Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 35 götuna kemur 4—5 ára dreng- hnokki, hleypur yfir götuna, segist heita Axel og fer að tala við mig. Ég skynja fljótlega að að er eitthvað óvenjulegt við drenginn. Bæði er hann fallegur og skýr. Þessi fyrstu kynni mín af Axel Þorgilssyni urðu upphafið að tengsl- um sem stóðu það sem eftir var af ævi hans og urðu mér ákaflega kær og dýrmæt. Eftir þessi fyrstu kynni mín af Axel þróaðist náin vinátta eins og ég skynja hana einlægasta. Hann kom yfir í garðinn til min, ég held á hveiju kvöldi, þar til verkinu var lokið. Við töluðum um heima og geima, og mikið leið tíminn hraðar í návist hans. Honum lá margt á hjarta og hann spurði margs. Þessar samverustundir höfðu líka mikið gildi fýrir mig, því nú rifjaðist upp fyrir mér lögnu gleymdar minningar frá minni eigin æsku. Fýrir tilstilli Axels lifði ég upp að nýju hluta af eigin æsku. Árin liðu og alltaf hélt Axel tryggð við mig. Svo til í hvert sinn, sem ég kom í Brekkubyggðina, var Axel óðar kominn til að vera með mér, eða til að hjálpa mér. Einstaka sinn- um fórum við saman í ökuferðir og er aldur leyfði heimsótti hann mig á hjólinu sínu niður í Aratún og hjálp- aði mér oft við ýmislegt, sem ég var að vinna utanhúss. Þegar gamall skólabróðir og vinur Ólafs Hauks Ólafssonar minnist hans að leiðarlokum er það efst í huga einfalt og skýrt, að hann bar af öðr- um ungum mönnum um svo margt. Hann var öruggur námsmaður og gat valdið verkefnunum í skóla erfið- islítið. Hann var áhugasamur um þjóðlífið, einkum stjórnmál og menn- ingarmál. Lét hann að sér kveða í umræðum um þessi efni og brá þá fyrir sig kímni og stundum háði með þeim hætti, að eftir var tekið. Hann var skáldmæltur eins og þeir frænd- ur fleiri og orti mikið í Skólablaðið. Lokst átti hann stóran hóp kunn- ingja og vina, blandaði geði við marga og var í forystu í ýmsum fé- lagsmálum, m.a. inspector scholae í Meniitaskólanum í Reykjavík vetur- inn 1948-1949. Vinátta okkar hófst fyrir um 55 árum, þegar leiðir okkar lágu saman sunnarlega í Þingholtunum. Síðar vorum við bekkjarbræður í Mið- bæjarskólanum, saman í undirbún- ingsdeild fyrir Menntaskólann og loks bekkjarbræður þar í 6 ár. Ein- kennilegt er, að fyrstu glöggu minn- ingarnar um einstök atvik varða launuð störf, sem við unnum saman. Fyrra atvikið voru snúningar gegn gjaldi fyrir amtmannsfrú Carolinu Jónassen, sem bjó syðst við Þing- holtsstræti. Hitt var upplestur í barn- atíma í útvarpi. „Einu sinni svanur fagur — söng af kæti um loftin blá. ..“ Fyrir þetta voru greiddar 5 krónur með tékka. Þegar unglingsárin tóku við bar margt að höndum. Engum nema Þegar Axel, vinur minn, var orðinn 7—8 ára gamall, var ég þess meðvit- aður að drengurinn var óvenju greindur og þroskaður eftir aldri, og nú höfðu samræður okkar breyst. Ég gat talað við hann eins og fullorð- inn mann, svo næmur var hann. Axel var alveg laus við óframfærni, var ákaflega opinn, frakkur að spyija og spurði líka margs. Hann sagði mér frá áhugamálum sinum og hvað hann væri að fást við hveiju sinni. Hann hafði ákveðnar skoðanir á öll- um hlutum og sínar eigin skoðanir um hvernig leysa mætti þau mál, sem upp komu. Oft hringdi hann til mín bæði í vinnuna og eins heim til mín, ef einhver tími leið frá því að við hittumst seinast. Þá var hann að segja mér frá því hvað hann hefði haft fyrir stafni undanfarið, og hvað hann hyggðist taka sér fyrir hendur á næstunni svo og hver væru nýj- ustu áhugamál hans, en þau voru svo sannarlega mörg. Síðan fylgdi gjarnan með hvað væri uppáhalds lag hans þessa stundina. Og svo komu spurningar um það hvernig ég hefði það og hvað ég hefði verið að gera upp á síðkastið. Það var alls ekki eins og yfir 40 ára aldursmunur væri á milli okkar. Ég skynjaði samt- öl okkar eins og þau væru milli tveggja fullorðinna manna, og Axel gaf mér ákaflega mikið. Opinn ósp- Ólafi Hauk datt til dæmis í hug að þreyta kappræður við séra Jakob Jónsson, kennara okkar í trúfræði, um orðin í Fjallræðunni um þá sem kasta perlum fyrir svín. Kenning Ólafs Hauks var sú, að mat svínanna á perlum væri réttara en mat mann- anna. Einn tími fór í að ræða málið. Þá kom sitthvað upp skyndilega í kennslustundum. Einu sinni var dr. Sigurður Þórarinsson að fjalla um gufuhvolfið og skrifaði á töfluna: Atmosfer Stratosfer Troposfer. Kennarinn brá sér frá og Ólafur Haukur bætti við á augabragði: Lúsifer Engifer Sigurður fer sem betur fer Og loks var það ritgerðin í dönsku. Hún átti að vera um það sem við höfðum haft fyrir stafni sumarið áður. Ólafur Haukur sagði frá eitt- hvað á þessa leið: „Sidste sommer rejste jeg til New York. Der besögte jeg Empire State Building. Forst gik jeg ind í stuen, dernæst op pá förste sal, sá pá anden sal...“ og svo fram- vegis allar tölur danskrar tungu uns efstu hæð var náð. Einar Magnús- son, síðar rektor, gaf ekki einkunn fyrir þessa ritsmíð, en skrifaði í stíla- bókina: Ólafur Haukur Ólafs bur ekki er vit i skorðum. Djöfull ertu duglegur í dönskum töluorðum. Yorið 1949 kvöddum við 104 illtur hugarheimur hins unga drengs opnaði augu mín fýrir eigin brestum. Nú er Axel burtkallaður aðeins 12 ára gamall. Er ég frétti lát hans varð ég harmi sleginn, því mér þótti svo afskaplega vænt um þennan unga vin minn. Ég hefði svo gjaman viljað fá að fylgjast lengur með þroska hans, uppvexti og framtíð. Ég kveð Axel með þungbærum söknuði og bið Guð um að láta hið eilífa ljós lýsa honum veginn. Harmur fjölskyldu hans er mikill að þurfa að sjá eftir hinum efnilega pilti í blóma lífsins. Við Birna og börn okkar vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa ykkur styrk á erfiðum stund- um. Svavar Davíðsson Við hörmum þau sorgartíðindi að félagi okkar og vinur Axel sé látinn. Við gátum varla trúað þeirri hörmu- legu fregn að hann hafi látist í bílslysi þegar kennarinn okkar sagði okkur frá því að morgni þriðjudagsins 2. maí. Axel var alltaf glaðlegur og skemmtilegur og átti allt lífið fram- undan. Við áttum margar skemmti- legar stundir með honum og hans bekk. Við vottum fjölskyldu hans og vinum okkar innilegustu samúð. 5. A.B. Flataskóla stúdentar skólann okkar. Ólafur Haukur kaus að verða læknir og tók embættispróf. Honum voru ekki gefin mörg starfsár, því að fyrir 13 árum fékk hann áfall og komst ekki til heilsu aftur. Kona hans Ásdís Kristjánsdóttir var stoð hans og stytta, svo þrekmikil öll hin löngu veikindaár, að aðdáun vekur. Á þessum dögum leitar hugur æskuvinanna til fagurra minninga um góða daga, þegar Ólafur Hauk- ur var ungur og hraustur, glaður og röskur. Hann var 16 ára, þegar hann orti um „Svipi haustsins“ í Skólablaðið og sagði: „Og ótal draumar fæðast í æskuglöðum hjörtum og ótal draumar bregðast og fylla lífið sorg.“ Þór Villy'álmsson Útför Ólafs Hauks fer fram frá Dómkirkjunni kl. 13.30 í dag, þriðjudag. í dag 9. maí kveðjum við lítinn frænda okkar, Axel Arnar Þorgilsson er lést af slysförum þann 1. maí þessa mánaðar. Orð eru fátækleg á svona erfiðri stundu, aðeins tíminn getur mildað og sefað þessa sáru sorg. Axel litli var aðeins 12 ára en þrátt fyrir ungan aldur var hann ein- staklega laginn í litlu höndunum sínum og hann var ekki gamall þeg- ar hann fór að laga hjólið sitt og bæta dekk á þessum nauðsynlega fararskjóta drengs sem var oft að flýta sér. Sama mátti segja um vinnubrögð- in í smíði, handbragðið eins og hjá fullorðnum manni. Það er erfitt að skilja að svona ungur drengur fullur af fjöri og lífsorku skuli vera tekinn frá okkur. En minningar um Axel litla, síbros- andi og glaðan, geymum við í hjört- um okkar og þar lifir hann. Elsku Guðrún, Gilli, Helga Rakel og litli Þorgils, Guð gefi ykkur æðru- leysi til að sætta ykkur við það sem þið fáið ekki breytt kjark til að breyta því sem þið fáið breytt og vit til að greina þar á milli. Fjölskyldan Lambastöðum ÞÆGILEG ÞJÓNUSTA HJÁ RAFMAGNYEITU REYKJAVÍKUR Nú geturþú greitt rafmagnsreikninginn þinn með sjálfvirkri og fyrirhafnarlausri millifærslu af VISA eða EUROCARD reikningnum þínum. Hafðu samband við Guðrúnu Björgvinsdóttur eða Katrínu Sigurjónsdóttur í síma 68 62 22 og gefðu þeim upp númerið á kreditkortinu þínu og málið er afgreitt, í eitt skipti fyrir öll. LÁTTU RAFMAGNSREIKNINGINN HAFA FORGANG $ RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SlMI 68 62 22 * * Olaíur Haukur Olaís- son - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.