Morgunblaðið - 19.04.1989, Side 35

Morgunblaðið - 19.04.1989, Side 35
P* íítj QAtl 'JJft'MI Y rt!Cí,A.J!HHUnaOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1989 JþS 35 Minninff: Ágústa Sigurðardóttir fyrrv. matráðskona Fædd 2. apríl 1920 Dáin 7. apríl 1989 í dag_ verður jarðsungin frá Nes- kirkju Ágústa Sigurðardóttir, fyrr- um matráðskona á Borgarspítalan- um. Hún hafði átt við nokkra van- heilsu að stríða undanfarið, en engu að síður kom kallið óvænt. Ágústa fæddist í Borgarholti í Biskupstungum 2. apríl 1920 og var því nýorðin 69 ára er hún lést. Hún var önnur í röðinni af sjö börnum þeirra hjóna Kristínar Guðmunds- dóttur frá Tjörn og Sigurðar Guðna- sonar frá Holtakoti í Biskupstung- um. Sigurður og Kristín hófu búskap í Borgarholti árið 1918 en fluttu árið 1922 til Reykjavíkur. Sigurður stundaði almenna verkamannavinnu í Reykjavík. Hann gegndi for- mennsku í Verkamannafélaginu Dagsbrún 1942 til 1954 og sat á Alþingi 1942 til 1956. Þegar verkamannabústaðirnir við Hringbraut voru byggðir, fluttu þau hjónin þangað og bjuggu þar alla sína tíð. Þannig varð hún Ágústa vesturbæingur og hélt áfram að vera það fram í fingurgóma á meðan hún lifði. Við kölluðum hana oft í gríni „hreppstjórann í vesturbænum". í vesturbænum var allt fallegra og betra en annars staðar í Reykjavík. Þar voru túnin grænni og trén hærri og stundum þegar við töluðum sam- an í síma og ég kvartaði yfir ótíð í hlíðunum, þá brást það ekki að það var glaðasólskin og blankalogn fyrir vestan læk. Ágústa giftist Halldóri V. Páls- syni prentara árið 1941. Þau eignuð- ust einn son, Pál, flugmann. Þau byggðu sér hús á Hagamel 14. Ágústa lét ekki sitt eftir liggja í fjár- öflun til húsbyggingarinnar. Hún fékk margar hugmyndir og fram- kvæmdi þær flestar. Þau gáfu út bók með krosssaumsmynstrum og matreiðslubók, en mikill skortur var á slíku á stríðsárunum og seldist allt jafnhraðan. Hún vann mikið með manni sínum í prentverkinu allan þeirra búskap, en þau slitu sam- vistum árið 1963. Halldór lést ári síðar. Ég hef stiklað á stóru í lífshlaupi Ágústu, en árið 1979 kynntist ég henni er við sonur hennar hófum búskap saman. Hún tók mér strax sem dóttur sinni og fór ávallt vel á með okkur. Ég dáðist mikið að því hvað hún var glæsileg á götu, hnar- reist og hressileg í göngulagi, eins og þvítug manneskja. Á þessum tíu árum sem mér hlotn- aðist að vera samvistum við hana hefur svo margt skemmtilegt gerst. Minningarnar standa mér fyrir hug- skotssjónum hver á eftir annarri. Allar stórhátíðir, þar sem hún var mætt í eldhúsið að leggja blessun sína yfir matargerðina. Spenningur- inn að opna gjafir frá henni sem alltaf voru jafn höfðinglegar og hún sjálf. Sumarferðirnar á Barðaströnd- ina í beijatínslu, þar vakti hún okk- ur á hverjum morgni með einhveiju nýbökuðu góðgæti og dekraði við ökkur af lífi og sál. Eg gæti haldið svona áfram endalaust. Það verður erfítt að fylla í skarðið eftir hana. Ég hef engri manneskju kynnst sem var jafn verklagín, fljótvirk, skipulögð og kjörkuð. Hún réðst í verkin og var búin að ljúka þeim á mettíma. Margt hef ég af henni lært á þessum árum, því hún bað mig stöku sinnum að hjálpa sér við að smyija brauð eða eitthvað annað sem hún var að gera fyrir aðra. Þær eru óteljandi veislurnar sem hún hefur undirbúið fyrir ættingja, vini og kunningja í gegnum árin og eiga margir henni gott að gjalda. Allt þetta gerði hún fyrir utan sína fullu vinnu á Borgarspítalanum, sem hún stundaði af einstakri trú- mennsku í 20 ár. Eftir að heilsan fór að bila og tími til kominn fyrir aðra að gera eitt- hvað fyrir hana, þá átti hún svo erfitt með að þiggja. Hún var svo sjálfstæð og hafði alla tíð treyst á sjálfa sig, þannig að viðbrigðin voru mikil. Hún vildi halda áfram að vera eins og hún var, full af áhuga og krafti og ekki vera upp á aðra komin. Hennar verður saknað af okkur öllum. Það verður engin amma Ágústa til að stjórna piparköku- skreytingunum um næstu jól með barnabörnum og barnabarnabörnun- um tveimur, sem veittu henni svo mikla ánægju. Við hin verðum að halda áfram að lifa og vera henni til sóma. Fari kær vinkona í friði. Sigrún 3LOMI> HAFNARSTRÆT115, SÍMI21330 Krafisnr, krossar op~ kistuskreytingar. Sendum um allt land. Ppið kl. 9-19 virka daga •i og til_21 um helgar. VIÐ FLYTJUM Á SUMARDAGINN FYRSTA LOKAÐ Á FÖSTUDAG Húsnœðlsstofnun ríklsins og Veðdelld Landsbonko íslands flytja í nýtt húsnœði fimmtudaginn 20. apríl. Vegna flutninganna verður einnig lokað föstudaginn 21. apríl. Mónudaginn 24. apríl hefst starísemi okkar ð ný með eðlilegum hœtti. Við flyfjum að SUÐURLANDSBRAUT 24. Sfmanúmer Húsnæðisstofnunar verður ófram 69 69 00 og símanúmer Veðdeildar er einnig óbreytt, 60 60 55. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Landsbanki íslands Veödeild SAMEINADA AUGLYSINGASTOFAN SIA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.