Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐE) ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 13 (Sá, sem staðfastur er til enda) en til samans eru þessir kaflar með feg- urstu þáttum verksins. Elia var sundinn af Andreas Schmidt og var söngur hans há- punktur verksins og trúlega fáir sem geta flutt hlutverk Elia af jafn sterkri innlifun og listfengi og þessi ungi söngsnillingur, hvort sem hann túlk- aði þrumandi reiðilestur spámanns- ins, eins og í fyrri hluta verksins eða innilega auðmýkt hans gagnvart Guði og traust á almætti hans. Silvia Hermann og Ursula Kunz sungu mjög vel og einnig Inga J. Backmann, sem fór með hlutverk drengsins í 19. atriði. Tenorsöngvari sá sem tilgreindur er i efnisskrá for- fallaðist á síðustu stundu en í hans stað kom Aldo Baldin og söng, án þess að fá nokkra æfingu með hljóm- sveitinni, aldeilis frábærlega vel. All- ir einsöngvaramir voru einstaklega. góðir og ekki oft sem getur að heyra svona samstæðan og góðan hóp ein- söngvara, þrátt fyrir að samvinnan við undirbúninginn væri í styttra lagi. Sinfóníuhljómsveit íslands lék ágætlega þó málmblásarar og sér- staklega túban, mættu leika aðeins veikar, þar sem hljómsvar kirkjunn- ar, er einum of hagstætt fyrir þá. í heild voru tónleikamir frábærir og eins og fyrr segir, mikill sigur fyrir orgelleikara kirkjunnar, Hörð Áskelsson og kór hans, Mótettukór Hallgrímskirkju, svo og Listvinafélag kirkjunnar, sem trúlega mun með starfi sínu örva kirkjuyfirvöld til að sinna listastarfi innan kirkjunnar, meir en verið hefur og kosta þar til einhveijum fjármunum og eins og Ambrósius kirkjufaðir sagði, „laða að unga sem aldna“, bæði til að vinna við og njóta góðrar listar. Stálgrindahúsin frá Héðni eru þekkt fyrir hag- kvæmni og traust. Þau má sjá víða um land og þjóna þarfjölbreyttri atvinnustarfsemi svo sem: FISKVERKUN, IÐNAÐI, LAGER, FISKELDI.LOÐDÝRARÆKT, einnig sem GRIPAHÚS ogHLÖÐUR. Burðarammar úr sandblásnu og ryðvörðu gæðastáli eru afgreiddir í stöðluðum breiddum en lengdir eftir þörfum. Húsin eru klædd með GARÐASTÁLI sem fæst í mismunandi prófílum og fjölbreyttum lit- um. Einnig er hægt að velja mismunandi hurðir. Greinagóðar teikningar og upplýsingar um boltasetningu ofl. fylgja húsunum. Auðveldar það alla uppsetningu og frágang. Starfsmenn sölu- og tæknideildar eru ávallt reiðubúnir að veita ráðgjöf og skila kostnaðar- áætlun eða tilboði ef óskað er = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐAB/E SlMAR 52000 OG 54230 (beint innval) BYGGD ÁHAGKVÆMNI! SUMARBOD OPUS 20 TOMMU LITSJÓNVARP OG FULLKOMIÐ VHSHQ MYNDBANDS- TÆKI FYRIR AÐEINS 59.900 STGR. ÓTRÚLEGT EN SATT ÞETTA ER TILBOÐ SEM EKKERT SLÆR ÚT. LÁTUM HENDUR STANDA FRAM ÚR ERMUM, TAKMARKAÐ MAGN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.