Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Áhugamenn um stjörnuspeki Samtök áhugamanna um stjömuspeki hafa verið starf- rækt hér á landi síðan 15. desember 1985. Skráðir félag- ar eru um tvöhundruð, en eigi að síður er erfítt að gera sér grein fyrir því hversu margir eru raunverulega í samtökun- um. Skráðir meðlimir mæta ekki alltaf á fundi og sumir þeirra eru hættir þátttöku. Þá mætir fólk á fundina sem ekki er skráð félagar. Fjöldi manna á fundum ætti þó að segja nokkuð um stöðu samtakanna en frá 70—130 manns sækja hina einstöku fundi. Reynsla undanfarinna 3 ára hefur sýnt að fastur kjami kannski 40—50 manna mæti á fundi en jafnframt er áberandi að félagið hefur Venus í Bog- manni og því töluvert rennirí af nýju fólki á fundum. Ætli það liggi ekki nærri að segja að 500—1.000 einstaklingar hafí sótt fundi frá upphafi Fundur 1. mars í dag, 1. mars kl. 20.16, verð- ur haldinn fundur hjá samtök- unum í Víkingasal Hótels Loftleiða. Eins og áður eru allir velkomnir, enda er félagið Bogmaður með Tungl i Vatns- bera, er jákvætt í garð ókunn- ugra, er leitandi og félagslynt. Allir menn em því velkomnir, hvort sem þekking á stjömu- speki er mikil eða lítil. Aðalat- riði er að hafa áhuga og vilja til að fræðast um fagið. Dagskráin í vetur hefur dagskrá funda verið með föstu sniði. Á hveij- um fundi er fjallað um tvö ákveðin merki, flutt em tvö erindi og að lokum er flallað um stjömukort og persónur sem em í brennideplinum (í sviðsliósinu) í það og það skip- tið. I dag verður merkja- umQöllunin um Tvíbura og Bogmann. Hún er unnin af fólki í merlqunum og flutt af þeim. Dagskrárliðurinn kortið í brennideplinum er alltaf leyninúmer, hvers kvölds, því valið fer fram á síðustu stundu og er ekki látið uppgefið. Af fyrirlestmnum tveimur er annar fluttur af félagsmanni og fjallar um stjömuspeki, en gestafyrirlesari flytur þann síðari og þá um efni sem ekki tengist stjömuspeki en er skylt. Markmiðið er að það tengist leit mannsins að þekk- ingu og betra Hfi. Það má t.d. nefna að á síðasta fundi flutti Erla Stefánsdóttir erindi um innri gerð mannsins og hulin öfl náttúmnnar, fróðlegt og stórskemmtilegt erindi sem vakti forvitni og ánægju allra fundargesta. Satúrnus Erindið um stjömuspeki I kvöld, 1. mars, verður flutt af undirrituðum. Það fjallar um það hvemig við getum sigrast á Satúmusi, eða snúið veikleikum, hömlum og bæl- ingu í BÍgur. Hugefli Gestur kvöldsins verður Garð- ar Garðarsson samskipta- tæknir. Hann mun flytja er- indi um hugarþjálfun og hug- efli. Erindi Garðars byggir á nýjustu rannsóknum i dá- leiðslu, djúpslökun, tónlistar- lækningum og beitingu ímyndunaraflsins. { erindinu mun hann kynna þessi mál fyrir fundargestum. Allir velkomnir Að lokum er rétt að ítreka að Samtök áhugamanna um stjömuspeki em opin öllum þeim sem hafa áhuga á stjömuspeki, óháð aldri, kyni eða þekkingu á viðfangsefn- inu. Ástæðan fyrir því að ég fjalla um þetta hér er einmitt sú að allir áhugamenn em velkomnir. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR GHE/N brendu er SAGNSL/Wí... /MÉR ER SBAAA /YI/ORT AAANLEy ER„ REK/NN 'afran AE -svA KJAfOCI EÐA / Óf2^a/S 7,, . *■/ Leys/ < BG L/ET MK5SK/PTA FRA/iAHJA - HALO HANS/SANNABO f>A£> ei>A £G L/EtCKA þlG í T/GN! AF/IAANM/ SEAA SEG/ST HATA ÖLAÐAA1FNN, tS'E/ck l/EL AE> NÁt \ SAAAÖAND/ L//E> pENNAN/ /<= V) * ^ y IW -1 U ÍTWh ^ UJH UOSKA II A 11 ILA. 0Q/ZZ 0 llU^WPI rvtPDI P'/Æzá vini lllii SMÁFÓLK Það er alltaf sorglegt þegar ein af skepnum jarðarinnar neyðist til að sitja úti í rigningu ... IT 5 EVEN M0R.E PATMETIC U)HEN IT'5 A P06, ANP INFINITELV MORE PATHETIC OJMEN IT'S A BEAéLE.. Það er enn sorglegra þegar það er hundur og enn sorglegra þegar það er veiðihundur___ ... og enn heimskulegra líka! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hvenær á að taka trompin og hvenær ekki? Sígild spuming, sem veldur byrjendum miklu hugarangri. í flestum spilum er svarið á einn veg, annað hvort tekur maður tompin strax eða ekki, en stundum þarf að fara milliveginn. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ KG542 V98 ♦ D8 ♦ G873 Norður ♦ Á963 ♦ 1063 ♦ K74 ♦ ÁD9 Austur Suður ♦ 1087 ♦ 752 ♦ G10965 ♦ 104 ♦ D ♦ ÁKDG4 ♦ Á32 ♦ K652 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: hjartanía. Tólf slagir fást auðveldlega ef laufið brotnar 3—3. Fyrir- framlíkur á því em hins vegar aðeins um 36%. En það má auka líkumar nokkuð með því að taka tvisvar tromp og spila laufunum þrisvar. Spilið vinnst þá einnig ef sami mótheiji á fjögur lauf með trompunum þremur. Hann verður að fylgja lit og síðasta laufið má svo stinga með tíu blinds. í þessu tilfelli er þó besta leið- in að spila upp á öfugan blind- an: flölga trompslögunum með því að trompa spaða þrisvar heima. Fyrsta þarf þó að athuga trompleguna, taka eitt tromp til viðbótar. Þegar í ljós kemur að þau liggja 3—2 er spilað þannig: spaðaás og spaði trompaður. Lauf inn á ás og spaði trompað- ur. Lauf á drottningu og síðasti spaðinn stunginn. Þá er farið inn á tígulkóng, tromptían tekin og tígli hent heima. Nú em 12 slag- ir mættir og 13 ef laufíð fellur. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Bem í Sviss kom þessi staða upp í skák hins nýbakaða austurrlska stórmeist- ara Jozef Klinger, sem hafði hvítt og átti leik, og heimamanns- ins FiUckiger. 27. Bxh6I! - gxh6 28. Rxh6+ - Rxh6 (hvítur vinnur nú mann til baka vegna afkáralegrar stöðu svartra liðsins á kóngsvæng, en 28. - Kf8 29. Rxf7 - Kxf7 30. Dg4 var tæplega skárra) 29. Dg6+ - Kf8 30. Dxh6+ - Kg8 31. He5 - Dc7 32. Hh5 - Hg7 33. Hd3 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.