Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989
21
37. þing Norðurlandaráðs
Skrífa ekki meitlaðan
Islendingasagnastíl
- segir Dag Solstad, bókmennta-
verðlaunahafi Norðurlandaráðs
Stokkhólmi. Frá ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
Þorsteinn Pálsson:
Frelsi allrar álf-
imnar að leiðarljósi
NORSKA rithöfundinum Dag Sol-
stad voru afhent bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs við hátíð-
lega athöfii í ráðhúsi Stokkhólms
í gær. Flutti Sveinn Einarsson,
annar fulltrúa íslands í verðlauna-
nefndinni, þar ræðu Solstad til
heiðurs. Verðlaunin fékk Solstad
fyrir skáldsöguna „Roman 87“.
Hann sagðist líta á þau sem mik-
inn heiður fyrir sig, auk þess sem
þau hefðu mikla þýðingu fyrir
norræna rithöfundastétt almennt.
Þetta er i 28. sinn sem verðlaunin
eru veitt, en þau nema 150.000
dönskum krónum eða 1,08 milljón
ísl. kr.
„Ég veit varla hvaða þýðingu þetta
hefur fyrir skrif mín, en ég er bæði
glaður og þakklátur að hafa fengið
þessi verðlaun," sagði Solstad í sam-
tali við Morgunblaðið. „Ég lít á verð-
launin sem mikinn virðingarvott og
það er mikilvægt að haldið verði
áfram að veita þau. Þau hafa hvetj-
EIÐUR Guðnason, þingmaður Al-
þýðuflokksins, lýsti þeirri skoðun
sinni í ræðu á þingi Norðurlanda-
ráðs í gær að kominn væri tími
til að íslendingar fengju rétt til
að tala íslenzku á þinginu. Eiður
lagði áherzlu á að það væri rétt-
lætismál að einnig Færeyingar,
Grænlendingar og Samar fengju
með tímanum rétt til að nota móð-
urmálið í ræðustól á þingi Norður-
landaráðs.
Finnskir fulltrúar á Norðurlanda-
ráðsþingi eiga rétt á að flytja ræður
sínar á fínnsku, og er þá túlkað fyr-
ir þá jafnóðum um radíókerfi þing-
staðarins. Eiður gerði kröfu um að
það sama gilti um íslendinga. „Auð-
vitað kemur það til með að kosta
talsvert fé. Það kostar fé að vinna
saman og auðvitað verður að það
dýrara á þennan hátt. En það er
kostnaður sem við verðum að bera,“
sagði Eiður og minnti jafnframt á
að á þingi Evrópubandalagsins væri
öllum fulltrúum heimilt að nota móð-
urmál sitt og skjöl væru gefin út á
að minnsta kosti sex málum.
„íslenzkur stjórnmálamaður sem
vill vera virkur í norrænu samstarfí
Leiðrétting
Morgunblaðið birti í gær frétt á
miðopnu um íslendinga þá sem
sækja þing Norðurlandaráðs í
Stokkhólmi. Nafii Indriða Þor-
lákssonar hagsýslustjóra misrit-
aðist og er beðið velvirðingar á
því.
andi áhrif á rithöfunda og að minnsta
kosti í Noregi hafa þau mikla þýð-
ingu.“
Aðspurður hvort hann teldi sig
undir áhrifum frá fomnorrænum
bókmenntum, sagðist Solstad alltént
ekki finna fyrir þeim áhrifum dag-
lega. „Ég skrifa ap minnsta kosti
engan meitlaðan íslendingasagna-
stíl; ég er mikið fyrir langar og orð-
margar atburðalýsingar," sagði
hann. „Ég held að norskir rithöfund-
ar séu undir miklu minni fomnorræn-
um áhrifum en íslenzkir."
Solstad sagðist sjálfur einkum lesa
bækur skandinavískra rithöfunda frá
sjötta og sjöunda áratugnum. Þó
hefði hann einnig gluggað í íslenzkar
bókmenntir og nefndi þar sérstak-
lega verk Halldórs Laxness og Thors
Vilhjámssonar.
Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri
Ríkissjónvarpsins og fulltrúi íslend-
inga í dómnefndinni auk Jóhanns
verður að hafa vald á einu af hinum
þremur skandinavísku tungumálum
eða finnsku. Það er forsenda fyrir
þátttökunni í norrænni samvinnu.
Ég tel að þetta sé rangt," sagði Eið-
ur Guðnason.
Dag Solstad
Hjálmarssonar skálds, hélt ræðu við
afhendingu bókmenntaverðlaunanna
fyrir hönd dómnefndar. Hann kallaði
Solstad skáldjöfur og vitnaði meðal
annars í íslenzkan fomkveðskap er
hann hyllti rithöfundinn: „Dagr er
upp kominn / dynja hanafjaðrar."
Sveinn sagði í ræðu sinni að bók-
menntaverðlaunin væm gott dæmi
um að menningarsamstarf Norður-
landa hefði skilað sér og að Norður-
landabúum hefði tekizt að láta sam-
einaða rödd sína heyrast á alþjóða-
vettvangi.
Sveinn sagðist þó telja að betur
mætti gera. Þótt verðlaunahafinn
sjálfur baðaði sig í frægðarsólinni,
næðu aðrir, sem tilnefndir væm til
verðlaunanna, sjaldnast til annars
lesendahóps en eigin þjóðar. Sveinn
benti á að fyrir nokkmm ámm hefði
verið stofnuð norræn rithöfundamið-
stöð, sem hefði átt að sjá um að
norrænir rithöfundar hefðu tækifæri
til að kynna verk sín á hinum Norður-
löndunum. Þetta starf hefði gengið
mætavel um þriggja ára skeið, en
hefði nú verið drepið í dróma. Sveinn
hvatti til þess að slíkri starfsemi yrði
nú tryggt fé á fjárlögum Norður-
landaráðs.
ÞORSTEINN Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði i ræðu
sinni á Norðurlandaráðsþingi í
gær að umræðan um framtíð Evr-
ópu ætti ekki eingöngu að snúast
um rikin 18, sem aðild ættu að
EFTA og EB. Það væru tveir
meginþættir, sem mestu skiptu i
samskiptum Evrópuríkja; annars
vegar þróun innri markaðar EB,
hins vegar umbyltingar í Austur-
Evrópu og skipbrot kommúnis-
mans þar. „Nýr evrópskur hugs-
unarháttur til lengri framtíðar á
að hafa frelsi allrar Evrópu að
leiðarljósi,“ sagði Þorsteinn.
í ræðu sinni sagði Þorsteinn Páls-
son, að það væri ekki ljóst, hvað
umskiptin í Austur-Evrópu og Sov-
étríkjunum myndu hafa í för með
sér. Þar gæti komið afturkippur í
þróunina. „Það er þó margt, sem
bendir til, að árangurinn verði hæg-
fara aðlögun þessara ríkja að efna-
hagskerfi fijálsra þjóða. Hún mun
skapa nýja möguleika í verzlun og
samvinnu þjóða og rikja Evrópu,"
sagði Þorsteinn.
Eins og aðrir íslenzkir þingmenn
hafa gert í ræðum á þinginu ítrekaði
Þorsteinn, að fríverzlun með fisk
væri afar mikilvæg forsenda þess að
ísland gæti starfað með öðrum
EFTA-rikjum að samningum við EB.
„Þrátt fyrir að við íslendingar við-
urkennum þýðingu ríkjasamtaka, þar
sem hindranir í verzlun og athaftia-
lífi eru afnumdar, leggjum við
áherzlu á þjóðleg sérkenni," sagði
Þorsteinn. „Við höfum ekki áhuga á
að sogast inn í „yfirþjóðleg" ríkja-
sambönd, þar sem tunga, saga og
menning smáþjóða eru sett til hliðar.
Það er þjóðemi okkar og tunga, sem
gefur lífi okkar gildi, og það verður
að gæta þess að vanmeta ekki þjóð-
lega og menningarlega þætti, þegar
umfangsmiklar breytingar í sam-
skiptum ríkja eru skipulagðar."
Norrænar kvikmyndir:
240 milljónir
veittar í sjóð
NORRÆNA ráðherranefhdin
ákvað á fundi sínum í Stokkhólmi
á mánudag að veita 30 miHjónir
danskra króna, eða um 240 millj-
ónir íslenzkra króna, til að stofiia
norrænan kvikmyndasjóð. Sjóðn-
um er ætlað að styrlqa gerð kvik-
mynda og sjónvarpsefiiis á Norð-
urlöndum.
Tillaga um norrænan kvikmynda-
sjóð kom fyrst fram á þingi Norður-
landaráðs árið 1985 og flutnings-
maður hennar þá var Eiður Guðna-
son. Akvörðun ráðherranefndarinn-
ar nú er tekin á grunni tillögu frá
menningarmálaráðherrum Norður-
landa.
í tilkynningu ráðherranefndarinn-
ar um stofnun sjóðsins segir að
nauðsynlegt sé að kvikmynda- og
sjónvarpsfélög á Norðurlöndunum
leggi fram fé til sjóðsins. Þá munu
menningarmálaráðherrarnir fá það
verkefni að tryggja sjóðnum fé á
fjárlögum hvers ríkis fyrir sig á
næsta ári.
3 verzt — 3.33(2- 3.333- 3.333-
Eiður Guðnason:
*
Islendingar fái að
nota móðurmálið