Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989 9 Tirc$tonc Traktorsgröfudekkin frá Firestone eru sérstaklega styrkt fyrir mikið álag. Aukið akstursgrip, þýðari akstur og breiðari spyrnur. 0 JÖFUR JHF Nýbýlavegi 2, Kópavogi Sími 42600 Sýndkl. 5-7-9-11 Jkur aukast á stjórnar- þátttöku Borgaraflokksins R«P»r Grtaaeo jiUha Sátna o« Þ.GoM^rty ^QÚrMrOokkl en rttaneytl verd Borgaraflokkurinn í ríkisstjórnina? „Auknar líkur eru nú á því að Borgaraflokkurinn gangi inn í ríkis- stjórnina. Að undanförnu hafa ráðherrar átt tvo fundi með for- svarsmönnum flokksins um stjórnarsamstarf. . . Júlíus Sólnes og Oli Þ. Guðbjartsson hafa verið helztu talsmenn stjórnarsam- starfsins innan Borgaraflokksins. Þeir eru jafnframt líklegustu ráðherraefni hans.“ Svo segir í fimmdálki DV. Staksteinar glugga af þessu tilefni í þingræðu Júlíusar Sólnes, formanns Borgara- flokksins, skömmu fyrir þinglausnir. „Efeturáblaði matarskattur“ Júlíus Sólnes, formað- ur Borgaraflokksins, ræddi skilyrði flokks síns fyrir aðild að rikisstjóm- inni í utandagskrárum- ræðu á Alþingi í maí- mánuði sl. Hann sagði orðrétt: „Þar settum við efstan á blað sjálfan matarskatt- inn. Við lögðum til að matarskatturinn yrði að verulegu leyti felldur nið- ur, en vomm reiðubúnir tfl þess að sætta okkur við að söluskattur á hefð- bundnum innlendum matvælum og innfluttu grænmeti og ávöxtum yrði fterður niður úr 25% í 12%, sem þýddi að kaup- máttur mundi aukast um 2,5%. Þá bentum við á að sú leið væri vel fær að hækka skattleysis- mörk... Á þetta var ekki hlust- að og því endaði þetta að sjálfsögðu með þvi að við slitum þessum við- ræðum, enda höfum við engan áhuga á þvi — og ég lýsi því hér yfir fyrir hönd míns flokks — að við höfiim engan áhuga á því að taka þátt í ríkis- stjóm sem ekkert vill gera, sem ætlar bara að halda áfram þeirri moð- suðu sem nú er iáð lýði, þ.e. láta bara reka á reið- anum og svo getur þetta allt farið einhvem veginn til fiandans. Við höfiim engan áhuga á því að vera tengdir slíkri ríkis- stjóm.“ „ Jafiivel þó að stjórnin yrði stokkuð upp“! Formaður Borgara- flokksins lýsti stöðu þjóð- mála svo: „Það er að verða þann- ig að imgt fólk er farið að hugsa sér til hreyf- ings. Það er farið að flýja þetta land, því það spyr: hvemig í ósköpunum er ætlast til að við höfinn áhuga á þvi að búa í slíku þjóðfélagi sem þessu? Enda hefiir mér verið tjáð að nú séu langar bið- raðir hjá öllum sendiráð- um norrænu þjóðanna í Reykjavík þar sem ung( fólk er með fyrirspumir um atvinnumöguleika í nágrannalöndum... Því miður er margt sem bendir til þess að við séum að sigla inn í ekki ósvipað ástand og ríkti á krepputímabilinu 1967- 1969 þegar mjög stór hluti vimiufærra manna yfirgaf landið og leitaði eftír vinnu á hinum Norð- urlöndunum og það væri sorglegt ef það ættí eftír að endurtaka sig. Því miður veit ég ekki hvort búast má við að nokkurra lausna sé að vænta hjá ríkisstjómimii og jafiivel þó svo að hún yrði stokk- uð upp og einhveijir aðr- ir flokkar kæmu þar inn er þvi miður sú sorglega staðreynd ljós að það em allar líkur á því að ekk- ert jákvætt mundi gerast við það ...“ Svo mæltí formaður Borgaraflokksins í maí. Minnihluta- stjórn í skjóli „horfíns“ þing-flokks! Það hefiir áður verið vikið að því hér í stökum steinum að ríkisstjómin kom skattbreytingum, tengdum fjárlögum, í gegn um þingið með beinum og óbeinum stuðningi nokkurra þing- manna Borgaraflokksins. Formaður Borgara- flokksins staðhæfir að „almenningur á íslandi stynji undan hinu geipi- háa matvælaverði, sem sé það hæsta í heimi“. Það má rétt vera, enda em skattar í verði vöm og þjónustu hvergi í ver- öldinni hærri en hér. En það er tvískinnungur að tala gegn skattastefhu ríkisstjórnarinnar í orði en styðja hana á borði. Borgaraflokkurinn er í raun sá dropi sem fyUti verðhækkunarbikar ríkisstjórTuuinnar. Hann skjaldaði skattastefiiu stjómarinnar á Alþingi. Þess vegna m.a. klofiiaði þingflokkur hans - og nýr flokkur varð tíl. Af og tíl berast fréttir af því að Borgaraflokkur- inn ætli að stiga stuðn- ingsskref sitt við rikis- stjómina tíl fulls, hverfe. inn i hana, hvað sem matarskattí og fögmm fyrirheitum liður, ef sætí bjóðast á hefðartindi stjómarráðsins. VATNASKÓGUR Sumarbúðir KFUM Enn eru nokkur laus pláss fyrir drengi í eftirtalda flokka: Flokkur: Tími: Aldur: 7. 19. júlí-27. júlí 11-13 ára 8. 27. júlí-3. ágúst 11-13 ára 9. 11. ágúst-16. ágúst 13-17 ára 10. 16. ágúst-24. ágúst 10-13 ára Dagafjöldi: 8 dagar 7 dagar 5 dagar 8 dagar Dvalargjald: 12.160,00 10.640,00 7.600,00 12.160,00 Rútuferðir báðar leiðir kosta kr. 680,00. Nánari upplýsingar fást á aðalskrifstofu KFUM og K, Amtmannsstig 2b, ísíma 13437 kl. 8.00-16.00 mánudaga-föstudaga. Askriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.