Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 29 Fjögur minnihlutaálit um húsbréfakerfíð: Mál sem á að leysa með víðtækara samkomulagí -segir í neftidaráliti Geirs H. Haarde og Eggerts Haukdals Ekki er meirihluti í félags- málanefnd neðri deildar Alþingis fyrir sameiginlegu áliti um hús- bréfafrumvarpið. Nefiidin skilar flórum „minnihlutaálitum". Þingroenn Sjálfstæðisflokks leggja til að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar til fi'ekari at- hugunar. Þá tillögu styður Alex- ander Stefánsson (F/Vl) fyrrver- andi félagsmálaráðherra. Jón Sæmundsson (A/Nv), Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk) og Jón Kristjánsson (F/Al) leggja til að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum breytingum. Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk) fellst á að greiða fyrir framgangi máls- ins, enda verði það skoðað betur í sérstakri milliþinganefhd. Ekki nægilega vel undirbúið Geir H. Haarde og Eggert Hauk- dal, þingmenn Sjálfstæðisflokks, segja í sínu áliti að húsbréfakerfið hafi ýmsa kosti og geti að mörgu leyti hentað vel hér á landi í ein- hverri mynd. Vafaatriði hafi hins- vegar ekki verið skýrð með við- hlítandi hætti. Nauðsynlegt sé „að frumvarp þetta, áhrif þess og hugs- anlegar afleiðingar séu rannsakað- ar nánar til næsta þings“. Þeir leggja til að frumvarpinu verði að svo komnu máli vísað til ríkisstjórn- arinnar. Þeir segja og að „frumarpi því sem milliþinganefndin sendi frá sér hafi verið breytt í meðförum félags- málaráðuneytisins áður en það var lagt fram á Alþingi. Var m.a. fellt niður grundvallarákvæði um að lækka kaupskyldu lífeyrissjóða á skuldabréfum Húsnæðisstófnunar, en lækkun þessarar umdeildu kaup- skyldu er að líkindum áhrifamesta leiðin til að lækka vexti á spariskír- teinum og almennt á markaðinum“. Þeir segja og „að ekkert liggi fyrir um það hver verði heildar- áhrif húsbréfakerfisins á fjár- magnsmarkaðinn í landinu og stjóm peningamála. Vitnað er til niður- stöðu Jóhanns Rúnars Björgvins- sonar, hagfræðings, þess efnis, að hið nýja kerfi „skerði verulega getu Seðlabankans til að sinna því hlut- verki í hagkerfinu sem honum er ætlað, en slík niðurstaða geti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir alla hagstjórn". Vikið er að spumingum og deil- um um vaxtabótaþáttinn: „Vaxta- bætur em óaðskiljanlegur hluti þess máls því fullir markaðsvextir hús- næðislána, eins og húsbréfakerfið byggist á, fái ekki staðist gangvart stórum hópum fólks án þess að vaxtabætur komi á móti... Ljóst er Sjávarútvegsráð- herra: Ekki líkur á hækkun fisk- verðs erlendis HALLDÓR Ásgrimsson sjáv- arútvegsráðherra sagði á AI- þingi í gær að hann teldi ekki líkur á því að fiskverð hækk- aði á erlendum mörkuðum á næstunni. Ráðherra sagði einnig að þegar efnt væri til kostnaðarhækkana innan- lands kæmi það fram á gjald- miðlinum. Sjávarútvegsráðherra sagði í umræðum um stöðu fiskvinnslu- fyrirtækja á Alþingi í gær að hann teldi ekki líkur á hærra fiskverði á erlendum mörkuðum á næstunni. Ráðherra vék einnig að nýgerðum kjarasamningum í máli sínu og sagði að öllum Islendingum mætti vera ljóst, að þegar efnt væri til kostnaðar- hækkana innanlands kæmi það fram í breytingum á gengi gjald- miðilsins. að þótt vaxtabótafrumvarpinu sé fyrst og fremst ætlað að koma til móts við hina tekjulægri og eigna- minni er opinn möguleiki fyrir menn sem eiga miklar eignir í formi hús- bréfa að fá greiddar vaxtabætur árum saman greiði þeir vexti af veðskuldabréfum. Vart getur það verið hugmyndin, en þannig er frumvárpið úr garði gert. Bent hef- ur verið á ýmsa aðra hnökra á frum- varpinu sem og ágreining um út- færslu bótanna." Þeir telja og mikilvægt að sem víðtækast samkomulag sé í þjóð- félaginu um jafn veigamikið mál, en meðal þeirra sem Iýst hafi and- stöðu við frumvarpið sé Alþýðusam- band Islands. Eðlilegt sé að fresta málinu og kanna það betur í sum- ar, t.d. í milliþinganefnd, og þess freistað að ná víðtækara samkomu- lagi um framvindu málsins. Breytingar ef nauðsyn krefúr Jón Sæmundur Sigurjónsson, Guðrún Helgadóttir og Jón Krist- jánsson leggja til að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum breytingum. í nefndaráliti þeirra segir: „Annar minnihluti vill leggja á það áherzlu að félagsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd sem hafi það verkefni að fylgjast með undirbúningi að framkvæmd lag- anna og gera, ef nauðsyn krefur, tillögur um breytingar áður en lög- in taka gildi 15. nóvember nk.“. Ahrifin á efhahagslífið Alexander Stefánsson segir í sínu áliti að frumvarpinu „fylgi engin greinargerð um áhrif húsbréfanna á fjármagnsmarkaðinn". Meðal gagnrýnisatriðs í áliti hans er að útgáfa húsbréfa geti magnað verðbólgu, ef ekki sé rétt að málum staðið. Hann telur og að sparnaðar- hneigðin í þjóðfélaginu setji hús- bréfakerfínu ákveðnar skorður, því ekki sé hægt að gefa út fleiri hús- bréf en sparnaðreftirspurn bréf- anna gefur tilefni til. Tilkoma þeirra skerði verulega getu Seðlabankans til stjórnunar á sviði efnahagsmála. Þá séu fullyrðingar um að hús- bréfakerfíð auki innri fjármögnun á fasteignamarkaðinum og lækki útborgunarhlutfall séu á misskiln- ingi byggðar. Alexandir vill vísa málinu til ríkisstjórnarinnar og skoða málið vel og vandlega með „framtíðar- lausn á húsnæðiskerfi þjóðarinnar að leiðarljósi". „Heildarendurskoðunjafii nauðsynleg“ Kristín Einarsdóttir segir í sínu áliti að „með tilliti til þess að fallist hefur verið á að endurskoða félags- lega íbúðalánakerfíð og tryggt er að aukin framlög renni til þess á þessu og næsta ári og vegna þess að færi gefst á að skoða málið bet- ur í milliþinganefnd fram til gildis- töku laganna muni ijórði minnihluti [Kvennalistinn] greiða fyrir fram- gangi málsins.“ Þar segir orðrétt: „Eins og þar kemur fram verður gert átak í byggingu félagslegra íbúða strax á þessu ári og enn frek- ar 1990. Einnig tókst samkomulag um að á næstu mánuðum fari fram endurskoðun á félagslega hluta íbúðalánakerfísins. - Eftir sem áður er þó heildarendurskoðun húsnæð- islánakefisins jafnnauðsynleg þrátt fyrir þá breytingu sem felst í hús- bréfakerfinu“. Þingnefnd og um- sagnaraðilar: Mælt með að fella niður forgang skattakrafiia Fjárhags- og viðskiptanefiid ^ neðri deildar hefúr samhljóða lagt til að frumvarp Sólveigar Péturs- dóttur (S/Rvk) — um breytingu á löguni nr. 45/1987 um stað- greiðslii opinberra gjalda — verði samþykkt. Líkur standa til að svo verði gert á þessu þingi. Frumvarpið felur það í sér að „fellt verði úr lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um virðis- aukaskatt ákvæði um forgang skattkrafna, sem lög þessi fjalla um, í þrotabúum og skuldafrágöngubú- um.“ Nær allir umsagnaraðilar mæltu með samþykkt frumvarpsins, m.a. Seðlabanki íslands, Verzlunarráð ís- lands, Samband ísl. viðskiptabanka, Lögmannafélag Islands, réttarfars- nefnd dómsmálaráðuneytis, Félag íslenzkra iðnrekenda. Réttarstaða í tryggingakerfínu: Heilsutjóii vegna mistaka í heilbrigðiskerfínu Heilbrigðis- og trygginganefiid efri deildar hefúr samhljóða mælt með samþykkt á frumvarpi Kar- vels Pálmasonar (A/Vf) um rétt sjúklinga sem bíða heilsutjón og/eða sæta örorku vegna læknis- aðgerða eða mistaka starfsfólks sjúkrastofnana. Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins lítið eitt breyttu. I til- lögu nefndarinnar er lagt til að á eftir f-lið 29. greinar laga um al- mannatryggingar (nr. 67/1971) komi nýr stafliður: „Sjúklingar sem eru til meðferðar á sjúkrastofnunum, sem starfa sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu, og heilsutjónið eða örorkan er vegna læknisaðgerða eða mistaka starfsfólks sem starfar á þessum stofnunum." Örorkubætur greiðast þó ekki ef örorkutapið er metið minna en 10%. Lögð er til svohljóðandi viðbót við 36. gr. laganna: „Þá skal með reglu- gerð ákveða árlegt framlag til að standast kostnað af bótum vegna þeirra sem um getur í f- og g-lið 29. gr.“ Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra: Baráttan við mengnn er hin nýja landhelgisbarátta í gær var efiit til utandagskrárumræðu í sameinuðu þingi um mengun í Norður-Atlantshafi og áhrif hennar á sölu íslenskra sjávarafúrða á erlendum mörkuðum. í umræðunum kom fram ótti margra þingmanna við að fréttir af mengun í norðurhöfúm gætu skaðað fisksölu íslendinga og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að baráttan við mengun í höfúnum væri hin nýja landhelgisbarátta þjóðarinnar. Árni Gunnarsson (A/Ne) hóf þessa umræðu utan dagskrár. Hann gerði að umtalsefni nýlegar fréttir um mengun í Norður- Atlantshafi og sagði þær geta valdið samdrætti í sölu íslenskra fiskafurða erlendis. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess að ís- lendingar sýndu fram á að þeir veiddu fisk í ómenguðum sjó þar sem fréttir af þessu tagi gætu valdið miklu tjóni, bæði beinu og óbeinu. Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk) sagði að hér væri á ferðinni mjög alvarlegt mál. Mengun í hafínu umhverfis landið væri töluverð en ekki væri ljóst hversu alvarlegt ástandið væri. Takmarkaðar rannsóknir hefðu farið fram en þörf væri á átaki í þeim efnum. Kristín sagði að rugl- ingur væri á meðferð mála af þessu tagi í stjómkerfinu og mætti rekja hann til þess að um þau væri fjallað í fjórum ráðuneyt- um. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kallaði bar- áttuna við mengun í hafínu „hina nýju landhelgisbaráttu þjóðarinn- ar“. Þörf væri á samræmdum aðgerðum í umhverfisvemd og koma þyrfti í veg fyrir umhverfis- slys, svo sem vegna umferðar Iq'amorkuknúinna kafbáta. Lagði utanríkisráðherra áherslu á mikil- vægi samstarfs innan Atlants- hafsbandalagsins varðandi þessi markmið. Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra sagði að á vegum samgönguráðuneytisins starfaði nú starfshópur sem ynni að tillögugerð varðandi mælingar á mengunarefnum í sjó og sjáv- arlífverum á hafsvæðinu um- hverfis landið. Nefndi ráðherra nokkur dæmi um aðgerðir sem æskilegt væri að grípa til í þeim tilgangi að draga úr mengunar- hættu, svo sem aukið eftirlit með dreifingu fóðurs og úrgangs frá fiskeldisstöðvum, söfnun úr- gangsolíu frá skipum og aðilum í landi og stöðvun sorplosunar í sjó. Ráðherra lagði einnig áherslu á að settar yrðu kröfur um hreinsibúnað á útblástur nýrra bíla, að hætt yrði að farga hættu- legum efnum á öskuhaugum auk þess sem nauðsynlegt væri að beijast gegn vígvæðingu hafanna og takmarka umferð kjamorku- vopnaðra og kjamorkuknúinna farartækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.