Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 Stigamennska 1 eftírSturlu Friðriksson Að undanfömu hefur aukist mjög tillitssemi manna í umgengni við umhverfið. Þannig er orðið til fyrir- myndar hvemig rejmt er að graeða upp ýtusár meðfram vegum. Við lagningu á síma- og raflínum er stundum farið að taka tillit til lands- lags og landeigandi jafnvel hafður með í ráðum. Almenningur vill að vel sé gengið um landið og náttúr- unni sé ekki spillt að óþörfu. Margt jarðrask þykir til lýta og er þá reynt að lagfæra það sem miður fer. Um breytingar á rennsli árvatns hefur minna verið hugsað frá umhverfis- sjónarmiði. Þó marka tveir atburðir á þeim vettvangi tímamót í sögu umhverfisvemdar hér á landi, en það er deilan um virkjun Laxár í Þingeyjarsýslu og umræður um gerð stfflulóns í Þjórsárverum. Menn hefur greint á um hvort virkja ætti eitt vatnsfall öðmm fremur, en við stíflugerð breytist óhjá- kvæmilega árfarvegur með flúðum sínum og fossum. Sumir fossar hafa þó öðlast einhveija friðhelgi fyrir virkjunaraðgerðum, en raf- væðing þykir samt vera sú þjóðar- nauðsyn, að engin náttúrurómantík fær spomað við þeim athöfnum, sem nauðsynlegar eru til fram- leiðslu á raforku. Við stórfelldar virkjunaraðgerðir er oftast hætta á að öllu landslagi árinnar sé raskað, en atlaga er einnig gerð að fossum úr nokkuð annarri átt, það er frá þeim mönnum, sem vilja gera ár laxgengar. Sú framkvæmd þykir mörgum vera til bóta og aukningar á landsins gæðum. Talið er að þau auknu afnot, sem fást af ánni, rétt- læti aðgerðir á fossum hennar. Þetta er nú samt sem áður alls ekki sjálfsagður hlutur og hér koma önnur sjónarmið einnig til greina, svo sem náttúruskoðun. Að vísu er alltaf misjafnt mat manna á því hvað sé fagurt, en það er hins veg- ar ekki einhlýtt, að einkum sé fag- Sturla Priðriksson „Hér þarf að reyna að fara bil beggja, til þess að mæta á sem bestan hátt öllum sjónarmið- um. Að mínu mati er það helst gert með því að gera yfirbyggða laxabraut undir ábreiðu fossbununnar, en að öðrum kosti með því að leggja vel hulin rör eða jarðgöng firam- hjá fossinum.“ urt þegar vel veiðist, eins og haft er eftir skynugum manni. Hverjir taka ákvörðun um að ge ra fiskvegi? í mörgum ám hafa fossar hindr- að laxagöngu. Sums staðar hagar svo til að foss er niður við ósa og hindrar alla laxagöngu í ána. Ann- ars staðar eru fossar ofar í ánum og hindra þá fískgöngu um misstór svæði. Áreigendur ofan við foss hafa oft ekki nytjar af veiði nema fossinn sé gerður fiskgengur. Þeir hafa helst hag af aðgerðum á foss- inum. Veiðimenn eru einnig áhuga- samir um þær framkvæmdir, vegna þess, að með því lengist veiðisvæði árinnar og skapast ný og fjölbreytt- ari skilyrði til að renna fyrir fisk. Sjónarmið þessara manna hafa af- dráttarlaust verið tekin til greina þegar ákvarðanir eru teknar um það hvort sprengja eigi foss og hafa fáir hreyft andmælum. Farið var að sprengja fossa í þessum til- gangi hér á landi fyrir rúmum fimmtíu árum og er nú svo komið, að búið er að setja fiskvegi í um fjörutíu og sex fossa. Þessar að- gerðir á fossum voru heimilaðar með ákvæði í vatnalögum frá 1937, þar sem veiðifélagi vatnasvæðis er leyft að gera foss laxgengan. Um þetta hefur landeigandi ekkert að segja utan sitt eina atkvæði á fé- lagsfundi. Að vísu á hann kröfu á einhverri umbun fyrir ónæði við framkvæmdir viðvílqandi byggingu á fiskveginum. Meirihluti atkvæða í veiðifélagi tekur ákvörðun og ræð- ur því hvort ráðist er í að gera foss laxgengan. Síðan skal bera þá ósk áfram til veiðimálastjóra, sem gefur sína umsögn og að lokum er málið sent landbúnaðarráðherra, sem hef- ur síðasta orðið um hvort leyfí til aðgerða á fossi skuli veitt. Nú er hins vegar kominn sá millileikur, að bera þarf framkvæmdaáætlun undir Náttúruvemdarráð, sem ætti að vera þarfur umsagnaraðili, enda þótt ráðið geti varla stöðvað fram- gang málsins, ef fast er sótt. Senni- lega þarf ekki að fara alla þessa umsóknarleið, sé aðeins um lagfær- ingu á eldri laxavegi að ræða. Hér er það aðeins Náttúruvemdarráð, sem á að gæta hinna fagurfræði- legu sjónarmiða, fyrir hönd eiganda og almennings. Ýmsar gerðir fiskvega Hér hafa vatnsföll verið gerð laxageng með því að sprengja foss. Margir smærri fossar, sem áður voru ein slétt bunubreiða (sjá fyrstu mynd), vom hreinlega flarlægðir. í öðmm var komið fyrir rennum, sem hleyptu fram vatninu í rás, en skildu mikinn hluta af gamla farveginum eftir þurran, svo þar skein í nakta klöppina (2. mynd). Við voldugri fossa þurfti meiri aðgerðir. Þar mátti koma fyrir mörgum þrepum, en til þess að hindra of mikið vatns- rennsli niður eftir stiganum, þurfti að byggja vamargarða, sem vom mikil mannvirki úr steinsteypu, er gnæfðu upp fyrir fossbrúnina og teygðu arma sína niður eftir straumkasti fossins eins og handrið meðfram stigaþrepum (3. mynd). Við enn meiri vatnsföll hefur verið reynt að sniðganga sjálfan fossinn og leiða laxgenga rás framhjá bjarginu, sem myndaði fallhæð fossins. í þessar rásir hefur víða verið komið fyrir miklu byggingar- bákni úr jámbentri steinsteypu. Er það oft um að ræða fyrirferðarmik- ið og flókið mannvirki og iðulega í það verk lagður mikill kostnaður (4. mynd). Hveijir eiga að hanna fiskvegi? Áhugamenn um stigagerð fengu í upphafí þá sem kunnu að fara með sprengiefni til þess að vinna á hörðum klöppum farartálma laxins. Síðan hafa kunnáttumeiri fagmenn tekið að sér verkið. Veigameiri að- gerðir hafa loks verið hannaðar af verkfræðingum, sem em sérfróðir í að gera steinvirki með nægum jámbindingum, til að standa af sér átök jakaburðar og klakaspreng- inga. Er þar áreiðanlega oft um að ræða tæknileg meistaraverk, en ekki ættu þær smíðar að sjást í námunda við fossa, vegna þess hve steinsteypa er í eðli sínu annarlegt aðkomuefni og fer illa við hina hvítu blæju og hið tæra bergvatns foss- ins. Hvemig er þá unnt að gera fossa fiskgenga án mikilla missmíða? Og hveijum er best trú- andi til þess að framkvæma aðgerð- ir á fossum lýtalaust? Listrænn múrari gæti ef til vill hulið mestu lýti á steinsteypugörðum og mótað þá og skreytt með steinhleðslu úr náttúrulegu gijóti. Landslagsarki- tektar hafa kunnáttu til að hanna fagra fossa í skrúðgörðum og láta þá prýða þar umhverfið. Þeir mundu síst allra leyfa sér að raska með mannvirkjum útliti á náttúru- legum fossi, þannig að þau væm í grófri andstöðu við allt umhverfi og til hrellingar fyrir þá sem vilja njóta náttúmfegurðar. Þeim er sennilega helst trúandi til þess að leysa vandann við byggingu á fisk- vegi í samráði við þá sem hafa þekk- ingu á göngu laxa. Mér hefur sjálfum dottið í hug, að unnt sé að gera færa leið fyrir fisk undir fossbunum með því að gera þar jarðgöng, sem lax gétur gengið um og em þá engin lýti unnin á fossinum. Helstu mótbárar við þessari hugmynd hef ég heyrt vera þær, að lax vilji ekki ganga inn í myrkur ganganna, en allir ^vita samt, að lax gengur um veg- ræsið í Kollafirði inn í laxeldisstöð- ina undir þjóðvegi nr. 1 og víða erlendis er lax látinn fara um jarð- göng framhjá flúðum. Hins vegar mætti með þessu móti, ef vel heppn- ast, halda útliti fossanna óbreyttu. Suma eldri laxastiga mætti jafnvel færa til betra horfs, með því að leggja rör á milli þrepa og jafnvel hylja þau þrep sem fyrir em, til dæmis með þykkum gleijuðum hler- um. Ætti fiskur þá greiða leið í jafnrennsli um varin göng, en megnið af vatninu flyti ofan á þessu rörakerfi og hyldi mannvirkið. Foss- inn gæti þess vegna að mestu hald- ið sinni fyrri lögun. Hagnýt sjónarmið eiga ekki að vera allsráðandi Rétt er að fossar geta hindrað- eða raskað göngu físka. Þó ber á hitt að líta, að í straumhörðum ám með fossum og flúðum er talið að valist hafi sérstakur stofn af stinn- um, vöðvamiklum og rennilegum laxi. Þetta náttúmval tapast við það að fossar em gerðir of auðgengir. Þá ber þess að geta, að sá við- burður hefur verið taíinn sérstakt augnayndi, þegar lax hefur sést stökkva í fossi. Sú ánægja hverfur, þegar lax fer að smjúga um mann- gerð göng. Þá er sjálfur fossinn náttúmprýði, sem fleiri en veiði- menn hafa ánægju af að skoða, ef látinn er óáreittur. Ferðalangur gengur upp með ánni og spyr: „Átti hér ekki að vera foss, þar sem nú er aðeins sprengd rás í klöppina?" eða „Hvaða steypuklumpar em þetta í sjálfum Gljúfrabúa?" „Er sem mér sýnist, að kominn sé rúllu- stigi í Glæsifoss?" eða spyr þannig, sem er öllu verra: „Em hér lagðar steypugildmr pall af palli upp með jaðri Silfurflúða? Hver ber ábyrgð á öllum þessum náttúruspjöllum?" Hér þarf að reyna að fara bil beggja, til þess að mæta á sem bestan hátt öllum sjónarmiðum. Að mínu mati er það helst gert með því að gera yfirbyggða laxabraut undir ábreiðu fossbununnar, en að öðmm kosti með því að leggja vel hulin rör eða jarðgöng framhjá foss- inum, þannig að enginn taki eftir, að nokkuð jarðrask hafi verið fram- ið og mannshöndin hafí hvergi skil- ið eftir sig ör á hinni fögm ásjónu náttúmnnar við fossinn. Höfundur er náttúruírœðingur og áhugamaður um umhverSsvemd. Súlan E A fékk á sig brotsjó LOÐNUSKIPIÐ Súlan EA fékk á sig brotsjó 8 sjómílum suðaust- ur af Langanesi um kvöldmatar- leytið á sunnudaginn. Enginn slasaðist en nótarenna á skipinu bognaði, að sögn Bjaraa Bjarna- sonar skipstjóra á Súlunni. Brotsjórinn kom á skipið stjóm- borðsmegin aftan til. „Það var haugasjór þegar við fengum á okk- ur þessa skvettu,“ sagði Bjami í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Súlan hefði verið með full- fermi af loðnu þegar hún fékk á sig brotsjóinn. „Við lögðum ekki í að fara inn á Raufarhöfn, eins og við ætluðum að gera, og fómm til Þórshafnar í staðinn," sagði Bjami. U VEGUR TIL VELGENGNI VEGUR TIL VELGENGNI Meö vaxancii samkeppni á öllum sviðum viö- skipta er nauðsynlegt að skoða vel þær baráttu- aðferðir sem bjóðast. Nám í viðskiptatækni er ætlað þeim sem vilja hafa vakandi auga með öllum möguleikum sem gefast í nútíma rekstri fyrirtækja og vilja auka snerpu sína í harðnandi samkeppninni. Viðskiptatækni er 128 klst. námskeið. Hnitmiðað nám, sem byggt er á helstu viðskiptagreinum, markaðs— og fjármálastjórnun —sniðið að þörfum yfirmanna fýrirtækja, sölumanna og markaðsstjóra, og þeirra er starfa að eigin rekstri. Nokkur atriði námskeiðsins: Grundvallaratriði í rekstrarhagfræði Framlegðar og arðsemisútreikningar Verðlagning vöru og þjónustu Fjárhags— og rekstraráætlanir islenski fjármagnsmarkaðurinn Markaðsfærsla og sölustarfsemi Auglýsingar Bókhald sem stjómtæki Gestafyrirlestur Innritun og allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 68 75 90 & 68 67 90. Hringið og við sendum upplýsinga- bækling um hæl. Tölvufræðslan Stjómunar- og viðskiptadeild Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.