Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 4
4
MÍÍRGlMBLAÐIÐ1 FÖSTÚDÁGÍjá 2Í3. JÓNÍ 1Ö891
Sr. Olafur Skúlason settur inn í
embætti biskups Islands á sunnudag
NÝKJÖRINN biskup íslands, sr. Ólafur Skúlason, verður settur inn í
embætti við guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík á sunnudag, 25.
júní, kl. 10.30.
Athöfnin hefst með skrúðfylkingu
presta frá Alþingishúsi og verða
flestir prestar landsins viðstaddir.
Allmargir erlendir gestir verða við
athöfnina. Frá Alkirkjuráðinu kemur
Jean Stromberg, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri þess, frá Lútherska
heimssambandinu dr. Erica Reichl,
yfirmaður guðfræðideildarinnar þar.
Biskupar koma frá Norðurlanda-
kirkjunum, Christian Mörch frá
Grænlandi, Eivind Vilhelm frá Fær-
eyjum, Karl Gunnar Grape frá
Svíþjóð, Frederik Grönningsæter frá
Noregi, Herluf Eriksen frá Dan-
mörku og Kalevi Toiviainen frá Finn-
landi. Frá Lúthersku kirkjunni í
Vesturheimi kemur Stefan biskup
Guttormsson og Michael Hunter pró-
fastur í Grimsby er fulltrúi erkibis-
kupsins í Kantaraborg. Þá verður
viðstaddur athöfnina Francis Step-
hanos forseti Mekane Yesus-kirkj-
unnar í Eþíópíu, en einmitt þar hafa
íslendingar annast kristniboð um
áratuga skeið.
Við guðsþjónustuna mun kór Bú-
staðakirkju, undir stjóm Guðna Þ.
Guðmundssonar, frumflytja verk eft-
ir Jón Ásgeirsson, sem hann tileinkar
nýjum biskupi íslands og er við 33.
vers í 119. sálmi Davíðs. Dómkórinn
og Marteinn H. Friðriksson dómorg-
anisti annast annan tónlistarflutning
við guðsþjónustuna.
Herra Pétur Sigurgeirsson annast
altarisþjónustu ásamt Ólafi biskupi,
sr. Hjalta Guðmundssyni dómkirkju-
presti og sr. Jóni Einarssyni pró-
fasti. Ritningarlestur annast sr. Áuð-
ur Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Guðmund-
ur Þorsteinsson dómprófastur og sr.
Sigurður Guðmundsson vígslubisk-
up.
Síðdegis á sunnudag verður bisk-
upshjónunum Ebbu Sigurðardóttur
og Olafi Skúlasyni fagnað með há-
tíðartónleikum í Hallgrímskirkju. Þar
flytja kór Bústaðakirkju, einsöngvar-
ar og hljóðfæraleikarar ýmis kirkju-
leg verk undir stjórn Guðna Þ. Guð-
mundssonar. Tónleikarnir hefjast kl.
16.00 og eru allir velkomnir.
Opna Kaupmannahafiiarmótið:
Islendingum gengur sæmilega
KARL Þorsteins er með 3 'Avinning eftir 5 umferðir í opna Kaup-
mannahaftiarmótinu í skák, og Jóhannes Ágústsson er með 3 vinn-
inga. Efstu menn eru með 4 vinninga.
Karl gerði jafntefli við Bellin frá inga.
Englandi í 4. umfer og Jóhannes 10 umferðir eru á mótinu og
vann pólska alþjóðameistarann Ad- þarf líklega 6 vinninga til að ná
amski. í 5. umferð unnu Karl og áfanga að alþjóðlegum meistaratitli
Jóhannes báðir stigalága andstæð- og 8 vinninga í stórmeistaraáfanga.
VEÐURHORFUR í DAG, 23. JÚNÍ
YFIRLIT í GÆR: Skammt suðaustur af Jan Mayen er 998 mb lægð
sem þokast austur og hæðarhryggur er yfir Grænlandi, einnig á
leið austur. Fremur svalt verður í veðri, einkum norðanlands.
SPÁ: Norðvestan 2—3 stig víðast hvar á landinu. Skýjað með köfl-
um eða léttskýjað og þurrt að mestu. Hiti 6—17 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Austan og suðaustan átt. Skýjað að
mestu um land allt. Rigning við suður- og austurströndina, annars
úrkomulítið. Hiti á bilinu 8—15 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Norðaustan átt. Víða rigning eða súld á
Norður- og Austurlandi, en þurrt og víða þjart veður á Suður- og
Vesturlandi. Hiti 7—14 stig.
TAKN:
Heiðsk/rt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
A Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-| 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V E'
= Poka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hitl veður
Akureyrl 6 skýjað
Reykjavík 10 skúr
Bergen 16 léttskýjað
Helsinki 25 léttskýjað
Kaupmannah. 25 léttskýjað
Narssarssuaq 9 léttskýjað
Nuuk 1 þoka
Ósló 26 skýjað
Stokkhólmur 25 léttskýjað
Þórshöfn 10 alskýjað
Algarve vantar
Amsterdam 21 rigning
Barcelona vantar
Berlín 26 skýjað
Chicago 22 mistur
Feneyjar 24 þokumóða
Frankfurt 22 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
Hamborg 25 skýjað
Las Palmas vantar
London 16 skýjað
Los Angeles 17 þokumóða
Lúxemborg 11 þrumuveður
Madrfd vantar
Malaga vantar
Mallorca vantar
Montreal 24 skýjað
New York 20 þoka
Orlando 23 hálfskýjað
Parls vantar
Róm 25 hálfskýjað
Vín 24 skýjað
Washington 23 þokumóða
Winnipeg vantar
Morgunblaðið/Einar Falur
Sr. Jónas Gíslason prófessor og nýtilnefndur vígslubiskup Skálholts-
biskupsdæmis ásamt eiginkonu sinni Arnfríði Arnmundsdóttur.
Sr. Jónas Gíslason prófess-
or tilneftidur vígslubiskup
SR. JÓNAS Gíslason prófessor, hefur verið tilnefiidur vígslubiskup
í Skálholtsbiskupsdæmi og verður hann vígður á Skálholtshátíð 23.
júlí næstkomandi.
„Efst í huga er þakklæti til þeirra að ég fái að þjóna kirkjunni áfram
sem hafa sýnt mér það traust og eins og hingað til,“ sagði Sr. Jónas
tilnefnt mig vígslubiskup. Ég vona Gíslason.
Fyrir liggur frumvarp um að
stofnað verði embætti biskupa í
Hólabiskupsdæmi og Skálholsbisk-
upsdæmi undir stjórn biskupsins
yfir íslandi. Sagðist Sr. Jónas vera
tilbúínn til að setjast að í Skálholti
ef að til þess kæmi.
Á kjörskrá voru 109 en 104 tóku
þátt í tilnefningunni. Sr. Jónas
Gíslason, hlaut 38 tilnefningar, Sr.
Sigurður Sigurðarsson 32 tilnefn-
ingar, Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson
28 tilnefndingar, Sr. Guðmundur
Óli Ólafsson 3 tilnefningar og þau
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og
Sr. Heimir Steinsson eina hvert.
Enginn flýr
örlög sín
TVÆR stúlkur á fjórtánda
ári voru staðnar að því að
hnupla bók í einni af verslun-
um Hagkaups í Reykjavík
nýlega.
Þjófnaðurinn var kærður til
lögreglu sem tók telpurnar til
yfírheyrslu en bókin, sem heitir
„Enginn flýr örlög sín“, er að
nýju komin í hillur verslunar-
, innaí.
Olís:
Kyrrsetning úrskurðuð í
eignum fyrir 223 milljónir
BORGARFÓGETI hefur úrskurðað, að kröfu Landsbankans, að kyrr-
setning skuli fara fram í eignum Olís að upphæð tæpar 223 milljón-
ir króna. Þetta er sú upphæð sem Olís gat ekki lagt fram trygging-
ar fyrir sem Landsbankinn taldi hæfar af 438 milljón króna kröfii
bankans.
Við málflutning í málinu á mið-
vikudag gerði Olís þá kröfu að
trygging sú sem fógeti úrskurðaði
að Landsbankanum bæri að leggja
fram vegna hugsanlegs tjóns og
miska sem Olís hlyti af málinu yrði
hækkuð í 500 milljónir króna. Þessu
hafnaði fógeti en við upphaf máls-
ins hafði hann úrskurðað að Lands-
bankanum bæri að leggja fram 30
milljónir króna í þessu skyni.
Við málflutninginn kom Olís með
ábendingar á eignir til tryggingar
kröfu Landsbankans. Var þar bæði
um fasteignir og lausafé að ræða
og mat Olís þessar tryggingar um
800 milljónir króna. Landsbankinn
hafnaði þessum tryggingum og vildi
fá aðrar hæfari.
Borgarfógeti frestaði áframhald-
andi málflutningi málsins til þriðju-
dags og mun nota frestinn til að
athuga • hvort ábendingar Olís á
eignirnar séu góðar og gildar.
Jón Baldvin Hannibalsson:
Gagnlegur fimd-
ur með Rocard
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hitti Michel Rocard,
forsætisráðherra Frakklands, að máli í Stokkhólmi á þingi Alþjóðasam-
bands jafnaðarmanna. Jón Baldvin tekur við formennsku í ráðherrar-
áði EFTA, fríverslunarsamtaka Evrópu, um mánaðamótin og mun þá
leiða viðræðumar við Evrópubandalagið (EB). Hann sagði að fundurinn
með Rocard hefði verið gagnlegur og mikilvægur en viðræðumar hefðu
verið þess eðlis að ekki væri ráðlegt að greina frá þeim að svo stöddu.
„Tilgangurinn var af okkar hálfu Stokkhólmi. Að sögn Jóns Baldvins
að fá upplýsingar um viðhorf for-
mennskulands EB á seinni hluta árs-
ins til EFTA og samningaviðræðn-
anna sem framundan eru. Árangur
þeirra viðræðna ræðst af því meðal
annars hvort formennskulandið setur
þau mál ofarlega í forgangsröðina
innan EB,“ sagði utanríkisráðherra.
Fundurinn með Rocard fór fram í
var ákveðið að leita eftir þessum
fundi með Roeard þegar utanríkisvið-
skiptaráðherrar EFTA voru á vor-
fundi sínum í Kristiansand á dögun-
um. Auk Jóns Baldvins og Rocards
sátu fundinn utanríkisviðskiptaráð-
herrar Finnlands, Svíþjóðar og Nor-
egs og kanslari Áusturríkis.