Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 10
10
.......TMÓR&rtdBAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÖNf'ÍÍ9%9
Hvað má spara í
grunnskólunum?
Athugasemd við leiðara Mbl
eftirElínu
Stephensen
í leiðara Morgunblaðsins í gær,
15. júní.gefur líta merkilega fullyrð-
ingu. Þar segir orðrétt: „Auðvitað
er hægt að spara 126 milljónir króna
í grunnskólum landsins, ef vilji er
fyrir hendi. Auðvitað er það hægt
án þess, að það hafi örlagaríkar af-
leiðingar fyrir nemendur." Þama
veit leiðarahöfundur Morgunblaðsins
meira en skólamenn. Þeir síðar-
nefndu eiga nefnilega í vandræðum
með að finna leiðir til að spara meira
en orðið er í skólum landsins. Við
skulum aðeins riija upp söguna:
— Árið 1974 voru gefin út lög um
grunnskóla (nr. 63/1974). í 44. grein
þeirra er kveðið á um vikulegan
kennslutíma í hverjum árgangi. í
sérstökum auglýsingum hafa svo
verið birtar viðmiðanir um skiptingu
þessara stunda milli greina. Ekki
hefur það heyrst að þarna hafi verið
ríflega áætlað, þvert á móti hefur
ýmsum þótt skorið við nögl. Hér
verður gengið út frá því að þetta
hafí verið það lágmark sem talið
hafi verið hægt að komast af með
til að undirbúa æsku landsins á
sómasamlegan hátt undir líf og starf
í lýðræðisþjóðfélagi, eins og það heit-
ir á hátíðlegum stundum.
— Árið 1980 þurfti að skera niður
ríkisútgjöld. Þá voru teknar kennslu-
stundir af nemendum grunnskólanna
í landinu, sú skerðing hefur ekki
verið afnumin.
— Árið 1984 þurfti aftur að spara
og aftur voru grunnskólanemendur
auðveld bráð. Sú skerðing hefur ekki
heldur gengið til baka þótt tilskipun-
in sé fallin úr gildi.
— Árið 1989 á enn að spara. Þeg-
ar er búið að ákveða að sundkennsla
skuli tekin af viðmiðunartímum í stað
þess að vera úthlutað sérstaklega,
einni kennslustund á hverja 15 nem-
endur. Þetta þýðir ekki aðeins skerð-
ingu á tímum til annarrar kennslu
heldur einnig skerðingu á sund-
kennslu því nú fær hver bekkjar-
deild, 24 nemendur að meðaltali,
aðeins eina stund á viku til sund-
náms.
En — „auðvitað er hægt að spara
í • grunnskólunum". Spurningin er
bara — hvernig? Þar sem leiðarahöf-
undur Morgunblaðsins virðist vita
meira um þetta mál en við sem í
skólunum störfum óska ég eftir að
hann upplýsi okkur um hvar er hægt
að skera niður. Rennum aðeins yfir
kennslugreinar grunnskólans:
íslenska — er hægt að fækka
kennslustundum þar á tímum mál-
vemdarátaks sem allir eru sammála
um að sé brýnt? Það er meira að
segja enn í gildi bréf frá Birgi ísieifi
Gunnarssyni fyrrverandi mennta-
málaráðherra um að nota skuli hám-
arkstímaflölda í íslensku.
Stærðfræði/eðlisfræði — vill ein-
hver skera niður slíka tíma þegar
stöðugt er verið að hamra á verri
stöðu íslenskra ungmenna í raun-
Elín Stephensen
„Þar sem leiðarahöf-
undur Morgunblaðsins
virðist vita meira um
þetta mál en við sem í
skólunum störfum óska
ég eftir að hann upplýsi
okkur um hvar er hægt
að skera niður.“
greinum en jafnaldra þeirra í ná-
grannalöndunum? Svo ekki sé minnst
á alla fjármunina sem eiga að vera
fólgnir í íslensku hugviti.
Islandssaga — er okkur óhætt að
skerða þá tíma frekar en orðið er?
Landafræði — viljum við að börnin
okkar verði álíka fróð um umheiminn
eins og böm víða um hinn vestræna
heim eru um ísland?
Kristinfræði — Islendingar eru
auðvitað mjög trúuð þjóð þannig að
kannske er þetta fag óþarft?
Líffræði — er einhver sem vill að
við hættum að fræða börnin um nátt-
úru landsins, líkama mannsins og
hættumar af gálausu kynlífi?
íþróttir — er kannski orðið úrelt
að reyna að fá böm til að temja sér
heilbrigða lífshætti strax á unga
aldri? Eru mer.n hættir að tala um
að fyrirbyggjandi aðgerðir í heil-
brigðismálum geti sparað peninga?
Handavinna — er ef til vill óþarfi
að geta bjargað sér sjálfur þegar flík
rifnar eða við miriniháttar smíðar á
heimilinu? Það sparar sjálfsagt eng-
um neitt — eða hvað?
Heimilisfræði — æ, það svarar
sennilega ekki kostnaði að vera að
kenna fólki að borða hollan mat —
hvað þá að vera eitthvað að tauta
um hagkvæman heimilisrekstur —
eða hvað?
Mynd- og tónmennt — við höfum
líklega ekki efni á að þroska sköpun-
argáfu og listasmekk á þrenging-
artímum?
Enska og danska — þeir fara
áreiðanlega bráðum að tala íslensku
í útlöndum svo ef til vill má spara
þar?
Sérkennsluna skulum við ekkert
vera að tala um, ég ætla engum að
óreyndu að vilja skera hana niður.
Svo er það allt hitt sem „á að
kenna í grunnskólunum" en engir
sérstakir tímar fásttil, s.s. umferðar-
fræðsla, siðfræði og almennir
mannasiðir. Eigum við kannske að
hætta einhveiju af því, skera niður
það sem kallað hefur verið uppeldis-
hlutverk skólanna? Vissulega fer tími
í það, tími sem hvergi er merktur á
stundarskrám barnanna.
Hvar á að taka þessar 126 milljón-
ir króna sem á að vera hægt að
spara? Svari hver fyrir sig, kannski
fáum við líka uppskriftina frá Mogg-
anum!
Höfundur eryBrkennarí í
Barnaskóla Akureyrar.
911 CA 9Í07A LÁRUSÞ.VALDIMARSSONframkvæmdastjori
L I I UU " L I 0 / U KRISTIIMN SIGURJÓNSSON, HRL. logg. fasteignas.
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Tilboð óskast
í litla 2ja herb. íb. - einstaklíb. - kj. í gamla bænum. Samþykkt. Stór
og góð eignarlóð. Góð lán kr. 1,4 millj.
Sandgerði
Bjóðum til sölu fasteignirnar Vallargötu 9 og Vallargötu 1 i Sand-
gerði. Tilboð óskast í eignirnar.
Ytri-Njarðvík eða Keflavík
Þurfum að útvega 3ja herb. íb. í Ytri-Njarðvík. Stór 2ja herb. kemur
til greina. íb. má vera í Keflavik í næsta nágr. Njarövíkur. Rétt eign
verður borguð út.
í Lauganeshverfi eða nágrenni
óskast góð 3ja herb. íb. Skipti mögul. á 6 herb. rúmg. sér efri hæð
í hverfinu.
Stefán Briem, eðlisfræðingur:
í lyftuhúsi með bílageymslu
Góð 3ja herb. íb. óskast í lyftuhúsi. Bílag. þarf að fylgja. Útsýni æski-
legt. Skipti mögul. á góðu raðh. miðsv. í Kóp. Bílsk. fylgi.
Landsþekktur athafnamaður
sem hyggst flytja til borgarinnar öskar eftir nýl. og góðri eign með
4-5 rúmg. svefnherb. Mikil og góð útborgun. Nánari uppl. trúnaðarmál.
Opið á morgun laugardag
Kynnið ykkur
auglýsinguna
LAUGAVEGI18 SÍMAR 21150-21370
... á við bestu galdraþulu!
Ef þér finnst eitthvað vanta upp á bragðið af
súpunni, pottréttinum, heitu sósunni, salatsósunni
eða ídýfunni skaltu einfaldlega bæta við
MS sýrðum rjóma, 18%. Það er allur galdurinn.
Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa
18% (Mayonnaise)
1 tsk (5 g) 9.7 37
1 msk (15 g) 29 112
100 g 193 753
ALMENNA
FASTEIGHASAt AH
Er að koma íslensku inn
í alþjóðlegt þýðingakerfi
STEFÁN Briem, eðlisfræðingur, vinnur nú að verkefiii í vélrænum
tungumálaþýðingum, sem felst í því, að koma íslensku inn í alþjóðlegt
þýðingakeríí, sem hollenskt fyrirtæki er með í smíðum. Er þar esper-
antó notað sem millimál og á til dæmis að vera hægt að þýða úr ensku
yfir á esperantó og úr esperantó yfir á íslensku. Stefán hefur nú nýve-
rið fengið styrk úr Vísindasjóði til að vinna að undirbúningi þess að
íslenskan komist inn í þetta hollenska kerfi. Enn fremur hefiir mennta-
málaráðuneytið sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og veitt styrk til
þess. Stefán mun kynna verkefiiið á ráðstefiiu, sem haldin verður á
vegum Háskóla íslands í næstu viku.
„Það sem ég hef verið að fást við,
er að þýða af esperantó yfir á
íslensku," sagði Stefán Briem í sam-
tali við Morgunblaðið. „En það er
bara helmingurinn af þeim hluta
verksins, sem snýr að íslenskunni.
Það á eftir að þýða af íslensku yfir
á esperantó, en þetta er svo stórt
verkefni, að ég hef ekki getað gefið
mér tíma til fara út í það líka. Ég
hef verið að vinna að þessum þýðing-
um í frístundum frá 1981, en hef
nú fengið styrk úr Vísindasjóði til
vinna að undirbúningi þess að koma
íslenskunni inn í kerfið, sem Hollend-
ingarnir eru að hanna.
„Hugmyndin með þessu þýðinga-
kerfi er sú,“ bætir Stefán við, „að
til að byija með verði með því hægt
að þýða upplýsingatexta af ýmsu
tagi, til dæmis stuttar fréttir, út-
drætti úr fræðiritgerðum og vörulýs-
ingar á umbúðum. Þetta er hugsað
þannig, að þýðingin eigi sér stað í
tölvuneti og því þurfi notendurnir
ekki að kunna annað tungumál en
sitt eigið. Þeir eiga að geta slegið
textann inn á sínu eigin tungumáli,
í tölvukerfinu er hann þýddur á esp-
erantó og berst viðtakandanum á því
máli. Viðtakandinn mun svo hafa hjá
sér forrit og orðasafn á esperantó
til þess að fá hann þýddan yfir á
sitt eigið mál.“
Stefán segir nokkur munur sé á
þessum tveimur skrefum í þýðing-
unni. „Fyrra skrefið verður ekki al-
veg sjálfvirkt, heldur á sér stað í
samvinnu manns og vélar. Ef upp
koma einhver vafaatriði þegar text-
inn er sleginn inn, til dæmis vegna
tvíræðni orða, þá spyr tölvan hvemig
hún eigi að skilja þau. Hins vegar
verður síðari þýðingin alveg sjálfvirk.
Hollendingamir gera nú ráð fyrir að
fyrra skrefíð geti orðið sjálfvirkt eft-
ir 50 ár.“
Hann segir, að von sé á fyrstu
1 \
Matur og bjór
Til sölu eða leigu nýendurbættur matsölustaður með
vínveitingaleyfi. Öll tæki og aðstaða. Vinsæll af kátum
Skagfirðingum og svöngum ferðamönnum. Staðsetning
auðvitað sjálfur Krókurinn.
Fyrirtækjasalan, Suðurveri,
símar 82040 og 84755,
Reynir Þorgrímsson.
Morgunblaðið/Emilía
Stefán Briem, eðlisfræðingur
markaðsvöm hollenska fyrirtækisins
eftir fjögur til fimm ár, en þá muni
að öllum líkindum enn líða nokkur
ár þar til hægt verði að taka íslensk-
una inn í.
Að sögn Stefáns var esperantó
valið til þess að gegna hlutverki milli-
máls vegna þess að það er mjög rök-
lega uppbyggt. „Málfræðin er alger-
lega án undantekninga, sem auðveld-
ar mjög alla tölvuvinnslu og einnig
er miklu minna um tvíræðni eða
margræðni orða þar heldur en í þjóð-
tungunum. Hollensku aðilamir, sem
vinna að þessu verkefni hafa líka
valið þá leið, að laga esperantó að-
eins til, svo að öll margræðni hverfí.
Þannig er hægt að hafa síðara skref
þýðingarinnar alveg sjálfvirkt. Sá
möguleiki var líka fyrir hendi, að
nota einhvers konar vélatáknmál í
stað mannamáls, en það fylgja því
hins vegar ýmsir kostir að hafa milli-
málið mannamál; menn fá til dæmis
meiri tilfinningu fyrir því,“ sagði
Stefán Briem að lokum.