Morgunblaðið - 24.05.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.05.1989, Qupperneq 4
i MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1989 Erlendu ísfískmarkaðirnir: Mínna þorskframboð o g lægra meðalverð ÚTFLUTNINGUR á ísuðum þorski til Bretlands fyrsta þriðjung ársins varð 10.046 tonn, sem er um 2.500 tonnum minna en á síðasta ári. Samdrátturinn er um fimmtungnr, en þrátt fyrir hann hefur meðalverð í pundum lækkað og hefiir það ekki verið lægra umrætt tímabil í Qög- ur ár. Útflutningur á ísuðum karfa til Þýzkalands hefiir hins vegar aukizt úr 8.327 tonnum í 9.379 tonn eða um 1.000 tonn. Um leið hefur verðið hækkað talið í mörkum og hefiir aldrei verið hærra. Skýringar á þessum breytingum eru meðal annars taldar lakari gæði en undanfar- in ár. Utflutningur á ísuðum þorski hef- ur farið vaxandi síðustu ár þar til nú. Skýring á því er að hluta til minni kvóti. 1986 var útflutningur- inn fyrstu fjóra mánuði ársins 7.798 tonn, meðalverð 90 pens, árið eftir varð hann tæp 12.000 tonn, meðal- verð 94 pens og í fyrra 12.553 tonn, meðalverð 91 pens á kíló. Lægst á þessu ári hefur meðalverðið farið niður í 73 pens en hæst í 1,22 pund. Flutningurinn skiptist nú jafnar á vikur en áður, hann hefur aldrei far- ið yfir 900 tonn í viku og minnstur orðið 213 tonn. Síðustu ár hefur út- flutningur á ísuðum þorski til Bret- lands 4 til 6 sinnum farið yfir 1.000 tonn á viku og mest í tæp 1.400 tonn. Við svo jafnan útflutning sam- fara samdrætti hefði mátt ætla að verð héldist hátt, en svo hefur ekki verið. Vilhjálmur Vilhjálmsson, starfsmaður LÍÚ, segir skýringarnar vafalaust margar og sumar óljósar, enn að minnsta kosti. Menn hafi þó talað um lakari gæði, hlýindi og hægvirði, sem auka sókn og afla heimabáta. Þá virðist, sem fisk- vinnsla í Bretlandi kaupi ekki ísaðan fisk á mörkuðunum á eins háu verði og áður. Sala á ferskri ýsu í Bretlandi hef- ur vaxið verulega síðustu árin, nær tvöfaldazt síðan 1986. Nú hafa fyrsta ársþriðjunginn verið flutt utan 5.194 tonn og er meðalverð 1,07 pund á kíló. Sama meðalverð var í fyrra, 1,14 pund 1987 og 1,01 1986. Meðal- verð fyrir kola er hærra nú en áður, en útflutningur er minni. Karfasala í Þýzkalandi hefur aukizt og verð hækkað. 1986 voru flutt þangað 6.777 tonn fyrsta árs- þriðjunginn 1986, meðalverð 2,54 mörk, en nú 9.379 tonn að meðal- tali fyrir 2,79 mörk. Skýringin er talin minna framboð frá öðrum og því vaxandi eftirspum. Útflutningur á ufsa er 50% meiri en i fyrra og verð heldur lægra, en umtalsverðar sveiflur hafa verið á ufsasölunni undanfarin ár. Magn hefur sveiflazt á milli 847 tonna upp í 2.621. VEÐUR IDAGkl. 12.00. Heimild: Veðurstofa islands á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 24. MAI YFIRLIT í GÆR:Skammt út af Vestfjörðum er 998 mb lægð á leið norðaustur. önnur lægð um 996 mb djúp yfir Melrakkasléttu á hrwfingu norður. Um 1.200 km suður af landinu er 1.027 mb hæo, sem þokast austnorðaustur. Veður fer heldur kólnandi. SPÁ:Suðvestan 5—6 vindstig og slydduvél um vestanvert landið en annars þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG:Vestan- og suðvestan- átt. Skúrir við norður- og vesturströndina, annars þurrt og víða bjart veður. Hiti 4 til 8 stig um vestanvert landið, en 6 til 12 stig um landið austanvert. TÁKN: Heiðskírt y' Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / r / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * •j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius \j Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, » Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veöur Akureyri 9 skýjað Reykjavík 6 skúr Bergen 19 lóttskýjað Helslnki 22 skýjað Kaupmannah. 17 léttskýjað Narssarssuaq 3 léttskýjað Nuuk +2 snjókoma Osló 21 skýjað Stokkhólmur 24 hálfskýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 24 helðskírt Barcelona 24 alskýjað Berlfn 22 heiðskfrt Chlcago 16 léttskýjað Feneyjar 23 léttskýjað Frankfurt 23 heiðskfrt Glasgow 20 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Las PalmaB 25 iéttskýjað London 28 léttskýjað Los Angeles 13 helðskfrt Lúxemborg vantar Madrfd 18 súld Malaga 19 rigning Mallorca 26 hélfskýjað Montreal 14 alskýjað New York 18 alskýjað Orlando 22 heiðskfrt Parfs 26 léttskýjað Róm 22 þokumóða Vín 17 léttskýjað Washington 19 alskýjað Winnipeg vantar Morgunblaðið/Björn Blöndal Vorhreingerning í Leifsstöð Gluggarnir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru bæði margir og stór- ir og veitir ekki af öflugum tækjabúnaði við hreinsun þeirra. Um daginn var vorhreingerning og gekk verkið bæði f^jótt og vel enda notuð kraftmikil tæki við verkið. Austurlandsvegur: Lægsta tilboð helm- ingur af því hæsta MEIRA en helmings munur var á lægsta og hæsta tilboði í lagn- ingu tveggja vegarkafla á Aust- urlandsvegi í Suður-Múiasýslu en tilboðin voru opnuð hjá Vega- gerðinni í vikunni. Lægsta tilboð- ið á Guðmundur Björgólfsson á Breiðdalsvík, 24,5 milfjónir kr., sem er 64,3% af kostnaðaráætlun en hún var 38,1 mil\jón kr. Hæsta tilboðið er 50,9 miHjónir kr., sem er meira en tvöfalt meira en lægsta boð. Vegurinn sem leggja á er sam- tals 15 km. Annars vegar er um að ræða veginn á milli Fossárvíkur og Framness, 12 km., og hins veg- ar á milli Merkis og Valtýskambs, 3 km. Verkinu á að vera lokið 1. júlí 1990. Níu verktakar buðu í verkið, allir austfírskir. Skákmótið í Moskvu: Stórmeistaraáfangi í augsýn hjá Hannesi HANNES Hlífar Stefánsson vant- ar einn vinning í stórmeistaraá- fanga úr síðustu tveimur skákum sínum á skákmótinu í Moskvu. Hann vann ungverska stórmeist- arann Csom í 7. umferð mótsins og er með 4!á vinning. Margeir Pétursson vann Grlinberg frá Austur-Þýskalandi og er með jafii- marga vinninga og Hannes, en Helgi Ólafsson gerði jafntefli við Dlugy fró Bandaríkjunum og er með 4 vinninga. Tveir Sovétmenn, Akopjan og Gavrikov, eru ej-owi á mótinu með 5Mt vinning, en Dolmatov er með 5 vinninga og unna biðskák. Með 5 vinninga eru Pigusov, Vladimirov, Halisman, Popovic og Tunic, en með 414 vinninga og biðskák eru DeFirmian, Vaisder og Gelfand. Hannes og Margeir eru í hópi 18 skákmanna með 414 vinning. Mótinu lýkur á fímmtudag, en íslendingunum hefur verið boðið á annað mót sem hefst í Moskvu þeg- ar þessu lýkur. Er Hannes að íhuga að þiggja boðið. Ljóðabók eftir Þor- stein frá Hamri KOMIN er út hjá Iðunni ný jjóða- bók eftir Þorstein frá Hamri. Nefhist hún Vatns götur og blóðs. Bókin skiptist i Qóra meginþætti og hefur að geyma fjörutíu og eitt Uóð. I kynningu útgefanda á bókinni segir svo: „Ekkert er sem sýnist“ gætu verið einkunnarorð um skáld- skap Þorsteins frá Hamri. Tök hans á ljóðmáli sínu eru löngu orðin nán- ast óbrigðul og svo persónuleg að ekki verður um villst. Umhugsun um rætur menningar okkar verður æ áleitnari í Ijóðum hans og hvarvetna finnur hann leynda þræði, líftaugar sem ekki mega rofna. Til er jafnvel svo veikur þráður „að hann hrekkur í tvennt ef talað er um hann“. í sam- ræmi við þetta eru ljóð Þorsteins full af dulum tilvísunum sem les- andinn áttar sig því betur á sem hann les oftar. Sá mannheimur sem ljóðin lýsa er vissulega andstæður ýmsum þeim straumum sem flæða um yfirborð samtímalífs. í skáldskap Þorsteins frá Hamri getum við ekki aðeins fengið veður Þorsteinn frá Hamrí af hvaðan við erum runnin, „eftir vatns götum og blóðs“, heldur einnig fundið margt sem launvitundinni verður til skemmtunar og örvunar. Tryggvi Ólafsson gerði kápu bók- arinnar. Bókin er prentuð í Odda.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.