Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 18

Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 Sölufélag garðyrkjumanna: Tæplega 60 millj. kr. tap á síðasta ári Á aðalfundi Sölufélags Garðyrlqumanna, sem haldinn var á föstu- daginn, kom fram að tæplega 60 milljóna kr. tap varð á rekstri félagsins á síðastliðnu ári. Að sögn Amar Einarssonar, stjórnar- formanns Sölufélagsins, er yóst að gripa verður til veralegra að- haldsaðgerða í rekstri félagsins, en hann sagði að ekki hefðu ver- ið teknar ákvarðanir um með hvaða hætti það yrði gert. Öm sagði að stjóm Sölufélags- um skeið, heldur hefur grænmetið ins hefði fengið góða stuðnings- yfirlýsingu frá framleiðendum um að þeir muni standa með stjóm- inni í þeim aðgerðum sem gripið verður til. Ákvarðanir um í hveiju þær verða fólgnar yrðu þó ekki teknar fyrr en ráðinn hefði verið nýr framkvæmdastjóri Sölufélags- ins, en fýrrverandi framkvæmda- stjóri lét af störfum um síðustu mánaðamót. Uppboð hafa ekki farið fram hjá uppboðsmarkaði Sölufélagsins verið selt á föstu verði. Sagði Örn það vera í athugun hvort uppboð yrðu tekin upp á nýjan leik, en uppboðsmarkaðurinn hefði komið þokkalega út sem sjálfstæð rekstr- areining á síðasta ári. Stjóm Sölufélags garðyrkju- manna var öll endurkjörin á aðal- fundinum, en í henni eiga sæti auk Amar þeir Bergþór Úlfarsson, Rúnar Baldursson, Ámi Guð- mundsson og Georg Ottósson. Vegagerð gerir umferðarkönnun Vegagerð ríkisins mun standa fyrir umferðarkönnunum á tveimur stöðum fimmtudaginn 25. maí og laugardaginn 27. maí. Staðirair sem um er að ræða eru vegamót Akranesvegar og Vesturlandsvegar og Suður- landsvegur í námunda við Litlu kaffistofuna. Tilgangurinn með þessum könn- unum er sá að afla upplýsinga sem að gagni koma við að meta umferð um hugsanleg jarðgöng undir Hval- §örð. Með könnuninni við Akranes- vegamót fást einkum upplýsingar um tvennt. í fyrsta lagi gerir vitn- eskja um upphafs- og ákvörðunar- stað ferðar kleift að meta hve stór hluti umferðarinnar myndi hafa gagn af göngunum. Í öðru lagi fást upplýsingar um samsetningu um- ferðarinnar, þ.e. hvernig hún skipt- ist í flokka eftir aksturserindum. Ef jarðgöngin verða að veruleika verður vegalengdin milli Reykjavík- ur og svæðisins sem Akranes og Borgames tilheyra svipuð þeirri vegalengd sem í dag er milli Reykjavíkur og þéttbýlisstaða á Suðurlandi. Því er ekki ijarri lagi að álykta að umferð um göngin kunni að verða svipuð að samsetn- ingu og núverandi umferð á Suður- landsvegi. Öflun upplýsinga um Slitlag á 150 kílómetra ALLS bætast 150 kílómetrar af bundnu slitlagi við vegakerfið hér á landi í sumar og verða það margir mislangir bútar eftir því sem Jón Rögnvaldsson yfirverk- fræðingur hjá Vegagerðinni sagði I samtli við Morgunblaðið. Þá verða bútarair dreifðir um land allt og ógerningur að segja að meira væri í einum landshluta en öðrum. Lengstu kaflarnir verða um 7 kilómetra langir, en þeir stystu nokkur hundruð metrar. Jón sagði enn fremur, að vega- lagningin myndi hefjast á næstunni enda veitti ekki af, sumarmánuðim- ir rétt dygðu til að Ijúka við verkefn- in. Bjóst Jón við því að verkinu yrði lokið nærri mánaðamótum ágúst og september. samsetningu umferðar á Suður- landsvegi er því meginmarkmið könnunarinnar sem þar er fyrir- huguð. Framkvæmd þessara kannana er með þeim hætti að allar bifreiðir sem koma að athugunarstöðunum eru stöðvaðar og bflstjórar spurðir nokkurra spuminga. Vegagerðin vonast til að vegfarendur sem leið eiga um umrædda staði taki starfs- mönnum vel og biðst velvirðingar á töfum sem kunna að hljótast af þessum sökum. 0 Morgunblaðið/Sverrir Frá kynningu á landshappdrætti Ataks í landgræðslu. Á myndinni eru talið frá vinstri: Baldvin Jónsson, Sigurður Helgason, Arai Gestsson, og Árai Reynisson, en auk þeirra á Ingimundur Sigfus- son sæti í framkvæmdanefiid Átaks til landgræðslu. Landshappdrætti vegna átaks í landgræðslu til þeirra verkefna sem brýnust hveiju sinni. teljast ÁTAK í landgræðslu mun á næstunni standa fyrir landshapp- drætti til styrktar Landgræðslu ríkisins, og verða happdrættis- miðar sendir til allra íslendinga á aldrinum 16 til 75 ára í næstu viku. Stærsti vinningur happdrættisins er einbýlishús, sem stað- setja má hvar sem er á landinu, en auk þess verður dreginn út fjjöldi annarra vinninga, og er heildarverðmæti þeirra um 25 milljónir króna. Dagana 10.—18. júní, að þjóð- hátíðardeginum undanskildum, verða dregnir út sérstakir bfla- vinningar í stuttum þáttum fyrir kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins. Helstu fjárhagslegir bakhjarlar happdrættisins eru Búnaðarbank- inn, Sjóvá-Almennar tryggingar, Prentsmiðjan Oddi, Flugleiðir, Jöfur, Loftorka og Bátasmiðja Guðmundar Lárussonar Hafnar- firði. Átaki í landgræðslu er ætlað að ná yfir þriggja ára tímabil, og er markmið þess að afla flár til að styðja vel við uppgræðslu landsins. Á því ári sem liðið er síðan átakinu var hleypt af stokk- unum hafa safnast nokkrar millj- ónir króna og verður fénu varið í samráði við Landgræðslu ríkisins í því átaki sem framundan er verður leitað til allrar þjóðarinnar um fé til að græða landið. Er þess vænst að með því fé sem safnast í happdrættinu verði ráð- stöfunarfé Landgræðslunnar að raungildi það sama í ár og það var í fyrra, en það svaraði til rúm- lega 6 þúsund tonna af áburði, ef öll opinber fjárveiting til Land- græðslunnar væri notuð til áburð- arkaupa. Með sameiginlegu átaki allra landsmanna er því gert ráð fyrir að hlutur almennings verði um 15% af ráðstöfunarfé Land- græðslunnar. Að sögn Sveins Runólfssonar, landgræðslustjóra, hefur sá misskilningur verið út- breiddur að Landgræðslan fái til ráðstöfunar fjármagn vegna sölu plastpoka í verslunum landsins, en svo væri ekki. Landvemd inn- heimti það íjármagn og veiji því eftir eigin ákvörðunum, sem væru óháðar Landgræðslu ríkisins og Átaki í Landgræðslu. Upphaf Átaks í landgræðslu má rekja til aðalfundar Félags íslenskra stórkaupmanna í byijun árs 1988, en þar var samþykkt samhljóða tillaga Áma Gestsson- ar forstjóra, þess efnis að félagið minntist 60 ára afmælis síns með því að gangast fyrir átaki til að- stoðar Landgræðslunni, og jafn- framt yrði reynt að fá til liðs önn- ur félagasamtök og fyrirtæki inn- an verslunar og viðskipta. Stofnuð var framkvæmdanefnd undir for- ystu Áma, en í henni eiga sæti Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf, Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, Ámi Reynisson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra stórkaupmanna og Baldvin Jónsson, auglýsingastjóri. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, er vemdari Átaksins. Sjómenn og útgerð kreflast 8% hækkunar almenns fiskverðs ÚTGERÐ og sjómenn fara fram á sambærilegar hækkanir á fisk- verði og samið hefiir verið um við megninþorra launþega á undanf- öraum vikum. Almennt fiskverð gildir til mánaðamóta, og munu útgerðarmenn og sjómenn þá krefiast 8% hækkunar á verðinu, 5% strax og 3% hækkunar í október. Fiskkaup vinnslunnar nema um helmingi útgjalda hennar og eykur 5% hækkun fiskverðs þau að meðaltali um 2,5%. Þrátt fyrir styrkingu dollarsins og þar með aukn- ar tekjur fiskvinnslunnar, telja forystumenn hennar hana nú rekna með 2 til 2,5% tapi. Gengi dollars gagnvart krónunni hefur hækkað um 6,5% síðan um síðustu mánaðamót. Það stafar annars vegar af gengislækkun um 1,5% 10. maí síðastliðinn og hins vegar styrkingu dollarsins á alþjóða gjaldeyrismörkuðum. Vægi dollars í sölu sjávarafurða hefur farið minnkandi að undanfömu, en skipt- ir mestu máli sölu til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Hækkun dollars um 1% þýðir 0,4% aukingu á tekjum frystingarinnar og því hefur 6,5% bætt stöðuna um 2,4%. Forystu- menn frystingarinnar segja að tap sé engu að síður á rekstrinum nú og staðan eigi eftir að versna. Ljóst sé að tekjur hennar skerðist um 1% til viðbótar um mánaðamótin, er dregið verður úr endurgreiðslu sölu- skatts og um 1% að auki eigi síðar en í júlíbyijun vegna þess, að verð- bætur minnki. Því sé vinnslan hvergi í stakk búin til að greiða hærra fiskverð en nú gildi. Afkoma útgerðarinnar liggur ekki fyllilega fyrir um þessar mundir, en ljóst er að gjöfúl vetrarvertíð og góð loðnu- vertíð hefur verið rekstrinum hag- stæð. Hins vegar fer í hönd tíma- bil minni afla og hækkandi 'olíu- verðs. Ýmsar aðgerðir tengjast ákvörð- un um nýtt fískverð og stendur um þær nokkur styrr. Er núverandi ríkisstjórn tók við völdum síðastliðið haust ákvað hún 800 milljóna króna lántöku fyrir hönd frystideildar Verðjöfnunarsjóðs. Var það gert til að verðbæta útflutning á frystum fiski um 5 til 6%, sem þýðir í raun að útflytjendur freðfisks njóta sér- staks gengis og fá um 2,75 krónum meira fyrir dollarinn en aðrir út- flytjendur svo dæmi sé nefnt. Ríkis- sjóður mun greiða þetta lán, en það dugir aðeins fram í næsta mánuð. Stjómvöld hafa ákveðið að halda verðbótum áfram til að þurfa ekki að grípa til frekari gengisbreytinga til að auka útflutningstekjur sjávar- útvegsins. Því hafa þau lagt til að frystideild Verðjöfnunarsjóðsins taki lán að upphæð 400 milljónir króna til að halda smá minnkandi verðbótum út árið. Lánið falli á ríkissjóð hafi vinnslunni ekki vaxið svo fiskur um hrygg að hún verði fær um að greiða það að þremur árum liðnum. Fulltrúar ríkisins í sjóðstjórninni eru þrír og eru þeir fylgjandi lántökunni nú svo og ann- ar fulltrúi frystingarinnar Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri Félags Sambandsfiskframleiðenda. Hinn fulltrúi frystingarinnar, Frið- rik Pálsson, forstjóri SH, er á móti lántökunni svo og fulltrúar veiða og vinnslu, sem eru tveir. Meiri- hluti er því lántökunni fylgjandi. Morgunblaðið/Emilía Aðilar Verðlagsráðs sjávarútvegsins áttu í gær óformlegan fiind með sjávarútvegsráðherra um stöðu mála í ljósi þess að núverandi fis- kverð gildir aðeins til mánaðamóta. Fulltrúar sjómanna og útgerðar krefiast 8% hækkunar á fiskverði. Óskar Vigfússon, formaður SSÍ, Sveinn Hjörtur martarson, hagfræðingur LIU og Guðjón A. Krisfj- ánsson, forseti FFSÍ. Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, telur rekstrartap frystingarinnar nú vera að minnsta kosti 2,5% miðað við stöðuna í dag. Hvað framhaldið varði eigi eftir að meta tekjusam- drátt vegna minnkandi verðbóta og endurgreiðslu söluskatts, sem þýði um 2% tekjumissi svo og launa- hækkana síðar á árinu og minnk- andi kvóta. Frystingin sé því ekki með neinu móti fær um að greiða hærra fiskverð en nú. Reyndar sé enn ónotuð heimild til lækkunar á gengi um 2,25%, en hún bæti stöð- una líklega ekki meira en um 1,5% þegar upp verði staðið. Hækkun dollars um 1% miðað við óbreytt meðalgengi auki tekjur frystingar um 0,4% en hafi nánast engin áhrif á tekjur söltunar. „Stjórnvöld hafa Iofað því að rekstur fiskvinnslunnar verði viðunandi á gildistíma núver- andi kjarasamninga. Ekki verður séð annað en svo verði gert með aukningu tekna á einhvem hátt. Slíkt hlýtur að þurfa að koma til, eigi vinnslan að geta greitt hærra fiskverð," sagði Arnar. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að sjómenn telji sig eiga fullan rétt á sambærilegum hækkunum og sam- ið hafi verið um í landi. Þeir muni standa fast á þeirri krqfii sinni., ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.