Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 2
egei ÍMUl. .88 JIUOAOUTaOT CFTQAJHK’JÐíIO'M MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 23. JUNI 1989 Landsbankinn tek- ur upp kjörvexti BANKARÁÐ Landsbankans ákvað á fundi í gær að taka upp svokall- aða kjörvexti á verðtryggðum útlánum frá og með 11. júlí. Kjörvextim- ir verða 6,25%. Vextir á almennum verðtryggðum útlánum lækka úr 7,25% í 7%. Allir einkabankar og sparisjóðir hafa tekið upp kjörvexti en Lands- bankinn er fyrstur ríkisbanka til þess. Þannig njóta viðskiptavinir bankans vaxtakjara í samræmi við lánstraust, þeir sem best lánstraust hafa borga lægstu vextina. Þijú álagsþrep eru í kjörvöxtum Landsbankans. Lægsta þrepið er 0,75% og leggst á almenn útlán, raunvextir á þeim lánum verða 7%. Að auki er 1% álag, og 2% álag sem nær eingöngu verður notað við skuld- breytingar. Nafnvextir bankans munu hækka 1. júlí. Þannig hækka víxilvextir í 33% og vextir á almennum skulda- bréfum hækka úr 33,5% í 34,5%. Bjartsýnn um fram- tíð villtra laxastofiia segir Árni ísaksson veiðimálastjóri Ástæða er til bjartsýni með framtíð villtra laxastofiia að mati Ama Isakssonar veiðimálastjóra þar eð ýmislegt hefúr verið gert til þess að draga úr hættunni sem steðjar að vegna vaxandi fjölda eldislaxa sem sleppa úr kvíum og blandast villtu stofnunum í laxveiðiánum. Árni sagði í samtali við Morgunblaðið, að genabanki með laxasvil sem stofnsettur verður á þessu ári sé mikilvægt skref í þá átt að tryggja villta laxastofna í landinu. Nýleg reglugerð um fjarlægðir eldisstöðva frá árósum væri mikilvæg svo ekki væri minnst á það íslenska sérkenni í laxeidi, að í kvíum væm villtir stofnar, en erlendis em yfirleitt að- fluttir- eða eldisstofiiar. Ámi sagði að erfitt væri að átta sig á því við hvemig kringumstæður gripið yrði til djúpfrystra laxasvilja, en ljóst væri að stíft- eftirlit yrði að vera með- ástandi stofna á því svæði þar sem hættan er mest. „Allt sem verið er að gera í þessum málum er í varúðarskyni og það hjálpar okkur mikið að vandinn virðist ekki umtals- verður nema á mjög þröngu svæði á suðvesturhominu." Hvað varðaði reglugerðina um fjarlægðir eldisstöðva frá árósum sagði Ámi Isaksson, að eldisstöð mætti ekki vera nær árósi en 15 kílómetra ef viðkomandi laxveiðiá gæfi um eða yfir 500 laxa meðal- veiði á sumri, en miðað væri við 5 kílómetra ef viðkomandi laxveiðiár væm með innan við 500 laxa meðal- veiði. Ymsar eldisstöðvar væru þann- ig staðsettar að þær samrýmdust ekki reglugerðinni og væri það lög- fræðileg spurning hvemig mál þeirra fæm. Egilsstaðir: Atak í meng- unarvömum Á Egilsstöðum er nú verið að gera átak gegn loft- og hávaðamengun frá bílum. Við allar verslanir og þjón- ustustofhanir er búið að setja upp blómum prýdd skilti með áletruninni „vinsamlegast dreptu á bílnum.“ Hjónin Helga Hreinsdóttir og Philip Vogler vom hvata- menn að gerð skiltanna, sem em framleidd á vemdaða vinnustaðnum Stólpa. Egils- staðabær styrkti verkefnið. Þegar er búið að setja upp um 20 skilti á Egilsstöðum. Þau hafa vakið mikla athygli að- komumanna í bænum og er farið að setja skiltin upp í öðr- um byggðarlögum. - Bjöm Búðardalur: Verslun opn- uð í kaupfé- lagshúsinu HLUTAFÉLAG ellefú einstakl- inga og fyrirtælqa í Dalasýslu, hefúr tekið á leigu verslunar- húsnæði Kaupfélags Hvamms- flarðar og keypt vörulager þess. Verslun félagsins, Dalakjör, opn- aði í gær. Félagið mun einnig reka sölu- skála kaupfélagsins í sumar. For- svarsmenn Dalakjörs em Gisli Gunnlaugsson, Bára Aðalsteins- dóttir og Haraldur Ámason. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þessi Ioftmynd frá Landmælingum íslands er tekin yfir Jökulsá á Fjöllum þar sem hún kvíslast í Bakkahlaup og Sandá. Hringur er dreginn um rennuna sem nú er verið að loka. Jökulsá á Fjöllum hamin Skinnastað, Oxarfirði UM KLUKKAN sex í gærkvöldi var ekki búið að loka kvíslinni, sem Jökulsá á Fjöllum hafði brotið sér úr Bakkahlaupi yfir í Sandá. Hætta er á að Jökulsá falli öll í Sandá ef ekkert er að gert. Vega- gerðarmenn unnu þá við að moka möl og gijóti í rennuna og segir Guðmundur Svavarsson, umdæmisverkfræðingur, að ætlunin sé að fylla alveg í rennuna og hindra þannig að áin bijóti sér leið þama í framtíðinni. Mikið hefúr minnkað í ánni síðan flóðið var mest á þriðjudag. Rennan sem áin flæðir um er venjulega á þurru þegar lítið vatn er í ánni. I flóðunum undanfama daga hefur Jökulsá dýpkað hana mikið og óttast menn að hún leiti í auknum mæli yfir í Sandá, en Bakkahlaup hefur verið aðal far- vegur hennar. Bakkahlaup hefur borið mikinn sand fram og hefur botn þess hækkað við það. Sandá fellur um lægra land og þess vegna er hætta á að áin leiti þangað. Falli Jökulsá að mestu eða öllu leyti í Sandá, er talin hætta á miklu landbroti af hennar völdum og hún flæðir þá yfir Austursand og þá eru lönd þar í hættu. í gær hafði sjatnað mikið í Jök- ulsá og var ekki meira en venjulegt sumarvatn í henni undir kvöldið. Sigurvin Vegagerðarmenn keyra möl og gijóti í rennuna sem Jökulsá hafði grafið á milli Bakkahlaups og Sandár. Horfit er til norðvesturs frá austurbakka árinnar, Sandá er næst á myndinni og Bakka- hlaup (jærst. Fjármálaráðherra vill breyta yfir- stjóm Þjóðleikhúss og Ríkisútvarps Telur vanda stofiiananna rekstrar- og stj órnunarlegan að hluta ÓLAFUR Ragnar Grimsson sé að hluta til rekstrar- og fjárrnálaráðherra telur að end- stjómunarlegs eðlis og segist urtekinn fjárhagsvandi Þjóð- munu ræða við menntamálaráð- leikhússins og Ríkisútvarpsins herra um breytingar á yfir- Komist hjá lokun Rafveitu Hafharfjarðar: Söluskattsskuld greidd RAFVEITA Hafnarfiarðar greiddi seinnipartinn í gær ætlaða sölu- skattsskuld veitunnar fyrir árin 1983 og 1984, en áskildi sér jafnframt allan rétt til endurkröfiú með hæstu leyfilegum dráttarvöxtum og hugs- anlegra skaðabóta. Þar með kom ekki til lokunar rafveitunnar, eins og bæjarfógeti hafði hótað efltir fyrirmælum frá fjármálaráðuneytinu yrði skuldin ekki greidd. „Rafveita Hafnarfjarðar hefur skyldum að gegna við Hafnfirðinga, hafnfirsk fyrirtæki og nágranna- byggðir. Þó að kröfur ríkisvaldsins séu í fyllsta máta ósanngjamar hefur Rafveita Hafnarfjarðar í dag greitt ætlaða söluskattsskuid. Sú fjárhæð er ekki greidd til þess að þóknast ríkisvaldinu, heldur greiðir rafveitan hana nauðug til þess að forða notend- um Rafveitu Hafnaríjarðar frá stór- tjóni. Rafveitan áskilur sér hins veg- ar allan rétt til endurkröfu með bót- um á hendur ríkisvaldinu," sögðu forráðamenn Hafnarfjarðarbæjar og hitaveitunnar í gær. í tilkynningu þeirra kemur fram að ríkisskattstjóri hafi 21. apríl 1987 úrskurðað að leggja bæri viðbótar- < sölugjald á rafveituna fyrir árin 1983 og 1984. Úrskurðurinn hafi verið kærður til ríkisskattanefndar, þar sem rafveitan telji hann ekki eiga sér lagastoð, og þar liggi málið enn óafgreitt. Bæjarsjóður eigi rafveit- una og bæjarstjórn ákveði gjald- skrána, sem ætíð hafi verið staðfest af iðnaðarráðherra. Það sé furðulegt að ríkisskatLstjóri skuli telja að bæj- arstjóm selji Hafnfirðingum rafmagn á of lágu verði. Það sé ekki hans að ákveða gjaldskrá rafveitunnar heldur bæjarstjómar. Rafveitan hafi ætíð staðið í skilum og muni gera það hér eftir sem hingað til. Hún hafi greitt söluskatt samkvæmt verð- skrá, sem staðfest sé af ríkisvaldinu. stjórn þessara stofnana. „Það er alkunna að Qárhagsvandi og rekstur Þjóðleikhúss og Ríkisútvarps hefiir verið með þeim hætti að ríkið hefúr þurfit að greiða verulega viðbótarflár- muni og það virðist sem fjár- hagur Þjóðleikhússins haldi áfram að fara úr böndunum,“ sagði ráðherra í samtali við Morgnnblaðið í gærkvöldi. „Það er auðvitað ljóst að það verður að taka það mál til sér- stakrar skoðunar og breyta stjóm stofnananna til að styrkja þær rekstrarlega og íjárhagslega," sagði hann. Fjármálaráðherra kvaðst mundu ræða þessi mál við menntamálaráðherra þegar hann kemur til landsins en hann er nú í Grikklandi. Ólafur Ragnar sagð- ist ekki á þessu stigi vilja ræða hugmyndir sínar um breytingar á stjómun Ríkisútvarps og Þjóðleik- húss. „En ég tel greinilegt að æðstu stjórnendur hafi ekki tekið nægilega vel á þeim ijárhagslega og rekstrarlega vanda sem við blasir. í því felst engin ásökun af minni hálfu, það er bara staðreynd sem við blasir,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra. Fyrirspumum um g-arðyrkju svarað Lesendaþjónusta Morgun- blaðsins tekur við fyrirspum- um lesenda um garðyrlqu. Það er Hafliði Jónsson, fyrr- verandi garðyrlqsfjóri Reylq'avíkurborgar, sem svarar fyrirspumunum. Tekið verður á móti fyrir- spumum kl. 13-14 daglega í síma 691100. Ennfremur má póstsenda fyrirspurnir merktar: Lesendaþjónusta Morgunbals- ðins - Spurt og svarað um garð- yrkju - Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Umíjöllun Hafliða birtist í Daglegu lífi sem kemur út á föstudögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.