Morgunblaðið - 24.05.1989, Page 33

Morgunblaðið - 24.05.1989, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 33 Hulda Hermanns son - Minning Fædd9. ág-úst 1903 Dáin 14. maí 1989 Sunnudaginn 14. maí sl. andaðist Hulda föðursystir mín á hjúkrunar- heimili í borginni Victoria í Kanada. Hulda fæddist á Seyðisfirði og var elsta barn Hermanns Þorsteins- sonar, kaupmanns þar í bæ, og fyrri konu hans Jóhönnu Stefánsdóttur. Þau hjón voru bæði ættuð frá Mjóa- firði eystra. Hulda lauk prófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík og var síðan einn vetur í Verslunarskóla íslands. Eft- ir það vann hún við fyrirtæki föður síns á Seyðisfirði. Árið 1924, er hún var 21 árs gömul, fór hún til Winnipeg í Kanada til frænkna sinna, Maríu og Dórotheu, er þar bjuggu. Að lokinni nokkurri dvöl hjá þeim, fór Hulda síðan til Montreal og hóf hjúkrunarnám við McGill-háskól- ann þar í borg. Að námi loknu starf- aði hún lengi við Royal Victoria- sjúkrahúsið í Montreal. Á styijald- arárunum síðari gekk hún í kanadíska herinn og starfaði þar sem hjúkrunarfræðingur í nokkur ár. Að þjónustu í hernum iokinni sneri Hulda sér að einkahjúkrun (private nursing) og starfaði við það uns hún komst á eftirlaunaaldur. Huldu féll vet að starfa við þessa tegund hjúkrunar, þar sem það gaf henni jafnframt tækifæri til að ferð- ast víðs vegar um Kanada og Bandaríkin. Þegar Hulda flutti til Kanada árið 1924 mun það ekki hafa verið ætlun hennar að setjast þar að fyr- ir fullt og allt, þótt sú yrði raunin. Hulda ferðaðist víða um ævina, m.a. um Evrópu, en þó fór svo að hún heimsótti ættland sitt einungis í eitt skipti. Það var árið 1939, um það leyti sem heimsstyijöldin siðari var að skella á. í þessari sömu ferð heimsótti hún systur sína, Rögnu, sem búsett er í Danmörku. Hulda giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur. En hún var frændrækin og hélt eftir bestu getu bréfasambandi við ættfólk sitt hér heima. Við Hulda frænka mín skrifuð- umst á í áratugi. Hún átti eflaust dijúgan þátt í því, með hvetjandi og bjartsýnum viðhorfum, að ég hóf nám í hjúkrun á sínum tíma. Hulda var sjálf heilluð af starfi sínu og var mér með fordæmi sínu fyrir- mynd, sem ljómi stafaði af, þótt langur vegur skildi okkur að. Ég átti þess raunar kost að heimsækja Huldu í nokkur skipti. Hulda átti fagurt og myndarlegt heimili þar sem hún bjó í Montreal og sjálf var hún glæsileg kona, hlý í viðmóti og mjög staðföst. Síðast sá ég Huldu frænku í júní á síðasta ári. Þá var hún komin á hjúkrunarheimilið í Victoria, en hún heillaðist af þeirri fögru borg er hún dvaldi þar á stríðsárunum og mun snemma hafa ákveðið að eyða þar síðustu ævidögunum. Heilsu hennar var mjög farið að hraka þegar ég sá hana síðast og þykir mér nú mjög vænt um að hafa náð að hitta hana og eyða með henni nokkrum dagstundum áður en það varð um seinan. Nú, er leiðir hafa skilið um sinn, er mér efst í huga þakklæti til Huldu frænku minnar fyrir hlýhug og traust sem hún hefur ávallt sýnt mér gegnum tíðina. Með lífi sínu og starfi í fjarlægu landi var Hulda ættjörð sinni til sóma og öðrum mönnum góð fyrir- mynd. Blessuð sé minning Huldu Her- mannsdóttur. Jóhanna Stefánsdóttir Islenskur meistari í bæklunarskósmíðum í SÍÐASTA mánuði fóru fram í Danmörku, á vegum sambands danskra bæklunarskósmiða, próf til meistaragráðu í bæklunar- skósmíði. Meðal þeirra sex nema sem að þessu sinni þreyttu prófin var einn íslendingur, Kolbeinn Gíslason. Náði Kolbeinn mjög góðum árangri og hlaut bestu umsögn prófdómara af þeim sem gengust undir prófið. Er Kol- beinn fyrsti íslendingurinn sem lýkur meistaraprófi í bæklunar- skósmíði. Kolbeinn er fæddur í Reykjavík er Ingibjörg Sigtryggsdóttir. Kol- beinn byijaði að starfa við skósmíð- ar hjá Ferdinand Róbert Eiríkssyni 1979 og lauk sveinsprófi tveimur árum síðar. Frá árinu 1981 hefur hann rekið fyrirtækið Gísli Ferdinandsson hf. í Lækjargötu ásamt föður sínum. Undanfarin ár hefur Kolbeinn unnið við bæklunarskósmíði undir handleiðslu þýskra meistara sem starfað hafa hjá fyrirtækinu. Á liðnu liausti fór Kolbeinn til Dan- merkur til að ljúka námi sínu þar sem ekki eru tök á því hér á landi. Kolbeinn Gíslason, fyrsti íslend- ingurinn sem lýkur meistara- prófi í bæklunarskósmiði. 16. desember 1955. Hann er sonur hjónanna Gísla Ferdinandssonar skósmíðameistara, og Sólrúnar Þor- bjömsdóttur húsmóður. Kona hans Kransar, lcrossar w ogkisíuskreytingar. (P * Sendum um allt land. ‘ GLÆSIBLOMIÐ GLÆSIBÆ, Álíhcimum 74. sími 84200 / nfiiivifiiuiu jiiiii un Systir okkar, t HULDA HERMANNSDÓTTIR hjúkrunarfrœðlngur, lést í Victoria í Kanada 14. maí. Rósa Hermannsdóttlr, Unnur Hermannsdóttlr, Ragna Stahl, Þorstelnn Hermannsson. t Faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNAS HELGASON, Selvogsgrunnl 6, andaðist í Hafnarbúðum 23. maí. Börn, tengdabörn og barnabörn. Litlu risarnir, þvottavél og þurrkari, fýrir fjölbýlishús og vinnustaði Máele / , ,**'**' * SUNDABORG 1 S. 688588-688589 ÞÆGILEG ÞJÓNUSTA HJÁ RAFMAGNYEITU REYKJAVÍKUR Nú getur þú greitt rafmagnsreikninginn þinn með sjálfvirkri og fyrirhafnarlausri millifærslu af VISA eða EUROCARD reikningnum þínum. Hafðu samband við Guðrúnu Björgvinsdóttur eða Katrínu Sigurjónsdóttur í síma 68 62 22 og gefðu þeim upp númerið á kreditkortinu þínu og málið er afgreitt, í eitt skipti fyrir öll. LÁTTU RAFMAGNSREIKNINGINN HAFA FORGANG RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SlMI 68 62 22 Málningarverksmiðia —Slippfélagsins---- Dugguvogi4 • 104 Reykjavík Við fhfijm sfyif&tofir okfar aðDugguvogi 4 ogfám NÝTT-5ÍM ANÚ M E R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.