Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989
Slökkviliðið:
Tvö útköll
SLÖKKVILIÐ Akureyrar var
kallað út í fyrsta sinubrunann í
gærdag, en er útkallið barst
voru slökkviliðsmenn að ganga
í hús eftir útkall.
Um kl. 13.20 var slökkviliðið
kallað að húsi í Vanabyggð, en
þar hafði panna gleymst á eldavél
og var hún orðin vel volg er
slökkvilið bar að garði. Nokkrar
skemmdir urðu á íbúðinni af völd-
um reyks.
Er slökkviliðsmenn höfðu geng-
ið frá málum í Vanabyggðinni kl.
13.35 barst tilkynning um fyrsta
sinubruna vorsins sem var rétt
norðan við útivistarsvæðið í
Kjamaskógi. Greiðlega gekk að
slökkva eldinn.
Opið hús
í tilefhi af-
mælisins
í TILEFNI af 60 ára afmæli
Sjálfstæðisflokksins 25. maí
verða Sjálfstæðismenn á Akur-
eyri með opið hús í félags-
heimili sínu á Kaupangi við
Mýrarveg á afmælisdaginn.
Húsið opnar kl. 20.00 og boðið
verður upp á kaffi og ljúffengt
meðlæti. Sjálfstæðismenn vonast
til að sem flestir mæti og haldi
upp á daginn, spjalli saman og
njóti veitinganna.
Aðalhátíð Sjálfstæðismanna í
tilefni af þessum tímamótum verð-
ur haldin í sumar á vegum kjördæ-
misráðs og verður hátíðin haldin
í Ólafsfirði. í tengslum við hana
er ætlunin að planta út heilmiklu
af tijám, en sem kunnugt er urðu
Ólafsfirðingar illa úti vegna
skriðufalla síðastliðið haust.
Þau létu sitt ekki eftir liggja, þessir hressu sjöttubekkingar úr Barnaskóla Akureyrar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Söfnuðu rusli í sólarhring
GALVASKIR nemendur 6. bekkjar Barnaskóla Akureyrar tóku
svo sannarlega til hendinni á mánudag, en þá hófu þau að safha
rusli og voru að i einn sólarhring samfleytt við ruslatínslu í bæn-
um. Jafhframt söfnuðu krakkarnir áheitum, en þau leggja af stað
í skólaferðalag suður á bóginn næsta sunnudag.
Það voru alls þijár bekkjar- með sameiginlegu átaki á skóla-
deildir, eða 53 krakkar sem þátt lóðinni. Benedikt Sigurðarson
tóku í ruslatínslunni. Verkinu lauk skólastjóri Bamaskólans sagði
samráð hefði verð haft við bæjar-
verksjóra sem m.a. lagði til poka
undir ruslið. Hann sagði mikið
msl í bæjarlandinu nú, meira en
oft áður og því hefði hreinsunará-
takið verið þarft. Benedikt sagði
að krökkunum hefði verið vel tek-
ið á flestum þeim stöðum sem
þeir leituðu til. „Ég vona að
krökkunum takist ætlunarverk
sitt þannig að eftir þeim verði
tekið. Ég sagði við þau, að ef þau
vildu vekja á sér athygli þá þætti
mér vænt um að það yrði fyrir
prúðmannlega framkomu," sagði
Benedikt.
Frystihúsin á Dalvík og Hrísey:
Mikil vinna við grálúðuna
MJÖG mikið er nú að gera í frystihúsunum á Dalvík og í Hrísey
og hefur sú törn sem nú er yfirstandandi verið nokkuð löng.
Hríseyingar og Dalvíkingar hafa einhver haft skipti á fiski, þann-
ig að eyjarskeggjar taka við grálúðu frá Dalvíkingum, en þeir
fá aftur þorsk úr eynni í staðinn.
Starfsári Tónlistarskólans á Akureyri lokið:
Síðasta vetur stunduðu 579
nemendur nám við skólann
TÓNLISTARSKÓLA Akureyrar var slitið í Akureyrarkirkju fyrir
skömmu. Síðasta vetur stunduðu 579 nemendur nám við skólann
og kennarar voru 33 auk örlítillar stundakennslu. Flestir nemend-
anna voru í blásaradeild, 156, 111 í forskóladeild, 109 í píanódeild
og 105 í strengjadeild. í gítardeild voru 50 nemendur síðasta vet-
ur og 36 í söngdeild, orgel 7 og harmonikka 5.
Fjölmargir tónleikar voru
haldnir á vegum Tónlistarskólans
veturinn 1988-89, þar af 23 laug-
ardagstónleikar, og einnig voru
haldnir tónleikar á vegum deild-
anna. Þá voru haldnir þrennir tón-
leikar fyrir minningarsjóð Þor-
gerðar S. Eiríksdóttur og á kynn-
ingardegi skólans þann 8. apríl
síðastliðinn voru haldnir 16 stuttir
tónleikar. Kammerhljómsveit Ak-
ureyrar hélt þrenna tónleika, nám-
skeið voru haldin og nemendur
skólans fóru í nokkur tónleika-
ferðalög auk þess sem skólinn fékk
góða gesti í heimsókn.
AIls tóku 177 stigspróf i- söng
eða hljóðfæraleik, 163 stigspróf í
tónfræði, 26 í hljómfræði og 43 í
tónheym. Forskólaprófi luku 90
nemendur og prófi í tónlistarsögu
9. Þá stunduðu 7 nemendur nám
á tónlistarbraut Menntaskólans á
Akureyri síðasta vetur.
Þremur nemendum var úthlutað
styrkjum úr Minningarsjóði Þor-
gerðar S. Eiríksdóttur, en sjóður-
inn hefur það markmið að styrkja
efnilega nemendur frá Tónlistar-
skólanum á Akureyri til fram-
haldsnáms. Hjónin Hólmgeir
Sturla Þorsteinsson og Sigrún
Jónsdóttir hlutu styrk úr sjóðnum
og einnig Svanhvít Friðriksdóttir.
í máli Jóns Hlöðvers Áskelsson-
ar skólastjóra kom fram að mikil-
vægt væri að kenna allar náms-
greinar í sama húsnæðinu, en á
síðasta vetri starfaði söngdeildin
í Lóni, húsi Karlakórsins Geysis.
Eigið húsnæði skólans er um 740
fermetrar. Áformað er að taka upp
samstarf við Glerárskóla þar sem
boðið yrði upp á byijunarkennslu
forskóla og á hljóðfæri næsta
haust og yrði þar um viðbót við
starfsemi skólans að ræða.
Jón Hlöðver sagði við skólaslitin
að eftirminnilegasta verkefni vetr-
arins hefði verið fjölskylduhátíð
og kynningardagur Tónlistarskól-
ans. „Þrátt fyrir álagið við undir-
búning og framkvæmd þá tókst
okkur að koma þeim boðskap
áleiðis til okkar og almenning
hvaða hlutverki skólinn og sú fjöl-
breytta tónlistariðja gegni í bæn-
um og umfram allt þeirri gleði sem
varð erfiðinu yfirsterkari.“
Jóhann Þór Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri ÚKE, í Hrísey sagði
að í síðustu viku hefði verið tekið
á móti 212 tonnum af fiski. Súlna-
fellið var væntanlegt að landi í
nótt, en Jóhann sagði að ekki yrði
byijað að landa úr því fyrr en á
morgun, fimmtudag, þar sem
nægur fiskur væri fyrir. Súlnafel-
lið er með rösklega fullfermi, 85
tonn.
Jóhann Þór sagði að nú vantaði
fólk til fiskvinnslu, þar sem skóla-
krakkar sem nýttu verkfall kenn-
ara til vinnu í frystihúsinu væri
nú horfið inn í skólana, en hins
vegar væri von á þeim aftur fljót-
lega. Auk frystihúss Kaupfélags
Eyfirðinga er einnig unnið við
fiskvinnslu hjá fyrirtækjunum Rif
og Borg. „Það gengur enginn um
hér með hendur í vösum,“ sagði
Jóhann Þór.
í frystihúsinu á Dalvík byijar
vinnudagurinn kl. 4 að morgni,
en flökunin hefst kl. 7. Einkum
hefur verið unnið við grálúðu und-
anfarið, að sögn Gunnars Aðab
björnssonar frystihússtjóra. í
síðustu viku komu togaramir^
Björgvin og Björgúlfur með sam-
tals um 420 tonn, mest grálúðu.
í dag er Björgúlfur væntanlegur
inn til löndunar með síðasta grá-
lúðufarminn og er hann með að
minnsta kosti 150 tonn. Frá því
grálúðutörnin hófst seinnipartinn
í apríl hefur verið unnið um hveija
helgi í frystihúsinu á Dalvík, nema
hvað hvítasunnuhelgin féll úr.
Gunnar sagði húsið vel sett
hvað starfsfólk varðaði, húsið
hefði verið svo til fullmannað
síðustu vikur. Hvað sumarstarf
skólafólks snertir sagði hann að
þeir framhaldsskólanemar sem
unnið hefðu áður í húsinu fengju
vinnu, en nú í sumar yrði í fyrsta
sinn í langan tíma ekki ráðið fólk
undir 16 ára aldri.
Kynnisferð um jarðgöng
JARÐGANGAGERÐ í Ólafsfjarðarmúla gengur vel og að sögn
Björns Harðarsonar staðarverkfræðings er hún nokkuð á undan
áætlun, eða sem nemur um tveimur vikum.
Á sunnudaginn kemur, þann 28.
maí, gefst heimamönnum sem og
öðrum kostur á að skoða göngin,
en þau eru nú orðin 1.435 metrar
að lengd. Göngin verða til sýnis
frá kl. 13.00-18.00. Farið verður
með lítilli rútu, sem tekur um 20
manns, frá vinnubúðunum í útj-
aðri Ólafsfjarðar og ekið inn göng-
in og verður leiðsögumaður með í
för. Ef vel tekst til og áhugi manna
á gangagerðinni reynist mikill er
fyrirhugað að efna til annarrar
sýningar seinna í sumar.
Sjálfstæðisflokk-
urinn 60 ára: