Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNIILÍF ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 > Tölvur Samofíð Samráð með Tryggingar öllum Hyundal-tölvum TÆKNIVAL sem er söluaðili s-kórönsku Hyundai tölvanna hér á landi, hefur nú gengið frá samningum við Víkurhugbúnað um að dreifa með Hyundai-tölvunum samofhum hugbúnaðarpakka sem Víkurhugbúnaður hefur þróað og nefnist Samráð. í þessum hug- búnaði er þannig samofin ritvinnsla, gagnagrunnur, töflureiknir, samskiptaforrit og tímaskrá. 100 Erlendur segir að ákvæði um bann við að vátryggja erlendis nema með undanþágu hafi verið sett inn í lögin á síðustu stundu. Þá hafi fyrirtæki verið að leita erlendis með tryggingar og á þeim tíma talið rétt að takmarka það. „Það má segja að í ákaflega mörg- um tiivikum sé það heppilegra að menn geti tryggt sig hérna heima. Ef kemur til tjóns getur verið er- fitt að þurfa að leita til erlendra tryggingafélaga og sækja bætur í flóknum málum.“ Erlendur sagði aðspurður um iðgjöld af líftryggingum hér og erlendis að á mjög erfitt væri að gera slíkan samanburð því félögin væru lítil hér á landi og kostnaður mikill. Erlendis væri áhættudreif- ingin meiri hjá stórum félögum og hægt að bjóða lægri iðgjöld. HYUNDAI — Starfsmenn Tæknivals við nýju Hyundai-tölv- urnar frá S-Kóreu, og frá undirritun samninga milli forsvarsmanna Tæknivals og Víkurhugbúnaðar um dreifingu á Samráði með tölvunum. Láttu KONICA FAX 100 létta af þér áhyggjunum í erli viðskiptalífsins. Við veitum fúslega allar upplýsingar ef þú hringir og sýnum þér hvernig K0NICA FAX 100 vinnur, ef þú kemur. Aðeins kr. 75.900 stgr. Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Seðlar ogmynt í umferðjuk- ustum 18,8% á síðasta ári í ÁRSLOK voru seðlar og mynt í umferð 2.954,9 millj- ónir króna og höfðu aukist um 18,8% á árinu. Árið áður var aukningin 31,1% og 1986 40,4%. f yfirliti yfir seðla- magn í umferð í ársskýrslu Seðlabankans kemur fram að hlutdeild 5000 þúsund króna seðla var 58% af sam- anlagðri flárhæð seðla en hlutdeild 100 króna seðla 7,3%. Hvað fjölda snertir voru 100 króna seðlar hins vegar 58% seðla í umferð eða um 2 milljónir styklqa. Í ársskýrslu Seðlabankans kemur ennfremur fram að á árinu voru prentaðir hjá Thom- as De La Rue, London, seðlar fyrir 24,2 milljónir króna. Prentuð voru 7,5 milljón stykki af 100 króna seðlum og 2 millj- ón stykki 500 króna seðla auk þess sem hafin var prentun á 3 milljón stykkjum af 1000 króna seðlum. Hjá Royal mynt í London var slegin mynt fyrir 7,3 milljónir króna þ.e. 2,5 milljón stykki 1 króna myntar og 2 milljón stykki 50 milljón króna myntar. Þá er þess getið að í framleiðslu er 1 króna mynt úr nikkelhúðuðu stáli í stað kopar/nikkels sem von er á í umferð. Útlit og stærð nýju krónunnar verður að öllu leyti óbreytt frá því sem nú er en hún er aðeins léttari eða 4 grömm í stað 4,5 gramma áð- ur. Hún er hins vegar mun ódýrari í framleiðslu og kostar kr. 1,15 miðað við gengi sterl- ingspunds 30. desember en væri um 40% dýrari með óbreyttu málminnihaldi. SKRIFSTOFUVELAR H.F. Tæknival fékk söluumboðið fyr- ir Hyundai-tölvurnar hér á landi fyrir nokkru en þær eru ættaðar frá samnefndu risafyrirtæki í S- Kóreu, sem nú er talið meðal 25 stærstu fyrirtækja heims og fram- leiðir nánast allt milli himins og jarðar, en er ef til vill þekktast á vesturlöndum fyrir bifreiðar sínar. Fyrir um sex árum var stofnuð rafeinda- og raftæknideild við fyr- irtækið sem framleiðir fyrrnefndar tölvur og hefur orðið vel ágengt með markaðssetningu þeirra á vesturlöndum, m.a. vegna hag- stæðs verðs. Tæknival býður Hy- undai-tölvurnar í tveimur megin gerðum hér á landi, amk. fyrst um sinn, þ.e.a.s. í XT og AT útgáf- um. Tæknival hefur verið með tölv- umar á sérstöku kynningarverði í byijun og eru eigendur Hyundai- tölvanna þegar orðnir milli 50 og 60 talsins. Munu þeir allir fá Sam- ráð sendan til eignar án auka- gjalds. Jafnframt mun Samráð fylgja öllum öðrum nýjum Hy- undai-tölvum án aukagreiðslu, og segir í frétt frá Tæknivali að fá- títt sé að svo viðamikill hugbúnað- ur fylgi með í vélbúnaðarkaupum. Á almennum markaði kostar Sam- ráð hugbúnaðarinn 16,500 krónur. Fram kemur að forsvarsmenn Víkurhugbúnaðar hafa látið reyna Samráð hjá mörgum aðilum og smám saman þróað hann eftir til- lögum og ábendingum notenda. Einnig hafa fyrirtæki í Banda- ríkjunum, Evrópu og Asíu fylgst grannt með þróun samráðs og er hugbúnaðurinn þegar kominn út á ensku. Eru þegar í gangi viðræður um markaðssetningu á Samráði erlendis. Sérstaka undanþágu þarf til að vátryggja erlendis ÁKVÆÐI í lögum um vátrygg- ingarstarfsemi kveða á um að óheimilt sé að vátryggja erlend- is verðmæti sem eru eignir við- komandi að einhverju eða öllu leyti án milligöngu vátrygging- arfélags sem hefur starfsleyfi á íslandi. Hægt er þó að sækja um sérstakt leyfi til þess hjá tryggingarráðherra. Alls hafa um tíu aðilar sótt um leyfi til að vátryggja erlendis frá því núgildandi lög tóku gildi árið 1978 og í öllum tilvikum fengið slíkt leyfi. Aðeins Eimskipafé- lag íslands hefiir slíkt leyfi í gildi í dag. í 22. grein laga nr. 50 frá 1978 segir að óheimilt sé að selja trygg- ingar fyrir erlend tryggingafélög sem ekki hafa starfsleyfi. í öðru KoniCc FAX Einfalt fyrirferðalítið þægilegt Telefax er án efa ein þægi tjáskiptaaðferð viðskiptalífsins. Það er eins fljótlegt og símtal, eins nákvæmt og bréf og eins einfalt og Ijósritun. legasta lagi er í gildi eftirfarandi ákvæði. „Aðilar hér á landi sem hyggjast tryggja erlendis verðmæti sem eru eign viðkomandi að einhveiju eða öllu leyti án milligöngu vátrygg- ingarfélags sem hefur starfsleyfi á Islandi samkvæmt lögum þess- um skulu sækja um leyfi til trygg- ingarmálaráðherra sem að feng- inni umsögn Tryggingaeftirlitsins getur veitt slíkt leyfí til eins árs í senn. Þeir sem samkvæmt leyfi tryggingarmálaráðherra tryggja erlendis án milligöngu íslensks tryggingafélags skulu árlega senda Tryggingaeftirlitinu skýrslu um tryggingar sínar svo sem um væri að ræða íslenskt vátrygging- arfélag. Þeir eru og gjaldskyldir til Tryggingaeftirlitsins á sama hátt og íslensk tryggingafélög." Erlendur Lárussson, forstöðumað- ur Tryggingaeftirlitsins, sagðist I samtali við Morgunblaðið telja að þetta ákvæði ætti alls ekki heima í lögunum. „Það má bæta því við að ég veit ekki til þess að hlið- stætt ákvæði sé í lögum hjá neinni annarri þjóð að Tryggingaeftirlit þurfi að hafa eftirlit með hvernig einstaklingar og fyrirtæki tryggja sínar eigur. Að mínu mati ætti það að Vera heimilt án nokkurs leyfis að vátryggja sig erlendis ef menn kærðu sig um. Eg hef margsinnis vakið athygli á þessu ákvæði og vænti þess að það verði endurskoð- að þegar lögin um vátryggingar- starfsemi verða endurskoðuð. Lög- in eru orðin gömul og það þarf að fara að huga að auknu sam- starfi við aðrar þjóðir.“ ,0:1 f i 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.