Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUE 9. MAÍ 1989 Afinæliskveðja: Páll Agnar Páls- son yfírdýralæknir í dag 9. maí verður Páll Agnaj Pálsson, yfirdýralæknir, sjötugur. Á þessum tímamótum vil ég áma hon- um heilla og þakka ánægjulegt samstarf. Páll á að baki langan og gifturík- an feril við vísindarannsóknir og embættisstörf. Hann lagði stund á dýralæknisfræði við Dýralæknahá- skólann í Kaupmannahöfn á stríðsárunum og lauk þaðan prófi 1944 og hlaut síðan framhalds- menntun í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi í sýkla- og meinafræði húsdýra. Á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum hefur hann starfað óslitið í 41 ár, fyrst í fullu starfi sem sérfræðingur í húsdýra- sjúkdómum frá 1948 til 1956 en það ár var hann skipaður yfirdýra- læknir. Hann starfaði þó áfram í hlutastarfi á Tilraunastöðinni og eftir fráfall dr. Bjöms Sigurðssonar gegndi hann starfi forstöðumanns á Keldum 1959-1967. Samstarf okkar Páls hófst árið 1967 þegar ég tók við starfi forstöðumanns. Mér var þá vissulega vandi á hönd- um, ungum og óreyndum að taka við þessu ábyrgðarstarfi. Skipun í stöðuna var umdeild, eins og oft vill verða, og mig skorti að sjálf- sögðu sérþekkingu á dýrasjúk- dómum og margvíslegum verkefn- um, sem Tilraunastöðinni var ætlað að vinna að. Þá í upphafi og æ síðan hef ég sótt góð ráð og stuðning til Páls og það vil ég þakka nú. Sam- starf okkar hefur alltaf verið náið og hnökralaust. Vísindastörf Páls em orðin um- fangsmeiri og Qölþættari en svo, ■ að þeim verði gerð skil í þessu grein- arkomi. Af meginviðfangsefnum hans má nefna karakúlpestimar svonefndu sem hingað bámst með innfluttu sauðfé árið 1933, gama- veiki, votamæði, þurramæði og visnu auk riðuveiki, sem hefur ver- ið hér landlæg a.m.k. frá því fyrir aldamót. í samvinnu við læknana Bjöm Sigurðsson og Guðmund Gíslason og Halldór Grímsson efna- fræðing vann Páll að gmndvallarat- hugunum á eðli hinna svokölluðu Afinæiiskveðja: Áttræður er í dag, þann 9. mái, dr. med. Friðrik Einarsson fyrrum yfirlæknir skurðlækningadeildar Borgarspítalans. Er ekki að efa að margir hugsi hlýtt til hans á þessum tímamótum og er honum hér með óskað hjartanlega til hamingju með daginn. Friðrik er bóndasonur austan af landi sem hélt menntaveginn er lá um Menntaskólann á Akureyri og Háskóla íslands en síðan til Dan- merkur. í Danmörku dvaldist hann í full átta ár við nám og störf en kom heim haustið 1945Uviðurkennd- ur sérfræðingur í handlækningum og kvensjúkdómum. Síðar urðu þvagfæraskurðlækningar sérsvið hans og doktorsritgerð varði hann við Háskóla íslands 1958 er fjallaði um upphandleggsbrot. Sést best af þessu hversu víðtækrar þekkingar han aflaði sér og var hann þar vart einhamur. Alla tið hefur hann verið opinn fyrir hvers kyns nýjungum í faginu og fylgst vel með. Fleira sótti Friðrik til Danmerkur en menntunina eina því að í desem- ber 1940, nokkrum mánuðum eftir að Þjóðveijar hemámu Danmörku, kvæntist hann danskri konu, Inge- hæggengu veirusjúkdóma á fyrstu árum Tilraunastöðvarinnar. Þeim rannsóknum er enn haldið áfram á Keldum og reyndar víða um heim, og margir fleiri hafa þar lagt hönd á plóg en Páll hefur þar verið virk- ur allt frá upphafi til þessa dags. Fyrir þessar rannsóknir og fleiri er Páll þekktur ineðal vísindamanna víða um heim. Ég hef oft orðið þess áþreifanlega var, að Páll nýtur sérstakrar virðingar og álits meðal erlendra starfsbræðra og er þeim eftirminnilegur persónuleiki. Meðal annarra viðfangsefna Páls á löngum ferli má nefna rannsókn- ir á Hvanneyrarveiki í sauðfé, kregðu í lömbum, tannlosi í sauðfé, flúoreitrun í búfé af völdum eld- gosa, fjöruskjögur í lömbum og margvíslegar athuganir á efna- skorti, eitrunum og ijölmörgum smitsjúkdómum í sauðfé, nautgrip- um, svínum og hænsnum, að ógleymdum rannsóknum á heila- og mænusiggi í mönnum. Einnig hefur hann stjómað framleiðslu bóluefna við sauðijársjúkdómum á Keldum. Hann hefur komið við sögu og oft átt meginþátt í útrýmingu ýmissa sjúkdóma í húsdýrum og upprætt marga hvimleiða og hættu- lega kvilla, sem til landsins hafa borist. Sem yfirdýralæknir hefur hann staðið vörð um heilbrigði íslensks bú§ár og sýnt ýtmstu var- úð í innflutningi dýra, stundum við litla hrifningu ýmissa aðila. Við höfum starfað saman í fisksjúk- dómanefnd um langt árabil og oft fengið heldur kaldar kveðjur fyrir. Vissulega má deila um viðbrögð í vandasömum málum, en ég þekki nógu vel til starfa Páls til að geta fullyrt, að afstaða hans byggist ávallt á einlægri sannfæringu og hollustu góðs embættismanns við þá sem hann á að þjóna, almenning í landinu. Ritstörf Páls eru orðin mikil að vöxtum. Auk flölmargra vísinda- greina í alþjóðlegum tímaritum, hefur hann verið óþreytandi að skrifa fræðslugreinar fyrir bændur, dýralækna og aðra í innlend tíma- rit og handbækur. Fyrir vísinda- borg, sem_ í stríðslok fluttist með honum til íslands. Hefur þeim orðið fimm bama auðið og margra bama- bama. Ekki fékk þessi vel menntaði skurðlæknir neina aðstöðu til að stunda skurðlækningar þegar heim kom og það var ekki fyrr en 1951 sem hann komst að við Landspítal- ann. Á árunum 1951—1963 starf- aði hann við handlækningadeild Landspítalans, fyrst aðstoðarlæknir til að byija með en síðan aðstoðar- yfirlæknir. Þama komu nú í ljós kostir hans sem skurðlæknis og naut hann á þessum árum vaxandi virðingar sem einn af færastu skurðlæknum landsins. Hann reyndist einnig hinn mesti fullhugi utan skurðstofunnar og er hér átt við hin fjölmörgu frækilegu sjúkra- flug sem hann tók þátt í bæði innan- lands og til Grænlands, oft með vini sínum Bimi heitnum Pálssyni flugmanni. Haustið 1963 var dr. Friðrik ráð- inn yfirlæknir skurðlækningadeild- ar Borgarspítalans. Enn var að vísu langt í það að spítalinn opnaði en hér gafst tækifæri til að hafa hönd í bagga með öllum undirbúningi, störf hefur hann verið sæmdur nafnbót heiðursdoktors við Dýra- læknaháskólana í Kaupmannahöfn og Osló og læknadeild Háskóla ís- lands auk annarra viðurkenninga. Þó að Páll hafi verð mikilvirkur við embættisstörf og vísindastörf er hann vel að sér í sögu og bók- menntum og smekkmaður á fagrar listir. Engin þekki ég, sem betur kann að umgangast höfðingja jafnt sem almenning. Hann hefur yndi af góðum hestum og þá fáu daga, sem hann hefur tekið sér frí frá því ég kynntist honum, notaði hann oftast til ferðalaga á hestum um öræfí landsins í hópi góðra félaga. Kona Páls er Kirsten Henriksen, dýralæknir, en þau munu hafa kynnst á námsáranum í Kaup- mannahöfn. Kirsten er einstök myndar- og sómakona. Heimsókn á heimili þeirra hjóna verða hveijum manni ógleymanleg vegna höfð- ingsskapar þeirra og þess einstæða andrúmslofts gestrisni og hlýju, sem þau skapa. Ég áma Páli og fjölskyldu hans allra heilla og vonast til þess, að við samstarfsmenn á Keldum meg- um njóta starfskrafta hans og holl- ráða meðan honum endist þrek. Guðmundur Pétursson Það mun hafa verið á miðjum sólmánuði fyrir liðlega 30 áram að undirritaður hélt norður á Kjöl, þar sem til stóð að vera við fjárvörzlu um sumarið. Er í Þjófadali kom var veður eins og það getur fegurst verið, sólskin og stafa logn. Var þar þá fyrir hópur fólks með hesta innréttingum, verkfæra- og tækja- kaupum, ráðningu starfsfólks og fleira. Til alls var vandað, allt skyldi vera sem best. En opnunin dróst og líklega hefur það verið lang- þráður dagur sem loks rann upp þann 24. september 1968 er fyrsti uppskurðurinn var gerður. Þegar undirritaður kom til starfa við spítalann á miðju ári 1970 var allt í fullum gangi. Ellefu hundrað uppskurðir höfðu verið gerðir árið áður og nú stefndi í fleiri. Undirrit- uðum þótti mikið til yfirlæknisins koma. Morgunfundir skyldu byija, ekki á mínútunni átta heldur á sek- úndunni og var eins gott að stilla klukkur saman. Þá vora tilsvör hans oft skemmtileg og hnyttin eins sína í áningarstað. Þóttist ég þar þekkja Pál yfirdýralækni, en hann hafði það fyrir sið sumar eftir sum- ar að fara með konu sinni og vinum í hestaferðalag og að ég hygg oft- ast inn á hálendið. Var þá ekki verið með bíl í eftirdragi, heldur búið upp á hestana að gömlum sið. Var þessi hópur, að hans eigin sögn, samstilltur og naut þessara ferða- laga í ríkum mæli. Það var ekki fyrr en mörgum áram síðar, að ég kynntist Páli, var það á fundum Dýralæknafélagsins. Enginn málskrafsmaður er Páll, en allra manna fljótastur að átta sig á flóknum málum og greina kjarn- ann frá hisminu. Þess vegna vega orð hans þungt, enda málflutningur allur sannfærandi. Auk vanda- samra embættisstarfa hefur Páll stundað merk vísindastörf og skrif- að fyölda greina í innlend og erlend vísindarit. Fyrir það hefur hann fengið margvíslega viðurkenningu. Hefur hann verið sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við tvo þekkta há- skóla á Norðurlöndum; við Kaup- mannahafnarháskóla og við háskól- ann í Ósló. Ennfremur má minna á Ásu Wright-verðlaunin, sem mikill heiður þykir að hlotnast. Þegar á hefur legið hefur Páll verið kallaður til að veita Tilraunastöð háskólans á Keldum forystu og munu þau verða orðin æði mörg árin sem hann hefur staðið þar við stjóm- völinn. Páll er mikill áhugamaður um hestamennsku og hrossarækt, og hefur lagt þeim málum lið. Hann hefur meðal annars setið í stjóm Landssambands hestamannafélaga og var áram saman fulltrúi Fáks á þingum þess. Þegar ég kom af Kili um haustið hafði Páll samband við mig og spurði hvort ég hefði tíma til að fara út á land áður en skólinn byij- aði til að fylgjast með slátran og skoða kjöt. Varð úr að ég fór. Gæti ég trúað, að það hafi ekki verið í eina skiptið, sem tvísýnt var um þekkingu þess sem Páll var að setja í hin ýmsu störf. Hins vegar er víst að þarna öðlaðist maður dýrmæta reynslu. Hugmyndin með þessum fáu línum er að flytja Páli, konu hans Kirsten og fjölskyldu allri, árnaðar- óskir í tilefni þessara tímamóta á ævi hans. Gunnl. Skúlason í dag, þriðjudaginn 9. maí 1989, er Páll Agnar Pálsson yfirdýra- og margirþekkja. Aðgerðarlýsingar gátu verið býsna sérstæðar, saman- ber æxlið í blöðranni sem var á stærð við grænjaxl í 9. viku sum- ars. Hér miðaði doktorinn augsýni- lega við beijasprettu á Austurlandi í brekkunum upp af Hafranesi, æskuheimilinu við Reyðarfjörð. Á fyrstu áranum eftir að Borg- arspítalinn opnaði hygg ég að dr. Friðrik hafi verið á hátindi starfs- ferils síns. Fráneygur haukur á snös, vakinn og sofinn í að koma spítalanum og deild sinn áfram og vildi veg hvora tveggja sem mest- an. Honum varð einnig mikið ágengt. Uppskurðum fyölgaði og urðu fjölbreyttari, biðlistar styttust og nýjar sérgreinar komu inn. Hér ber sérstaklega að nefna heila- skurðlækningamar en áður en þær hófust við Borgarspítalann þurftu a.m.k. sextíu sjúklingar að fara utan árlega í þessar aðgerðir. Dr. Friðrik var dósent í_ hand- læknisfræði við Háskóla íslands 1959—1976 og stundakennari í nokkur ár þar á undan. Hann hefur því kennt fjölmörgum þeirra lækna sem nú starfa í landinu, þar á með- al undirrituðum, og gerði það vel. Heiðursfélagi er hann bæði í Skurð- læknafélagi íslands og Skurð- læknasamtökum Norðurlanda. í júní 1977 lét Friðrik af yfír- læknisstarfi við skurðlækninga- deildina. Fjögur síðustu árin notaði hann sumarleyfi sín til að leysa af lækna á ýmsum stöðum á Græn- landi. Haustið 1977 tók hann að sér yfiramsjón með nýrri sjúkra- og endurhæfingadeild fyrir aldraða í Hafnarbúðum sem rekin var á Friðrik Einarsson fV. yfírlæknir læknir, sjötugur. Ekki verður annað sagt en að hann beri þennan aldur vel bæði með reisn og virðuleik, þrátt fyrir harða baráttu við lífshættulegan sjúkdóm síðustu misserin og þótt mikið hafi á hann reynt í annasömu og viðkvæmum starfí. Maður er óvenjulega vel gerður til líkama og sálar. Hann ar afkastamaður og yfirburða fræðimaður á sviði dýrasjúkdóma og þekking hans í þeim efnum er viðurkennd og metin víða um lönd. Með staðfestu sinni, fyrirhyggju og þekkingu hefur hann stýrt á farsæl- an hátt vörnum gegn innflutningi dýrasjúkdóma til landsins og bar- áttu gegn sjúkdómum og kvillum í búfé hér á landi. Hann hefur ævin- lega borið velferð dýranna fyrir bijósti og ekki síður hugsað um hag heildarinnar, bænda og búijáreig- enda en hag sinn og starfsbræðra sinna. Neytendur landbúnaðarvara hér á landi mega þakka Páli Agn- ari fyrirhyuggju hans. Hann hefur oft og einatt staðið eins og klettur gegn mikilli ásókn í notkun lyfja og íblöndun efna í fóður dýra, sem sjálfsagt hefur þótt erlendis, en reynst varasamt og stundum skað- legt heilsu manna þegar frá hefur liðið. Ég hefi átt því láni að fagna að vera samastarfsmaður Páls Agnars í aldarfjórðung og hef því kynnst honum allnáðið. Það tímabil hefur verið lærdómsríkt og gefandi fyrir mig að öllu leyti. Kona Páls Agn- ars, Kirsten Henriksen er öndvegis- kona og höfðingi. Hún er dýralækn- ir eins og hann ^og hefur allan tímann staðið við hlið hans, styrkt hann í einu og öllu og unnið með honum nauðsynleg störf við yfir- dýralæknisembættið án sérstakra launa frá hinu opinbera. Sökum aðstæðna get ég ekki að sinni haft þessi orð annað en af- mæliskjveðju á þessum degi og heillaósk til hjónanna á Sóleyjar- götu 7. Ég vona að við megum njóta hollráða Páls Agnars og reynslu þeirra beggja í mörg ókomin ár. Sigurður Sigurðsson Páll kom frá útlöndum eftir starf og nám árið 1948. í þessari af- mæliskveðju ætla ég að lýsa í fáum orðum hvemig aðkoman var og hvemig starfið á Keldum þróaðist fyrsta_ áratugin sem Páll starfaði þar. Á þeim tíma sem liðið hefur síðan hefur ekki mátt slaka á klónni. Allt hefur þetta verið stans- laus barátta við sjúkdómana til vegum skurðlækningadeildarinnar og gegndi því í nokkur ár. Þetta starf var allt öðra vísi en þau sem hann hafði haft fram að þessu en hann gegndi því með stakri prýði enda áhugasamur um málefni aldr- aðra og þá þegar virkur félagi í samtökum þeirra. Enn langar mig til að nefna eitt áhugamál dr. Friðriks, sem ekki kemur þó læknisfræðinni beinlínis við, en það er garðræktin og einkum tijáræktin. Ekki veit ég hvort hon- um er þetta í blóð borið eða hvort hér koma til áhrif hinnar góðu konu hans, sem á sínum tíma yfirgaf land grænna skóga og fylgdi honum hingað upp á skerið. En garðar þeirra bæði í Hamrahlíðinni og Hvassaleitinu vöktu sérstaka at- hygli vegna fegurðar og grósku. Og nú þegar þau hafa ekki lengur lóð við heimili sitt hafa þau keypt sér landskika uppi í Mosfellssveit og stunda þar tijárækt. Já, kæri Friðrik, þú er áttræður í dag en lætur lítt deigan síga. Mér er sagt að þú sért mikilvirkur í fé- lagi velunnara Borgarspítalans og varst þar í stjórn síðast þegar ég frétti. Og ekki ertu flugþreyttari en svo að þú kemur nær vikulega upp á spítala til að spyija frétta og fylgjast með, ætíð aufúsugestur. Ég óska þér enn einu sinni til ham- ingju með daginn og nú fyrir hönd skurðlækningadeildarinnar og starfsfólks á skurðstofugangi sem man þig og virðir. Lifðu heill. Gunnar Gunnlaugsson. Friðrik og kona hans Ingeborg era erlendis um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.