Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 47 Olafur Ragnar Grímsson: Kennarar á Suðurvesturlandi komu saman til fiindar í Menntaskólanum við Hamrahlíð síðastliðinn laugardag til að rseða kjaramálin. Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK og varaformaður BHMR: Vonbrigði að stjómvöld vilji ekki halda áfram viðræðum „Við höfum orðið fyrir von- brigðum með að Samninganefnd ríkisins vilji ekki halda áfram með þetta verke&ii, sem er okkar sam- eiginlega verkefni, þó það sé er- fitt. Það er erfitt fyrir þessa aðila að vinna saman; trúnaðarbrestur- inn er orðinn svo mikill í gegnum árin, en það var samdóma álit allra f samninganefnd BHMR að það væri rétt að halda viðræðum SANITAS hefur, í samráði við ÁTVR, lækkað verð á Sanitas pilsner sem seldur er í verslun- Fimm sóttu um stöðu yfir- dýralæknis FIMM sóttu um stöðu yfirdýra- læknis, en umsóknarfrestur rann út 1. mai síðastliðinn. Einn umsækjandi óskar nafn- leyndar en hinir eru: Brynjólfur Sandholt héraðsdýralæknir í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Bimir Bjamason héraðsdýralæknir í Aust- ur-Skaftafellssýslu, Halldór Runólfs- son deildarlæknir hjá Hollustuvemd ríkisins og Ólafur Oddgeirsson dýra- læknir hjá Rannsóknastofu Mjólku- riðnaðarins. Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir hefur óskað eftir að verða leystur frá embætti 1. júní næstkomandi. áfram, þrátt fyrir að við gætum ekki gengið að þvf að ræða ein- ungis þær hugmyndir sem síðast komu fram og engar aðrar. Það sem meira var; okkur var ekki boðið upp á að ræða þær hug- myndir heldur bara að snyrta þær til, nánast svona prófarkalestur,“ sagði Wincie Jóhannsdóttir, form- aður Hins íslenska kennarafélags og varaformaður BHMR. um ÁTVR. Hefiir verið á einni kippu, eða sex dósum, lækkað úr 560 krónum í 450 krónur. Að sögn Rúnars Björgvinssonar markaðsstjóra Sanitas er hér um markaðsátak að ræða vegna lítillar sölu á pilsnernum hingað ta. Rúnar segir að þeir hafi raunar alltaf átt von á að salan á pilsnern- um yrði róleg til að byija með enda um veikasta bjórinn að ræða hjá ÁTVR. „Við töldum réttilega að fólk myndi fyrst leita eftir styrk- leika í bjómum meðan að nýjabru- mið væri á þessari vöru hérlendis," segir Rúnar. Hann segir ennfremur að pilsnerinn sé af sama styrkleika og dönsku tegundimar Hof og Gron en þeir bjórar séu meira drukknir vegna bragðsins en áfengismagnsins. Engin tímasetning er á því hve verðlækkunin mun vara í langan tíma. Rúnar segir að þeir ætli að sjá til hvemig markaðsátakið gengur. Hún sagði það vinnuplagg sem unnið hefði verið um helgina ekki sameiginlega smíð beggja aðila. Þau hefðu ef til vill gengið með það hug- arfar til viðræðnanna á laugardags- morgninum, en mjög fljótt hefði orð- ið ljóst að um það væri ekki að ræða. Þetta væri vinnuplagg stjómvalda en ekki formlegt gagn, sem BHMR hefði ekki einu sinni mátt eiga eintak af. „Það gekk sæmilega vel meðan við vorum að ræða almennt og óljóst um það sem við viljum gera og það má segja að þá hafi aðilar nálgast svolítið. Þegar hins vegar kemur að framkvæmdinni, setja niður tölur og dagsetningar og texta um launakerf- isbreytingu, þá gengur hvorki né rekur. Það kemur ekkert fram um lengri tíma markmið sem hönd er á festandi og við getum boðið okkar félagsmönnum að taka afstöðu til,“ sagði Wincie. Hún sagði að boðið væri upp á óljóst orðaðar yfirlýsingar um nefnd- arstörf og athuganir, sem félagamir væru hættir að taka mark á, enda hefðu þeir búið við að slík að ákvæði væru ekki virt. Aðspurð um næstu skref í kjara- deilunni, segir hún: „Við erum tilbú- in til viðræðna svolengi sem okkur eru ekki settir afarkostir og bannað að ræða um suma hluti, en leyft að ræða um aðra.“ Hún sagði að krafa þeirra væri áfram að fá á þriggja ára samnings- tíma leiðréttingu á launum sínum til samræmis við háskólamenn á al- mennum markaði, enda teldu þau sig eiga það inni hjá ríkinu sökum ákvæða þar að lútandi í fyrri samn- ingum. Þau vilji ná verulega vel á veg hvað þessa leiðréttingu varðar, en jafnframt að rannsókn fari fram á kjörum og hlunnindum háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna annars vegar og háskólamenntaðra starfs- manna á almennum markaði hins vegar, til þess að meta það í sam- eingu hvert heildar leiðréttingartilef- nið sé. Aðspurð sagði Wincie að afstaða í samninganefnd BHMR til tilboðs ríkisins hefði verið einróma. Fulltrúar verkfallsfélaganna í nefndinni hefðu kynnt hugmynd ríkisins fyrir samn- inganefndum hvers félags um sig og komið til baka með samhljóða svör. Undrandi og leiður „Ég er í senn undrandi og leiður yfir því að þessari vinnu, sem ég taldi vera sameiginlega sam- kvæmt eðli allrar samninga- ( vinnu, sé nú hent út af borðinu, og menn vi\ji byrja á byrjuninni upp á nýtt með hinar upphaflegu kröfur,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra um», slit viðræðna við BHMR. Ólafur Ragnar sagði að eftir að hafa rætt við forystumenn BHMR á laugardagsmorgun, og kynnt þeim hugmyndir að ákveðnum grundvelli til að vinna á, hafi þeir samþykkt að vinnunefndir frá báð- um aðilum Qölluðu um þær. Sá grundvöllur, sem unnið hafí verið eftir, hefði falið í sér að um væri að ræða samning til þriggja ára, og samþykkt um að taka upp nýtt launakerfi hjá ríkinu, sem byggðist á mati á menntun annars vegar og ábyrgð hins vegar, og sett væri inn ákveðin lágmarkstrygging fyrir því að þetta gæti skilað ákveðnum áfangahækkunum. Þá hefði hanif^ einnig sett fram hugmyndir um nýjan og öflugan sjóð, sem varið yrði til að fjármagna ýmis réttinda- og aðbúnaðarmál háskólamanna, og launaliði sem meðal annars tækju mið af samningum háskóla- kennara. „Ég vonast til þess að hinir fjölmennu félagsmenn BHMR leiti eftir því að kynna sér í reynd hvað fólst í þessari sameiginlegu hugmyndasmíð, sem við vorum til- búin að gera að samningi. Hvað sem nú er sagt þá breytir það því ekki^ að þama var um sameiginlega vinnu að ræða, og ég tók þátt í henni sjálfur daga og nætur með vinnuhópunum og með viðræðum við forystumenn einslega og form- lega, “ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Guðlaugnr Þorvaldsson, ríkissáttasemjari: Taldi ekki efiii til lengri fundarsetu „ÞAÐ ERU búin að vera fúndarhöld hér um helgina frá því klukkan tfu á laugardagsmorgun með stuttum hléum. Það komu fram hugmyndir f nótt frá Samninganefiid ríkisins, sem nú er komið í Ijós að BHMR getur ekki fallist á. Það liggur nú endanlega ljóst fyrir að Samninga- nefiid ríkisins er ekki reiðubúin til viðræðna á þeim grundvelli sem samninganefhd Bandalags háskólamanna vill halda áfram á,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari eftir slit viðræðna. „Eftir ítrekaðar tilraunir til þess þess að kalla saman fund ef einhver að reyna að fínna samkomulagsflöt, sleit ég fundi og taldi ekki efni til lengri fundarsetu, en kvaðst mundu hafa samband við aðila á morgun (í dag) og athuga hvort afstöðubreyt- ing hafi orðið. Ég er reiðubúinn ti| breyting verður á eða annar hvor aðila óskar þess, og ég mun að sjálf- sögðu boða fund innan hálfs mánað- ar, eins og mér ber skylda til,“ sagði Guðlaugur ennfremur. Verð á pilsner lækkar Indriði H. Þorláksson: Héldum að við værum að vinna sameiginlegar hugmyndir * \ Hvörf Á laugardagskvöldið frumsýndi íslenski dansflokkurinn Hvörf, flóra balletta eftir Hlíf Svavarsdóttur á stóra sviði Þjóðleikhússins, við undir- leik hljómsveitar undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar. Hlíf Svavars- dóttir sviðsetti alla ballettana, sem heita Rauður þráður, Innsýn I, Innsýn II og Af mönnum, en aðstoðarmaður hennar við þjálfun dansar- anna og sýninguna var Auður Bjarnadóttir. Á myndinni sjást dansar- ar-úr- Jslenska dansflokknum f-Innsýn II-.- : - - INDRIDI H. Þorláksson, formaður Samninganefiidar rfkisins, segir að um helgina hafi verið unnið sleitulaust á grundvelli hugmyndar sem flárinálaráðherra hafi kynnt forsvarsmönnum BHMR á Iaugardags- morgninum. Unnin hafi verið upp fúllburða samningsdrög, þar sem tekið var á öllum atriðum málsins og komið verulega til móts við sjónar- mið BHMR. Meðal annars hafi verið mótað samkomulag til lengri tíma þar sem unnið yrði að breytingum á launakerfinu sem hafi verið áliuga- mál BHMR og til þess ætlað ákveðið svigrúm. Einnig hafi verið gert ráð fyrir framlögum til þess að efla ýmsa starfsemi sem BHMR hafi lagt áherslu á og tengdist kjörum félaga. Þannig hafi verið tekið á Qöl- mörgum nýjum þáttum og efiiisatriðum, sem BHMR hafi haft áhuga fyrir. „Fjármálaráðherra tók þátt í þessu undir þessum væntingum. Hún kem- og stóð í þeirri trú allan tímann að ur nú og segir að þau atriði sem við verið væri að vinna sameiginlegar vorum sammála um að leggja í þetta hugmyndir sem aðilar sem að því púkk í nótt nægi ekki. Þau verði að unnu væru reiðubúnir að leggja lið halda á lofti sínum gömlu úrslitakröf- og mæla með. Því miður sýnir það um um það sem þau kalla markaðs- sig nú; þegar niðurstöður liggja fyr- laun. sem jafngildir fleirt tugurri þró- ir, að forysta BHMR stendur ekki senta. Þau eru sem sé í sama gamla farinu," sagði Indriði. Aðspurður umn næstu skref í deil- unni, sagði hann að málið væri hjá sáttasemjara. „Við gerðum okkar viðmælendum og honum grein fyrir því að við teldum ekkert tilefni til þess að fara ræða hluti sem væru * klárlega langt utan og ofan þeirra möguleika, sem á borðinu liggja. Við gerðum jafnframt grein fyrir því að við værum hvenær sem er reiðubúin til þess að Ijúka þessu verki með formlegum hætti, sem unnið var um helgina og niðurstaða lá fyrir í. Að öðru leyti er málið i höndum sátta- semjara og hann metur það hvenær hann telur ástæðu til þess að hafa samband við aðila,“ sagði Indriði.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.