Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 51
■ GÍSLI Halldórsson, formaður ólympíunefndar íslands, skellti sér í dagsferðina, sem ferðaskrifstofan Saga bauð upp á á úrslitaleikinn í B-keppninni. „Ferðimar yfir hafíð nálgast fimm hundruð, en að öðrum ólöstuðum og ógleymdum stendur þessi upp úr. Þetta var hreint út sagt stórkostlegt — með íslenska fánann á efsta stalli," sagði Gísli á heimleiðinni. Morgunblaöið/Sverrir Dagbjört Slguröardóttir. ■ DAGBJÖRT Sigurðardóttir, 64 ára og átta bama móðir, var fulltrúi Stokkseyrar. „Ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar, þeg- ar sonur minn hringdi á föstudag og sagðist hafa pantað far. Ég fór á HM í Danmörku 1978 og varð þá fyrir miklum vonbrigðum, en gleðin var margföld að þessu sinni. Næst er það HM í Tékkóslóvakíu og meiri hluti bamanna vill koma með mér í þá ferð,“ sagði Dagbjört. ■ MATTHÍAS A. Mathiesen, alþingismaður, horfði á soninn taka við sigurlaununum. „Þetta var eins og að vera á meðal verðlaunahafa á Ólympiuleikum. íslenskur hand- knattleikur og stjóm hans hefur enn styrkst á alþjóðlegum vettvangi og opinberir aðilar gera sér grein fyrir mikilvægi þess. Við Sverrir Her- mannsson vorum bjartsýnir á gott gengi; hann átti afmæli á sunnu- daginn og Þorgils Óttar var að leika sinn 222. landsleik, en það er einmitt bflnúmerið mitt,“ sagði Matthías. I BIRGIR Þorgilsson, ferða- málastjóri, og fyrrum landsliðsmað- ur úr Fram, var í sömu ferð. „Þessi glæsilegi árangur er gífurlega mik- il landkynning, sem þjóðin á eftir að njóta góðs af,“ sagði Birgir. I M ÞORGERÐUR Gunnarsdótt- ir, eiginkona Kristjáns Arasonar, var í skýjunum. „Þetta er rosaleg í lyftistöng eftir alla gagnrýnina í ' sambandi við Ólympíuleikana. Mínar björtustu vonir vom þriðrja eða fjórða sætið, en liðsheildin brást ekki þegar á reyndi. Vestur-Þjóð- veijar komu mér hins vegar á óvart. Þeir voru eins og kettlingar og áttu sér ekki uppreisnar von. Reyndar máttu þeir alveg fá skell, en því miður kemur hann niður á alþjóðlegum handknattleik, sem er hrikalegt," sagði Þorgerður. ■ SJOMENN fjölmenntu í dags- ferðina. Einn viðmælandinn sagði að þeir reyndu að fylgjast með lýs- ingum úti á sjó, en vildi beina því til útvarpsins að senda út á lang- bylgju. „Við viljum ekki missa af neinu og því var kærkomið að fá tækifæri til að fara og sjá leikinn. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því,“ sagði sjómaðurinn á Gissuri. I kvöld 1 1. deildarkeppnin I handknattleik hefat á ný f kvöld með leik Gróttu og Breiðablika á Seltjamaneai. Leik- urinn hefst kl. 19.30. Einn leikur verður 12. deitd karla. HK fœr Hauka f heimsókn f fþróttahúss Digraness kl. 20. (----------------------------------1 PRPt Vfl/.Ul t HtiTtAnTnKVg™ AfTTOM\ OTGAiCT/UnHOlt MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 HANDKNATTLEIKUR Bogdan með heimsliðið? Svo gæti farið að Bogdan Kowalczyk stjómaði heims- liðinu í handknattleik gegn portú- galska landsliðinu í sumar. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær var Þorgils Öttar Mathiesen, fyrirliði íslands, valinn í heimsliðið sem leikur í Lissasbon 8. júlí í tilefni af 50 ára afmæli handknattleikssambands Portú- gals. Valdir verða 15 leikmenn, einn frá hvetju landi. Það er Rúmeni sem sér um að velja þetta lið. Hann hefur sýnt því áhuga að Bogdan stjómi heimsliðinu í umræddum leik, og ætti það að skýrast fljótlega hvort af því verður. KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN Asgeir ekki fyrirliði gegn Real Sociedad Fritz Walter skoraði sigurmark (1:0) Stuttgart, eftir sendingu Ásgeis ÁSGEIR Sigurvinsson var ekki fyrirliði Stuttgart þegar félagið vann Real Sociedad frá Spáni ífyrri leik liðanna í UEFA- bikarkeppninni, 1:0, á Neckar- leikvanginum í Stuttgart i gœr. Guido Buchwald tók við fyrir- liðastöðunni. Asgeir, sem tók það rólega í leiknum, lagði upp sigurmark Stuttgart á 36. mín., er hann sendi knöttinn til Fritz Walter, sem renndi knettinum í netið - FráJóni fram hjá Arconada, Halldóri markverði, sem Garöarssyni varði nokkrum sinn- ÍV-Þýskalandi um ye, . lelknunli sem var slakur. „Ásgeir Sigurvins- son er ekki nægilega mikið með. knöttinn - hann skilar honum of snémma frá sér,“ sagði Udo Lat- tek, þjálfarinn gamalkunni, í sjón- varptýsingunni frá Stuttgart. Karl Allgöwer, sem er veikur, og Jiirgen Klinsmann, sem er meiddur, léku ekki með Stuttgart. Með Stuttgart lék Olaf Schmáler og lék hann í fyrsta skipti með tvíbura- bróður sínum, Nils. John Toshack, þjálfari Sociedad, varð að vera upp í áhorfendapöllum, þar sem hann er að taka út bann sem UEFA dæmdi hann í. Spánska liðið lék góða knattspymu. I seinni hálfleik færðist harka í leikinn. Síðustu tíu mín. leiksins sóttu leik- menn Stuttgart grimmt. Rétt fyrir leikslok var Ásgeir ekki langt frá því að skora - átti skot sem fór rétt fram hjá marki Spánveijanna. Leikmenn Bayem Munchen máttu sætta sig við tap, 0:1, fyrir íÞRúrn FOLK ■ KRISTJÁN Arason kom f gær heim til Islands ásamt hinun^p landsliðsmönnunum eftir frækilega frammistöðu í B-keppninni í hand- knattleik f Frakklandi. Kristján staldrar þó ekki lengi við því hann heldur strax í dag til Spánar þar sem hann hefur æfingar á ný með félögum sínum í liði Teka. ■ SIGURÐUR HaUdórsson frá Akranesi hefur verið ráðinn þjálf- ari Skallagríms i Borgarnesi sem leikur í 4. deild. MBIKARMEISTARAR Val f handknattleik leika í Keflavik í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar, en búið er að draga í keppninni. Stjarnan leikur gegn Fram eða Víking, sem leika f Laugardals- höllinni kl. 20 á föstudaginn. Aðrir. leikir em: Selfoss/KR - KA, ÍBV b - ÍR, Haukar - Ármann, UMFN/FH - UBK, Grótta - HK/ÍBV og Armann b/Leiftur - Þróttur. II PÉTUR Guðmundsson, kúlu- varpari, var útnefndur íþróttamað- ur HSK 1988 á Selfossi um sl. helgi. ■ DREGIÐ hefur verið í 8-liða úrslit bikarkeppni kvenna f hand- knattleik. Drátturinn var þannig: ÍBK - Fram, FH - ÍBV, Grótta - Stjaman/Haukar og Víkingur - Valur. Morgunblaðið/Herbert Rudel Ásgelr Sigurvlnsson og Fritz Walter sjást hér fagna marki. Hearts í Edinborg. Iain Ferguson skoraði eina mark (53. mfn.) leiks- ins, sem var lítt spennandi. Völlur- inn var blautur og þungur. Victoria Búkarest og a-þýska lið- ið Dynamo Dresden gerðu jafntefli, 1:1, í Rúmeníu. 10 þús. áhorfendur sáu Guetschow skora fyrir gestina á 24. mín., en Solomon jafnaði fyr- ir heimamenn á 48. mín. BELGÍA Morten Olsen til Anderlecht? Miklar líkur eru á að Morten Olsen, fyrirliði danska lands- liðsins og leikmaður með Köln, ger- ist þjálfari Anderlecht næsta keppn- istímabil. HANDKNATTLEIKUR / V—ÞÝSKALAND Petre Ivanescu áfram? Hefuráhuga á að halda áfram með lið Vestur-Þjóðveria PETRE Ivanecu segist vllja halda áfram sem þjálfari vest- ur-þýska landsliðsins, þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér eftir B-keppnina. Ivanescu er með samníng til 1990 og segist ekkl vilja fórna samnlngnum strax. Ef vestur-þýska handknattleiks- 8ambandið vill ekki hafa Iva- nescu áfram mun hann kreflast þess að fá greidd laun út samnings- tímann. Vestur-Þjóðveijar yrðu þá að greiða tveimur þjálfurum laun og það yrði og of stór biti að kyngja fyrir Vestur-Þjóðveija. Nú þegar Petre Ivanescu þeir eru komnir í C-riðil fá þeir ekki styrk fyrir þjálfara, hvað þá tvo. Vestur-Þjóðveijar eiga mögu- leika á að ná á Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Til þess þurfa þeir að sigra í C-keppninni á næsta ári og ná í annað af tveimur efstu sætunum í B-keppninni 1992. Það eru því a.m.k. tvö ár þar til Vestur- Þjóðveijar komast í A-keppni og hugmyndir um að yngja liðið. Líklegt að Horst Bredemeyer þjálf- ara Dusseldorf og unglingalands- liðsins verði falið að byggja upp nýtt lið sem leysi það gamla af hólmi í Barcelona eftir þijú ár. ENGLAND Sigurður til Italíu? Ensk blöð hafa verið dugieg að fínna félög fyrir Sigurð Jónsson að undanfömu. Glas- gow Rangers, Nottingham For- est og Celtic hafa verið nefhd, en Celtiv bauð 450 þús. pund I Sigurð. í gær var sagt frá því að Arsenal hafi boðið sömu upp- hæð fyrir Sigurð. Sagt var frá því að Sigurður ætli sér að vera áfram hjá Sheffield Wednesday út þetta keppnistímabil og slðan að halda til meginslandsins. The Sun sagði að ítöisk félög hefðu áhuga á Sigurði og þá hafa v- þýsku félögin Bayem Munchen og FC Köln augastað á honum, segir blaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.