Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1989 5 Könnun nemenda í Tjarnarskóla: Færri nota götur fyrir ruslafötur Krakkarnir hreinsa umhverfi skólans daglega SAMKVÆMT niðurstöðum könn- unar, sem nemendur Tjarníir- skóla hafa gert á umgengni við- skiptavina sex söluturna í mið- borg Reykjavíkur, virðist þrifii- aður hafa farið vaxandi, og fleiri nýtt sér ruslaföturnar í ár en í fyrra og hitteðfyrra. Fimmtung- ur þeirra, sem á annað borð los- uðu sig við rusl, kasta því á göt- una, en í fyrra gerði þriðjungur viðskiptavina sig sekan um slíkt athæfi. Sjálfir leggja nemendur Tjarnarskóla áherzlu á hreint umhverfi og tína rusl í nágrenni skólans daglega. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að nemendur fylgd- ust með söluturnunum sex í 20 mínútur á dag í nokkra daga. Skráð var, hvort fólk, sem kom út úr sölu- tumunum, henti frá sér rusli, og hvert ruslið færi. Könnunin fór allt- af fram í marzmánuði og ævinlega á sama tíma, milli kl. 11.20 og 12.30. Árið 1987 skráðu nemendurnir 523 viðskiptavini, sem hentu rusli. Þar af fleygðu 175 því á götuna, eða 33,5%. Hinir notuðu ruslafötur. Árið 1988 voru það 586, sem los- uðu sig við rusl, þar af notuðu 195 (33,3%) götuna. í ár virðist hafa orðið breyting til batnaðar; af 416 sem hentu rusli fleygðu 84 því á götuna, eða 20,1%. Nemendurnir komust að þeirri niðurstöðu að ástæður fyrir bættri umgengni væru annars vegar áhrif hreinsunarátaks Reykj avíkurborg- ar, sem hófst síðastliðið haust, og hins vegar fleiri sorpílát. Nemend- ur, sem fylgdust með viðskiptavin- um Texas við Hallærisplan í marz síðastliðnum, tóku eftir því að þar var langhæst hlutfall þeirra sem fleygðu rusli á götuna, eða um 32% miðað við 20% meðaltal. Enda kom- Olíuinnflutning- ur Olís: Utvegsbank- inn ábyrgist Alþýðubanka ÚTVEGSBANKINN hefur opnað ábyrgð fyrir hönd Alþýðubank- ans vegna olíuviðskipta Olís við Sovétríkin. Sovétmenn höfðu ekki viðurkennt ábyrgðir Al- þýðubankans, en með þessari aðgerð eru þau viðskipti tryggð, sem ábyrgðirnar taka til. Guð- mundur Hauksson bankasljóri Utvegsbankans segist ekki hafa trú á að framhald verði á þessum ábyrgðum. Hann segist ekki mega greina frá upphæð ábyrgð- arinnar. „Við veittum ábyrgð vegna Al- þýðubankans," segir Guðmundur Hauksson. „Það er stundum gert, við sjáum um erlend viðskipti fyrir nokkra banka og þá er ekkert óal- gengt að við gerum þetta, annað hvort að við opnum í eigin nafni vegna slíks banka, fyrir hönd fyrir- tækis, eða þá að við hreinlega skrif- um upp á ábyrgðir viðkomandi banka. Við opnum þessa ábyrgð fyrir hönd Alþýðubankans vegna Olís. Þetta byggist bara á því að við höfumm átt samskipti við Al- þýðubankann og við, sem banki, skiptum okkur að sjálfsögðu ekki af því fyrir hvaða viðskiptavini bankans við erum að vinna hvetju ust könnuðirnir einnig að því, að við Texas væru engar sorpfötur í sjónmáli. Nemendur Tjarnarskóla hafa tekið þátt í hreinsunarátaki Reykjavíkurborgar og fékk hver bekkur í skólanum 20.000 króna verðlaun frá borginni fyrir. Ném- endur tína einnig rusl í kring um skólann og meðfram bökkum Tjarn- Morgunblaðið/Sverrir Tjarnarskólakrakkar hreinsa til á Tjarnarbakkanum. Aðspurð sögðu þau að það væri engin kvöð að fara út að hreinsa, þeim þætti þetta skemmtilegt og það væri ágætt að skjótast aðeins út í sólina. arinnar á hvetjum degi. í ruslinu eru sígarettustubbar áberandi og nemendur segjast aldrei hafa orðið vitni að því að reykingamaður drepi í sígarettu og fleygi stubbnum síðan i ruslafötu. Krakkarnir hafa lagt fram tillög- ur, sem stuðla eiga að hreinni höf- uðborg. Þau vilja að borgin haldi hreinsunarátaki sínu áfram, að sor- pílátum verði fjölgað, og að gert verði meira af því að hrósa ungling- um fyrir góða umgengni. Þá vilja þau hvetja reykingamenn til betri umgengni og jafnvel að þeir hætti að reykja. Þau vilja leggja skila- gjald á gosdósir, og loks leggja þau til að Reykjavíkurborg gefi upplýs- ingar um það, hvað það kostar að hreinsa borgina. Að dómi krakk- anna í Tjarnarskóla væri skemmti- legra að þurfa ekki að eyða þeim peningum í ruslatínslu, heldur geta notað þá til dæmis í gróðursetningu og æskulýðsstarf. lÍÉÍÍB ÞRJAR EINFALDAR LEIÐIR HVERT Á LAND SEM ER Við einföldum þér leitina að hagkvæmasta ferðamöguleikanum. í hinni nýju sumaráætlun okkar eru allar ferðir merktar með rauðum, grænum og bláum lit. Blár litur þýðir ferð á fullu fargjaldi, grænn þýðir 20% afsláttur og rauður 40% afsláttur. Sumaráætlunin 1989 fæst á öllum söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Sumaráætlun Flugleiða - lykillinn að ferðum þínum um landið. FLUGLEIDIR INNANLANDSFLUG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.