyggjur af því, enda ruglminna og
einfaldara þjóðfélag þá en nú.] Nei,
mér er til efs að þetta eigi nokkuð
skylt við metnað í raun og veru. Þeg-
ar hvaiamálið ber á góma er alltaf
viðkvæðið, Ætli þeir hætti að kaupa
af okkur fisk? Á það er svo einblínt
þangað til við höfum verið sannfærð
um að þessir útlendingar ætla að halda
áfram að kaupa af okkur físk, þá
slappa menn af og stoltið er hert í
hvallýsi. Fæstir hafa í raun áhuga á
„rannsóknaveiðum á hvölum og hval-
veiðum í norðanverðu Atlants-
hafí ...“, svo vitnað sé í nýlega grein
eftir Hjáímar Vilhjálmsson hér í blað-
inu. Vísindin eru þó eina afsökun okk-
ar og haldreipi, þótt margir gefí lítið
fyrir þau enda erum við tortryggðir
vegna augljóss tvískinnungs eftir að
Alþingi samþykkti að hlíta hvalveiði-
banni. Margir telja að við höfum notað
vísindin til að sniðganga alþjóðareglur
og hefur okkur ekki tekizt að hrista
af okkur þær ásakanir. Þannig liggjum
við undir ámæli um tvöfalt siðgæði.
Það var aldrei í þorskastríðunum.
Engum dettur í hug að nefna þann
eina metnað, eða huga eitt andartak
að því þjóðarstolti sem máli skiptir:
hvemig orðstír okkar er með öðrum
siðuðum þjóðum. Er hann við sannka-
þólska heilsu? Eða er hann við sæmi-
lega heilsu, svona almennt taiað? Er
okkur treyst fyrir um-
hverfísvömum; eru
verndunarsjónarmið
okkar virt? Er Atlants-
hafið í góðum höndum?
Erum við enn álitin sið-
menningarþjóð? Eða er
spuming þýzka drengsins sem hann
lagði fyrir móður sína í Munchen í
herferðinni gegn okkur vegna hvala-
drápsins sællar minningar sú niður-
staða sem við eigum skilið? Mamma,
sagði drengurinn, era allir Islendingar
viilimenn?
Svona setning sómdi sér vel hjá
H.C. Andersen.
íslenzkur fréttamaður þama suð-
urfrá heyrði þessa bamslegu áminn-
ingu í spurnarformi útundan sér en
gat þess ekki hveiju móðirin svaraði.
Það getur ekki heldur neinn svarað
slíkri spumingu, nema við sjálf.
Kannski á ekkert okkar eftir að upp-
lifa svarið. Kannski verður það sá eld-
ur sem heitast brennur á niðjum okk-
ar, hver veit(!)
Það gæti komið að því þjóðargjald-
þroti að allir yrðu sannfærðir um að
við hefðum ávaxtað illa okkar pund,
farið umhverfi okkar eyðandi eldi eins-
og vígóðir mongólar á miðöldum, slit-
ið tengsl við arf okkar og upprana —
rótlaus óþjóð sem hefði þá glatað öllu
verðmætaskyni og einnig þeirri arf-
leifð sem mikilvægust er, tungunni
sjálfri; þessum hjartslætti aldanna sem
er okkur eins í blóð borinn og landið
sjálft. Það yrði einsog úthafið glataði
hrynjandi himintungla í fijálsum leik
hvalanna, svo að maður kallist á við
hugsun og tungutak Kjarvals and-
spænis því eina þjóðargjaldþroti sem
væri kollrak: að þjóðin glataði sjálfri
sér.
Að hún glataði rótum sínum; tungu
sinni. Að hún eyðilegði fiskimiðin og
horfði á eftir uppblásnu landi; upp-
flosnuð þjóð.
8NEW YORK TIMES SEGIR
• við höfum farið að alþjóðareglum
um vísindalegar hvalveiðar svonefnd-
ar. Þá liggur það fyrir. En almennings-
álitið í heiminum hefur ekki hugsað
um það og þá fer að gilda reglan um
að eitthvað sé löglegt, en siðlaust.
Bandaríski rithöfundurinn, David
Henry Thoreau, skrifaði merka bók á
síðustu öld, Walden, og hefur hún
haft mikil áhrif nú á tímum, ekki sízt
á umhverfísverndarmenn. Sumir telja
Thoreau spámann, þótt hann hafi ver-
vegurinn er og verður um langa
framtíð burðarás útflutnings-
framleiðslunnar og meginuppi-
staða þeirrar verðmætasköpunar,
sem er undirstaða hagsældarþjóð-
félags á íslandi. En í báðum þess-
um atvinnugreinum hefur til-
hneigingin verið sú að hverfa til
aukinnar miðstýringar. Gegn of-
framleiðslu í landbúnaði urðu
menn að bregðast. Þá var gripið
til umfangsmikillar og kerfís-
bundinnar framleiðslustjómunar.
Gegn ofveiði og mikilli afkasta-
getu fískiskipastólsins urðu menn
að bregðast. Þá var gripið til opin-
berrar stjómunar með alveg nýj-
um hætti.“
Þorsteinn Pálsson bendir síðan
á, að innan beggja þessara at-
vinnugreina, sjávarútvegs og
landbúnaðar, hafí ekki náðst betri
sátt um aðrar leiðir til þess að
mæta nýjum aðstæðum. Það er
rétt. Þótt kvótakerfíð í landbúnaði
hafí verið umdeilt hafa ekki kom-
ið fram hugmyndir um aðrar að-
ferðir, sem njóta meira fylgis.
Hins vegar hefur kvótakerfíð í
sjávarútveginum verið umdeild-
ara, þótt menn hafí unað við það,
en líklega er vaxandi fylgi við
hugmyndina um sölu veiðileyfa —
en að vísu utan sjávarútvegsins.
Sú hugmynd, að hér séu að
skapast tvö ólík hagkerfí, annað
á landsbyggðinni, hitt við Faxa-
flóa, er ný og forvitnileg. Spyija
má, hvort sá þróttur, sem ein-
kennt hefur viðskiptalífið á þétt-
býlissvæðinu suðvestanlands,
byggist á meira ftjálsræði þar en
annars staðar. A.m.k. er mikið til
í því, þegar Þorsteinn Pálsson
segir í grein sinni: „Verði áfram
stefnt að vaxandi miðstýringu í
hagkerfí landsbyggðarinnar en
meiri opnun og auknu frjálsræði
í hagkerfí þéttbýlisins við Faxa-
flóa er hætt við að þjóðin klofni
í stríðandi hagsmunahópa."
ið e.k. utangarðsmaður með samtíð
sinni; rétt einsog Kirkegárd. Thoreau
sagði að vísu að sjálfsálitið væri
strangari húsbóndi en almenningsálit-
ið, og má það vera. Ennfremur að það
sé aldrei of seint að losa sig við for-
dómana. Og loks að sjálfsálit manns-
ins réði örlögum hans
Sannleikurinn er sá að velferð okk-
ar er undir því komin að umhverfis-
verndarmönnum verði vel ágengt.
Þeir geta farið offari einsog aðrir og
ekki sjást menn alltaf fyrir. En hitt
er mikilvægara að við eigum samleið
með þeim um vemdun umhverfís okk-
ar, svo rík sem sú tilhneiging er að
breyta Norður-Atlantshafí í sorpþró
fyrir kjarnorkuúrgang.
Við eigum því að taka höndum sam-
an við umhverfisverndarmenn, og þá
ekki sízt grænfriðunga, um að stöðva
yfírgang iðnaðarríkja og koma í veg
fyrir að Atlantshafíð verði eyðilagt
fyrir framan nefið á okkur; verði forar-
pollur iðnríkja en ekki sú auðlind sem
okkur er skylt að varðveita. Við eigum
ekki að vera að karpa við þetta fólk
um hvali. Þeir skipta okkur litlu og
við höfum aldrei verið nein sérstök
hvalveiðiþjóð, þótt nú sé reynt að
eymamarka okkur sem slíka. Við
hljótum að geta fundið leið útúr
ógöngum, ekki sízt vegna þess græn-
friðungar virða og viðurkenna áhuga
okkar á umhverfisvemd einsog nýlega
kom fram í brezkum útvarpsþætti.
Umfram allt eigum við ekki að láta
Japani nota okkur. Þeir eru eitt helzta
iðnaðarríki heims, hafa allt af öllu —
og vilja einsog alltaf er um slíkar þjóð-
ir meira af öllu; einnig hvölum. Um-
hverfisvemd er þeim ekki efst í huga,
heldur peningar. Við eigum miklu
fremur að læra af þeim að varðveita
og ávaxta sérstæða menningu, það
kunna þeir öðram þjóðum betur, enda
stoltir af arfleifð sinni. Mér heyrist
það sé harla athyglisvert hvemig þeir
hafa breytt henni í eftirsóknarvert
sjónvarpsefni. Það þyrftum við einnig
að læra öðra fremur, svo mikilvægt
sem það er nú á dögum.
Sá gamli konservatismi er að kom-
ast í tízku um allan heim; þ.e. fast-
heldni, varðveizla. Við höfum kallað
hann íhald, sumir í niðrandi merkingu.
En merking orðsins íhald er alltaf já-
kvæð, þegar líf okkar og umhverfi era
annars vegar.
M.
(meira næsta sunnudag)
JIIwgmiÞIjifrifr
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtrýggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttástjórar
Auglýsingastjóri
Landsbyggðin og
frjálsræði
í atvinnulífi
Djúpstæður ágreiningur milli
íbúa þéttbýlis og lands-
byggðar hefur valdið vaxandi
áhyggjum á undanfömum áram.
Mörgum fínnst þjóðin vera að
skiptast í tvær andstæðar fylking-
ar. Landsbyggðarfólk sjái ofsjón-
um yfír uppgangi þéttbýlis á suð-
vesturhomi landsins og íbúar þess
sjái ofsjónum yfír því fjármagni,
sem lagt er til uppbyggingar úti
um land. Vandamál af þessu tagi
er ekki einskorðað við fsland.
Þetta er alþekkt annars staðar,
t.d. í Noregi, þar sem áþekk við-
horf ríkja milli dreifbýlis í Norð-
ur-Noregi og þéttbýlis sunnar í
landinu.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, kom með at-
hyglisvert innlegg í þessar um-
ræður í grein hér í Morgunblaðinu
í gær. Hann sagði m.a.: „í þessu
ljósi er vert að veita því athygli,
að íslenzka hagkerfíð hefur á
undanfömum áram verið að þró-
ast í tvær gagnstæðar áttir. Á
þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa
hefur hagkerfíð smám saman orð-
ið opnara og fíjálsara. Þar hafa
breytingar átt sér stað í samræmi
við það, sem er að gerast á Norð-
urlöndum og í Vestur-Evrópu, þó
að í ýmsum efnum séum við enn
á eftir þessum þjóðum.
Úti á landsbyggðinni hefur þró-
unin á hinn bóginn gengið í þver-
öfuga átt. Sjávarútvegur og land-
búnaður era höfuðatvinnugreinar
landsbyggðarinnar og sjávarút-
HELGI
spjall
Aliðnu hausti kom út
bókin Iðnbylting hugar-
farsins eftir Olaf Ás-
geirsson sagnfræðing í
ritröðinni Sagnfræði-
rannsóknir sem Sagn-
fræðistofnun Háskóla
íslands stendur að en bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs annast útgáfu og dreifíngu. f
ritröðinni birtast prófritgerðir frá Háskóla
íslands, sagnfræðirannsóknir, sem unnið
hefur verið að á vegum Sagnfræðistofnun-
ar, svo og aðrar sagnfræðiritgerðir, sem
sérstök ástæða þykir til að birta.
Ollum sem hafa áhuga á sögu lands og
þjóðar og vilja líta á þróun mála frá öðram
sjónarhóli en hinum hefðbundna ætti að
þykja forvitnilegt að kynna sér þessa bók
Ólafs Ásgeirssonar. Meginviðfangsefni
hennar er afstaða íslendinga og sér í lagi
íslenskra stjómmálamanna til atvinnubylt-
ingarinnar sem varð í landinu frá aldamót-
um fram til 1940. í inngangi dregur höf-
undur upp þessa mynd:
„Laust fyrir aldamótin síðustu skall
bylgja hinnar^ alþjóðlegu vélamenningar
að ströndum íslands og olli á skömmum
tíma meira umróti í þjóðfélaginu en verið
hafði um aldir. Hið rótgróna bændasam-
félag stóð nú andspænis öflum sem ógn-
uðu tilvist þess, atvinnuháttum og menn-
ingu. Sveitamenningin einkenndist af
sterkum hefðum þar sem fólkið fylgdi for-
dæmi liðinna kynslóða og tók litla áhættu
varðandi ný atvinnutæki og vinnubrögð.
Vélamenningin virti hefðina lítils en setti
kröfuna um afköst í öndvegi. Hér skullu
saman tveir ólíkir menningarheimar.
Innreið vélaaldar á íslandi var afsprengi
alþjóðlegrar þróunar, útbreiðslu kapítal-
ismans. Þessi máttuga hugmyndafræði
hefur umbylt stóram hlutum jarðarinnar
með öflugum framleiðslutækjum og þeim
nýju þjóðfélagsháttum er honum fylgdu.
Grannhugmynd kapítalismans byggir á
skynsemishyggju upplýsingarmanna frá
18. öld þess efnis að maðurinn geti losnað
úr viðjum náttúraaflanna og skapað sín
eigin örlög, að maðurinn verði drottnari
jarðarinnar og geri náttúrana að þörfum
þjóni sínum. Vélamar og verksmiðjurekst-
urinn era afsprengi þessa. Hugmyndir
manna í hinum hefðbundnu handiðnaðar-
og bændasamfélögum byggðu miklu frem-
ur á að menn skyldu brynja sig gegn óum-
flýjanlegum áföllum frá hendi náttúrannar
og forðast alla áhættu. Gervöll 19. öldin
einkenndist af sívaxandi sóknarþunga iðn-
byltingaraflanna gegn hinum eldri at-
vinnuháttum. Verksmiðjur sprattu upp og
rótgróin starfsemi handverksmanna beið
mikinn hnekki vegna ódýrra vara frá verk-
smiðjunum. Fólkið streymdi frá sveitunum
til borganna og landbúnaðarvélamar tóku
við hlutverkum þess."
í bókinni lýsir höfundur umræðum á
vettvangi stjómmálanna um þessar breyt-
ingar og áhrifum iðjuþróunarinnar á
stjómmálabaráttuna, flokka og forystu-
menn þeirra. í því samhengi lítur höfund-
ur á þá sem bandamenn, er vilja ýta und-
ir iðjuþróunina, hvort heldur þeir vora til
vinstri eða hægri á hinni hefðbundnu
mælistiku um pólitískar skoðanir. Og hann
segir: „Það kann að virðast ankannalegt
við fyrstu sýn að spyrða þannig saman
aðila sem eiga að vera höfuðandstæðingar
í stjómmálunum, en frá sjónarmiðum
þeirra er vildu varðveita gamla samfélagið
vora sósíalistar engu minni ógn en kapítal-
istar. Enda varð það svo að marxistar vildu
í raun ganga fetinu framar í að uppræta
„úrelta" framleiðsluhætti en frjálshyggju-
mennimir og þeir lögðu sinn stóra skerf
af mörkum til eflingar stærri bæja með
kröfu um aukna atvinnu og bættan húsa-
kost.“
Hlutur Al-
þýðuflokks-
ins
býli búa. Málflutningur Gylfa Þ. Gíslason
í SEINNI TÍÐ
hefur Alþýðuflokk-
urinn gengið fram
fyrir skjöldu sem
sérstakur málsvari
þeirra sem í þétt-
ar um landbúnaðarmál og nauðsyn þess
að stemma stigu við offramleiðslu í land-
búnaði og draga úr niðurgreiðslum og
öðram opinberam fjárframlögum mæltust
vel fyrir hjá almenningi í þéttbýli. Á tímum
viðreisnarstjómarinnar þegar Alþýðu-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn störf-
uðu saman í tólf ár af miklum heilindum
var öllum ljóst, að sjálfstæðismenn vora
málsvarar landbúnaðarstefnu sem byggð-
ist á niðurgreiðslum og útflutningsupp-
bótum en alþýðuflokksmenn vildu fara
aðrar leiðir. Áður en Jón Baldvin Hanni-
balsson gekk til samstarfs við Framsókn-
arflokkinn var hann ómyrkur í máli um
landbúnaðarstefnuna og gagnrýndi þar
jafnt Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðis-
flokkinn. Ef til vill má líta á ræðu Jóns
Sigurðssonar viðskiptaráðherra á flokks-
þingi Alþýðuflokksins nú í vetur um að
menn hættu að neyta lambakjöts til að
stuðla að gróðurvemd sem anga af þess-
ari landbúnaðarstefnu Alþýðuflokksins.
Bændur telja hana sér ekki sérstaklega
vinveitta.
í bókinni Iðnbylting hugarfarsins heitir
einn kaflinn „Tilvistarvandi jafnaðar-
manna 1918-1924“ og þar er því lýst
hvemig jafnaðarmenn reyndu í senn að
höfða til verkafólks og biðla til fátækra
bænda og vinnuhjúa í sveitum. Síðan segir:
„Hvemig átti svo að þjóna hagsmunum
þessara þjóðfélagsstétta allra í senn? Svar-
ið fólst í málflutningi Jóns Baldvinssonar,
leiðtoga flokksins og eina þingmanns hans
1921-1926. Um það verður ekki deilt að
Jón vildi bæta kjör verkafólks og sjómanna
og auka réttindi þurfamanna í þjóðfélag-
inu. Hins vegar má draga þá ályktun af
málflutningi hans á Alþingi að hann hafí
verið ákaflega svartsýnn á framþróun
efnahagslífsins. Árið 1923 lagði hann til
á þingi að atvinnubótum yrði komið á fyr-
ir atvinnulaust verkafólk í Reykjavík. Þó
taldi hann vafasamt að atvinnubótavinna
gæti afstýrt atvinnuleysinu til langframa.
„En þá verður að hugsa um að ráða bót
á því á annan hátt, t.d. með nýbýlum."
Þama birtist hin mikla vantrú Jóns á
möguleikum iðnaðarsamfélagsins til að
leysa helsta vandamál þessa tíma, atvinnu-
leysið. Jón taldi greinilega að bæjarsam-
félagið byggi yfír takmörkuðum möguleik-
um til að rífa sig upp úr lægðinni. Því
væri vænlegast að fólk hallaði sér að
landinu aftur og tæki upp fyrri lífshætti.
Jón taldi að hamla bæri gegn flutningi
fólks til Reykjavíkur. Að hans áliti var
meginástæðan fyrir aðsókninni á mölina
sú að stóijarðeigendur hrektu smábændur
og leiguliða af kotum sínum. Væri víða
svo komið að landeigendur hefðu ekki
mannskap til að ýta fleytu á flot og hey-
fengur hefði minnkað að mun á mörgum
jörðum. Jón benti á sjálfsþurftarsamfélag-
ið sem valkost gegn samfélagi verkaskipt-
ingar.
Jón Baldvinsson studdi eindregið ráð-
stafanir Alþingis til að auka fjárfestingar
í landbúnaði og rökstuddi þær meðal ann-
ars með því að þingið ætlaðist ekki til að
fólkið sem nýlega hafði sest að í Reykjavík
fengi þar atvinnu. Því væri nýbýlastefnan
eina færa leiðin.
Fulltrúi jafnaðarmanna á þingi rak
þannig umbótasinnaða stefnu í félagsmál-
um, en hún braut í bága við sósíaldemó-
kratíska stefnuskrá flokksins í efnahags-
málum. Atvinnustefna Jóns einkenndist
af íhaldssemi, tilhneigingu til að ofmeta
stöðugleika hinna eldri atvinnuhátta og
vanmeta þróunarmöguleika hinna nýrri.
Þessi efnahagssýn var nokkum veginn sú
hin sama og Jónas Jónsson byggði á [í]
sínum málflutningi, þótt það sé ljóst að
forsendur þeirra væra á margan hátt ólík-
ar. Jón mótmælti til að mynda eindregið
þeirri skoðun að öreigar bæjanna væra
latir og spilltir. Jónas hafði vanþóknun á
iðnvæðingunni en Jón hafði á henni vantrú.
Á hitt ber að líta að þá einkennilegu
slagsíðu sem einkenndi efnahagsstefnu
Jóns má sennilega skýra að hluta með
þeirri landbúnaðarvakningu sem greip um
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 25. febrúar
sig í íslensku þjóðlífí laust eftir 1920.“
Það var einmitt Jónas Jónsson frá Hriflu
sem var í hópi þeirra manna sem stóðu
að því árið 1916, að Alþýðusamband ís-
lands var stofnað sem stjómmálaflokkur
og verkalýðssamtök í senn. Jónas, sem
einnig stóð fyrir stofnun Framsóknar-
flokksins, vildi eins og bent er á í bókinni
Iðnbylting hugarfarsins efla samtök verka-
manna svo þau gætu stutt bændur í þeirri
viðleitni að hamla gegn vexti verkalýðs-
stéttarinnar. En til þess að tryggja fram-
gang þess varð forysta Alþýðusambands-
ins að gangast inn á þessa pólitík og með
stuðningi Jónasar frá Hriflu var Jón Bald-
vinsson kjörinn forseti Alþýðusambandsins
á öðram fundi fyrsta þings þess og féll
þá Ottó N. Þorláksson fyrir Jóni. En þeir
Jónas og Jón töldu hagsmuni verkafólks
og bænda fara saman (varðveislustefna)
en Ottó áleit iðnvæðinguna (sjávarútveg-
inn) þjóna hagsmunum verkamanna.
Þessi lýsing eða skilgreining brýtur í
bága við þær hugmyndir sem menn hafa
um hlutverk Alþýðuflokksins nú á tímum
og upprana hans. Að sjálfsögðu hafa bæði
Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur
breyst frá því að Jónas frá Hriflu beitti
sér fyrir stofnun þeirra á sínum tíma.
Síðustu mánuði hafa núverandi formenn
flokkanna þó lagt sig fram um að minna
á bræðraböndin. Þess vegna er biýnna en
áður að gera sér grein fyrir því, að hinn
sameiginlegi upprani á rætur í andstöðu
við þá þróun, sem hefur gjörbreytt lifn-
aðarháttum og Iífskjöram í landinu.
Á ÁRUNUM
1900-1940 var
f r þannig tekist á um
attumál það hvemig bragð-
ist skyldi við nýjum
atvinnuháttum, tæknivæðingu og stóriðju.
Þessi átök tóku fyrst og fremst mið af
hagsmunum bænda sem mynduðu öflugan
hóp á Alþingi. Deilumar milli þéttbýlis og
dreifbýlis era síður en svo úr sögunni.
Bændur mega sín að sjálfsögðu enn mik-
ils. Deilumar nú einkennast einkum af því
að íbúar í sjávarþorpum úti um lands-
byggðina telja sig hlunnfama á kostnað
þeirra sem í Reykjavík og nágrenni búa.
Þá er ekki lengur deilt um að við eigum
að nýta okkur hina fullkomnustu tækni
og fáar þjóðir era líklega ginnkeyptari
fyrir hvers kyns tækninýjungum en við.
Deilan um stóriðju hefur tekið á sig aðra
mynd en áður og snýst nú að veralegu
leyti um eignarhald og fjármagn. Á fyrri
hluta aldarinnar litu menn hins vegar er-
lenda fjárfestingu frá öðram sjónarhóli en
nú á tímum.
Ólík bar-
Það var innangengt á milli Framsóknar-
flokksins og Alþýðuflokksins alveg fram
til ársins 1958, þegar upp úr vinstri stjóm
Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks slitnaði og Alþýðuflokkurinn
hóf tólf ára samstarf við Sjálfstæðisflokk-
inn. Þetta samstarf grandvallaðist á því,
að horfið var frá hafta- og skömmtunar-
stjóm í innflutningsmálum. Það skref til
fijálsræðis sem þá var stigið náði hvorki
til banka né gjaldeyrismála. Smátt og
smátt hafa tök ríkisvaldsins verið linuð í
þeim málaflokkum en þó ekki að fullu.
Eitt helsta ágreiningsefni Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks um þessar
mundir snertir fjármagnsmarkaðinn, þ.e.
stjóm bankamála og íhlutun ríkisvaldsins
í vaxtaákvarðanir. I þeirri ríkisstjóm sem
nú situr hefur Alþýðuflokkurinn gengið til
móts við sjónarmið Framsóknarflokksins,
þótt Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra leit-
ist við að halda dyram opnum í vaxtamál-
um. Stjómarframvarp um bankamál sem
lagt hefur verið fram á Alþingi er því
marki brennt að bankaráðin sem kjörin
era af Alþingi yfir ríkisbankana eiga að
hafa ákvörðunarvald um vexti. Ástæða er
til að velta því fyrir sér, hvort þar með
er ekki verið að taka upp pólitíska skömmt-
unarstjóm á þessu sviði, sem er sambæri-
leg við hina pólitísku ofstjóm, sem var í
innflutningsmálum á tímum hafta og
skömmtunar.
Jónas Jónsson frá Hrlflu. Hann studdi
Jón Baldvinsson í forsetakjöri í Alþýðu-
sambandi Islands.
J6n Baldvlnsson. Hann var ekki tals-
maður þess að fólk flyttist úr sveitum á
mölina.
í sömu andrá er nauðsynlegt að átta
sig á því, að þeir sem gerst þekkja til ein-
stakra þátta í samskiptum okkar við sam-
aðila okkar að EFTA og við ríkin í Evrópu-
bandalaginu hafa vakið máls á því sérstak-
lega að gjaldeyrishöft séu nú þær hindran-
ir í samskiptum okkar við þessi ríki sem
helst séu okkur hættulegar og geti leitt
til þess að við drögumst aftur úr og ein-
angramst. Hömlur á gjaldeýrisviðskipti
endurspegla meðal annars hræðsluna við
erlent fjármagn.
Andstaða Alþýðubandalagsins við Ál-
verið í Straumsvík og hugmyndir um nýja
álverksmiðju á rætur að rekja til þess að
flokkurinn telur, að erlend fjárfesting í
landinu sé af hinu illa. Þetta sjónarmið
stangast alfarið á við þróunina hvarvetna
annars staðar. í stuttu máli má segja, að
nú á tímum minni andstaðan við inn-
streymi erlends fjármagns hingað til lands
helst á það þegar menn stóðu gegn því á
fyrstu áratugum aldarinnar að nýr tækni-
búnaður, ný atvinnutæki bærast til lands-
ins. Við sjáum það öll nú, hve fráleit sú
barátta var og vafalaust eiga afkomendur
okkar eftir að líta á orðaskakið út af stór-
iðjunni, erlendu fjárfestingunum og frelsi
í gjaldeyrisviðskiptum sem álíka fomeskju
og við teljum andstöðu við iðjuþróunina
fyrr á áram.
FJÁRMAGNIÐ
leitar nú um heim
allan og festir þar
umhverfis- rætur þar sem arð-
VPrnd semin þykir mest.
Flestar þjóðir sækj-
ast raunar eftir erlendri flárfestingu, meira
að segja lokuð þjóðfélög eins og kommún-
istaríkin. Samhliða því sem landamæri
standa ekki lengur í vegi fyrir streymi fjár-
magns skipta þau æ minna máli þegar
Alþjóðleg
í bóklnnl Iðnbylting hugarfarsins er þessi teikning birt með eftirfarandi texta:
„Þessi teikning sýnir pólitísk viðhorf „sveitasósíalistanna" í hnotskum. íslenskir
bændur skyldu tryggja jafnvægi milli borgara- og öreigastéttar.
umhverfísvemd ber á góma. Hvarvetna
þar sem menn telja dýrategundir í hættu
láta samtök umhverfísvemdarsinna að sér
kveða og gripa til allra ráða til að ná
markmiði sínu eins og við íslendingar höf-
um kynnst í hvalamálunum.
Það era vissulega mikil viðbrigði fyrir
okkur búsetta í fjarlægð frá öllum megin-
löndum, að geta ekki lengur stundað
óáreittir þær veiðar sem við sjálfír kjósum.
Að sjálfsögðu litum við á skorður af þessu
tagi sem skerðingu á sjálfsákvörðunarrétti
okkar. Við megum hins vegar ekki gleyma
því að í mörgu tilliti höfum við verið braut-
ryðjendur í því efni að sjálfsákvörðunar-
rétti þjóða væra settar skorður í hafréttar-
málum og barist harkalega við aðrar þjóð-
ir um vemdun fískimiða eða a.m.k. um
yfírráðarétt yfír fískimiðum eins og land-
helgisdeilumar sýna. Einhver gleðilegasti
atburðurinn í sambandi við þann ágreining
vora hin skjótu umskipti, sem urðu á al-
þjóðavettvangi í þann mund sem við voram
að færa lögsögu okkar út í 200 mílur þeg-
ar þær hlutu alþjóðlega viðurkenningu á
hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
og í hafréttarsáttmálanum sem þar var
samþykktur.
Hafréttarsáttmálinn er í eðli sínu al-
þjóðleg löggjöf um vemdun hafsins. Og
hann er tæki strandrílqa til að halda fram
rétti sínum og ná því markmiði að vemda
og nýta auðlindir hafsins. Alþjóðlegt gildi
umhverfisvemdar sést bæði í hafinu og í
lofti. Rannsóknirnar yfír norðurheimskaut-
inu á ósonlaginu minna okkur á að engin
ein þjóð getur staðið undir slíkum athugun-
um og engin ein þjóð á í vök að veijast
ef eitthvað fer úrskeiðis. Að þessu leyti
eram við allir á sama báti og verðum allir
að leggja eitthvað af mörkum til að bæta
úr því sem miður hefur farið.
„í stuttu máli má
segja, að nú á
tímum minni and-
staðan við inn-
streymi erlends
fjármagns hingað
til lands helst á
það þegar menn
stóðu gegn þvi á
fyrstu áratugum
aldarinnar að nýr
tæknibúnaður, ný
atvinnutæki bær-
ust til landsins.
Við sjáum það öll
nú, hve fráleit sú
barátta var og
vafalaust eiga af-
komendur okkar
eftir að líta á
orðaskakið út af
stóriðjunni, er-
lendu fiárfesting-
unum og frelsi í
gjaldeyrisvið-
skiptum sem álíka
forneskju og við
teljum andstöðu
við iðjuþróunina
fyrr á árum.“