Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 15

Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 24. MAÍ 1989 15 Fossvogsbraut hlýtur að koma eftir Jón Ármann Héðinsson Deilan um fyrirhugaða Foss- vogsbraut er orðin að stórmáli, eftir að bæjarstjórn Kópavogs tók þá furðulegu ákvörðun að segja samningnum um þessa umdeildu vegalögn" einhliða upp. Þetta eru vinnubrögð, sem ég lýsi algjörri andstöðu við og geta ekki verið til góðs fyrir Kópavogsbúa. Það er flestum velkunnugt að fjárhagstaða bæjarfélagsins er mjög slæm og tilvalið tækifæri að „gleyma“ umræðu um hana og æsa upp til átaka og átthagarígs með viðkvæmu máli. Þegar staða bæjar- sjóða Kópavogs er orðin slík, að starfsmenn verða oft að leggja fram úr eigin vasa peninga, svo ekki komi til vandræða við rekstur, þá skyldi maður ætla að það stæði öllum bæjarfulltrúum nær að taka þessi mál föstum tökum og jafn- framt leitast við að ná samkomu- lagi í deilunni um hugsanlega Foss- vogsbraut. Bæjarstjórn hafði veitt íþróttafé- Iögunum lóð á allt öðrum stað og voru menn sáttir við það eða í Fífu- hvammslandi (beint fyrir botni Kópavogs). Skyndilega er þessu breytt og boðið upp á nýja úthlut- un. Svæði fýrir íþróttafélag Kópa- vogs var fundinn staður í nánd við Snælandsskólann. ÍK á rætur sínar á þessu svæði og tóku þeir boðinu, en voru áður að því er mér virtist vel ánægðir með fyrri úthlut- un og samstarf við Handknatt- leiksfélag Kópavogs. ÍK og HK ætluðu að starfa saman að um- fangsmikilli uppbyggingu á Fífu- hvammslandinu. Síðari úthlutun bæjarstjórnar Kópavogs kemur í veg fyrir það samstarf. Lítum nú nánar á Fossvoginn og dalinn þar inn af. Hvernig land er þama? Langmestu leyti mýrlent og mjög rakt, næstum blautt og þverskorið af að minnsta kosti 8 þverskurðum til að vatn sigi sæmi- lega fram í einum stórum skurði á „landamærunum". Hvað þýðir þetta? Jú, niður á fast er örugglega víða 3/2—5 metrar. Gífurlegur kostnaður er að ræsa landið fram alla leið til sjávar. Haldi Kópavogs- samþykktin, verður bæjarsjóður að kosta þessa framkvæmd einhliða og „tapa“ jafnvel í það hundruðum milljóna að óþörfu. Ekki getur nokkrum manni dottið í hug, að Reylqavík komi til móts við holræasagerð, sennilega nokkuð á þriðja kílómetra, með Kópavogi eft- Alþjóðlegur minningardag- ur um alnæmi EFNT verður til minningarguðs- þjónustu í Langholtskirkju, sunnu- daginn 28. maí, um þá sem látist hafa af völdum alnæmis. Guðs- þjónustan hefst.kl. 11.00. Prestur er séra Sigurður Haukur Guðjóns- son en séra Jón Bjarman predikar. Minningarathafnir um þá sem lát- ist hafa af þessum sjúkdómi eru orðnar að árlegum viðburði um allan heim en auk þess að minnast látinna er tilgangurinn sá að styðja smitaða og sjúka, fjölskyldur þeirra og vini, og að efla samstöðu þeirra sem láta sig málefnið einhveiju varða. Þetta er í fimmta sinn sem Alþjóðlegi minn- ingardagurinn er haldinn og taka íslendingar nú þátt í honum í fyrsta sinn. Minningarguðsþjónustan er haldin að frumkvæði Samtaka áhugafólks um alnæmisvandann og Samtakanna ’78 og vilja þau með henni gefa öllum tækifæri til að opna hugann, syrgja og sameinast í baráttunni við sjúk- dóminn alnæmi. (Fréttatilkynning) ir þetta upphlaup. Á þetta er ekki minnst í umræðunni hjá bæjarstjóra Kópavogs, sem virðist ekki hafa annað að gera en koma fram með einhliða sjónarmið í málinu. Ennfremur verðum við að muna það, að engin leið er að gera not- hæfan nútíma íþróttvöll, nema að skipta alveg um jarðveg og dugar þá lítt ein milljón, þótt góð sé, frá bæjarsjóði Kópavogs. Einnig er vonlaust að reisa íþróttahús nema mikill gröftur komi til áðurog fram- ræsla lands. Landnýting í hvaða formi sem er þarna þarf því verulegan undir- búning og því fylgir mikill kostnað- ur. Samstarf um landnýtingu er forsenda fyrir því að vel takist til milli aðilanna, Kópavogs og Reykjavíkur. Fyrst þegar ég heyrði um vænt- anlega Fossvogsbraut taldi ég þetta óþarfa og vart nokkra nauðsyn. Nú hefi ég búið rétt um 10 ár Kópa- Jón Ármann Iléðinsson vogsmegin á Birkigrund 59 (í um 100 metra fjarlægð frá skógaijaðr- inum). Mér er nú löngu vel ljóst að Fossvogsbrautin hlýtur að koma vegna mistaka fyrir löngu í skipulagsmálum Kópavogs. Það mætti hafa um þetta langt mál, en hér gefst ekki svigrúm til þess. Að knýja mörg þúsund íbúa neðan (dalsmegin) við Nýbýlaveg til þess að aka inn á hann, er fjar- „Það yrði báðum aðil- um til sóma að ná sátt- um í málinu og tryggja bestu hugsanlegu nýt- ingu svæðisins sem úti- vistarsvæðis ogeinnig sem óhjákvæmilega samgöngubót fyrir allt Stór-Reykjavíkursvæð- ið. stæða fyrir alla framtíð. Það sýndi sig best í vetur og hafði reyndar gert það fýrir fjórum og fímm árum áður í snjóalögum. Er þá einhver lausn í málinu til? Já, ég vil halda því fram og hún sérdeilis jákvæð fyrir Kópavog og sparar Kópavogsbúum hundruð milljóna króna í framtíðinni. Þessi lausn er að ganga til samstarfs um lögn brautarinnar og hafa þar á sín eðlilegu áhrif og einnig að fylla upp sjávarmegin við Fossvogsnesti verulega út í sjó- inn, til dæmis 300—400 metra, og hafa þar einskonar „miðstöð“ eða hringakstur til Reykjavíkur og í vesturbæ Kópavogs. Þetta jafiiaði verulega álag á Nýbýla- veginn að Dalbrekku og innakst- ur á Kringlumýrabraut til Reyþjavíkur. Það verður að grafa Fossvogsbrautina niður að langmestu leyti og síðan þekja yfir hana og þá sér enginn annað en að svæðið sé ein heild eins og menn vilja að það verði til útivistar um alla framtíð. Áætlun um þetta verk þarf -að setja í gang sem fyrst og t.d. miða við að allt verði búið um aldamót. Það yrði báðum aðilum til sóma að ná sáttum í málinu og tryggja bestu hugsanlegu nýtingu svæðisins sem útvistarsvæðis og einnig sem óhjá- kvæmilega samgöngubót fyrir allt Stór-Reykjavíkursvæðið. Við skattgreiðendur Kópavogs- bæjar vil ég segja þetta: Við getum ekki sætt okkur við þvermóðsku og hroka á báða bóga, sem kemur til með að kosta okkur ótaldar hundr- uðir milljóna í framtíðinni. Þetta bið ég fólk að íhuga rólega og æs- ingalaust. Eða endar málið þannig vegna frumhlaups bæjarstjómar Kópavogs, að menn skrifí eitt orð í dagbókina, þegar hún hrökklast frá: landhreinsun? Höfundur er fyrrvenmdi alþingis- maður. Þetta er Anton. Hann er tveggja og hálfs árs. Föt hans eru mikilvæg. Ekki aðeins fyrir myndatökuna, heldur alltaf. Til þess að hann geti ærsl- ast og leikið sér, verða fötin að vera þægileg. Ef hann dettur og fær gtasgrænu á hnéð, verða buxurnar að þola þvott og það oftar en einu sinni. Og verði honum heitt, verður skyrtan að geta „and- að” og má ekki loða við húð- ina. Föt Antons eru öll úr hreinni (100%) bómull sem þola daglega meðferð í þvottavélinni. Skyrtan er með litlum kraga og stuttum ermum. Axlaböndin á köflóttu bux- unum eru stillanleg og mjúka peysan er með mynd af bíl að framan og rúnnuðu háls- máli. Öll fötin eru saumuð með Polarn Sc Pyret vandvirkni. Saumarnir hvorki hlaupa né vindast. Teyjan hvorki snýst né ofteygist. Allir hnappar vel festir og rennilás sem endist. Þannig getur Anton áhyggjulaus leitt mömmu, farið heim og haldið áfram að leika sér í Polarn & Pyret fötunum sínum. Polarn&Pyret KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 681822, OPIÐ MÁNUD.-FÖSTUD. KL. 10:00-19:00, OG LAUGARD. KL. 10:00-16:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.