Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 50
'50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND „Ætti ekki aðfáað leika oftar með landsliðinu" - segir Andreas Thiel um Jochen Fraatz. Miklar deilur hjá Vestur-Þjóðverjum og lyrirkomulagi deildarinnar breytt FORRÁÐAMENN handknatt- Ieikssamband8 Vestur- Þýskalands eiga í vök að verj- ast þessa dagana. Áfallið, er lið þeirra fóll f C-keppnina, var mikið og forysta hand- knattleiksmála hefur sœtt mikilli gagnrýni. Það eru reyndar ekki aðeins stjórnar- menn sem hafa verið skamm- aðir; leikmenn hafa einnig deilt hver á annan. Andreas Thiel, markvörður landsliðsins og Gummers- bach, lét stór orð falla í gær um félaga sinn í landsliðinu, Jochen Fraatz: „Framkoma einstakra leikmanna, til dæmis í leiknum gegn Dönum, var fyrir neðan hell- ur. Jochen Fraatz var þeirra verst- ur og að mínu mati ætti hann ekki að fá að leika oftar með landsliðinu," sagði Thiel. Slíkar yfirlýsingar verða án efa ekki til þess að lægja óánægjuöldur þær er risið hafa eftir slaka frammi- stöðu liðsins í B-keppninni. Deildinnl breytt Forráðamenn vestur-þýsku úr- valsdeildarinnar komu saman f Frankfurt og þar var ákveðið að breyta fyrirkomulagi deildarinn- ar. Að lokinni deildarkeppninni fara fjögur lið áfram í úrslita- keppni og er þetta gert til að auka áhuga fólks á deildinni. Yngt upp í stjóminnl Þing vestur-þýska handknatt- leikssambandsins á að fara fram á næsta ári. Nú róa menn að því öllum árum að flýta þinginu og kjósa nýja stjóm. Bemard Thiele, sem verið hefur formaður sam- bandsins í áraraðir, nær líklega ekki endurkjöri og án efa verður reynt að yngja upp í stjóminni. Vestur-Þjóðveijar hafa nú að mestu náð sér eftir áfallið er lið Jochen Fraatz hefur verið gagn- rýndur fyrir frammistöðu sína í B- keppninni. þeirra féll í C-keppnina. Markmið- ið er að sigra í C-keppninni og í B-keppninni 1991. Þannig kemst lið þeirra að nýju í hóp bestu liða heims fyrir Ólympíuleikana í Barcelona árið 1992. POLLAND Sigurhátíð íGdynia „VIÐ reyndum aö komast að úrslitum í leiknum en það var ekki að sjá að Pólverjar hefðu nokkurn áhuga á handknatt- leik,“ sagði Guðrún Níelsdóttir en hún er ein úr hópi íslend- inga sem verið hefur í borginni Gdynia í Póllandi síðustu viku. Þessi hópur hóit upp á sigurinn íB-keppninni íhandknattleiká sunnudaginn, í Póllandi. Rúmlega 20 íslendingar eru í borginni og bíða eftir að skipið Ljósafell verði tilbúið í skipasmíða- stöð í Gdynia. „Leikurinn var ekki sýndur beint en við leituðum á öllum rásum. Það endaði með því að við hringdum til Kaupmannahafnar og komust þannig að úrslitunum. Svo var að sjálfsögðu mikið fagnað þegar við fréttum að íslendingar hefðu sigr- að,“ sagði Guðrún. HANDKNATTLEIKUR / R-KEPPNIN I FRAKKLANDI - * i „Aginn aldrei verið meiri ísóknar- leiknum" sagði Kristján Arason, sem var markhæsti leikmaður íslenska liðsins í Frakklandi „ÉG ER auðvitað í skýjunum eins og gefur að skilja. Þessi árangur kom már á óvart mið- að við undirbúning okkar. Við náðum fullkomnum úrslitum — það hefði ekki verið hœgt að fara fram á meira,“ sagði Kristján Arason eftir úrslita- leikinn. Tékkóslóvakíu. Við verðum $ öðrum flokki í stað þess þriðja áður. Kristján lék frábærlega gegn Pólveijum á sunnudaginn. „Já, ég var ánægður með mig. Þessi leikur og sá gegn Rúmeníu eru þeir bestu hjá mér í sókn. En annars er liðs- heildin númmer eitt í þessari keppni hjá okkur — hún hefur verið frá- bær,“ sagði Kristján Arason. Skapti Hallgrímsson skrífar frá Frakklandi Aginn var meiri í sóknarleik okkar í þessu móti en nokkru sinni fyrr. Við réðum hraðanum í öllum leikjum okkar. Þar kom reynsla okkar til sögunnar." Kristján sagði þetta líklega annað eftirminnileg- asta mótið hvað hann varðar persónulega. „Ég held að HM í Sviss 1986 hafi verið allra besta keppnin, en það er ánægju- legt við þessa B-keppni að leikmenn hafa náð að rífa sig upp eftir ólympíuleikana og sýna hvað í þeim býr. Og ég held að liðið sem heild hafi aldrei spilað betur á móti en nú — og það allt til enda, sem er frábært." Kristján sagði íslenska landsliðið hafa lært mjög mikið á ólympíuleik- unum í Seoul „Ég tel að þar hafí fyrst og fremst valdið því að ekki fór betur að við lékum ekki beint Krislján Arason tilnefndur ásamt níu öðrum leikmönnum Þeir skoruðu Þeir sem akoruðu mðrldn i Frakklandi, voru: Krisiján Arason....................26/ 1 Alfreð Gislason....................28/ 4 Þorgile Óttar Mathiesen..........22 Sigurður Sveinsson...............20/14 Jakob Sigurðsson..................19 Valdimar Grimsson.................16 Héðinn Gilsson...................16 Sigurður Gunnarsson..............18/ 8 Bjarki Sigurðsson....__..................10 Guðmundur Guðmundsson..............9 Júlíus Jónasson....................8 Reuter Jakob Slgurðsson og Kristján Arason sjást hér fagna sigri, en Pólveijinn Zbigniew Tluczynski er ekki eins ánægður. HANDKNATTLEIKUR / MAÐUR ÁRSINS „frá hjartanu" — vorum of miklir World Handball Magazine útnefndir handknattleiksmann og konu ífyrsta sinn atvinnumenn í okkur. Við verðum að hafa gaman af þvi sem við erum að gera, verðum að vilja beijast. Ef sú hugsun er ekki fyrir hendi náum við aldrei neinum árangri, alveg sama hve mikið við myndum æfa. „íslendingurinn" þarf að vera nógu sterkur í okkur. En þegar upp er staðið held ég að við höfum grætt á því að fara niður í B-keppnina og upp aftur, því nú verðum við í hærri styrkleikaflokki á HM í KRISTJÁN Arason hefur veriö tilnef ndur í kjör handknatt- leiksmanns ársins, som Worid Handball Magazine I Vestur-Þýakalandl stendur nú fyrir f fyrsta sinn moö stuðn- ingi frá Adidas. Einnlg verður handknattleikskona árslns útnafnd og eins og hjá körlun- um stendur valið ð mllli 10 leikmanna frá jafnmörgum þjóðum. m Iþróttafréttamenn þjóða, sem eru í alþjóða handknattleiks- sambandinu velja hver einn leik- mann á listanum, en útnefningin fer sennilega fram á úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða f vor. Eftirtaldir leikmenn hafa verið tilnefndir: Wjatscheslaw Atawin, Sov- étríkjunum, Jae-Won Kang, Suð- ur-Kóreu, Zlatko Portner, Júgó- slavíu, Peter KovacB, Ungveija- landi, Magnus Wislander, Svíþjóð, Michal Barda, Tékkóslóvakíu, Frank-Michael Wahl, Austur- Þýskalandi, Kristján Arason, Is- landi, Juan Francesco Munoz „Melo“, Spáni, og Jochen Fraatz, Vestur-Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.