Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 25 jMtogtmfrlafelfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Lag eða ólag Nú þarf helzt allt að stjórnast af skoðanakönnunum, verð- launum, auglýsingum og athygli eða hávaða sem er í raun sjaldnast meira virði en vindurinn sem Prédikarinn talar um. Það sem er nýtt, sérstakt og endingargott fær sjaldnast verð- laun og á reyndar einatt mjög undir högg að sækja eins og listasagan getur frætt okkur um. Samt er öll þessi afþreying og samkeppni út um allar trissur heldur saklaus skemmt- an og engin ástæða til að láta hana fara í taugamar á sér; ekki frekar en íþróttakeppni eða skákmót. Allt eru þetta með einhveijum hætti dægrastyttingar sem hafa ofan af fyrir fólki með ýmsum hætti þótt enn séu þeir margir sem leggja sig ekki eftir nema örfáum atriðum í þessum samkeppnisiðnaði nútímans. Það væri að æra óstöðugan að henda reiður á öllu því sem nútímatækni og flölmiðlun býður upp á. Mest af þessu gleymist jafnóðum, kannski sem betur fer. Hitt er svo annað mál að eðlileg samkeppni er heilbrigð og getur hvatt menn til dáða. En mælikvarð- inn er afstæður, ef ekki er keppt um ákveðinn árangur í íþróttum. Þannig getur enginn í raun ákveðið hvaða verk séu bezt ef um list er að ræða, svo ólíkur sem smekkur manna er, og þá vill niðurstaðan oft verða sú, eins og dæmin sýna, að hægt er að ná samkomulagi um eitt- hvert meðalhóf sem nær til flestra og fellur inn í ákveðna formúlu. Þannig verður að líta á uppákomur eins og Evrópusöngvakeppnina. Tónlistarsagan mun leita annað þeg- ar hún velur úr því sem lífvænlegast er í samtímanum. Eins og vænta má eru starfandi veðbankar fyrir slíka samkeppni. Það minnir að sjálfsögðu á veðreið- ar. En í veðreiðum er ótvírætt hvaða hestur kemur fyrstur í mark. í söngvakeppni er ekkert mark, aðeins mat og meðaltalsniðurstaða fólks úr ýmsum áttum, en þá fyrst tekur steininn úr þegar veðmangarar fara að lýsa því yfir að íslenzk lög hafi ekki meðbyr vegna þeirrar tungu sem við tölum. Tíminn ságði frá þessu um helgina. Okkur getur ekki vegnað vel í keppninni, hefur blaðið eftir evrópskum heimildum sínum, vegna þess hve tunga Snorra er framandi Evrópubúum og lítt skilj- anleg, eins og komizt er að orði! Engu líkara en nú eigi að koma því inn að þama hafi verið einhver keppni milli tungumála og íslenzkan, einhver merkasti arfur germanskra þjóða, sé keppendum fótakefli! í hreinskilni sagt, hefur Tíminn eftir einhveijum heimildamanni sínum suður í Evrópu, eru íslendingar þetta neðarlega vegna tungumálsins! Á sama tíma var bent á að „langflest- ir spá ísraelska laginu sigri" — og þá einnig væntanlega vegna tungu- málsins!! Kannski að þeir eigi eitt- hvað auðveldara með hebreskuna þarna suður í Sviss en ástkæra yl- hýra málið!! Hver veit nema þess verði krafízt, að íslenzku keppend- umir komi sér upp nýju tungumáli svo að þeir geti staðið sig sæmilega í þessum skemmtiiðnaði, t.a.m., „svissnesku" eða „belgísku"! Þó hélt maður að tónlistin væri það tungu- mál sem þarna ætti að meta. Og auðvitað er það svo. íslenzkan kem- ur þessari Evrópukeppni í raun og vem ekkert við, þótt það sé góð regla í samkeppninni að menn eigi að syngja á móðurtungunni. Islenzka er ekkert fjarlægari meginlands- þjóðum Evrópu en hebreska, gríska, fínnska eða tyrkneska. Við þurfum ekkert skjól eða afsakanir, allra sízt vegna tungunnar. Hún er stolt okkar og athvarf. Þvert á móti skulum við þakka forsjóninni fyrir tunguna og hafa af Evrópusöngvakeppninni þá skemmtun og afþreyingu, sem efni standa til. Hlutverk okkar í keppn- inni er einungis það, að minna á að hér býr lítil eyþjóð sem hefur gaman af að taka lagið á góðum stundum en hefur þó einkum lifað af og varð- veitt arf sinn og sjálfstæði með því að færa sér það í nyt sem sjómennsk- an hefur kennt henni, að sæta lagi — en vara sig á ólaginu. Spor í rétta átt ó að margt sé misjafnt í sjón- varpi er einstaka sinnum hægt að gleðjast yfir ákvörðunum því viðvíkjandi. Sérstök ástæða er til að fagna því að útvarpsráð samþykkti á 3.000. fundi sínum 27. apríl sl. að talsetja allt efni sem ætlað er yngri börnum en 10 ára, þannig að þau geti notið tungu sinnar, þó að efnið sé af erlendum toga. Útvarps- ráð telur nauðsynlegt að auka hlut innlendrar framleiðslu í barnaefni Sjónvarpsins og hefur ákveðið að næsta vetur verði gert sérstakt átak í því skyni að setja íslenzkt tal við allt barnaefni. Á liðnum vetri var um 85% þessa efnis talsett. Ekkert er eins sterkt í baráttunni fyrir verndun íslenzkrar tungu og ákvarð- anir sem þessar. Ef æskan nærist á íslenzkri tungu í sjónvarpi getum við andað léttar. Þá er hættan minni en ella. Sjónvarpsmenn sjá auðvitað í hendi sér að ekkert er þeim eins öflugt vopn í samkeppni við erlendar sjónvarpsstöðvar og það efni sem unnið er hér heima annarsvegar og hinsvegar það efni erlent sem aðlag- að er íslenzkum aðstæðum. Islenzkir sjónvarpsáhorfendur vilja horfa á íslenzkt efni. Þeir taka það fram yfir efni á erlendum tungum. Það hafa skoðanakannanir margoft sýnt. Ef íslenzkir sjónvarpsmenn gera sér grein fyrir þessu er ástæða til að ætla að þeim takist að halda sjó í því úfna fjölmiðlaróti sem verður æ skeinuhættara fámennum þjóðum. Fólk vill einfaldlega horfa á efni sem það skilur. Slíkt efni á greiðari að- gang að almenningi en aðrar uppá- komur í sjónvarpi. Menn ættu að hafa þetta í huga, þegar þeir ákveða fjárframlög til sjónvarpsefnis, hvort sem það er í sönglagakeppni eða eitthvað annað. Þörf á hugarfersbreytíngu hjá stjómendum fyrirtækja — sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra á ársfiindi Seðlabankans Hér fer á eftir hluti ræðu þeirr- ar, sem Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, flutti á ársfundi Seðla- banka íslands í síðustu viku. Það dylst engum að umtalsverðir brestir eru í skipulagi íslenska bankakerfísins. Bankastofnanir hér á landi eru of margar og of smáar. Jafnframt er samkeppni þeirra á milli of lítil. Fyrir vikið er kostnaður af bankaþjónustu of hár. Þetta eru ekki ný tíðindi. Það eru tuttugu ár síðan menn gerðu sér grein fyrir þessu og öll þessi ár hefur verið rætt um nauðsyn samruna banka- stofnana. Fái ég einhveiju um það ráðið munu ekki líða önnur tuttugu ár án þess að nokkuð gerist í þessu efni. Eins og kunnugt er hafa að undanförnu staðið yfír viðræður milli hlutafélagsbanka um samruna. Ég er vongóður um að þær viðræður skili árangri og út úr þeim komi meðal annars myndarlegur alhliða banki með þátttöku Útvegsbankans. Aukin áhersla á arðsemissjónar- mið í rekstri banka sem meðal ann- ars má rekja til þeirra breytinga sem orðið hafa á fjármagnsmarkaðnum á undanfömum árum knýja á um aukna hagkvæmni í bankarekstri. Fækkun og stækkun banka er ein leið að því marki. Fari hins vegar svo að sameiningarviðræður einka- bankanna skili ekki árangri verða stjórnvöld að ná fram skipulagsum- bótum í bankakerfinu í gegnum eign- arhald ríkisins á stærstum hluta þess. Fækkun banka sem er nauðsynleg frá hagkvæmnissjónarmiði stuðlar auðvitað ekki í sjálfri sér að aukinni samkeppni — þvert á móti gæti virst sem fækkun banka drægi úr sam- keppni. Ég tel hins vegar að full- nægjandi samkeppni í íslensku bankakerfi verði ekki tryggð nema með því að opna það fyrir Jiátttöku erlendra fjármálastofnana. I því ljósi er fækkun bankanna forsenda auk- innar samkeppni því hún stuðlar að bættri samkeppnishæfni íslenskra banka gagnvart erlendum bönkum. Annað atriði sem stuðlað gæti að bættri samkeppnishæfni íslenska bankakerfísins felst í því að breyta ríkisbönkunum í hlutafélagsbanka sem þó væru að minnsta kosti fyrst um sinn að öllu leyti í eigu ríkisins. Tilgangur þessarar breytingar væri að gera þessum bönkum kleift að styrkja eiginfjárstöðu sína með sölu hlutabréfa. Jafnframt er ástæða til að kanna hvort ekki er æskilegt og tímabært að breyta rekstrarformi sparisjóðanna jafnvel í hlutafélög. Lækkun raunvaxta Áður en ég held lengra langar mig að víkja örfáum orðum að þróun vaxta að undanförnu. Ég tel einsýnt að langþráð lækkun raunvaxta sé nú hafin. Raunvextir á fjármagns- markaðnum utan bankakerfisins eru nú 1—2% lægri en þeir voru síðastlið- ið haust og 3—4% lægri en þeir fóru hæst í fyrra, raunvextir af verð- tryggðum lánum í bönkum og spari- sjóðum hafa að undanfömu lækkað um 14—1% og um nálægt 2% frá því þeir urðu hæstir í fyrrasumar. Tekist hefur samkomulag um kaup lífeyris- sjóðanna á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum Byggingarsjóðanna með lægri raunvöxtum en áður eða á bilinu 5—6% og stefnt er að sam- bærilegri lækkun á raunvöxtum spa- riskírteina ríkissjóðs á næstunni. Ég legg áherslu á að þessa lækkun raun- vaxta má fyrst og fremst rekja til batnandi jafnvægis á fjármagns- markaði en skýrasti votturinn um það er rúm lausafjárstaða bankanna á fyrstu mánuðum ársins. Ég tel góðar líkur á að framhald geti orðið á þessari þróun og raunvextir eigi enn eftir að lækka á næstunni. Frumvarp félagsmálaráðherra um húsbréfakerfi felur í sér nýskipan á fjármögnun húsnæðislána sem ef að lögum verður stuðlar að betra jafn- vægi á lánamarkaði og lækkun vaxta. Samþykkt þess er því ekki aðeins félagslegt réttlætismál heldur einnig efnahagslegt skynsemdarmál. Það er hins vegar mikilvægt að menn átti sig á því að því eru tak- mörk sett hversu lágir raunvextir geta orðið sé litið til langs tíma. Raunvextir á heimsmarkaði setja okkur þessi neðri mörk svo háðir sem íslendingar eru alþjóðalánamarkaði. Lækkun raunvaxta mun auðvitað létta greiðslubyrði skuldara. Ein sér mun hún hins vegar hvorki leysa fyrirtæki né fjölskyldur undan oki mikils fjármagnskostnaðar enda stafar hann ekki síður og jafnvel enn frekar af mikilli skuldsetningu en háum raunvöxtum. Aukin eiginQármögnun og efling hlutabréfamarkaðar Hér verður vandinn ekki ein- göngu leystur með raunvaxtalækk- un heldur fyrst og fremst með auk- inni eiginfjármögnun. Aðgerðir at opinberri hálfu, eins og til dæmis samræming skattalegrar meðferðar eigna og eignatekna sem nú er unnið að, geta gegnt hérmikilvægu hlutverki. Þó virðist sem ekki sé síður þörf á hugarfarsbreytingu hjá stjómendum íslenskra fyrirtækja. Ég nefni sem dæmi að ekkert fyrir- tæki hefur enn notfært sér heimild- ir sem gefnar vom út á síðasta ári til skráningar hlutabréfa sinna á Verðbréfaþingi íslands. Hér þarf að verða breyting á. Aukin eigin- fjármögnun hlýtur í framtíðinni að byggjast á því að íslensk fyrirtæki afli sér fjár með útboði hlutabréfa. Við framkvæmd laganna um verð- bréfaviðskipti og verðbréfasjóði mun ég láta vinna að setningu nýrra reglna sem einfalda og örva við- skipti með hlutabréf. Aðlögnn að breyttum viðskiptaháttum í Evrópu Heimild til erlendra ijármála- stofnana til þátttöku í íslenska bankakerfínu annaðhvort með eignaraðild að innlendum hlutafé- lagsbönkum eða með starfrækslu útibúa hér á landi sem ég drap á áðan væri róttækt skref í aðlögun íslenska Qármagnsmarkaðarins að þeim breytingum á viðskiptaháttum í Evrópu sem kenndar em við ártal- ið 1992. Hvemig til tekst með þessa aðlögun mun hafa mikil áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi og ráða miklu um lífskjör þjóðarinnar í framtíðinni. Ýmsum gæti virst sem naumur tími væri til stefnu. Þijú ár em vissulega ekki langur tími en á þeim tíma er þó hægt að koma mörgu í verk. Ég minni á að þegar við komum hér saman fyrir ári bar hvorki Evrópu né ártalið 1992 sér- staklega á góma. Nú er hins vegar vart um annað talað. Þetta þýðir ekki endilega að við séum mjög skammt á veg komin með að laga okkur að þeim breytingum sem fylgja innri markaði Evrópubanda- lagsins og að við þurfum þess vegna að leggja ofurkapp á breytingar í aðlögunarátt. Til dæmis tel ég að líta megi á þá þróun sem orðið hefur í íslenskum fjármagnsmark- aði undanfarin ár sem samfelldan og í raun nauðsynlegan aðdraganda að auknum viðskiptum íslendinga við aðrar þjóðir með fjármagn og fjármálaþjónustu. Því má með nokkrum sanni halda því fram að aðlögun okkar að sameiginlegum innri markaði Evrópubandalagsins hafi í raun hafist í lok áttunda ára- tugarins en ekki í fyrra. Það er því umgjörð eða orðfæri umræðunnar fremur en inntak hennar sem hefur breyst. Ég efast ekki um nauðsyn þess að stefna í fijálsræðisátt hvað varðar íjármagnsviðskipti milli ís- lands og annarra landa. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að fara að með gát í því efni. Þess vegna legg ég áherslu á að ekki hafi orðið nein stökkbreyting á aðstæðum í fyrra. Sem dæmi um markvisst aðlög- unarskref sem þegar hefur verið stigið vil ég nefna almenna heimild til að taka vörukauplán erlendis vegna innflutnings til allt að þriggja mánaða sem ég gaf út í ársbyijun. Ég ráðgeri nú frekari rýmkun heim- ilda til innflytjenda til að notfæra sér greiðslufrest allt að einu ári án ábyrgðar banka eða annarra fjár- málastofnana. Annað dæmi eru al- mennar reglur uln heimildir til handa íslendingum til að kaupa erlend verðbréf og til handa útlend- ingum til að kaupa íslensk verð- bréf. Forsenda þessara heimilda eru lögin um verðbréfaviðskipti og þeg- ar framkvæmd þeirra hefur verið mótuð frekar verða þessar reglur gefnar út. Á vegum ríkisstjórnar- innar er nú unnið að áætlun um aðlögun fjármagnsmarkaðarins að fyrirsjáanlegum breytingum á við- skiptaháttum í Evrópu. Þetta er í samræmi við samþykkt ríkisstjórn- Móðurmálið, Qöl- miðlamir og skólamir eftir Ólaf Oddsson Áhrif enskunnar verða stöðugt meiri hér á landi, einkum á börn og unglinga. Sjónvarps- og útvarps- stöðvar senda út geysimikið efni á því máli. Myndbönd eru oft á ensku, svo og dægur- og popplög. Og þetta mál glymur í verslunum, á veitinga- stöðum og jafnvel á götum úti. Hér áður fyrr þótti sjálfsagt að íslenskan væri mál íslendinga og auðvitað ber að gera þær kröfur að móðurmálið sé metið með verðugum hætti og því sýndur sómi við hæfí. íslendingum ber að sjálfsögðu að hafa þær reglur að nota móðurmálið í skiptum við landa sína (í ræðu eða riti). Þar sem búast má við ferðum útlendra manna, er auðvitað rétt að hafa leiðbeiningar á erlendum mál- um, en vitaskuld á íslenskan að vera þar efst, en önnur mál þar fyrir neð- an. Þetta ætti að vera svo sjálfsagt, að ekki þyrfti að ræða það, en því miður auðsýna sumir menn móður- málinu ekki nægilega ræktarsemi og út af fyrrgreindum reglum er oft brugðið. Um þetta skulu nú nefnd dæmi. íslenskir bankar nota oft enska stimpla í skiptum við landsmenn. Þar eru t.d. mánuðirnir may og aug. í staðinn fyrir maí og ágúst. Þá eru fyrirmæli íslenskra yfirvalda til öku- manna stundum á ensku, t.d. stop, þar sem áður stóð: stanz. Nýlega kom ég í sundlaug hér rétt hjá Reykjavík. Þar mátti fljótt sjá fyrir- mæli um hreinlæti og þau voru á ænsku. Þar fyrir neðan var léleg íslensk þýðing með ýmsum villum. Fyrir skömmu kom ég í bókabúð í Vesturbænum. Þar mátti sjá prent- aða minnismiða með undarlegri áletrun. Ég spurði hvað þetta þýddi og svarið var svohljóðandi, ritað eft- ir framburði: „Æ lov ká err.“ Mér var tjáð að þetta væri einkum ætlað börnum. Með fullri virðingu fyrir íþróttafélögunum og þeirra góða starfí, þá geta nú slíkir minnismiðar handa börnum ekki talist mjög heppi- legir. í sumum dagblöðum má stundum sjá næsta dularfulla texta. Hér skal bent á nýlegt dæmi, en fjallað var um hermennsku: „Lægstur er staff sergeant, sem stjórnar squad, þá lst seargeant sem stjórnar platúnu ... Divisjón er stjómað af major gener- al, corps er undir stjóm lieutenant general og loks er það general sem stjórnar army.“ (Dv, 7.4. ’89 bls. 14.) Lesendur geta sjálfir lagt mat á málfarið hér og hvort þetta teljist frambærilegt. Rétt er að taka fram að flestir blaðamenn vilja vel í þess- um efnum, en ég er þeirrar skoðunar að fyrrgreindur texti, sem er úr kjall- aragrein, sé vart birtingarhæfur óbreyttur. Nýlega var afar undarleg umfjöll- un um móðurmálið og kennara í for- ystugreinum DV (7. og 8. apríl sl.). Um móðurmálið var sagt: „Islensk- unni hefur hrakað vegna slælegrar kennslu". Þessum orðum fylgdu svo árásir á kennara og er það svo sem ekki fréttnæmt. Ýmsir menn virðast telja það þjóðinni-til heilla að svívirða kennara og störf þeirra á sama tíma og enskan sækir stöðugt á. Annar ritstjórinn heldur því fram að ekki fari á milli mála að hans mati, „að íslenskukennslu í grunnskólum og framhaldsskólum hefur hrakað.“ — Ég var hvattur til þess að svara þessu, en færðist heldur undan því, þótt illvilji í garð íslenskukennara Ólafur Oddsson leyndi sér ekki. En vanþekkingin í þessum forystugreinum væri slík, að þær væru vart svaraverðar og dæmdu sig raunar sjálfar. — Þess má þó geta að ritstjórarnir höfðu ráðist á ungt fólk og fyrrverandi kennara þess og sakað það um skort á þekkingu í íslenskri málfræði. En í þeim sömu skrifum mátti nú fínna sitthvað vafasamt í málfræðinni, að Jón Sigurðsson „Lækkun raunvaxta mun auðvitað létta greiðslubyrði skuldara. Ein sér mun hún hins vegar hvorki leysa fyr- irtæki né Qölskyldur undan oki mikils §ár- magnskostnaðar enda stafar hann ekki síður og jafiivel enn frekar af mikilli skuldsetningu en háum raunvöxtum.“ arinnar frá því í febrúarmánuði síðastliðnum en þar var kveðið á um að þessi aðlögunaráætlun yrði byggð á Efnahagsáætlun Norður- landa fyrir árin 1989—1992. Fastaneftid um Qármagnsmarkaðinn Mér hefur orðið tíðrætt um breyt- ingar og umbætur á fjármagns- markaði, með öðrum orðum nokkur langtímaverkefni á þessu sviði. Ýmislegt hefur þar orðið út undan. Nefnd sú sem ég skipaði fyrir tæp- því er snertir kyn, tölu, líkingu o.fl. („Og málhelti . . . er útbreitt . . .“ — „setningarfræði". — “ . . . ráð- herra á að líta eigin barm skólakerf- isins . . .“). Um þetta hefði mátt fjalla nánar og taka fleiri dæmi. — Ollum getur orðið á í meðferð máls- ins. En ég hygg að ritstjórar þessa blaðs ættu ekki að ráðast á aðra og saka þá um fákunnáttu í málfræð- inni. Víkjum þá aftur að hinum geysi- sterku erlendu máláhrifum. Fram hefur komið hjá kennurum yngstu bamanna að stundum sé erfitt að greina hvort bömin tali íslensku eða ensku og að þau geri sér ekki grein fyrir því sjálf hvort orð þeirra séu enska eða íslenska. Og þetta má heyra víðar, t.d. á sundstöðum og leikvöllum. Blessuð börnin hrópa stundum upp yfír sig í hita leiksins á ensku og þau em þá ekki að sletta til að hneyksla góðborgarana. Ég tel mig skynja sams konar þróun í fram- haldsskólum, þótt hún sé þar skemmra á veg komin. Það er eins og sumir menn átti sig ekki á því hvað hér er í húfi. Menn ættu að reyna að hugleiða orsakir og afleið- ingar erlendra máláhrifa og þá einn- ig hugsanlegar leiðir til úrbóta. Það er bráðnauðsynlegt að laða að skólunum vel menntaða unga kennara. Það á auðvitað við í öllum greinum, en ekki hvað síst í móður- málinu. Kjör ungra og vel menntaðra kennara em svo bág, að þeir munu margir kjósa önnur og betur metin störf. Þá hefur aðbúnaður í sumum um tveimur ámm til að fjalla um fjármagnsmarkaðinn er enn að störfum og vinnur nú að samningu fmmvarpa tillaga um greiðslumiðl- un og neytendalán. Fyrirsjáanlegt er að á næstu árum verður um næsta samfeljt verkefni að ræða á þessu sviði. í því sambandi er ég nú að kanna hvort ef til vill sé æskilegt að koma á fót sérstakri fastanefnd sem fjalli um málefni sem varða fjármagnsmarkaðinn og geri um þau tillögur til viðskipta- ráðuneytisins. Gengisskráning og gjaldeyrismál Vel skipulagður ijármagnsmark- aður er mikilvæg forsenda efna- hagslegra framfara. Hann laðar fram sparnað og miðlar honum greiðlega til aðila sem hyggja á fjár- festingu og veitir jafnframt aðhald sem stuðlar að því að tiltæku fjár- magni sé varið í arðbærar fram- kvæmdir. Virkur fjármagnsmark- aður einn sér hrekkur þó skammt til að tryggja efnahagslegar fram- farir — hann er nauðsynlegt en ekki nægjanlegt skilyrði framfara. Frumskilyrðið er stöðugleiki í efna- hagslegu umhverfi atvinnurekstrar sem gerir kleift að gera marktækar áætlanir fram í tímann. Það hefur því miður ekki tekist að tryggja þennan stöðugleika hér á landi og má í því sambandi benda á þær miklu sveiflur sem orðið hafa á raungengi íslensku krónunnar á undanförnum árum. Sumir vildu án efa kenna fastgengisstefnunni svo- kölluðu hér um en gleyma þá um leið að stöðugt gengi er eitt öflug- asta vopnið í baráttunni gegn verð- bólgu. I raun var það ekki fastgeng- isstefnan sem brást heldur tókst ekki að fylgja henni eftir með nægi- lega aðhaldssamri eftirspumar- stjórn. Það má draga skýran lær- dóm af reynslu síðustu ára. Jafn- vægi í innlendri efnahagsþróun verður ekki náð nema með mark- vissri aðhaldsstefnu í ríkisfjármál- um og peningamálum og síðast en ekki síst launamálum, studdri af stöðugleika í gengismálum. Ástæða þess að ég nefni þetta hér er að bætt fyrirkomulag gengisskráning- ar og aukinn stöðugleiki í gengis- málum er í raun mikilvæg forsenda aukins fijálsræðis í gjaldeyrismál- um. Þótt síbreytileg ytri skilyrði valdi því að íslenskt efnahagslíf sé nokkuð sveiflukennt er óstöðugleik- inn að stórum hluta heimatilbúinn. Skipulagsumbætur á markaðshag- kerfinu af því tagi sem ég hef gert hér að umtalsefni skila ekki því sem til er ætlast fyrr en við höfum sigr- ast á þessum innri vanda í íslensk- um eftiahagsmálum. „Dæmi um dauða tungumála eru allt í kringfum okkur. írsk tunga er að mestu af- lögð á Irlandi vegna áhrifa enskunnar. Skosk tunga er nánast horfin á Skotlandi. A Hjaltlandi og í Orkneyj- um var lengi talað nor- rænt mál, náskylt íslensku. Það mál er nú dautt og þar töluð enska. Ef tungan glat- ast, þá fer menningar- arfurinn líka, og þá væri útí um forsendur allar fyrir sjálfstæði Islendinga.“ skólum verið með ólíkindum. Um það eru til opinberar skýrslur. Ég trúi því ekki að menn séu svo sljóir að þeir skilji ekki hversu mikilvæg þessi mál eru. — Og það er dapurlegt að sjá að sumir menn eru að reyna að íslenska hljómsveitin Tónlist Jón Ásgeirsson Sjöttu tónleikar íslensku hljómsveitarinnar voru haldnir í Gerðubergi sl. sunnudag og var efnisskráin tvískipt. Á fyrri hluta tónleikanna sungu fjórir ein- söngvarar gömul og vinsæl ein- söngslög eftir Þórarin Guð- mundsson, Sigvalda Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Sigfús Einars- son, Árna Thorsteinsson og Karl O. Runólfsson. Einsöngvararnir voru; Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, sem fyrir stuttu vakti mikla athygli í Brúð- kaupi Fígarós og söng ekki síður vel íslensku lögin að þessu sinni, Júlíus Vífill Ingvarsson, sem söng af töluverðum þokka og næstum án þess að ofgera rödd sinni, sem vill þá koma fram í óþægilegu „vibrato" og an- kannalegum raddblæ, Viðar Gunnarsson, með sinni glæsilegu bassarödd, sem naut sín best í Áfram, eftir Áma Thorsteinsson og í I fjarlægð, eftir Karl O. Runólfsson og síðast Elísabet F. Eiríksdóttir, er var best í Svanasöngur á heiði, eftir Kald- alóns og Til skýsins, eftir Emil Thoroddsen. í efnisskrá stendur að hljóð- færaval sé gert af Sigurði I. Snorrasyni, Þorkeli Sigurbjöms- syni og Hróðmari Sigurbjöms- syni. Þetta nýyrði merkir að við- komandi hafi aukið við undirleik- inn röddum ýmissa hljóðfæra. Umrædd sönglög eru samin fyrir einsöng með píanóundirleik og ef á að umrita slíkan undirleik fyrir önnur hljóðfæri, eins konar hljómsveit, er ekki nóg að herma eftir píanóundirleiknum. Það undarlega við þessa uppákomu var, að handverkið sem hér kall- ast hljóðfæraval, var í raun gerð hljóðfæraundirleiks við píanóundirleikinn en þó var það undarlegasta af öllu, hversu hörmulega óatvinnumannslegur Guðmundur Emilsson flutningur hljóðfæraleikaranna var og minnti á, hvað gæði snerti, hljóðfærabaslið hér á landi fyrir nærri hálfri öld. Seinni hluti tónleikanna var ur Námum íslensku hljómsveitar- innar. Að þessu sinni var það frumflutningur á nýju verki, „Sinfonietta concertante" fyrir horn, trompet og básúhu og litla hljómsveit, eftir Pál P. Pálsson. Nú brá til betri tíðar, enda var verkið bæði vel leikið undir stjórn Guðmundar Emilssonar og er auk þess skemmtilegasta tónlist. Flytjendur voru Þorkell Jóelsson, Ásgeir H. Steingrímsson og Odd- ur Bjömsson er léku þetta glað- lega verk með glæsibrag. í raun er eini galli verksins hversu stutt það er, því þama er að fínna efnivið fyrir mun stærra verk. I tengslum við frumflutning verksins var og frumflutt ljóðið „Jón Ólafsson slysast", eftir Þór- arin Eldjám og fmmsýnt mynd- verkið „Perlan" eftir Leif Breið- fjörð. ala á úlfúð í garð ungra langskóla- genginna manna. Þeir koma stór- skuldugir úr dýru námi, en búa þó við kröpp kjör. Þegar þetta er ritað hefur verk- fall í framhaldsskólum og víðar stað- ið vikum saman. Þetta er dapurlegt og bitnar á þeim er síst skyldi, eins og títt er um verkföll. Hversu miklu fremur hefði ég ekki viljað sinna þeim störfum er ég hafði ráðgert. Ég hafði ætlað að fjalla um margvis- leg efni í hinum ýmsu bekkjum og deildum, t.d. Sonatorrek, Passíu- sálmana og ljóðið í Úlfdölum. Þá var ætlunin að fjalla um ritsmíðar og málfræðileg efni til þess að efla tök ungmenna á máli og stíl. Mér finnst mjög miður að hafa ekki getað sinnt þessum störfum. Vonandi leysist þessi deila sem fyrst. Menn verða að fínna lausn til frambúðar til þess að friður verði í skólunum og víðar. Samkvæmt opinberum skýrslum er móðurmálskennslu þannig háttað víða í framhaldsskólum, að menn geta verið þar misserum saman án þess að sækja tíma í þessari grein. Og nú berast þær fréttir, að fækka eigi þar tímum í móðurmálskennslu. Ég vona að þetta sé ekki á rökum reist, enda væri þetta öldungis frá- leitt. Nær væri að fjölga hér tímum. — Rétt er að nefna í þessu sam- bandi að frá því er greint í opinberum skýrslum að það tíðkist með þeim þjóðum, sem vilja sýna þjóðtungunni nokkra ræktarsemi í verki, að móður- málskennarar fái sérstakan kennslu- afslátt til þess að geta sinnt hveijum og einum nemanda betur. En það tíðkast ekki hér, og skilningur á mikilvægi þessara mála er í reynd harla lítill að minni hyggju. Róðurinn gegn ásókn enskunnar verður sífellt þyngri. Ef svo fer að börnin verða tvítyngd, þá er því mið- ur mikil ástæða til að óttast um framtíð móðurmálsins. Dæmi um dauða tungumála eru allt í kringum okkur. írsk tunga er að mestu aflögð á Irlandi vegna áhrifa enskunnar. Skosk tunga er nánast horfín á Skot- landi. Á Hjaltlandi og í Orkneyjum var lengi talað norrænt mál, náskylt íslensku. Það mál er nú dautt og þar töluð enska. Ef tungan glatast, fer menningar- arfurinn líka, og þá væru í raun brostnar forsendur fyrir sjálfstæði íslendinga. Við yrðum þá líklega hluti af stórri heild og voldugu ríki undir stjórn útlendinga. Margir at- hafna- og gáfumenn hyrfu þá úr landi og eftir yrðu fremur fátækir menn í efnalegu og andlegu tilliti. Þeir myndu sennilega fá sömu kjör og útnesja- og utangarðsmenn slíkra rílq'a. — Menn verða að átta sig á þeim hagsmunum, sem hér eru í húfí. Það er óþarft verki að ala á úlfúð og sundurþykkju. Áhrifamönnum ber að láta af hvimleiðu karpi um fánýta hluti, en hvetja menn þess í stað til samheldni og sameiginlegra átaka í mikilsverðum málum. Höfundur er íslenskufræðingur og kennari í MR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.