Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 12
12 R 23. JÚNÍ 1989 Eru þeir að fá 'ann -> vöxtum erlendis. Töluverð hækk- un hefiir orðið á millibankavöxtum helztu gjaldmiðla frá áramótum samkvæmt upplýsingoim Seðlana- bankans. Hinrik Greipsson, viðskiptafræð- ingur hjá Fiskveiðasjóði, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að öll ný útlán sjóðsins væru gengistryggð. Vextir væru ákvarðaðir af sjóðstjórn og endurskoðaðir með tilliti til breytinga á millibankavöxtum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Um áramót hefðu 8,75% vextir á útlánum reynzt nægir, en í maí hefði verið stór gjald- dagi á mörgum erlendum lánum sjóðsins og hefðu vextir þá ákvarðazt næstu 6 mánuði fram í tímann. Þá hefði komið í ljós að nauðsynlegt hefði verið að hækka útlánsvexti vegna vaxtahækkana erlendis. Hinrik sagði að öll ný útlán væru veitt í_ reikningseiningu Fiskveiða- sjóðs íslands (RFÍ). Vægi helztu gjaldmiðla í RFI-voginni væri dollar 30,3%, jen 29,8% vestur-þýzkt mark og svissneskur franki rúmlega 12%, hvor gjaldmiðill og vægi annarra gjaldmiðla væri minna. Að auki teldi byggingarvísitala hér lítillega í þess- um útreikningi. Samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans voru vextir á dollar í nóvem- ber 9,0%. Þeir hækkuðu á tímabili en hafa síðan lækkað aftur og voru um miðjan maí 9,7%. Vextir á jeni hafa hækkað úr 4,5% í 5,0 á vestur- þýzku marki úr 4,9% í 6,9, svissnesk- um franka úr 4,1% í 7,3 og pundi úr 11,9% í 12,8%. Álag erlendra bankaávextierfrá0,4% uppí 1,4%. Ka"nt jjgjjð? símannn,er Steindór Sendibflar FISKVEIÐASJÓÐUR Qármagnar bankavöxtum. Vextir af útlánum útlán sín að mestu leyti með er- sjóðsins taka miða af því og breyt- lendum lánum með fljótandi milli- ast í tengslum við breytingar á Laxveiðiárnar eru víðast hvar að byija að taka vel við sér þótt enn sitji nokkrar eftir. Virðist það fara eftir því hversu fljótt kaldasta snjóbráðin hverf- ur úr árvatninu og þær taka að réna og hlýna. Hér fylgja nokkrar nýjar tölur. MiðQarðarátekur forystuna Veiðin hófst í Miðfjarðará 12. júní og veiddi fyrsta hollið engan lax, hætti raunar eftir einn og hálfan veiðidag þar eð menn voru sammála um að veiðilíkur væru engar. Næsti hópur lenti þó strax í nokkurri veiði og lágu 26 laxar eftir þijá daga og þriðji hópurinn sem hætti á hádegi í fyrradag landaði 76 löxum og voru þá komnir 102 laxar á land. Síðan hefur enn bæst við töluna. Böðvar Sigvaldason á Barði í Miðfirði sagði í samtali við Morgunblaðið að svo virtist sem að sums staðar á svæðinu væri mikill lax, en ann- ars staðar nýttist svæðið illa. Þannig væri Austuráin öll stór- hættuleg um þessar mundir og Miðfjarðaráin sjálf væri svo mikil að hún rynni meira að segja langt upp fyrir vegaslóða þá sem liggja víðast með ánni. Drýgst hefur veiðin verið í Vesturá neðan- verðri, allt fram að Hlíðarfossi, svo og í Núpsá. Öll eru vatns- föllin skoiuð og í miklum vexti, en hreinust er Núpsáin. Þetta er yfirleitt mjög vænn fiskur og í fyrramorgun veiddust tveir 15 punda laxar sem eru þeir stærstu sem af er. Nær allur aflinn hefur verið tekinn á maðk og spón. Norðurá tekur vel við sér „Þetta virðist allt vera að koma í Norðurá, á þriðjudaginn veiddust 20 laxar, allt stórir og lúsugir fisk- ar, allt að 13 punda. 14 á aðal- svæðinu og 6 í Stekknum," sagði Friðrik D. Stefánsson fram- kvæmdastjóri SVFR í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta eru góð tíðindi fyrir þá sem vilja bæta við sig veiðidögum, því enn eigum við eitthvað af leyfum á stangli í Norðurá og sömu sögu er að segja í Laxá í Leirársveit þar sem veið- in hefur byrjað mjög líflega," sagði Friðrik enn fremur. Nú eru komnir um 90 laxar úr Norðurá. Mikill lax en tekur illa í Kjósinni „Það er mikill lax að ganga, en áin hefur verið erfið og laxinn tekið illa, sérstaklega allra síðustu daga. Þó hefur hún verið að lag- ast þannig að þetta er allt að koma,“ sagði Ólafur Ólafsson veiðivörður við Laxá í Kjós í sam- tali við Morgunblaðið. Þar eru komnir um 100 laxar á land, þannig að veiðin er vel viðunandi. Menn sjá mikinn lax allt að Lax- fossi en lítið þar fyrir ofan. Eitt- hvað hefur þó laumast fram fyrir Laxfoss, því laxinn er farinn að veiðast í Meðaífellsvatni, nokkrir fiskar, og sá fyrsti þar veiddist áður en veiðin var opnuð í Laxá. Fyrstu flugulaxarnir í sumar veiddust á þriðjudagsmorgun, 12 og 5 punda laxar, sem Herdís Benediktsdóttir veiddi á rauða Frances á Bollastaðabreiðu. e-g- Stykkishólmur: Minnisvarði um Áma Thorlacius Hér sést hluti bifreiðanna á bílasýningn Fornbílaklúbbsins í Laugardalshöllinni. Morgunbiaðið/Sverrir Fornbílasýning í Laugardalshöll 85 ár frá komu fyrsta bílsins til íslands í TILEFNI þess að 85 ár eru lið- in frá komu fyrsta bílsins til ís- lands sýna félagar í Fornbíla- klúbbi Islands nú bíla sina í Laug- ardalshöllinni. Á sýningunni eru rúmlega 80 bifreiðir. Elsti bíllinn er af gerðinni Ford TT og er frá árinu 1917. Bif- reiðir sem eru 20 ára gamlar eða eldri teljast fombílar. Að sögn Hauks Isfeld, félaga í Fornbíla- klúbbnum, eru nú á fimmta hundr- að félagar í klúbbnum. Auk gam- alla bíla eru á sýningunni myndir og munir tengdir sögu bílsins á Is- landi. Sýningunni í Laugardalshöll lýk- ur á sunnudagskvöld. Fiskveiðasj óður: Utlán flármögnuð með erlendum lánum Vextir af útlánum taka mið af millibankavöxtum erlendis MINNISVARÐI um Árna Thorlacius hefúr verið afhjúpaður hér i Stykkishólmi, en Árni var mikill athalnamaður á sl. öld og setti svip á bæinn. Hann var fyrsti veðurathugunar- maður á íslandi og gerði vísindaleg- ar veðurathuganir og skráði um hálfrar aldar skeið og frá því hann hóf þessar athuganir héldu aðrir áfram svo þær urðu samfelldar. Einnig hélt hann dagbók sem talin er mikils virði. Athöfnin hófst með því að Ellert Kristinsson forseti bæjarstjómar bauð gesti velkomna en þeir voru margir sem viðstaddir voru þessa sögulega athöfn. Rakti hann síðan æviferil og starfsferil Árna Thorlac- íus og gerði því góð skil. Því næst bað hann Áma Thorlacíus sem mun vera 7. ættliður frá nafna hans að afhjúpa minnismerkið. Helgi Gíslason listamaður sem gerði minnismerkið skýrði út hvern- ig það væri til komið og hvað á bak við verkið væri og hefði hann valið nafnið Klakkur á það og væri það tákn þess. Við þes^sa afhjúpun mættu 7 ættingjar Árna Thorlacius, en af 5 börnum hans komust niðjar upp af Daníel syni hans. Ámi Thorlacíus fæddist á Bíldu- dal 1802 og hóf verslunarrekstur hér 1826. Byggði Norska húsið, sem senn verður byggðasafn sýsl- unnar ef allt lætur að líkum, árið 1828 úr norskum viði sem hann sótti tilhöggvinn til Noregs og hús- ið síðan dró nafn af. Fulltrúar frá vinabæjum Stykkis- hólms vom við þessa athöfn og Lúðrasveit Stykkishólms lék undir stjórn Daða Þ. Einarssonar. Áður bauð bæjarstjórnin til hádegisverð- ar í Norska húsinu þar sem erindi um Norska húsið flutti Ásgeir Ás- geirsson sagnf. og Ellert ávarpaði gesti og sérstaklega aðkomumenn. Morgunblaðið/Ámi Helgason Árni Thorlacíus afhjúpar minnis- varðann. Allt þetta var bænum og bæjar- stjórn til mikils sóma. - Árni Það er kærkomin lilbreyting í fríinu að slá upp matarveislu með ísiensk- um mat. Gómsætt lambakjöt, salt- fiskur, ostur, graflax, síld, flatkökur, harðfiskur og sælgæti. Allt fæst þetta hjá okkur á ótrúlega iágu verði m^si^ Góðaferð qa ÍSLENSKUR Bll HARKAÐUR FLUGSTOÐ/NN/ KEFLAVIKUPfUJO/Elli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.