Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989
'v :" ,
1®
Morgunblaðið/Þorkell
HópslysaæGng á Keflavíkurflugvelli
í gær fór fram hópslysaæfmg á Keflavíkurflugvelli
í tengslum við heræfinguna Norðurvíking ’89, sem
hófst á miðvikudag og stendur til hins 28. júní. í
hópslysaæfíngunni léku nokkrir tugir bandarískra
hermanna slasað fólk, sem dreift var um nokkurt
svæði. Tilgangur æfíngarinnar var helst sá, að æfa
greiningu slösunar og var starfsfólk frá Borgarspíta-
lanum og bandaríska herspítalanum á Keflavíkur-
flugvelli þar í aðalhlutverki. Að sögn Amar Egilsson-
ar, fulltrúa hjá Almannavömum ríkisins, þótti æfíng-
in í heild takast vel, þrátt fyrir að vissulega hefðu
vissir vankantar fundist, sem betur mætti fínpússa.
Á myndinni að ofan sést læknir gera að sámm „slað-
aðs“ manns.
Ungir sjálfstæðismeiin í samstarfí íhaldsflokka:
Viljum hafa áhrif víð-
ar en heima á Islandi
Farandsýmng í
Þjóðmiqjasafinnu
í TILEFNI af 10 ára aftnæli heimastjórnar á Grænlandi nú í júní
verður í dag opnuð í Þjóðminjasafiii Islands farandsýningin „Fjaðr-
askúfar og fiskiklær". Sýningin er komin hingað á vegum Norrænu
stofhunarinnar í Nuuk á Grænlandi í samvinnu við Þjóðminjasafnið,
Norræna húsið og Grænlandssjóðinn.
Þessi sýning, sem á eftir að fara
um öll Norðurlöndin, fjallar um
menningu inúíta og indíána og er
sett upp hér f tengslum við nám-
skeið í „shamanisma" á vegum
Norrænu leiklistamefndarinnar
(NTK), og munu fjölmargir merkir
gestir koma til landsins í tilefni
þess. Meðal þeirra má nefna indí-
ánasöngkonuna Buffy Sainte-
Marie, sem mun syngja við opnun-
ina í Þjóðminjasafninu. Hún er
Cree-indíáni, en einnig verða við
opnunina Dineh-indíáninn Ramona
Blackgoat, Sioux-indíáninn Iron
Shell, Hau de no sau nee — indíán-
inn Norman Charles, auk samans
Ása Charles, inúítans Elise Reimer
og fleiri góðra gesta. Þá verða hér
stödd prófessor Louise Báckmann
frá Stokkhólmsháskóla, Rolf Gil-
berg þjóðfræðingur frá Þjóðminja-
safninu í Kaupmannahöfn og einnig
Stig Thomsohn cand. mag., sem
hefur skipulagt námskeiðið og haft
veg og vanda af sýningunni ásamt
Bo Egelund. Þá mun Niels Vogesen
frá Norrænu stofnuninni í Nuuk
vera við opnunina.
Áður en sýningin opnar á föstu-
daginn verður kvikmjmdin Koyaan-
isqatsi eftir Godfrey Reggio sýnd í
Háskólabíói kl. 15.30. Þetta er
heimildamynd um Hopi-indíánana
og þeirra heimssýn, en þeir álíta
að með hinu háþróaða tæknisam-
félagi sé heimurinn að fara úr bönd-
unum. Meðal Hopi-indíána lifir
gamall spádómur, Koyaanisqatsi,
sem segir fyrir um eyðingu jarðar-
innar í kjamorkusprengmgu, og
varar jafnframt við því kerfí, sem
gerir mönnum kleift að beita slíkum
vopnum.
Kvikmyndasýningin er opin al-
menningi og er aðgangur ókeypis.
Myndin verður aðeins sýnd einu
sinni hér á landi.
Sýningin í Þjóðminjasafninu
verður opin út ágúst og aðgangur
er ókeypis.
Myndbanda-
leigur og útgef-
endur semja
SAMBAND myndbandaútgef-
enda á Islandi og Samtök
íslenskra myndbandaleiga hafa
gert með sér samkomulag um
viðtækt samstarf til að efla hlut-
deild og ímynd myndbandsins
meðal almennings á íslandi.
Samningurinn, er um markaðs-
mál, gæðaeftirlit, viðskiptahætti og
leggur grunn að sameiginlegri
starfsemi samtakanna, einkum
varðandi ýmsa markaðs- og eftir-
litsstarfsemi, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Þar segir ennfremur: „Að mati
stjóma beggja félaganna er hér um
mjög merkan áfanga að ræða, þar
'sem verulegt ósamkomulag hefur
verið varðandi heppilegustu aðferð-
irnar til vaxtar og viðgangs hins
íslenska myndbandamarkaðs."
- segir Ólafur Þ. Stephensen, nýkjörinn varaforseti NUU
„UNGIR sjálfstæðismenn vilja hafa áhrif á pólitiskar umræður víðar
en bara hér heima á íslandi. Samskipti þjóða verða æ meiri og það
er eðlilegt að stjórnmálaflokkar hafi samstarf sín á milli og reyni
sameiginlega að hafa áhrif ef þeir telja sig geta náð samstöðu um
mikilvæg mál,“ sagði Ólafur Þ. Stephensen, formaður Heimdallar,
er hann var spurður hvers vegna ungir sjálfstæðismenn tækju þátt
í norrænum samtökum ungra íhaldsmanna, NUU. Ólafiir var um
síðustu helgi kosinn varaforseti samtakanna.
Ólafur sagði er hann var spurður
hvað ungir sjálfstæðismenn teldu
sig eiga sameiginlegt með norræn-
um íhaldsflokkum að þrátt fyrir að
Sjálfstæðisflokkurinn kenndi sig
ekki við íhaldsstefnu færi uppruni
flokksins ekki á milli mála. Hann
hefði verið stofnaður við samein-
ingu Fijálslynda flokksins og
íhaldsflokksins. Þess mætti til
dæmis geta að Heimdallur, stærsta
og elzta félagið innan Sambands
ungra sjálfstæðismanna, væri
tveimur árum eldra en Sjálfstæðis-
flokkurinn, stofnað sem félag ungra
íhaldsmanna. „Jón Þorláksson, for-
maður íhaldsflokksins og fyrsti for-
maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í
ritgerð um íhaldsstefnu á íslandi
að íhaldsflokkurinn hefði valið sér
nafn sitt vegna þess að hann vildi
leggja meiri áherzlu á varðveizlu
þeirra verðmæta, sem fyrir væru í
íslenzku þjóðlífí, en aðrir flokkar.
Hann tók einnig fram að íhalds-
stefnan verði þau verðmæti, sem
fijálslynd stefna hefði skilað, ein-
staklingsfrelsi, fijálsa verzlun, um-
bætur í mannréttindamálum, sam-
vinnu stéttanna og fleira. Hann
kallaði þetta fijálslynda íhalds-
stefnu. Eg held að sú nafngift eigi
við stefnu allra hreyfinganna, sem
aðild eiga að NUU,“ sagði Ólafur.
„Sjálfur hef ég ekki verið feiminn
við að kalla mig íhaldsmann í anda
stefnu Jóns Þorlákssonar, og það
gera margir félagar mínir meðal
ungra sjálfstæðismanna einnig.“
Olafur sagði að þótt íhaldsflokk-
arnir á Norðurlöndum væru úr ólík-
um jarðvegi sprottnir og Sjálfstæð-
isflokkurinn, hefðu þeir færzt nær
stefnu hans á undanförnum áratug-
um. „Það er ekki lengur um það
að ræða að þessir flokkar séu
stéttaflokkar atvinnurekenda, eins
og til dæmis danski íhaldsflokkur-
inn kann að hafa verið. Öllum
bræðrasamtökum okkar í NUU er
jafnannt um varðveizlu þeirra verð-
mæta, sem Jón Þorláksson taldi
upg, og okkur hefur verið.“
Ólafur sagði að Sjálfstæðisflokk-
urinn væri að að mörgu leyti ein-
stakur flokkur og ólíkur nokkrum
útlendum flokki, enda sprottinn úr
íslenzkum jarðvegi. „Sjálfstæðis-
flokknum hefur tekizt að verða
borgaraleg breiðfylking, og hefur
haft svipað fylgi og flokkar sósíal-
demókrata á hinum Norðurlöndun-
um, sem íhaldsflokkum þar hefur
ekki tekizt. Þeir geta eflaust Iært
af okkur, og því meiri ástæða er
til að við störfum með þeirn," sagði
hann.
„Mig rekur minni til þess að þeg-
ar sjálfstæðiskonur funduðu með
hægrikonum á Norðurlöndum í
fyrrasumar, sagði Þorsteinn Páls-
son í Morgunblaðinu að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri fyrst og fremst
íslenzkur flokkur, sprottinn úr miðri
íslenzkri þjóðfélagsgerð og kenndi
sig ekki við útlend hugtök. Hann
sagði hins vegar að það væri eðli-
legt í heimi aukinna alþjóðlegra
samskipta að taka þátt í alþjóðlegri
stjórnmálaumræðu og eiga fundi
með erlendum stjórnmálasamtök-
um, sem næst stæðu Sjálfstæðis-
flokknum. Það hefur Iíka sýnt sig
á þingi Norðurlandaráðs að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur náð sam-
stöðu með íhaldsflokkunum, móður-
flokkum ungliðahreyfinganna í
NUU, og gengið til liðs við þing-
mannahóp þeirra.
- Þetta er auðvitað kjarni málsins;
að við eigum að leita samstöðu með
þeim, sem næst okkur standa til
Ólafiir Þ. Stephensen, formaður
Heimdallar og nýkjörinn vara-
forseti NUU.
þess að styrkja rödd íslands á al-
þjóðavettvangi og hafa áhrif á
mál, sem skipta okkur miklu, til
dæmis á vettvangi Norðurlanda-
ráðs. Þar ræðum við ekki sértæk
innanríkismál eða þjóðlega pólitík,
sem auðvitað er mismunandi hjá
hreyfíngunum, heldur mál sem
skipta máli fyrir Norðurlöndin sem
heild. NUU hefur haft mikil áhrif
á Norðurlandaráðsþingi æskunnar,
sem þjónar ráðgjafarhlutverki á
hinu eiginlega Norðurlandaráðs-
þingi. Þar hafa íslendingar ekki
látið sitt eftir liggja. Það að ungir
sjálfstæðismenn skuli taka að sér
forystuhlutverk í samtökunum sýn-
ir að við höfum eitt og annað fram
að færa. Þótt við séum í flokki, sem
er'fyrst og fremst íslenzkur, viljum
við hvorki vera útúrborur né horn-
kerlingar í alþjóðasamstarfí,“ sagði
Ólafur Stephensen.
24 dansarar
í storglæsilegri og lUríkri
sumarsyningu Hótel Islands
undir stjórn Auðar Haralds
FRUMSYNING I KVOLP|
og írítt verður á sýninguna og dansleik fyrir matargesti
Miðii i>g Kuðiipnntnnir diiglcga i sima 687III
HÖTETi tgJAND