Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 3

Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 3 Launavísi- talanhækk- ar um 1,3% HAGSTOFA íslands hefiir reikn- að út launavísitölu maímánaðar og reyndist hún vera 2.244 stig eða 29 stigum hærri en hún var í apríl, þegar hún var 2.215 stig. Þetta jafiigildir 1,3% hækkun á milli mánaða. Vísitalan mælir hækkun launa að meðaltali á milli mars og apríl mánaðar. Hækkunin er einkum til komin vegna samninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem giltu frá aprílbyijun. Einnig er um að ræða eldri leiðréttingar og samn- inga Félags háskólakennara. Hækkanir samkvæmt kjarasamn- ingum Alþýðusambands Islands og Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna er ekki farið að gæta í þessari vísitölu, þar sem þeir samningar gilda frá maí og koma því ekki inn í vísitöluna fyrr en í næsta mánuði. Lög um launavísitölu voru sam- þykkt undir þinglok, en launavísi- tala vegur 1/3 í grunni lánskjara- vísitölu á móti 1/3 byggingarvísi- tölu og 1/3 framfærsluvísitölu, samkvæmt reglugerð viðskipta- ráðuneytisins frá því í ársbyijun. Ný lánskjaravísitala Lánskjaravísitalan 2475 gildir fyrir júnímánuð og hefur hún hækk- að um 1,75 frá núgildandi vísitölu. Þessi hækkun vísitölunnar sam- svarar 22,8% hækkun á tólf mánaða tímabili. Hækkun lánskjaravísitölu undanfarna þijá mánuði samsvarar 23,9% verðbólgu en síðustu tólf mánuði hefur hún hækkað um Litlu ferðalangamir, þær Brynhildur, Diljá, Alexandra og Elín láta fara vel um sig í burðarrúmum á farangurskerrum á Heath- rowflugvelli í London. Fyrsta ferðalag flórburanna NÝLEGA fóm fjórburarnir úr Mosfellssveit í sitt fyrsta ferða- lag og það til Englands á sam- komu til heiðurs Patriks Steptoe, frumkvöðuls á sviði glasaftjóvgunar. Mætt vom rúmlega sex hundmð „glasa- böra“ á hátíð þessa sem haldin var í Bourn Hall í Cambridges- hire. íslensku stúlkumar eru einu glasafjórburarnir frá þessari stofnun og vöktu þær hvarvetna athygli. Að sögn Margrétar Þóru Baldursdóttur, móður telpnanna, gekk ferðin í alla staði ágætlega. „Það var talsvert rót á telpun- um eins og við mátti búast, og tvær þeirra fengu mislingabróður. Við fengum sjaldan frið fyrir ljós- myndurum og það var vonlaust að fara í búðir með þær eða keyra með þær um götur, fólk var alltaf að koma og skoða ofan í kerrum- ar. Afinn og amman og bróðir þeirra vom með okkur og við skiptumst á að sinna stelpunum. En það var ekki mikið sofið,“ sagði Margrét Þóra eftir heim- komuna. Hátíðin fór fram fyrir utan stofnunina sem er gamall kastali, og er markmiðið að halda slíkt mót á tíu ára fresti. Þar vom saman komin sex hundmð „glasa- böm“, af tæplega þrettán hundr- uð, hvaðanæva að úr heiminum, en elsta bamið, Louise Brown, 10 ára, var heiðursgestur. Athöfnin vakti athygli fjöl- miðla, og meðal annars birtist umíjöllun og myndir af íslensku fjórbumnum. „Við fómm með upptökuvélina með okkur og eig- um því fyrsta ferðalagið á mynd- bandi. En ég held að við ferðumst ekkert meira á næstunni,“ sagði Margrét Þóra að lokum. 20,7%. Hafliði Jóns- son svarar spumingiim Lesendaþjónusta Morgun- blaðsins mun næstu vikumar taka við fyrirspumum um garðyrkju. Hafliði Jónsson, fyrrverandi garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefúr góðfúslega fallist á að svara fyrirspuraum lesenda. Tekið verður á móti fyrir- spumum kl. 13-14 í síma 691100 og ennfremur má póst- senda fyrirspumir merktar: Lesendaþjónusta Morgunblaðs- ins — Spurt og svarað um garð- yrkju — Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Umíjöllun Hafliða og svör verða birt í Daglegu lfi á föstu- dögum. Gengið var að tillögum nemenda í Iðnskólanum GENGIÐ var að málamiðlunartiilögum nemenda í Iðnskólanum í Reykjavík á kennarafúndi í skólanum í gær, og vom þær síðan sam- þykktar á almennum nemendafúndi. Ekki verður um frekari kennslu að ræða í skólanum í vor og verður mat látið fara fram í öllum áföng- um þar sem gögn liggja fyrir. Gert er ráð fyrir að skólaslit verði rétt eftir næstu mánaðamót. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns nemendafélags Iðnskól- ans, verður þeim nemendum, sem ekki sætta sig við niðurstöðu úr mati eða ná ekki tilskilinni lág- markseinkunn, verður gefinn kost- ur á að taka próf. Boðið verður upp á sérstaka stoðkennslu í skólanum þessa og næstu viku, en kennsla samkvæmt stundaskrá fellur niður. Á nemendafundi í Menntaskólan- um í Kópavogi á mánudag var kos- in sjö manna nefnd nemenda sem átti fund með Ingólfi A. Þorkels- syni, skólameistara, um kröfur nemenda um frekara námsmat og tilslakanir. Að sögn Ingólfs náðist algjört samkomulag á fundinum og var það síðan lagt fyrir nemenda- fund í gær og samþykkt þar. Að sögn Ingólfs fylgdi kröfum nem- enda engin hótun um setuverkfall í skólanum, og engar kröfur hefðu komið frá nemendum um að fá að taka stúdentspróf á svipaðan hátt og ákveðið hafí verið að gera í MR. „Samkomulag var gert við stúd- entsefni í skólanum síðastliðinn föstudag, og er meginreglan sú að stúdentsefni fari í próf hér sam- kvæmt reglugerð um menntaskóla * , ■ Avöxtunarmál: Rannsókn á fjórum kærum vegna meintra lögbrota lokið RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefúr lokið rannsókn á Ijórum kæmm á hendur Ármanni Reynissyni og Pétri Bjömssyni. Kæram- ar tengjast rekstri sjóða Ávöxtunar, Ávöxtun s/f, viðskiptum tveggja fyrirtækja sem þeir Pétur og Ármann áttu hluta í, og meðferð skuldabréfa sem þeir fengu í viðskiptum. Ríkissaksóknara hafa ver- ið sendar niðurstöður rannsóknanna. Að sögn Hallvarðs Einvarðsson- ar em málin til athugunar hjá embættinu. Fleiri kærur hafa ekki borist rannsóknarlögreglunni í tengsluni við gjaldþrot Ávöxtunar. Umfangsmest málanna fjögurra og þess - sem bankaeftirlitið taldi er, að sögn Harðar Jóhannessonar lögreglufulltrúa hjá RLR, rannsókn sem hófst í framhaldi af athuga- semdum bankaeftirlitsins. Rann- sóknin beindist einkum að ráðstöf- un og meðferð fjár, sem var í vörsl- um Rekstrarsjóðs Ávöxtunar h/f og Verðbréfasjóðs Ávöxtunar h/f. Hörður Johannesson staðfesti að leitt hefði verið í ljós að talsverður hluti af fjármagni sjóðanna var bundinn hjá fyrirtækjum Péturs og Ármanns. Sú rannsókn náði síðar einnig til starfsemi Ávöxtunar s/f vera bankastarfsemi - að fólk lagði þar inn fé og fékk kvittanir fyrir inneign sem fyrirtækið tæki að sér að ávaxta. Hörður staðfesti einnig að lokið væri rannsókn á kæru frá þrotabúi Hughönnunar h/f, sem var í meiri- hlutaeign Ármanns og Péturs, vegna þess að skömmu áður en það fyrirtæki var gefið upp til gjald- þrotaskipta, á seinnihluta síðasta árs, höfðu mestallar eignir þess verið seldar. Þar var aðallega um skrifstofubúnað að ræða og var söluandvirðið, nokkur hundruð þús- und krónum. Þá barst, eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá, kæra á hend- ur Ármanni og Pétri, sem samtals áttu 45% hlutafjár í Kjötmiðstöð- inni, og Hrafni Bachmann, aðaleig- anda og framkvæmdastjóra þess fyrirtækis, frá aðilum sem snemma á síðasta ári keyptu annað tveggja dótturfyrirtækja Kjötmiðstöðvar- innar, Veitingamanninn h/f. Þar voru seld tæki, að verðmæti 2-3 milljónir króna, sem fengin höfðu verið með kaupleigu og voru því ekki eign Veitingamannsins. Tækin voru engu að síður seld með Veit- ingamanninum snemma á síðasta ári en Kjötmiðstöðin hélt fyrst um sinn áfram að greiða kaupleigufyr- irtækinu afborganirnar. Ásamt hinu dótturfyrirtækinu, Kjötvinnslu Kjötmiðstöðvarinnar við Vitastíg, var einnig selt tæki sem fengið hafði verið á kaupleigu, en kæra hefur ekki borist vegna þeirra við- skipta, að sögn Harðar Jóhannes- sonar. Fjórða kæran á hendur Ármanni Reynissyni og Pétri Bjömssyni er frá aðila sem lét af hendi við þá 6-7 miljón króna skuldabréf í við- skiptum. Sá taldi að skuldabréfun- um hefði verið ráðstafað með öðrum hætti en um var verið samið og taldi sig hlunnfarinn. Að sögn Harðar Jóhannessonar er rannsóknum allra málanna lokið og hafa göng verið send ríkissak- sóknara. Hjá Hallvarði Einvarðs- syni ríkissaksóknara fengust þær upplýsingar að hjá embættinu væri verið að yfirfara gögnin og kanna hvort einhveijir þættir málanna þörfnuðust frekari rannsóknar. sem enn er í gildi, en þar segir að nemandi hafi lokið stúdentsprófi þegar hann hefur gengið undir loka- próf í öllum námsgreinum. Flest stúdentsefni fara í próf nú í vor og verður síðasti prófdagur 3. júní. Það er engin menntun hér á útsölu og við gefum ekki stúdentspróf," sagði Ingólfur. Að sögn Þórunnar Hönnu Hall- dórsdóttur, varaformanns nem- endaráðs Menntaskólans á Laugar- vatni, era nemendur í 1. til 3. bekk þar mjög óánægðir með tilhögun námsloka í skólanum, en þeir gerðu kröfur um að sama fyrirkomulag yrði viðhaft og í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún segir kennara skólans hafa neitað því, og nemend- ur væra skyldugir til að mæta í öll próf. Einkunnir í öðram fögum en stúdentsfögum skiptu þó ekki máli, ef nemendur hefðu náð lágmarks- einkunn á haustönn. Í Kvennaskólanum hófust próf í gærmorgun, og að sögn Aðalsteins Eiríkssonar, skólameistara, hafa allir nemendur að örfáum undan- teknum skráð sig í próf og mat eftir þeim reglum sem settar hafa verið. Hann sagði nokkra nemendur standa í þeirri meiningu að þeir ættu í einhverjum samningaviðræð- um við hann, en það væri á mis- skilningi byggt. Ingi R. Ingason, einn af kjörnum fulltrúum nemenda í viðræðum við skólameistara, sagði í samtali við Morgunblaðið að á fundi með skólameistara í gær hefði verið lögð fram tillaga, þar sem verulega hefði verið dregið úr fyrri kröfum þeirra, og væri von á svari við henni í dag. Hann sagði að kenn- arar hefðu spillt fundi nemenda á mánudag, og grafið undan sam- stöðu þeirra með því að fá þá til að gera prófval fyrir fundinn, en með því hefði verið grafið undan starfi þeirra fulltrúa nemenda, sem átt höfðu í viðræðum við skóla- meistara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.