Morgunblaðið - 24.05.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.05.1989, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1989 -f S-U3 .. .mikið ævintýri. TM Reg. U.S. Pat Off. —ali rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Ég skil mætavel reiði þína. Ég er líka giftur ... 410 Hver er starfsvettvangur- inn? HÖGNI HREKKVISI Hugleiðing um trúarbrögð Til Velvakanda. Uxar (tvíeyki) undir oki ganga alltaf sama hringinn. Frjáls gull- fiskur syndir venjubundinn innan- máls fiskabúrshring, nýfijáls í nátt- úrulegri tjörn. Trúar- og skoðana- lega bregðast menn snautlega við, sé ýtt lítillega við hefðbundna „Bab- els tuminum þeirra“. Lögmál sam- skipta manna hverjir við aðra og lífríki náttúru og viðurlögin við brotum, ath. versin Matt. 11-24, 16-4, 21-13, 7-6 og 7, Lúk. 20-47. Ayamarar reistu höfuðborg sína Tiahuanaco á kostarýru landi vegna hæðar þess yfir sjávarmál. Svo mjög mátu þeir það mikils að vera sem næst fjallalöndunum, sólinni og himnaríkinu. Mörgum hefur fundist gerð pýra- mída (Ahram) hafa verið tímafrekt fávíslegt athæfi, sérstaklega af fólki er fátt virðir annað en eigin græðgi. Lífsbjargarmöguleikar réðu búsetu fýrmm. Stundum full- nægðu hæðir nágrennis ekki trúar- brögðunum og þá var bara að búa fjöllin til. Huaman (wa’man) merkir jöfn- um höndum klettinn og sálina sem í honum býr. Sasja huaman þýðir því eiginlega Valshamar á góðri íslensku, er það nafn gijóthleðsl- unnar ofan við Cuzco borg. Illmögu- legt væri að endurgera mannvirki með nútíma tækni nema á mjög löngum tíma. Hvemig framstæðir handverksmenn með bronsmeitla, tréfleyga og tréhnalla fóra framhjá lögmálum um þyngd og hörku steina má láta fomfræðingum eftir að þrátta um. Sé stíft horft á mynd- spólu virðist augljóst eftir ummeriq'- um að hleðslan er úr efni er var með brauðdeigs eiginleika, þvi víða sjást förin eftir ámóta verkfæri og bakarar nota til að hluta sundur deig, eða mjólkurbúsmenn smjör eftir að það kemur úr strokknum. Það er list að gjöra hús að gamalli íslenskri fyrirmynd með árefti, reið- ingi, sniddu og móhnausum, en orð- laust meiriháttar, ef mannvirkið býður gjöreyðingaijarðskjálftum byrginn öld eftir öld, og tilgangur- inn með fyrirhöfninni aðeins einn sólinni til dýrðar. Fádæma var barnaskapur fólks fyrri tíðar að því skyldi detta í hug, að ef laða skyldi sál látins leiðtoga til baka á hátíðarstundu, væri væn- legast til árangurs að láta hinn látna eiga óumbreytanlegan gisti- stað með kærastu munum úr jarðlífi og líkinu líka smurðu, þurrkuðu eða í sífrera hárra ijalla. Toppur minningar gististaðar var reglulega lagaður og vísaði til him- ins ef um Faraó var að ræða, en Inca þjóð notaðist á sama hátt við síhvíta ijallatindana. Virðist hvíti Macchu Picchu (Gamlamanns tindur). Borg sem stendur uppi á fjalli fær ekki dulist (Matteus 5-14). liturinn hafa haft mikið að segja fyrst Egyptarnir lögðu á sig að húða pýramídana með krítarsteini, sem flestir ættu að vita hvaða lit hefur og hvemig slíkt mannvirki tekur sig út séð langt að í sólskini sem mánaljósi. Nútímamenn vita allt um trúar- brögð, hvort sem þau byggja á til- vist Guðs eða höfnun hans, er því fávíslegt að minnast á hindurvitni tveggja þjóða hvor á sinni heims- helftinni, sem létu sér detta í hug að himnaríkið væri „snertispöl" of- an við hvítu toppana og leiðin þang- að væri vörðuð litabylgjum og und- urfögram þjóðlögum þjóðanna tveggja. Bjarni Valdimarsson Tveimur BMX hjólum stolið Til Velvakanda. Aðfaranótt laugardagsins 13. maí var tveimur BMX-drengjahjól- um stolið frá hjólageymslu í Rjúpu- felli. Hjólin era 20 tommu, annað svart með gulum dekkjum hitt gyllt með svörtum dekkjum. Bæði hjólin era ný og eru það bræður sem eiga hjólin. Hjólana er sárt saknað af eígendum sínum og bið ég alla þá sem geta gefið upplýsingar um hjól- in að hafa samband við okkur. Einn- ig biðjum við foreldra að vera vak- andi yfir hvort böm þeirra hafi þessi hjól undir höndum. Einnig mætti mætti koma hér fram að á fimm áram era farin fjögur hjól og ein barnakerra frá sömu bömum. Mig langar einnig að segja frá því hvernig lögreglan okkar brást við því þegar ég leitaði til hennar á laugardaginn hin sama . Byijað var á að hringja í aðalstöðina til að tilkynna um innbrotið og þjóf- anðinn og var því svarað til að kæran þyrfti að vera skrifleg. Var því farið þangað strax en mér þá vísað þaðan á lögreglustöðina í Árbæ þar sem hún ætti að þjóna Breiðholti. En þegar til Árbæjarlög- reglunnar var komið var mér sagt að svona stuld væri ekki hægt að tilkynna fyrr en að viku liðinni, enda tjónið ekki tilfinnanlegt að þeirra mati þó svo að um hreint innbrot og þjófnað væri að ræða, sem harðast bitnar á saklausum börnunum. Ég spyr því hvenær er hægt að treysta á liðsinni lögreglu og hvað þarf mikið til að hún hafi áhuga á málinu? Þeir sem sem vita um hjólin era beðinir að hafa sam- band í síma 79796 og við heitum góðum fundarlaunum. Margrét Harðardóttir Yíkverji skrifar Eins og svo oft áður varð Víkveiji næsta undrandi þegar hann hlustaði á þátt í útvarpinu um merkustu atburði síðustu viku. Það sem undran vakti vora stöðugar umræður um ávirðingar Banda- ríkjanna og Bandaríkjamanna bæði vegna ræðu fyrram yfirmanns varnarliðsins og síðan þegar tekið var til við að bera verktöku fyrir bandaríska varnarliðið hér á landi við það sem nú er að gerast í Pa- nama. Sannaði það enn einu sinni fyrir Víkveija, að í hugum margra íslendinga er hið illa í heiminum ekki annað en Bandaríkin og það sem bandarískt er. Svonefndir her- stöðvaandstæðingar era í heilögu stríði við Bandaríkin hvort heldur hér á landi eða annars staðar. Á sama tíma og heimsögulegir atburðir era að gerast í Kína bæði með heimsókn Gorbatsjovs þangað og vegna mótmæla námsmanna gegn valdastéttinni snerast umræð- urnar að mestu um annað. Undir lokin sagði þó talsmaður byltingar- afla hér á landi sem jafnan hefur verið málsvari alræðis kommúnista, að í Kína væri það að gerast sem hann og félagar hans hefðu helst viljað. Skyldi að því koma hér á landi, að félagar í Æskulýðsfylking- unni gengju um götur borga og bæja með Frelsisstyttuna sem tákn sitt? Þátturinn leystist síðan upp í almennar umræður um það, að þeir sem segðu að kommúnism- inn og sósíalisminn væra að líða undir lok vissu ekki um hvað þeir væru að tala. Hvort þeir væra al- mennt á móti völdum alþýðunnar? Spurningin um afstöðuna til al- þýðunnar vakti aðra hjá Víkveija, hvort fyrirspyijandinn vissi ekki, að þau ríki, þar sem fólkið er nú að rísa upp gegn spilltum vald- höfum, hafa einmitt flest ef ekki öll kennt sig við alþýðuna með ein- um eða öðrum hætti. Þetta hefur lengi verið eitt af öfugmælum sög- unnar. En nú á sem sé að reyna að kveða menn í kútinn, þegar þeir benda á þá staðreynd að kommún- isminn er að líða undir lok, með því að þeir séu á móti alþýðuvöldum! Fátt er brýnna í umræðum um þjóðmál, hvort heldur innlend eða erlend, en að menn geri sér glögga grein fyrir þeim hugtökum sem þeir nota. Vegna misnotkunar kommúnista era orðin alþýðuvöld eða alþýðulýðveldi markleysa á íslensku og hið sama má segja til dæmis segja um orðið þjóðfrelsi. Yíkveiji er þeirrar skoðunar, að það sé vegna skoðana eins og þeirra sem vinstrisinnarnir í um- ræddum útvarpsþætti héldu á loft, sem umræður um ýmsa meginþætti stjómmála era næsta geldar meðal okkar. Það er svo grannt á fordóm- unum bæði í garð skoðana og jafn- vel heilla þjóða, að þær skyggja á allt annað og gera mönnum ókleift að ræða saman á vitrænan hátt. Og spyija má: era það ekki orðnir með öllu úreltir starfshættir hjá þeim sem stjóma þáttum hjá ríkis- fjölmiðlum að vera alltaf að leita eftir andstæðum skoðunum á þess- um stöðnuðu forsendum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.