Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 17 Er Veröld ekki komin til að fara? „Viðskiptavinir ferða- skrifstofanna hljóta að velta fyrir sér trausti og afli þeirra sem þeir velja að skipta við. Ekki hvað síst á þetta við á óvissutímum eins og þeim sem nú ríkja á ferðamarkaðinum, þar sem ekki verður spurt að upphlaupum heldur leikslokum." eftir Önnu Guðnýju Aradóttur Ummæli sem ég lét falla á dög- unum um að ferðaskrifstofur á íslandi væru allt of margar og þeim ætti eftir að fækka hafa valdið miklum taugatitringi hjá sumum forsvarsmönnum ferða- skrifstofanna. Þetta mátti meðal annars sjá á varnarræðu Andra Ingólfssonar hjá Ferðamiðstöðinní Veröld sem birtist í Morgunblaðinu 12. maí. Titringur hjá þeim veiku Mér virðist sem titrings gæti helst hjá þeim sem eru veikastir fyrir og hafa mesta ástæðu til að ætla að ekki sé bjart framundan. Hinir hafa ekki gert sér reílu út af spá minni um fækkun ferðaskrif- stofa. í mínum huga er enginn vafi á því að sú mynd sem ég dró upp er byggð á skynsamlegum rökum hvað sem keppinautarnir segja, enda skulum við spyrja að leikslokum. Það styður kenningu mína að síðan ég lét umrædd orð falla hefur það gerst að Ferðaskrifstofan Saga hef- ur hætt við allt leiguflug sitt til Spánar og Pólaris hefur einnig sagt upp leiguflug sínu til Spánar og verður ekki með neitt leiguflug í sumar frekar en Saga. Pólaris mun hins vegar kaupa sæti í leiguflugi Samvinnuferða. Valt er veraldar gengi Svo segir fornt íslenskt spak- mæli og í Morgunblaðsgrein sinni segir Andri Ingólfsson m.a.: „Fyrir- tæki verða að afla meira en þau eyða til að geta haldið lífi“. Þetta er svo sannarlega rétt. Spurningin er einmitt hvort Veröld takist að afla meira en hún eyðir, en góður þarf sá afli að verða, annars óttast ég að Veröld sé frekar komin til að fara en vera og þá gæti hún farið veg allrar veraldar. Fagleg úttekt En það þjónar eflaust litlum til- gangi að við Andri séum að skrif- ast á í blöðum út af þessu máli því við erum auðvitað hvorugt hlut- Anna Guðný Aradóttir laust. Lítum frekar á faglega úttekt hlutlauss blaðamanns hjá DV sem birtist um ferðaskrifstofumar þann 9. maí. Þar sagði Jón G. Hauksson, blaðamaður og viðskiptafræðingur m.a. í fréttaljósi: „Flestir em á þeirri skoðun að Anna Guðný hafi ekki hitt naglann á höfuðið hvað þetta ár snertir. Hins vegar gæti spá hennar í stómm dráttum orðið að vemleika á næsta ári eða því þamæsta“. Blaðamaðurinn segir að spá mín um uppstokkun verði ekki að vemleika fyrr en á næsta eða þarnæsta ári en segir samt að hún muni rætast. Einungis spurning um tíma. Hveijir eru traustir? í áhættusömum rekstri eins og ferðaskrifstofurekstri skiptir fjár- hagsleg staða og fjárhagslegur bak- gmnnur viðkomandi fyrirtækja miklu máli. Þar er um að ræða ör- yggisatriði fyrir viðskiptavini ferða- skrifstofanna, sjálfa farþegana. Lítum á hvað segir í hinni fag- legu úttekt blaðamannsins um þetta: „En hvað gerist þá eftir þetta ár? Verður þetta ár hinna löngu hnífa og hvaða ferðaskrifstofur lifa þá hina löngu hnífa af? í því sam- bandi benda ferðaskrifstofumenn á þá bakhjarla sem ferðaskrifstofu- urnar hafa. Samvinnuferðir hafa launþegahreyfinguna á bak við sig. Úrval hefur Eimskip og Flugleiði og Útsýn hefur Þýzk-íslenzka. Ljóst er að þessar ferðaskrifstofur hafa sterkustu bakhjarlana og því hljóta þær allar að þola erfitt ferðaár að þessu sinni“. Er ávöxtunarfyrirtæki bakhjarl Veraldar? En þá má spyija: Hverjir em bakhjarlar Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar? Að því er best er vitað em eigendur hennar tveir ungir menn, og einnig ávöxtunarfyrir- tækið Hagskipti. Kannski finnst viðskiptavinum Hagskipta nauð- synlegt að fá vitneskju um hvort fé þeirra sé „ávaxtað" í áhættusöm- um ferðaskrifstofurekstri Veraldar. Viðskiptavinir ferðaskrifstofanna hljóta að velta fyrir sér trausti og afli þeirra sem þeir velja að skipta við. Ekki hvað síst á þetta við á óvissutímum eins og þeim sem nú ríkja á ferðamarkaðnum, þar sem ekki verður spurt að upphlaupum heldur leikslokum. Höfiindur er framkvæmdastjóri Útsýnarh/f. FYRSTA FLOKKS BANKAÁBYRGÐIR Áhættufé - Fasteignaviðskipti - Fjórmögnun viðskipta - Bankaábyrgðir og aðstoð við ábyrgðir vegna hvers kyns framkvæmdaáætlana. Engin umboðslaun fyrr en fé erfengið. Miðlarar eru verndaðir. UMBOÐSMANN þarf til að skapa tengsl fyrir okkur til að framkvæma fjár- mögnun. Vinsamlegast skrifið til okkar áensku. VENTURE CAPITAL CONSULTANTS Investment Bankers 16311 Ventura Blvd., Suite 999, Encino, California 91436, U.S.A. Telex: 651 355 Vencap LSA . Fax nr.: (818) 905-1698 Sími: (818)789-0422 SJONVARPH) MEÐ FORYSTU - enda miðill allra landsmanna. Sjónvarpsnotkun um landið allt, fimmtudaginn 18. maí. Athyglisverðar upplýsingar fyrir auglýsendur! 19-19:30 19:30-20:00 Dagana 17.-18. niaí kannaði SKÁÍS sjónvarpsnotkun um landið allt. Mæld voru sex 30 mínútna tímabil hvorn dag. Eins og þetta dæmi ber með sér nýtur Sjónvarpið yfirburðavinsælda. SJONVARPIÐ ekkert rugl. 20-20:30 20:30-21:00 21-21:30 21:30-22:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.