Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 48
, Morgunblaðið/RAX A sjúkrastofunni: Sjúklingurinn, Kristrún Guðmundsdóttir, móðir hennar, Guðfinna Magnúsdóttir, og María Skaftadóttir, „uppáhalds- hjúkka“ Kristrúnar. Hlaut bata með ræktaðri húð ÞRIGGJA ára gömul stúlka, Kristrún Guðmundsdóttir, sem lögð var inn á Landakotsspítala milli heims og helju, hefur fyr- ir tilstilli nýrrar meðferðar náð bata á tuttugu dögum þar sem 6 til 8 vikur hefðu fram til þessa þótt eðlilegur batatími. Krist- rún fékk alvarlega heilahimnu- bólgu og drep i húðblæðingar í kjölfarið, þannig að um 40% af líkama hennar varð eitt flak- andi sár. Ekki var hægt að taka húð af heilbrigðum líkamshlutum stúlk- unnar til að græða sárin en þess í stað var lítið húðsýni tekið og sent til Stokkhólms til ræktunar. Sýnið var 6 fersentimetrar en til baka komu 2.700 fersentimetrar af húð sem grædd var á barnið. Þetta er í fýrsta skipti sem slík aðgerð er gerð hér á landi, en aðferðin var fyrst reynd í Boston árið 1981. Þremur árum síðar voru höfundar he'nnar sæmdir Nóbelsverðlaununum í læknis- fræði. Sjá: „Ræktun húðsýnis flýtti bata ...“ á bls. 27. “Slitnað upp úr viðræðum rík- isins og BHMR í annað sinn Sáttasemjari kannar hug- manna í dag UPP úr samningaviðræðum Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna og stjórnvalda slitnaði í gærkveldi, eftir samningalotu sem stóð linnulítið alla helgina. Sljórnvöld lögðu fram hugmynd að kjarasamningi til þriggja ára á laugardagsmorguninn, sem unn- ið var að um helgina, en samninganefiid BHMR hafhaði í gær að væri samningsgrundvöllur. Þetta er í annað skipti sem slitnar upp —úr viðræðum aðila. í fyrra skiptið voru ekki haldnir fundir í níu sólarhringa, en verkfall félaga BHMR hefur nú staðið í meira en mánuð. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, segir að miðað við óbreytta afstöðu beggja aðila sé ekki nokkur ástæða að boða til fundar, en hann muni í dag hafa samband við báða aðila. Sátta- semjari er skyldugur til að boða til fundar innan 14 daga. Hann segist reiðubúinn að boða til fundar verði einhver breyting á eða annar hvor aðila óski þess. Ríkisstjórnin mun ræða stöðuna í kjara- deilunni á fiindi sínum í dag. síðast komu fram og engar aðrar. Krafa þeirra væri áfram að fá á þriggja ára samningstíma leiðrétt- ingu á launum tii samræmis við háskólamenn á almennum mark- aði. Menntamálaráðherra hefur boð- að skólameistara framhaldsskól- anna til fundar við sig í dag. Eftir það munu fulltrúar Félags fram- haldsskólanema koma á fund ráð- herra og verða þar ákvarðanir um færar leiðir í stöðunni tilkynntar. Sjá fréttir og viðtöl á bls. 4 og 47. ísleið hf. flytur inn smjörlíki ÍSLEIÐ hf. hefur fengið leyfi viðskiptaráðuneytisins til að flytja inn 20 tonn af smjörlíki frá Hollandi. Smjörlíkið er keypt gegnum bresku matvörukeðjuna Tesco en kemur hingað til lands beint frá Hollandi. Að sögn Péturs Júlíussonar, framkvæmdastjóra ísleiðar eru kaupin gerð til að gefa öllum mat- vöruverslunum tækifæri á að selja innflutt smjörlíki og er ætlunin að selja það mjög ódýrt. Áður hafa Hagkaup og KRON fengið leyfi til að flytja inn smjörlíki. Pétur sagði að ísleið hefði fengið hlutdeild í innkaupasamningi Tesco frá Hol- landi. Kvaðst hann eiga von á að smjörlíkið yrði selt á hálfvirði miðað við innlenda framleiðslu. Þá væri ætlunin að flytja síðar inn smjörlíki frá bandarísku matvörukeðjunni Safeway. Hægt að fá símaskrána innbundna DREIFING nýrrar símaskrá hefet eftir um það bil hálfan mánuð. Þá verður öllum símanúmerum á símsvæði 95, Norðurlandi vestra, breytt í fimm stafa númer en þau hafa verið ijögurra stafa. Þá verð- ur nú hægt að fá símaskrána inn- bundna. Eftir útkomu nýju skrárinnar verður fjögurra stafa símanúmer ein- göngu að finna á Vestfjörðum, á símsvæði 94. Að sögn Ágústs Geirs- sonar, ritstjóra símaskrárinnar, er stefnt að því að öll númer á landinu verði fimm eða sex stafa. Tilgangur- inn sé að íjölga mögulegum númer- um. í fjögurra stafa númerakerfi sé ekki hægt að hafa fleiri en 10.000 númer. Á Reykjavíkursvæðinu séu númer nú orðin 75.000, en í fimm stafa kerfi sé möguleiki á aðeins 100.000 númerum. Ekki nýtist öll númer, til dæmis sé ekki hægt að nota númer sem byiji á 9 og á höfuð- borgarsvæðinu fari upphafsstafir númera eftir hverfum. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sem tók sjálfur þátt í viðræðunum um helgina, segir að hugmyndin að þriggja ára samningi feli í sér upptöku nýs launakerfis, sem grundvallist á menntun og ábyrgð og tryggingar væru fyrir því að þetta skilaði ákveðnum áfangahækkunum. Jafnframt hefði hann sett fram hugmyndir um nýjan og öflugan sjóð, sem veija ætti til þess að fjár- magna ýmis réttinda- og aðbúnað- armál háskólamanna og launaliði sem meðal annars tækju mið af samningum háskólakennara. „Ég vonast til þess að hinir fjölmörgu félagsmenn BHMR kynni sér hvað fólst í þessari sameiginlegu hug- myndasmíð, sem við vorum tilbúin að gera að samningi," sagði Ólafur Ragnar. Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags og varaformaður BHMR, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með af- stöðu samninganefndar ríkisins. Það hefði verið samdóma álit allra í samninganefnd BHMR að halda viðræðum áfram, en þau hefðu ekki getað gengið að því að ræða einungis þær hugmyndir sem Dagsbrún og VR samþykktu samningana KJARASAMNINGARNIR voru samþykktir á félagsfundum hjá Dagsbrún og VR í gær, með mikl- um meirihluta hjá VR en tölu- verðri andstöðu hjá Dagsbrún. Verkamannafélagið Dagsbrún samþykkti nýgerða kjarasamninga við vinnuveitendur á almennum fé- lagsfundi í Bíóborginni um miðjan dag í gær. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 347, nei 221, auðir seðlar voru 14 og ógildir 9. Samtals greiddu 591 atkvæði. Verslunarmannafélag Reykjavík- ur hélt fund um samningana í gær- kvöldi. Atkvæðagreiðslan var leyni- leg og greiddu 245 félagsmenn at- kvæði. Samþykkir voru 209, 27 á móti, en 9 atkvæðaseðlar voru auðir. Atkvæðaseðlunum safiiað saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.