Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.03.1989, Blaðsíða 25
MQRGUNBLAÐIÐ MlÐViKUDAGUR 1. MARZ 1989 Aratuga reynsla ABB (Asea) rafmótora hérlendis er vafalaust bestu meðmælin með rafmótorunum frá Johan Rönning. Rönning tryggir þjónustuna. Tvö nöfn sem standa fyrir sínu. Við eigum ávallt á lager mótora frá 0,25 kW - 37 kW. Við veitum tæknilega þjónustu og aðstoð við val á réttum mótor, ræsibúnaði og hraðastýringu. Veldu ABB Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Vió erum við símann til kl. 22 í kvöld. Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri XCO hf.. innflutn- ingur og útflutningur: „Ég hef stjórnað inn- og útflutningsfyrir- tæki í 15 ár og hef reynt hve það er mikilvægt að hafa fjölhæft og lipurt starfsfólk til að leysa þau víðtæku verk- efni sem fyrir liggja þar sem skjót og örugg vinnubrögð skipta miklu. Reynsla mín er sú að það er afar erfitt að fá fólk með slíka starfsreynslu. í fyrirtækinu eru tölvur mikið notaðar t.d. við tollskýrslugerð og við margvisleg önnur verkefni. Fyrir ári réði ég til starfa nýútskrifaðan skrifstofutækni frá Tölvufræðslunni og ég sé ekki eftir því. Reynsla mín af þessum starfsmanni er í einu orði sagt frábær og ég mæli ein- dregið með því að atvinnurekendur nýti sér menntun og færni þessa fólks. Tölvufræðslan Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? í Kringlunni Einstök sýning á bjórkollum gerðum í Listasmiðju Glits með myndskreytingum eftir Hring Jóhannesson og Höfðabakka 9 Sími 685411 Sjávarútvegsráðherrar EB: Samið skal um veiði- heimildir við Sovétmenn Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Moryunblaðsins. Á FUNDI sjávarútvegsráðherra Evrópubandalagsins f sfðustu viku var samþykkt að leita eftir samn- ingum við Sovétríkin um veiði- Konrad Lorenz heimildir f Eystrasalti. Jafiiframt samþykktu ráðherrarnir að kaupa 4.000 tonna viðbótarkvóta af þorski af Grænlendingum fyrir sem svarar 58 milfjónir fsl. króna. Svo sem við var búist voru mjög skiptar skoðanir um samninga við Sovétmenn. Það eru fyrst og fremst Þjóðveijar og Danir sem vilja að unnið verði að því að semja um veiði- heimildir fyrir flota þessara ríkja á næstunni. Aðrar þjóðir vilja fara varlega í sakimar vegna stjóm- málalegrar þýðingar allra sámskipta við Sovétríkin. Framkvæmdastjóm- inni var falið að leita samninga og bjóða veiðiheimildir, peninga eða tækniaðstoð sem skiptimynt. Á fundinum samþykktu ráðherr- amir innflutningsheimildir fyrir nokkrar tegundir sjávarafurða á lækkuðum tollum. Þar skipta mestu heimildir fyrir 49 þúsund tonn af saltfíski á 6% tolli sem annars er 13%, sömuleiðis var heimilað að flytja inn 500 tonn af söltuðum flökum á 10% tolli sem ella er 20% og 400 Nóbelshafínn Konrad Lor- enz látinn Grænlenska alþýðusambandið: tonn af söltuðum ufsaflökum á 10% tolli en tollur á þeirri vörategund er annars 16%. Ráðherramir fjölluðu um hug- myndir framkvæmdastjómarinnar um sameiginlegt fískveiðieftirlit á vegum EB. Um þetta atriði eru skipt- ar skoðanir og í grófum dráttum em efnaðri ríkin í norðanverðu bandalag- inu þeirrar skoðunar að eftirlitið sé og eigi að vera á ábyrgð aðildarríkj- anna. Fátækari ríkin telja sér ekki fært að standa undir þeim útgjöldum, sem virkt eftirlit krefst. Tillögumar voru ekki til afgreiðslu þar sem Evr- ópuþingið hefur ekki flallað um þær enn sem komið er. Veiðiheimildir japanskra skipa við Portúgal vom framlengdar um þijá mánuði en þær renna út í vor. Þessar heimildir byggjast á samningi á milli Japana og Portúgala sem kveður á um tún- fiskveiðar japanskra skipa við strendur Portúgals í skiptum fyrir tækniaðstoð. Jafnframt samþykktu ráðherramir umræðulaust að fram- lengja fískveiðisamninginn við Bandaríkin um tvö ár. Vín. Reuter. Austurriski visindamaðurinn, rithöfiindurinn og nóbelsverð- launahafinn Konrad Lorenz, sem kunnur var fyrir rannsóknir sínar á atferli dýra, lést í gær 85 ára að aldri. Áhugi Lorenz á dýram vaknaði snemma og strax um flmm ára aldur var hann farinn að gefa háttemi þeirra góðan gaum. Lagði hann síðar stund á læknisfræði, dýrafræði og sálfræði og 1973 hlaut hann nóbels- verðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði ásamt tveimur öðmm vísindamönn- um. Lagði hann ávallt mikla áherslu á, að til að skilja mannlegt háttemi væri nauðsynlegt að skilja atferli dýranna. Um tíma var Lorenz gagnrýndur harðlega fyrir að hafa aðhyllst kyn- þáttakenningar nasista en í grein eftir hann árið 1940 segir meðal annars, að „vanþroska undirmálslýð- ur“ gætí mengað og eyðilagt „hina heilbrigðu þjóðarsál". „Ég iðrast þessara orða... ég er vissulega ann- arrar skoðunar nú,“ sagði Lorenz þegar hann tók við nóbelsverðlaun- unum. Danskur dómari rann- sakar flárreiðurnar Nuuk. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FORSÆTISNEFND grænlenska landsþingsins hefur ákveðið að láta sérstakan. 'danskan rannsóknardómara kanna fasteignakaup græn- lenska alþýðusambandsins, SIK. Sami aðili á einnig að athuga hvernig afskiptum landsþingsins og heimastjórnarinnar af þessum viðskiptum hafi verið háttað. JOHAN AT RONNING HF Heimastjómin og fjárhagsnefnd þingsins veittu í janúar 24,3 milljón- um danskra króna (170 milljónum ísl.kr.) til kaupa á fasteignum SIK. Markmiðið var að koma í veg fyrir að SIK, sem skuldaði 35 milljónir d.kr., yrði úrskurðað gjaldþrota. Stjómin lét féð af hendi rakna vegna þess að hún bar siðferðislega ábyrgð á hluta flárhagsvanda SIK eins og Jonathan Motzfeldt, formaður heimastjómarinnar, hefur orðað það. Árið 1986 tók þingið stefnumark- andi ákvörðun um að koma á kerfi atvinnuleysisbóta og skyldi SIK sjá um rekstur kerfisins. SIK byggði því fjölda skrifstofuhúsa en síðar breyttu þingmenn um skoðun og SIK sat eftir með byggingar sem sambandið gat ekki greitt fyrir og heldur ekki selt. Sumir þingmenn telja að SIK hafi verið varað við og beri því ekki að fá aðstoð. Sundaborg 15-104 Reykjavík Bladid sem þú vaknar vid! smsmmKM I TAKT VIÐ TIMANN BJÓRKOLLUSÝNING í blómouol Borgartún 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.