Morgunblaðið - 24.05.1989, Page 35

Morgunblaðið - 24.05.1989, Page 35
1 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 -------------------------V ... . , 35 lagar í nokkur ár. Á þessum árum áttum við mjög skemmtilegar sam- verustundir hvort sem var við vinnu, á stigahúsfundum eða á skemmti- kvöldum. Gylfi setti fljótt sterkan svip á allar framkvæmdir hvort sem var í starfi eða leik með gleðinni sem spratt fram fölskvalaus og hress. Því voru samfundir okkar samfelldar ánægjustundir. Líf hans hér á jörð hefur lýst upp veginn til leiðsagnar öðrum og alltaf var hann boðinn og búinn þegar einhver þurfti á aðstoð að halda í stóru sem smáu. Sú harmafregn sem okkur barst fyrir fáum dögum, um skyndi- leg veikindi og andlát Gylfa, var okkur því gífurlegt áfall og viljum við með þessum fátæklegu orðum kveðja góðan vin. Helga mín, við vottum þér, bömum ykkar og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur öll. Margrét, Friðrik, Þuriður, Sölvi, Brynja, Páll, Erna, Geir, Ann, Guðjón, Linda. I dag kveð ég hinstu kveðju kæran vin og félaga, Gylfa Þorberg Gunnarsson. Þegar ungur maður, hraustur og lífsglaður, er hrifinn burt úr þessum heimi frá ungum bömum, eiginkonu og ástvinum svo fyrirvaralaust leið- ir maður hugann að tilgangi lífsins hvers vegna emm við látin þola slíka sorg og finna til slíks van- máttar gagnvart almættinu. Kynni okkar Gylfa hófust þegar ég flutti 9 ára gamall í Smáíbúðahverfið, vinalaus og óframfærinn í nýjum skóla kom Gylfi til hjálpar. Gylfi var þeim eiginleikum búinn að eiga auðvelt með að stofna til og við- halda kunningsskap og vináttu. Hann var einlægur og traustur vin- ur sem hægt var að deila með gleði og sorgum, fús að hjálpa og sætta hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Þegar leiðir skilja nú er vináttan búin að standa órofin í 27 ár og aldrei borið skugga á þó samskiptin hafi verið náin síðustu 11 árin í stundum erfiðum fyrirtækjarekstri. Sagt er að tíminn lækni öll sár, en það sár sem skyndilegt og ótíma- bært fráfall Gylfa veldur í huga vina og vandamanna verður lengi að gróa. Um leið og ég kveð minn besta vin sendi ég mínar einlægustu sam- úðarkveðjur til Helgu, barnanna, foreldra, tengdaforeldra, bræðra og annarra vandamanna. Ragnar Bragason Léttleiki og um leið lífskraftur eru þau einkenni, sem fyrst koma í hugann í minningunni um Gylfa Þ. Gunnarsson, svo rík var skap- höfn hans af slíku fasi. í dag kveðj- um við Gylfa hinstu kveðju, svo löngu fyrr en nokkur gat fyrir séð, aðeins 36 ára gamlan. Minningin um Gylfa, sem nær þó aðeins yfir rúmlega áratugar vinskap okkar, er full af björtum og afskaplega ánægjulegum svip- myndum liðinna ára. Það segir sig sjálft að Gylfi var þar oftast veit- andinn með alla sína kímni og orku. Ein slík er ferð okkar hjónanna tveggja í Flatey á Breiðafirði, þar sem svefnstaður var valinn undir kirkjuveggnum og hvílan gerð úr nýslegnu heyi bóndans, undir rökkvaðri himinhvelfingu sumar- næturinnar. Önnur tengist dvöl í Kerlingafjöllum. Þar kom reynsla Gylfa og þekking af ijallaferðum sér mjög vel, m.a. við matargerð og hveraböðun. Já, þessar og fjöldi annarra minninga koma fyrir hug- skotssjónir, þegar litið er til baka. Svo skyndilegt fráfall góðs vinar í blóma lífsins er afar sárt. Söknuð- ur og tregi fyllir hugann samhliða djúpri hluttekningu í sorg hans nákomnu, einkum Helgu og barn- anna, sem voru og eru óaðskiljanleg í minningunni um Gylfa. Megi styrkur þess innra og blessun hins æðsta leiða ykkur nú sem og endra- nær. Sólveig og Árni Ég kynntist Gylfa fyrst í nóvem- ber 1972. Það fór strax mjög vel á með okkur. Ég var þá að takast á við mitt fyrsta alvöru stjórnunar- starf eftir að námi lauk, en það var að sjá um hin ýmsu einkasamkvæmi fyrir Hermann Ragnar Stefánsson danskennara sem haldin voru í glæsilegum húsakynnum dansskóla hans. Gylfi hafði þá verið ómissandi aðstoðarmaður þar frá upphafi og helzti vinur Arngríms sonar Her- manns. Það liggur alveg ljóst fyrir mér að án hjálpar Gylfa þennan vetur sem ég var hjá Hermanni hefði ég ekki klárað mig af þessu verkefni. Eftir þetta héldum við sambandi af og til og mikið þótti mér vænt um þegar Gylfí og Helga buðu mér í brúðkaupið sitt eða heimsóttu mig til Flórída 1977. Þegar ég lít til baka þá upplifi ég Gylfa eins og yngri frænda minn. Stundum liðu ár milli þess sem við hittumst en alltaf var hann jafn hress og bjartur þegar við hittumst næst. Svo var það árið 1981, þegar ég opnaði fyrsta Tommahamborg- arastaðinn, að ég hafði samband við þá félaga í Rafkrafti, Gylfa, Ragnar og Ögmund, og bað þá um hjálp við raflagnirnar á Grensás- veginum. Þeir brugðust skjótt við og þó svo ég væri ekki árennilegur til að taka áhættu á þá hlupu þeir strax undir bagga og lánuðu mér allt verkið. Síðan hafa þeir verið ómissandi í öllum þeim veitinga- stöðum sem ég hefi komið nálægt. Ég sá Gylfa síðast rétt fyrir hvítasunnu, hann hafði ekkert breyst frá því 1972, „hress og bjart- ur“. Því miður verðum við hjónin ekki stödd á landinu þegar jarðar- förin fer fram en hugurinn verður hjá ykkur. Veri kær vinur sæll, ég sakna hans, megi hann hvíla í friði. Guð blessi Helgu og fjölskyldu hans. Tommi og Helga Okkur setti hljóð þegar okkur var tilkynnt að Gylfi mágur og svili hefði veikst skyndilega aðfaranótt annars dags hvítasunnu og að brugðið gæti til beggja vona um bata hans. Það er óskiljanlegt hvers vegna svo lífsglaður og tápmikill félagi er nú hrifinn á brott langt fyrir aldur fram. Söknuður okkar er mikill. Frá Gylfa skein orka, gleði og hamingja sem maður komst ekki hjá að njóta. Strax við fyrstu kynni kom vel í ljós hæfileiki hans til að sjá björtu hliðarnar á öllu og hefur hann svo sannarlega sett sinn svip á fjölskyldu okkar. Ótal svipmyndir fljúga um hugann. Gylfa og Helgu, systur okkar og mágkonu, varð tveggja barna auðið og voru þau Fríða og Gunnar Þor- bergur augasteinar þeirra. Gylfi var jafningi bama sinna en um leið fyrirmynd, vinur og leikfélagi. Það er því erfitt að hugsa sér það að þau fái hans ekki notið í framtíðinni. Við viljum, með þessum fátæk- legu orðum, þakka góðar minningar sem við eigum af Gylfa. Elsku Helga, Fríða og Gunnar Þorbergur, við samhryggjumst ykkur innilega. Blessuð sé minning hans. Þorgrímur, Asdís, Eiríka, Dói og Ragnheiður Elín. Ég stóð ráðþrota þegar ég heyrði um skyndilegt andlát vinar, vinnu- félaga og meðeiganda míns, Gylfa Þorbergs Gunnarssonar. Mig langar til að minnast hans með því að rifja upp okkar fyrstu kynni. Það var árið 1975 er við unnum saman hjá Rafveri hf. við hin ýmsu rafvirkja- störf. Fljótt tókst með okkur vin- átta sem leiddi til þess að í apríl 1978 hófum við starfsemi Rafkrafts hf. Gylfi var frábær verkmaður og ósérhlífin, alltaf tók hann að sér verkefni þar sem þor og dugur var það sem þurfti, svo sem klifur og þess háttar sem svo oft kom fyrir í okkar starfi. Það var ávallt glað- værð, fjör og glens þegar Gylfi var á meðal okkar í vinnu sem og ann- ars staðar og alltaf var hann hrók- ur alls fagnaðar. Gylfi lét félagsmál til sín taka og var ávallt til taks fyrir flugbjörgunarsveitina og þau voru ófá útköllin sem hann fór í sama hvernig á stóð bæði heima fyrir og í vinnu. Þá var hann einnig í Jöklarannsóknafélaginu og hafði unun af skíðum og allri útiveru þar sem hann komst í snertingu við náttúru landsins. Þá minnist ég þess að oft var Gylfi kosinn til að sjá um skemmtanir og uppákomur, bæði hjá félögunum og fyrirtækinu. Þá var hann oft skemmtilega skáld- mæltur og var ekki lengi að sjóða saman vísur og hendingar sem kom öllum í svo hlæjandi gott skap. Það hefur verið höggvið stórt skarð á meðal okkar sem verður ekki fyllt. Með söknuði og trega kveðjum við vin sem fór svo snöggt frá okkur. Ég votta þér, Helga mín, bömunum og fjölskyldum þínum mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur á þessari sorg- arstund. Ögmundur Guðmundsson Fallinn er frá einn af dyggustu félögum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Það var þögul og þungbær stund að fá fréttir af því að félagi okkar væri látinn, eftir stutta sjúkdóms- iegu. Þegar fréttist af alvarlegum veikindum Gylfa fyrir nokkrum dögum var haldið fast í vonina. í störfum okkar sem björgunarsveit- armenn er vonin oft það eina sem við höfum í farteskinu þegar lagt er af stað í erfiða ferð. Við þekkjum vel þann kraft sem bjó í Gylfa og við vonuðum innilega að hann dygði til. Gylfi gafst ekki auðveldlega upp, þótt á móti blési, það þekkjum við af eigin raun frá þeim ýmsu björgunarstörfum sem við unnum saman. En félaga okkar var ætlað að nýta krafta sína annarstaðar. Gylfi gerðist félagi í byijenda- flokk Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík haustið 1973 og árið 1975 var hann samþykktur sem fullgildur félagi sveitarinnar. Fram- undan voru mörg ár með mörgum krefjandi verkefnum. Það gustaði af Gylfa þegar hann gekk til verks, það var ekki spurt eða spjallað, það var framkvæmt. Gylfi gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir Flugbjörgunarsveit- -ina. Hann var m.a. flokksstjóri eins virkasta hóps sveitarinnar ti' margra ára. Hann var yfírflokks- stjóri í nokkur ár og þegar stofnað- ar voru svæðisstjómir björgunar- samtakanna var Gylfí einn af okkar fulltrúum þar. Þessi störf, sem urðu mörg önnur, bæði á vettvangi og innan sveitarinnar, voru vel unnin og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Starf björgunarsveitarmanns getur á stundum verið sorglega raunverulegt og menn sem þau störf vinna verða oft að brynja sig fyrir allri viðkvæmni. En nú er ná- lægt okkur höggvið, nú er erfitt að vera harður. A okkur leita ljúfar minningar úr starfi og leik liðinna ára og í þeim er dauðinn fjarlægur. Um leið og við kveðjum kæran félaga þökkum við fyrir allar þær góðu samverustundir sem við höf- um átt. Hugur okkar leitar til aðstand- enda og þá sérstaklega til Helgu og bamanna. Við sendum þeim öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur og megi góður Guð gefa þeim styrk og trú til að standast þessa miklu raun. F.h. Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reylqavík, Jón Gunnarsson. Kveðja firá vinum Hver dagur skiptir skðpum böls og gleði þvi skilur enginn dauðans miklu völd en þar sem áður yndi dagsins réði er autt og tómt við harmsins rökkurtjöld. (Sveinbjöm Beinteinsson - 1984) Ljúfur elskulegur vinur er lagður í langferð. Ferðina sem við munum öll leggja upp í, í fyllingu tímans. Ferðalög em meðal annars það sem tengt hefur þennan vinahóp saman, en í þessa ferð fer hann án okkar hinna. Fjöll og ferðalög vom mjög stór þáttur í lífí hans og áhugi hans kom berlega í ljós, hvort heldur hann var þátttakandi í ferðinni eða fylgd- ist með úr íjarska. Iðulega kastaði hann fram stöku sem við átti hveiju sinni enda fékk hann viðumefnið skáldið frá Kverk. Þetta endurspeglaði hæfileika Gylfa til að draga fram jákvæðar hliðar tilvemnnar, alltaf stafaði svo mikilli glaðværð og miklum krafti frá honum að ekki var hægt annað en að hrífast með. Hann var alltaf hrókur alls fagn- aðar, hvort heldur var í hlýrri stofu í óveðri uppi á jökli eða reginfjöllum. Þótt móti blési, sá hann ávallt jákvæðar hliðar og kraftur hans og dugnaður kom öllum í ömgga höfn. Þegar einhver átti á brattan að sækja og þarfnaðist hjálpar eða hughreystingar mátti alltaf treysta á Gylfa til að styðja þá sem minna máttu sín. Við sendum Helgu, Fríðu, Gunn- ari, foreldmm, tengdaforeldmm og~ öðmm vandamönnum innilegar samúðarkveðjur, megi algóður Guð styrkja þau í sorginni. Minningin um Gylfa varðveitist ætíð björt í huga okkar. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson — 1968) Gömlu D-flokksvinimir úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Kveðja frá skólafélögum í Réttarholtsskóla Það sló okkur gömlu bekkjarfé- lagana óneitanlega illa er við frétt- um andlát félaga okkar. Hann Gylfi sem alltaf var svo kátur og lífsglað- ur og smitaði út frá sér. Hann var hraustur á sál og líkama og sýndi það í raun í íþróttaleikjum í Réttar- holtsskóla. Bekkur okkar saman- stóð aðeins af sex strákum og tutt- ugu og ijórum stúlkum. Þegar kom að keppni í hand- eða fótbolta urðu strákamir að fá lánaðan einn pilt úr næsta bekk þar sem stelpumar máttu ekki hlaupa undir bagga. í leikjunum hvatti Gylfi til góðrar samstöðu og hafði góð áhrif á bekkjarbræður sína. Gylfi var drifijöður í einu og öllu og minnumst við blaðaútgáfu sem hann stóð að ásamt Gunnari Jónas- syni og Lúðvík Hermannssyni. Af- rakstur blaðsins var fjárhagslega góður þar sem félagamir sáu sér fært að gefa bókasafni skólans bók- argjöf. Við minnumst tíu ára útskriftar gagnfræðinga úr Réttarholtsskóla árið 1980. Gylfí átti dijúgan þátt í að ná hópnum saman með frábær- um árangri. Skemmtunin var sér- lega vel heppnuð og er það ekki síst að þakka Gylfa fyrir veislu- stjóm sem hann stýrði á þann hátt að hver og einn kynnti sig og lét í té upplýsingar varðandi liðin ár. Þetta skapaði góða stemmningu — allir upplifðu skólaárin á jákvæðan hátt. Það er af mörgu að taka þegar minnast á Gylfa en ætlun okkar er að lýsa honum á skemmtilegan hátt því þannig mun hann lifa í minningunni. Að lokum vottum við eiginkonu, börnum, foreldrum og systkinum okkar dýpstu samúð. Gunnar SKÓVERKSMIÐJAU IÐUNN LOKA-LOKAUTSALA Laugavegi91 (kjallara Domus) Kuldaskór Herraskór Dömuskór Spariskór Sumarskór Barnaskór Sportskór Inniskór Opió virka daga írá kl. 13 til 18. Laugardaga frá kl. 10 til 14. ALLIR SKOR A 500 TIL 1.000 KRONUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.