Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 SJÓVÁ-ALIVIENNAR ISýtt félag með sterkar rietur VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Borgarstjórn Reykjavíkur: Lögregla geri allar árekstraskýrslur BORGARSTJÓRN hefur samþykkt tillögn umferðamefndar um að beina því til dómsmálaráðuneytisins að skýrslutaka vegna umferðar- óhappa verði fierð til fyrra horfs, það er að lögregla sinni skýrslu- gerð vegna allra umferðaróhappa, en ekki eingöngu i meiri háttar málum eins og verið heftir i eitt ár. Haraldur Blöndal, formaður um- ferðamefiidar, segir að tjónaskýrslur ökumanna reynist haldlitil gögn þegar meta þurfi óhappatíðni og tilkoma þeirra hafi haft i för með sér að mun minni og ótraustari upplýsingar berist nú til gagnabanka umferðardeildar borgarinnar en áður. Haraldur segir að lagabreytingar þurfi ekki til að hverfa til fyrra horfs, þetta sé spuming um laga- framkvæmd og hvort dómsmálayfir- völd tími að halda uppi nægilegri löggæslu. Hann segir reynslu af hinu nýja fyrirkomulagi slæma, bæði frá sjónarmiði borgaryfirvalda og al- mennings. Áður hafi Reykjavík haft þá sérstöðu meðal borga af svipaðri stærð að búa að mjög nákvæmum gagnabanka, sem hafi verið besta fáanlega hjálpartækið við að bæta umferðaröryggi. Þessi gagnabanki hafi verið öfundarefni yfirmanna umferðarmála annarra borga sem einatt hafi aðeins upplýsingar um 5-10% þeirra óhappa sem þar verða. I fangelsi fyrir smygl á kókaíni Samsvarandi upplýsingar séu til hér um nær helming óhappa. Þá hafí reynslan sýnt að kunnáttu almenn- ings við að fylla út tjónstilkynningar til tryggingafélaga sé ábótavant en komi ágreiningur upp milli málsaðila sé nauðsynlegt að fyrir liggi ná- kvæmar skýrslur kunnáttumanna. í ályktun umferðamefndar, sem borgarstjóm samþykkti, segir að undanfarin ár hafí fjárveitingar til löggæslu farið hlutfallslega minnk- andi og fjárskortur hái nú mjög starfi lögreglunnar. Það sé mjög al- varlegt því traust löggæsla sé ein af undirstöðum öryggis í umferð. Benedikt Jóhannesson hjá Sjóvá- Almennum sagðist telja að nýja kerf- ið hefði ekki verið það lengi við lýði að rétt væri að kveða upp yfir því endanlegan dóm, en vissulega sökn- uðu tryggingamenn oft á tíðum lög- regluskýrslna þar sem tjónaskýrslur ökumanna og vettvangsuppdrættir þeirra væm ekki gerðir af sömu kunnáttu og lögregluskýrslur. Bjórinn laus úr banni í dag, miðvikudaginn 1. mars 1989, leyfist íslendingum að kaupa áfengt 51, bjór öðru nafiii, með löglegum hætti hérlendis í fyrsta sinn síðan árið 1915. Mikill viðbúnaður hefur verið hjá framleiðendum, innflytjendum og þó einkum hjá ÁTVR og veit- ingamönnum. Veitingahús mega selja bjór eftir sömu reglum og annað áfengi, almenn sala er leyfð milli kl. 12.00 og 14.30 um helgar og á frídögum. Virka daga má aðeins selja hann matargestum á þessum tíma dags. Síðan má hefja sölu hans aftur kl. 18.00. Á mvndunum sjást annir gærdagsins, ölgerð afgreiðir kútabjór tU ATVR og iðnaðarmenn hamast við að ljúka smíði innréttinga í einni nýju bjórkránni. Sjá nánar á miðopnu og á Akureyrarsíðu bls. 30. Sainkomulag varð um 9,25% hækkun almenns fiskverðs Endurgreiðsla söluskatts aukin um 100 milljónir. Gengissig samtals 3,37% JÓHANNES Karlsson, 28 ára gamall, hefiir verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og 65 þúsund króna sektargreiðslu fyrir að hafa smyglað hingað til lands 56 grömmum af kókaíni frá Bandarikjunum. Vitorðsmaður Jóhannesar, John Meeham, bresk- ur jafnaldri hans, var dæmdur í 14 mánaða fangelsisvist. Mennirn- ir voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudag i fyrri viku og voru þeir þá með kókain í fórum sínum. Fimmtíu grömm af efninu náðust en afganginn höfðu mennimir selt þegar þeir náðust. Gefin hefur verið út ákæra á hendur þriðja manninum vegna aðildar hans að þessu máli. Afskipti hans munu hins vegar hafa verið lítilsháttar. VERÐLAGSRÁÐ ákvað á fiindi sínum að heimila 4,6% hækkun á bensini, þannig að lítrinn í dag kostar nú 42,90 krónur i stað 41,00 krónu áður. Að sögn Georgs Ólafs- sonar, verðlagsstjóra, er þessi hækkun heimiluð vegna hækkun- ar á innkaupsverði og breytinga á gengi. Auk þess var samþykkt að leyfa orkufyrirtækjum allt að HtorgttnbfaMfr FRÁ OG með 1. marz verður verðlag Morgunblaðsins sem hér segir: Mánaðaráskrift kr. 900. Grunnverð dálksentimetra auglýsinga kr. 595 á virkum dögum, en kr. 625 á sunnu- dögum. í lausasölu kr. 80 eintakið. SAMKOMULAG varð í yfimeftid Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær um nálægt 9,25% meðaltals- hækkun á fiskverði frá 15. febrú- ar sfðastliðnum til loka maimánað- ar. Þessi hækkun felur i sér 1,25% hækkun launa 15. febrúar sam- kvæmt bráðabirgðalögunum i september. Vinnslunni er bætt 8% verðhækkun, en einhver fyrir- tæki höfðu farið fram á minni hækkun. Georg sagði að í framhaldi þessa yrðu þau orkufyrirtæki sem hefðu talið sig þurfa meiri hækkun en 8% skoðuð sérstaklega. Þá heimilar verðlagsráð Landvara 7% hækkun á flutningagjöldum sínum og sérleyfis- og hópferðir hækka sömuleiðis um 12-14%. Georg var spurður hvemig fýrir- tæki sem ekki heyrðu undir verðlags- eftirlit myndu bera sig að við ákvarð- anir á verðhækkunum frá og með deginum í dag, að verðstöðvun renn- ur út: „Það verður ekki verðstöðvun áfram í gildi, en það er talað um það að við fylgjumst mjög náið með verð- lagsþróun í einstökum greinum. Það munum við gera með því að fá inn verðbreytingar og ástæður fyrir þeim.“ hækkunin með gengissigi um 2,25%, sem samsvarar hækkun fiskverðs um 4,5% og með loforði sjávarútvegsráðherra um hækkun á endurgreiðslu söluskatts, sem svarar til 2% hækkunar fiskverðs, eða um 100 milljóna króna til mailoka. í frétt frá Verðlagsráð- inu segir að á bak við þessa verð- Georg sagði að um það væri rætt að ef á daginn kæmi að menn hækk- uðu vöru sína og þjónustu umfram brýnustu kostnaðartilefni, þá bæri Verðlagsstofnun að grípa inn í. Sér- staklega væri rætt um aðhald og eftirlit með markaðsráðandi fyrir- tækjum og einokunarfyrirtækjum. „í reynd eru ekki aðrar hömlur á verðlagningu en þessar, en það er búið að brýna það fyrir fyrirtækjum að fara varlega. En eins og er, er það einungis upplýsingaskylda sem þeim ber að uppfylla," sagði Georg. Georg sagði að stofnunin myndi nú í ríkari mæli snúa sér að verð- könnunum á nýjan leik, en þær hefðu legið niðri að miklu leyti, meðan verð- stöðvun var í gildi. Jafnframt væri stefnt að auknu samstarfi við verka- lýðs- og neytendafélög um aðhald að verðlagi. hækkun liggi sú viðleitni p.ð draga úr þeim mismun, sem verið hafi á lágmarksverði Verðlagsráðs ann- ars vegar og því meðalverði, sem greitt hafi verið innan lands hins vegar. Jafiiframt varð að sam- komulagi innan ráðsins að fulltrú- ar sjómanna, útgerðar og fisk- vinnslu beittu sér fyrir stofnun eins konar aflamiðlunar, sem jafii- framt taki til útflutnings á isfiski. Að meðaltali hækkar verð á ýsu um rúm 13%, þorski um rúm 99í, grálúðu 9%, karfa 8,5%, ufsa 8% og verð annarra tegunda hækkar um 9,5%. Gengissigið er samkvæmt heimild Seðlabanka, en 1,12% sig hefur þegar orðið undanfarið. Auk hækkunar á endurgreiðslu söluskatts nýtur fiskvinnslan nú um 5% verð- bóta úr Verðjöfnunarsjóði sínum, en þær verðbætur nema 800 milljónum til maíloka og verða greiddar úr ríkis- sjóði. Bæði útgerð og fiskvinnsla eru rekin með tapi eftir þessa ákvörðun. Fiskverð hækkaði síðast um 4,9% í júní 1988. Guðjón A. Kristjánsson sat í yfir- nefnd fyrir hönd sjómanna. Hann segir að með þessari ákvörðun hafi menn verið að nálgast það verð, sem hafi verið greitt á stórum hluta lands- ins. Því yrði tæpast um hækkun að ræða frá Snæfellsnesi suður og aust- ur um að Homafirði, þar sem verð hefði verið hátt, en fyrir norðan og austan hækkaði verðið eitthvað. Þetta hefði verið skársti kosturinn. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, sagði að hækkun- in jafnaði ekki aðrar verðbreytingar á síðasta ári. Þetta væri áfangi á þeirri leið, en hafa bæri í huga að heimildir til veiða á þorski og karfa hefðu verið skertar vemlega. Fisk- verð hefði þurft að hækka að meðal- tali um 18% til þess að rekstur út- gerðar kæmist yfir núllið. Með þessu kæmust togarar yfir núllið, en bátar yrðu áfram fyrir neðan. Því mætti heldur ekki gleyma að þessi físk- verðsákvörðun hefði ekki sömu áhrif og ákvarðanir hefðu áður haft, vegna þess hve mikið væri selt ísað erlend- is og á innlendum fiskmörkuðum. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, sagði að nefndar- menn hefðu fundað með tveimur ráðherrum um almenna umgjörð þessara mála. Eftir þær viðræður hefði það orðið mat fulltrúa fiskkaup- enda að nauðsynlegt væri að finna gmndvöll verðákvörðunar, sem væri nálægt því verði, sem menn hefðu verið að greiða. Auk þess hefði sjáv- arútvegsráðherra lofað aukinni end- urgreiðslu söluskatts, sem svaraði til 100 milljóna króna og kæmi á móti hækkun fiskverðs um 2%. Hefðu menn áhuga á því að viðhalda núver- andi verðlagningarkerfi, yrðu menn að sætta sig við að það tæki mið af því verði, sem greitt væri í landinu. Kaupendur teldu það einnig mjög mikils virði að friður næðist innan sjávarútvegsins um þessa ákvörðun. „Það er ljóst að þessi ákvörðun mun auka tap vinnslunnar, en hve mikið nákvæmlega hef ég ekki. Mat okkar er að það sé mikilvægt að með þess- ari hækkun, sé vinnslunni tryggður meiri afli til vinnslu en ella og það bæti stöðuna á móti,“ sagði Magnús. Verðhækkanir í dag: Bensín hækkar um 4,6%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.