Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 24
u MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 Skoðanakönnun í Bretlandi: Verkamannaflokk- ur með meira fylgi en Ihaldsflokkminn St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TVÆR skoðanakannanir, sem birtust um síðustu helgi, sýna, að Verkamannaflokkurinn er nú í fyrsta skipti í meira en tvö ár vinsælli en íhaldsflokkurinn meðal kjósenda. Ekkert lát er á átökum miðjuflokkanna tveggja. í könnun Harris-stofnunarinnar, sem birtist { The Observer síðastlið- inn sunnudag, naut Verkamanna- flokkurinn fylgis 42% aðspurðra, íhaldsflokkurinn 41%, Frjálslyndi * Israelar og Egyptar und- irrita samning um Taba Taba. Reuter. ÍSRAELAR og Egyptar undirrituðu á sunnudag samning þar sem gert er ráð fyrir því að Taba-svæðið tilheyri Egyptum og var þar með endi bundinn á landamæradeilu, sem staðið hafði í sjö ár. Samkvæmt samkomulaginu yfir- ríkjanna myndu batna eftir að gefa ísraelar svæðið fyrir 15. mars. Einnig er gert ráð fyrir því að Egyptar greiði bætur fyrir lúxus- hótel og baðströnd ísraela á svæð- inu. Þá þurfí ísraelar ekki vega- bréfsáritanir til að komast á svæðið og ísraelski gjaldmiðillinn verður áfram nothæfur þar. ísraelska sjónvarpið hafði eftir ísraelskum og egypskum embættis- mönnum í Taba að samskipti SZECHUAN KÍJWERSK MATARGERb Matargerð í Kína er talsvert ólík eftir héruðum. Nefndar eru fjórar stefnur og er Szechuan ein þeirra. Eitt aðaleinkenni þeirrar matargerðar er litskrúðug samsetning, sætur ilmur, steiking á ýmsan máta, sterkt bragð og frumleg uppsetning réttanna í formi, lögun og litum. Frá Kína kemur sérstaklega matreiðslumeistarinn Pang Shou Xiang og eldar Szechuan rétti næstu vikur. TILBOÐS KVÖLDVERÐUR SZECHUAN SÚPA KJÚKLINGUR í RAUÐUM PIPAR STEHCT SZECHUAN SVÍNARIF YU YEE STEIKTUR SMOKKFISKUR MA LAK/NAUTAKJÖT MEÐ TOFU KAFFI/KÍNVERSKUR BÚÐINGUR Verð pr. mann kr. 1050 Sérstakur stór Szechuan matseðill með fjölda rétta ásamt hinum venjulega matseðli Sjanghæ. Sjanghæ Kínverska veitingahúsið Laugavegi 28b • Sími 16513 (hj landamæradeilan hefði verið leyst. ísraelsk stjómin staðfesti samning- inn á sunnudag og var Ariel Sharon viðskiptaráðherra eini ráðherrann sem var andvígur honum. ísraelar létu Taba ekki af hendi árið 1982 þegar þeir skiluðu Egypt- um Sinai-eyðimörkina samkvæmt friðarsamningnum sem undirritað- ur var árið 1979. lýðræðisflokkurinn 9% ogJafnaðar- mannaflokkurinn 3%. í Gallup- könnun, sem birtist í The Sunday Telegraph, voru úrslitin svohljóð- andi: Verkamannaflokkurinn 35%, íhaldsflokkurinn 35%, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 10% og Jafnað- armannaflokkurinn 4%. Oákveðnir voru 10%. Báðar þessar kannanir eru gerð- ar fyrir aukakosningamar síðastlið- inn fimmtudag, þar sem fhalds- flokknum tókst með naumindum að halda sæti sínu í Richmond. Þær staðfesta dvínandi vinsældir Thatc- her-stjómarinnar, sem menn hafa átt von á um nokkurt skeið. Hækk- andi vextir, óvinsælar breytingar á heilbrigðiskerfínu og sala vatns- veitna og rafveitna em augljósar ástæður minnkandi vinsælda stjóm- arinnar. Þetta er í fyrsta skipti í rúmlega tvö ár, sem yerkamannaflokkurinn fer fram úr íhaldsflokknum í skoð- anakönnunum. Svipað gerðist á síðasta kjörtímabili, en þegar leið að kosningum, seig íhaldsflokkur- inn fram úr á ný. Aukakosningar verða að líkind- um í byijun maí í Glenn Morgan í Wales, en þingmaður íhaldsflokks- ins þar lést nýlega. Meirihluti flokksins var ríflega 6000 atkvæði í síðustu kosningum. Þar reynir á vinsældir Verkamannaflokksins. Hann verður að vinna kjördæmi á við Glenn Morgan til að eiga mögu- leika í næstu kosningum. Reuter Sögufrægt hótel Raffles-hótel í Singapore er orðið 103 ára gamalt og nýlega var ákveðið að gera þyrfti umfangsmiklar endurbætur á bygging- unni. Á myndinni sést hótelið sem er í miðborginni, umlukið hrika- legum skýjakljúfum, en það verður lokað í tvö ár. Meðal þeirra sem oft heiðruðu Raffles með nærveru sinni voru Somerset Maug- ham, Noel Coward og Rudyard Kipling. Bandaríkin: Lítill árangur af alnæmisprófí Economist UM eins árs skeið hafa þau lög gilt í Illinois-ríki í Bandaríkjun- um, að enginn megi ganga í hjónaband nema fyrst verði kannað hvort viðkomandi hafí smitast af alnæmi. Árangur af þessari al- næmisleit er hins vegar ekki meiri en svo, að liklega verður hætt við hana. Á síðasta ári voru alnæmispróf- aðir í Ulinois 155.458 einstakling- ar alls og af þeim reyndust aðeins 26 vera smitaðir. Það eru innan við 0,2% og aðeins 3% þeirra, sem greindust með alnæmissmit i ríkinu í fyrra. Það kemur fáum á óvart þótt ekki hafi fundist fleiri með alnæmissmit við þessar rann- sóknir. Fólk, sem hefur eðlilega kynhneigð og hefur alist upp við borgaralegt gildismat, er ekki í þeim hópi, sem hættast er við al- næmi. Af þeim sökum hafa þing- menn í Illinois í huga að afnema lögin en á síðasta ári var kostnað- urinn við alnæmisprófíð 290 millj- ónir ísl. kr. Það eru nærri 12,5 milljónir á hvem smitaðan. Að deila uppbyggi- lega skiptir oft sköp- um fyrir hjónabandið New York Times V fj' STUNDUM getur það ráðið mestu um hamingjusamt þjónaband, að hjónaerjumar séu árangursríkar og uppbyggilegar. Kemur þetta fram í könnun, sem skýrt var frá í bandaríska timaritinu Journal of Cunsulting and Clinical Paychology og þar segir ennfremur, að fátt sé verra en að breiða yfir ágreininginn og láta sem ekkert sé. Sálfræðingamir John Gottman og Lowell Krokoff, sem stóðu að þessari athugun, segja, að það sé til mikilla bóta, að fólk segi hug sinn allan svo framarlega sem það gæti þess að láta ekki skapið hlaupa með sig i gönur. Verst af öllu er þegar annað hjónanna fínnst það vera í vöm, fyllist þtjósku og dregur sig í hlé. Sálfræðingamir könnuðu hagi hjóna, sem áttu við ýmsa erfíðleika að etja í sambúðinni, og ræddu síðan við þau aftur að þremur árum liðnum til að sjá hvemig hefði gengið. „Það kom okkur á óvart, að óánægjuefnin í sumum hjónaband- anna urðu grundvöllur að auknum skilningi milli hjónanna þegar stundir liðu,“ sagði Gottman. „Á því áttum við alls ekki von. Uppbyggilegustu erjumar eru þær þegar hjónin eru ekki hrædd við að láta óánægjuna í ljós, fínnst sem makinn sýni skilning og þegar rifrildinu lýkur með einhvers konar samkomulagi. Sagði Gottman, að slíkar deilur styrktu fólk í þeirri vissu, að það gæti sameiginlega ráðið fram úr vandamálunum. Það sem varast ber Samt sem áður er það oft svo, að hjónarifrildi einkennast af eftir- töldu, sem sálfræðingamir segja, að sé mjög skemmandi fyrir hjóna- bandið: • Annað hjónanna er í vöm og reynir að afsaka sig í stað þess að glíma við vandann. ® Annar makinn gerir hinum upp hugsanir í sinn garð. • Þvermóðska og þrjóska. • Niðrandi athugasemdir og um- mæli. • Grátur og gnístran tanna. Að vera sammála um að rífast aldrei hefur einnig sínar slæmu hliðar. Segir Gottman, að hjá slíku fólki virðist allt í sómanum „svo lengi sem því gengur allt í haginn, eftialega og að öðru leyti“. „Ef eitthvað ber verulega út af ráða þau ekki við vandann. Hjón, sem eru hreinskilin hvort við annað þótt það kosti stundum hressilegan gust, standa aftur á móti betur saman þegar á reynir." Að hafa taumhald á tilfinningimum Gottman segir, að yfírleitt séu eiginkonumar fyrri til að biydda upp á ágreiningsmálunum. „At- huganir okkar benda til, að óán- ægja konunnar geti verið af hinu góða ef rétt er á haldið. Henni er nauðsynlegt að fá útrás en hún verður þó að gæta þess að ganga ekki alveg fram af manninum og koma honum í vöm,“ segir Gott- man og bætir því við, að undir þessum kringumstæðum eigi mað- urinn að leggja eyrun við því, sem konan er að segja, sýna skoðunum hennar skilning og viðurkenna, að við einhvem vanda sé að glíma. Þá saki ekkert þótt hann hvessi sig að sama marki og konan, finnist honum ástæða til. Til að ljúka deilu er best að draga saman það, sem fram kemur, og leita síðan sam- komulags. „Fólk á fyrst og fremst að forð- ast að gefa tilfinningunum alveg lausan tauminn," segir Gottman. „Mig granar, að í þeim hjónabönd- um, sem hafa styrkst með árunum, hafí konumar gætt þess að láta rifrildið ekki ganga of lángt. Því er þá alveg öfugt farið í þeim hjóna- böndum, sem versna stöðugt." Ekki eru allir sálfræðingar og hjúskaparsérfræðingar sammála þeim Gottman og Krokoff um að hjónarifrildi geti stundum gert gott eitt. Segir til dæmis Richard Sim- on, ritstjóri tímaritsins The Family Therapy Networker, að flestir hjú- skaparsérfræðingar telji rifrildið vera til marks um, að ekki sé allt með felldu í hjónabandinu. Segja þeir, að séu deilumar litnar mildum augum verði það bara til að ýta undir aðrar senur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.