Morgunblaðið - 24.05.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 24.05.1989, Síða 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 114. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hernám Israela: Shamir hafinar áskorun Bakers Lundúnum. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, hafiiaði í gær áskorun James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Israela um að þeir byndu enda á hernámið á Gaza-svæðinu og Vesturbakka Jórdanár og reyndu að ná samkomulagi við Pa- lestínumenn. „Ég álít að slíkt sé gagnslaust," sagði Shamir á fréttamannafundi í Lundúnum. Baker sagði í ræðu á mánudag að ísraelar ættu að gefa „óraunsæjar hugmyndir" um landvinninga upp á bátinn og stöðva flutninga á ísraelum til hemumdu svæðanna. Þessu hafn- Reuter Gullpálminn í Cannes Kvikmyndin Kynlíf, lygar og myndband í leikstjóm Banda- ríkjamannsins Stevens Soder- bergs var valin besta kvik- myndin á 42. kvikmyndahátíð- inni í Cannes í gærkvöldi og hlaut myndin hinn eftirsótta Gullpálma. James Spader, er fer með aðalhlutverkið í verð- launamyndinni, var kjörinn besti leikarinn í aðalhlutverki. Bandaríska leikkonan Meryl Streep var kjörin besta leikkon- an í aðalhlutverki fyrir leik sinn í_ kvikmyndinni Hróp í myrkri. Á myndinni sést Soderberg taka við Gullpálmanum. aði Shamir algjörlega. „Ég tel að þetta ágreiningsefni tengist á eng- an hátt friðartillögu okkar,“ sagði Shamir, sem var í heimsókn í Bret- landi til að afla fylgis við tillögu Israela um kosningar á hernumdu svæðunum. Samkvæmt þeim kysu Palestínumenn á hemumdu svæð- unum samningamenn er hæfu við- ræður við ísraela um bráðabirgða- stjóm og varanlegan friðarsamn- ing. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins sagði að breska stjórnin liti svo á að tillaga ísraela gengi ekki nógu langt. Hún væri enn þeirrar skoðunar að ísraelar þyrftu að láta landsvæði af hendi við Palestínumenn og að efna ætti til ráðstefnu um frið í Mið-Austur- löndum. Sjá „ísraelar og arabar sýni friðarviya" á bls. 21. Reuter * Forseti Islands íHvíta húsinu Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands hitti George Bush Bandaríkjaforseta í gær í skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu í Washington. Ræddu þau stöðu heimsmála en forseti íslands vakti máls á umhverfisvemd. ívar Guðmundsson, fréttaritari Morgunblaðsins í höfuðborg Bandaríkjanna, segir að forseti íslands hafi hlotið sérstaklega vinsamlegar móttökur hjá Bandaríkjaforseta sem bauð Vigdísi inn á heimili sitt til að hitta Barböm forsetafrú. Hafi forseti íslands dvalist lengur hjá forsetahjónunum en venja sé við slík tæki- færi. Eftir heimsóknina í Hvíta húsið var haldið til Lexington í Kentucky-ríki þar sem forseti íslands kynnti sér starfsemi Long John Silver skyndibitakeðjunnar en fyrirtækið er mikilvægur viðskiptavinur Coldwater Seafood, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfiystihúsanna. Sjá „Bush tók sérstaklega vel á móti Vigdísi" á bls. 20. Mesta valdabarátta í Kína frá andláti Maós Tsetungs: Milljón manns krefst að Li Peng segi af sér Opinberir flölmiðlar snúast einnig gegn forsætisráðherranum Fækkun langdrægra kjarnorkuvopna: Viðræður hefjast í júní Washington. Reuter. START-viðræðurnar svo- nefhdu um fækkun langdrægra kjamorkuvopna milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hefiast að nýju 19. júní næstkomandi. Skýrði James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, frá þessu í gær. Hlé hefur verið á viðræðunum meðal annars vegna endurmats nýrrar sljómar í Bandaríkjunum. Baker skýrði frá þessu á blaða- mannafundi í gær, þar sem hann ræddi um ferð George Bush Banda- ríkjaforseta til Evrópu. Tekur forset- inn meðal annars þátt í leiðtoga- Peking. Daily Telegraph. Reuter. UM EIN inilljón manna fór um götur Peking-borgar hrópandi slag- orð í gær, að sögn hinnar opinberu kínversku fréttastofu Nýju Kína. Skömmu eftir að göngunni lauk greindi fréttastofan frá því í fyrsta sinn að mótmælendur hefðu einkum beint spjótum sínum gegn Li Peng, forsætisráðherra Kína, og krafist afsagnar hans. Dagblað al- þýðunnar greindi frá því að nokkrar hersveitir, sem staðsettar höfðu verið í úthverfum Peking frá því að herlög vom sett 20. maí, hefðu verið kallaðar á brott. Mörg hundruð þúsundir náms- manna, verkamanna og jafnvel op- inberra starfsmanna gengu í gær frá austurhluta Peking að Torgi hins himneska friðar og hrópuðu: „Niður með Li Peng“ og „Dauða yfir Li Peng“. Á meðal mótmælenda voru starfsmenn kínverska ríkis- sjónvarpsins sem sögðu að hermenn hefðu náð sjónvarpsstöðinni á sitt vald og stjórnuðu útsendingum hennar. „Flestum slagorðunum var beint gegn forsætisráðherranum. Allt frá því að Li Peng fyrirskipaði herlög í sumum borgarhlutum Peking hafa fjölmenn mótmæli verið daglegur viðburður á götum höfuðborgarinn- ar,“ sagði Nýja Kína. Fréttaflutningur af árásum á for- sætisráðherrann þykir benda til þess að hann sé að verða undir í mestu valdabaráttu sem farið hefur fram í Kína frá því að Maó Tse- .fundi ríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel 29. og 30. maí næstkom- andi. I máli Bakers kom fram, að ekki hefði enn náðst samkomulag milli ríkisstjóma Bandaríkjanna og Vest- ur-Þýskalands um skammdrægar eldflaugar. Um helgina var talið að málamiðlun hefði fundist en Baker sagði að enn bæri nokkuð á milli. Hann taldi ólíklegt að ágreiningur- inn myndi spilla andrúmslofti á leið- togafundinum í Brussel. Sjá „Wörner hlynntur sam- komuíagi ...“ á bls 21 tung, fyrrum Kínaleiðtogi, andaðist 1976. Við Hlið hins himneska friðar var málningu slett á geysistóra mynd af Maó. Embættismenn brugðust siq'ótt við og strengdu dúk yfir myndina og seinna um kvöldið var nýrri mynd af formanninum komið fyrir. Námsmenn kváðust hafa komið höndum yfir sökudólgana sem þeir kölluðu æsingamenn, og tyftuðu þeir þá áður en þeim var slegpt. Á sama tíma og Li sætir ámæli í opinberum fjölmiðlum hefur staða Zhao Ziyangs, formanns kínverska kommúnistaflokksins og helsta umbótasinna í röðum valdamanna, styrkst. Orðrómur hefur verið uppi um að hann hafi verið settur af en Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, sagði á fundi með sendiherr- um Evrópubandalagsins í Peking að Zhao væri enn formaður komm- únistaflokksins. Wan Li, forseti kínverska þings- ins, sem var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum þar sem hann hitti George Bush Bandaríkjaforseta í gær, batt skyndilega enda á för sína og hélt heimleiðis í gærkvöldi. Wan, sem talinn er stuðningsmaður flokksformannsins, sagði að stjórn- völd yrðu að bregðast skynsamlega og friðsamlega við mótmælum námsmanna. Kínverskir heimildamenn í Pe- king sögðu að Wan hefði verið kall- aður heim til að stjórna_ neyðar- fundi í kínverska þinginu. Á fundin- um yrði rætt hvort lögmætt hefði verið að setja herlög í höfuðborg- inni og nýr forsætisráðherra jafnvel tilnefndur til að taka við af Li Peng. Sovéski kafbáturiim myndaður _ Moskvu. Rcutcr. ÁHÖFN sovésks rannsókna- sklps hefur tekið myndir af sovéska lq'amorkukafbátnum sem sökk fyrir norðan Noreg 7. apríl. Mælingar sýna ekki aukna geislavirkni á svæðinu. Að sögn TASS-fréttastofunn- ar náðust myndir af kafbátnum þar sem hann liggur á meira en 1.500 metra dýpi á hafsbotni. Mælingar sem gerðar voru á geislavirkni sýndu engin frávik frá því sem eðlilegt er talið á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.