Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989
29
Sinfóníuhlíómsveit íslands:
Sjötta sinfónía Beethov-
ens og tvö nútímaverk
TÍUNDU reglulegu áskriftartón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands verða í Háskólabíói á morg-
un, fimmtudag 2. mars, og hefl-
ast kl. 20.30. Á efhisskrá verða
þijú verk: 6. sinfónía Beethov-
ens, „Sveitasinfónían", Canzona
eftir Arne Nordheim og La Valse
eftir Mauriee Ravel. Hljómsveit-
arstjóri verður ítalinn Aldo Cecc-
ato.
Það eru sex ár síðan 6. sinfónían
var síðast flutt hérlendis, en á nærri
40 ára starfsferli Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar hefur verkið verið flutt
átta sinnum áður. Sjötta sinfónían
var frumflutt í Vín 22. desember
1808, fyrir réttum 180 árum undir
stjórn tónskáldsins. Á sömu tónleik-
um var 5. sinfónían frumflutt ásamt
4. píanókonsert Beethovens. Á
þessum árum, í byijun 19. aldar,
var Beethoven á hátindi ferils síns
og hvert stórvirkið af fætur öðru
var til á nótnablöðunum. 6. sinfón-
ían er kölluð Sveitasinfónían, því í
henni er að fínna friðsæld sveitalífs-
ins, kvak vorfuglanna og glaðværð
fólksins vegna komu vorsins.
Hin tvö verk tónleikanna eru af
allt öðrum toga. Canzona eftir Ame
Nordheim er fyrsta verk tónskálds-
ins, sem ruddi honum braut sem
tónskáldi á heimsmælikvaða. Nord-
heim er fæddur í Larvik í Noregi
1931 og stundaði nám í Osló og
síðar undir handleiðslu Holmboes í
Aldo Ceccato, hljómsveitarstjóri.
Kaupmannahöfn. Hann var um
tíma tónlistargagnrýnandi Dag-
bladet í Osló og hlaut tónskálda-
verðlaun Norðurlandaráðs 1972.
La Valse eftir Maurice Ravel var
samið í anda Vínarvalsanna og
frumflutt í París 1920. Það var
upphaflega samið sem ballettverk,
en hafnað. Á þessum tíma skrifaði
Ravel verk, sem áttu sér greinilega
skírskotun í verk eldri meistara.
Maurice Ravel var fæddur í Pýr-
ennafjöllunum 1875 og ungur að
árum flutti hann með fjölskyldu
sinni til Parísar. Hann hóf píanó-
nám sjö ára að aldri og eftir nám
í Tónlistarskóla Parísar hlaut hann
verðlaun fyrir píanóleik. Ravel
skrifaði óperur og mörg ballettverk
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 28. febrúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur(óst) 40,00 40,00 40,00 0,839 33.560
Ýsa 65,00 65,00 65,00 0,967 62.8 55
Steinbítur 20,00 20,00 20,00 0,201 4.C35
Samtals 50,03 2,007 100./ 50
Selt var úr Þóri SF og Frosta HF. f dag verða meðal annars
seld 15 tonn af ýsu, 2,5 tonn af þorski og 0,5 tonn af steinbít
úr Náttfara HF, 11 tonn af þorski, 1 tonn af ýsu og 1 tonn af
keilu úr Stakkavík ÁR, 7 tonn af þorski frá Tanga hf., 10 tonn
af óslaegðri ýsu úr Kristínu ÁR, 7 tonn af ufsa og óákveöið
magn af þorski úr Oddeyrinni EÁ.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 39,00 34,50 38,76 36,016 1.395.810
Þorsk(ósl1-2n) 40,00 40,00 40,00 6,920 276.800
Ýsa 43,00 28,00 34,62 1,261 43.650
Ufsi 25,00 22,00 23,64 15,404 364.197
Karfi 23,00 15,00 22,98 8,941 205.475
Hlýri+steinb. 25,00 25,00 25,00 0,093 2.325
Langa 15,00 15,00 15,00 0,135 2.025
Lúöa 225,00 205,00 214,17 0,133 28.485
Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,050 1.750
Keila 7,00 7,00 7,00 0,021 147
Undirmál
Blandað
Samtals 33,65 68,974 2.320.664
Selt var úr Þorláki ÁR og bátum. í dag verður selt úr Farsæli
og bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur(ósl.) 58,50 41,00 51,10 21,868 1.117.536
Ýsa(ósl.) 83,00 35,00 66,99 4,371 292.816
Ufsi 21,00 15,00 19,71 3,885 76.603
Karfi 23,00 15,00 21,54 6,762 145.669
Steinbítur 24,00 15,00 16,95 0,055 941
Hlýri+steinb. 37,00 24,00 32,87 0,085 2.794
Langa 26,50 26,50 26,50 0,551 14.602
Skarkoli 55,00 55,00 55,00 0,028 1.540
Lúða 340,00 270,00 291,67 0,141 41.125
Blálanga 27,50 27,50 27,50 1,504 41.379
Skata 94,00 94,00 94,00 0,074 6.956
Skötuselur 410,00 160,00 199,94 0,360 71.980
Samtals 43,81 42,175 1.847.852
Selt var aðallega úr Aðalvík KE, Eldeyjar-Boöa GK og Hraunsvík
GK. I dag verða meöal annars seldir 300 kassar af ufsa og
karfa úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK.
og kammertónlist. Hann sótti
ákveðið eftir því að fá að þjóna
föðurlandinu í fyrri heimsstyijöld,
en vegna heilsuleysis var honum
hafnað. Loks fékk hann þó starf
sem sjúkraliði. 1916 var hann send-
ur á sjúkrahús og lauk þar með
þátttöku sinni í styrjöldinni. Á
þriðja áratugnum flutti hann fyrir-
lestra við ýmsa tónlistarskóla og
leiðbeindi tónlistarmönnum sem
síðar urðu frægir, s.s. Vaughan
Williams. Ravel var gerður að heið-
ursdoktor við Oxford-háskólann
1929 og lést 1937.
Italski hljómsveitarstjórinn Aldo
Ceccato stundaði tónlistamám í
fæðingarborg sinni Mílanó og síðar
í Tónlistarháskólanum í Berlín. Fyr-
ir réttum 20 árum vann hann fyrstu
verðlaun í hljómsveitarstjórakeppni
ítalska útvarpsins og sama ár hóf
hann störf við óperuna í Chicago í
Bandaríkjunum. Síðan hefur hann
verið hljómsveitarstjóri á heims-
mælikvarða. Hann stjórnaði stórum
og frægum hljómsveitum austan
hafs og vestan og varð aðalhljóm-
sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar
Detroit-borgar um fjögurra ára
skeið, 1973-1977. Frá 1975 varð
hann einnig aðalhljómsveitarstjóri
Fílharmóníusveitar Hamborgar.
Frá 1985 hefur Aldo Ceccato verið
aðalhlómsveitarstjóri Fflharmóníu-
sveitarinnar í Bergen, en þar tók
hann við af Karsten Andersen.
Ábendingar frá
LÖGREGLUNNI:
Úr lögreglusamþykkt
í lögreglusamþykkt Reykjavíkur segir m.a.: „Þegar fjölmenni
safnast saman á almannafæri við biðstöðvar almenningsvagna,
miðasölur, skemmtistaði, verslanir og aðra afgreiðslustaði, skal
fólk raða sér þannig að þeir, sem fyrstir koma, fái fyrstir af-
greiðslu." Eða með öðrum orðum; það er ætlast til að fólk fari í röð
og sýni með því almenna kurteisi og tillitssemi.
Eitthvað virðist skorta á að fólk tileinki sér þetta ákvæði. Hér
er um stóran uppeldisþátt að ræða og skiptir verulegu máli hvern-
ig að honum er staðið svo vel megi til takast. Ætti það að vera
foreldrum, skólayfírvöldum og öðrum uppalendum verðugt um-
hugsunarefni.
I lögreglusamþykktinni segir enn fremur. „Uppþot, áflog, óspekt-
ir eða önnur háttsemi, sem raskar allsheijarreglu, má ekki eiga
sér stað á almannafæri, og ekki mega menn þyrpast þar saman,
ef það truflar umferð eða veldur vegfarendum öðrum óþægind-
um.“ Þá segir einnig: „Öllum ber að gæta þess að ganga vel um
á almannafæri og skemma þar ekki hluti, sem ætlaðir eru til al-
menningsnota eða prýði.“
Sektarheimild er fyrir brotum á lögreglusamþykkt og fer upphæð-
in eftir eðli brota hveiju sinni.
Snjall firá Gerðum seldur ásamt
ellefu hrossum frá Skarði
Kaupverðið um þrjár milljónir
GÆÐINGURINN Snjall frá Gerð-
um hefúr verið seldur og er hann
metinn á um 600 þúsund. Kaup-
endur að hestinum eru Aðalsteinn
Aðalsteinsson, Unn Kroghen og
Svíamir Göran og Peter Hagg-
berg. Þá kaupa þau 8 önnur hross
og 3 folöld og mun kaupverðið
vera i kringum 3 milljónir króna.
Reiknað er með að hesturinn fari
í úrtökukeppni fyrir heimsmeistara-
mótið í Danmörku um miðjan ágúst.
Aðalsteinn mun sitja hestinn, en
lengst af hefur norska stúlkan Olil
Amble setið hestinn í keppnum.
Snjall, sem var í eigu feðganna í
Skarði í Landsveit, þeirra Kristins
og föður hans, Guðna Kristinssonar,
skaust upp á stjömuhimininn 1983
á íslandsmótinu á Faxaborg. Olil
Amble sigraði í töltkeppninni á hon-
um á íslandsmótinu á Víðivöllum
1986. Sama ár varð hann annar í
B-flokki gæðinga á landsmótinu á
Hellu. Auk þessa hefur Snjall óum-
deilanlega verið einn besti fjórgangs-
hestur landsins frá 1983. Snjall verð-
ur sýndur í Reiðhöllinni laugardag-
inn 11. mars þegar Suðurlandsdeild
Félags hrossabænda verður með
sýningu á söluhrossum og sunn-
lenskum gæðingum.
Meðal hrossa í hópnum sem seld
voru frá Skarði er stóðhesturinn
Atli 1016 frá Syðra-Skörðugili, en
hann kom fram á fjórðungsmótinu
í Reykjavík 1985 og hlaut þá 8,07
í einkunn og fyrstu verðlaun.
MorgunblaðiðAT aldimar Kristinsson
Snjall og Olil Amble hlaðin verðalaunum að loknu íslandsmóti á
Víðivöllum 1986.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsh
□ GUTNIR 5989317
I.O.O.F. 9 = 170318Vz =
Káetukvöld.
I.O.O.F. 7 = 170318'/z =.
□ Helgafell 5989137 IV/V -2
Krossinn
Auðbrekku 2, 200 Kópavogur
Almenn samkoma í dag kl.
20.30. Róbert Hunt predikar og
Ronnie Eades leikur á saxafón.
Állir velkomnir.
REGLA MUSTERISRIDDARA
RMHekla
1.3. VS. MT. A.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma I kvöld
kl. 20.00.
Hvítasunnukirkjan
Fíladeifía
Almenn samkoma kl. 20.30.
Anna Höskuldsdóttir segir frá
ferð sinni til Kenýa og Swazi-
lands.
FERDAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SMAR11796 og 19533.
Aðalfundur Ferðafélags
íslands
Aðalfundur Ferðafélags íslands
verður haldinn fimmtudaginn 2.
mars f Sóknarsalnum, Skipholti
50a. Fundurinn hefst stundvís-
lega kl. 20.30. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Mætiö á aðalfundinn. Sýniö fé-
lagi ykkar áhuga.
Ath.: Félagar sýni skírteini frá
árinu 1988 við innganginn.
Stjórn Ferðafélags fslands.