Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGU.R .23. JÚNL .1989. 17 Ný lota START-samninga- umleitana hafín í Genf Nýjar tillögnr Bandaríkj anna um sannreyningn sáttmálans reifaðar Genf. Reuter. VIÐRÆÐUR risaveldanna um niðurskurð langdrægra kjarnorkuvopna (START) hófust af fullum krafti í Genf á miðvikudag. Enn skilur nokk- uð á milli í mikilvægum málaflokkum, en Bandaríkjamenn munu vera með nýjar tillögur í fórum sínum, um hvernig koma má í veg fyrir að aðilar hugsanlegs samnings geti skotið sér undan ákvæðum hans. Sendinefndir beggja ríkjanna taka allar þátt í umræðulotu þessari, en gert er ráð fyrir að hún taki um sex til sjö vikur. Vonast er til að fyrr eða Ólympíuleikarnir í Barcelona: Gist í far- þegaskipum Troia. Portúgal. NIU farþegaskip verða leigð til þess að mæta eftirspurn eftir gistirými vegna Olympíu- leikanna í Barcelona á Spáni árið 1992, að sögn talsmanns spænsku ólympíunefndarinn- Spænska ólympíunefndin hef- ur tekið frá 80% alls hótelrýmis í Barcelona en á nú í samninga- viðræðum um leigu á a.m.k. níu skemmtiferðaskipum til þess að geta mætt eftirspurn eftir gisti- rými meðan á leikunum stendur. í skipunum verður hægt að hýsa 6.000 manns. Munu þau liggja við bryggju í Barcelona meðan á leikunum stendur. Á fundinum í Troia, þar sem fulltrúar ólympíunefnda allra Evrópulanda nema Albaníu eru samankomnir, mætti sú hug- mynd að íþróttamenn frá ríkjum Evrópubandalagsins (EB) gangi undir fána EB við setningarat- höfn leikanna andstöðu. síðar verði hægt að ganga frá sátt- mála um helmingsniðurskurð á lang- drægum kjarnorkuherafla beggja risaveldanna. Yfirmenn sendinefndanna, sem eru báðir nýskipaðir, hittust á einka- fundi á mánudag, en þá hófst samn- ingalotan opinberlega. Umræðunum var frestað í síðast- liðnum nóvember til þess að gefa hinni nýju stjórn Georges Bush Bandaríkjaforseta kost á að endur- skoða varnarmálastefnu Banda- ríkjanna. Mikilvægasta niðurstaða þeirrar endurskoðunar var sú krafa Banda- ríkjanna að reynsla yrði fengin á hvers konar sannreyningarákvæði hugsanlegs sáttmála áður en til und- irritunar hans kæmi. Richard Burt, aðalsamningamaður Bandaríkjanna, sagði að slík áætlun myndi koma báðum risaveldunum til góða og yrði til þess að menn vissu að hveiji væri gengið á borði en ekki bara í orði. Sendinefnd Sovétríkjanna undir forsæti Júríjs Nazarkíns hefur ekki viljað láta neitt eftir sér hafa um þessa tillögu Bandaríkjanna fyrr en hún hafi verið skýrð í smáatriðum. Taiið er að Bandaríkjamenn muni jafnframt falla frá kröfum sínum um bann við færanlegum langdrægum kjarnorkflaugum ef Bandaríkjaþing samþykkir áætlun um endurnýjun kjarnorkuheraflans. I henni felst meðal annars að 50 MX-flaugum yrði komið fyrir á jámbrautarvögn- um og að minni flaugar af gerðinni Midgetman yrði komið fyrir á vöru- flutningabílum. Flaugar þessar yrðu þá sambærilegar við SS-24 og SS-25 flaugar Sovétmanna. Nazarkín hefur sagt að nefnd sín komi ekki tómhent til Genfar, en vill ekki greina frá því um hvaða til- lögur er að ræða af hálfu Sovét- manna. START-viðræðurnar hófust árið 1985 og hefur talsvert miðað áfram. Bæði risaveldin hafa þó ekki hvikað frá afstöðu sinni um hvort slíkur sáttmáli yrði tengdur samningi um takmarkanir á geimvarnaáætlun Bandaríkjanna. Sovétmenn segja að áætlun Bandaríkjanna bijóti í bága við gagnflaugasáttmála (ABM) ríkjanna frá 1972, en Bandaríkja- menn vilja ekki að START-samning- arnir séu háðir hugsanlegu sam- komulagi um geimvarnir. Afstaða Bandaríkjanna er sú að í Gagn- flaugasáttmálanum sé engan veginn skýrt kveðið á um að tilraunir með geimvarnir séu óleyfilegar. Fréttabann er á viðræðum risa- veldanna og er ekki talið að fregna sé að vænta fyrr en formenn samn- inganefndanna hafa skilað skýrslum sínum til ríkisstjórna sinna eftir tæpa tvo mánuði. Reuter Gistíhús ígeimnum Japanska byggingarfyrirtækið Shimizu hefur uppi áform um að láta smíða gistihús sem komið verður fyrir í um 450 km hæð á braut umhverfis jörðu. Forráðamenn fyrirtækisins vonast til að unnt verði að hefja rekstur hótelsins á næstu öld. Líkt og teikningin sýnir á gisti- húsið að snúast um 240 metra langan ás en stjórnstöðin og herbergi starfsmanna verða ofan við sjálft gistirýmið. 0RÐ VIKUNNAR ER: ©BJÖRGUNARSVEmRNAR í safnleik á sumarmiða Lukkutríós safnar þú bókstöfum í orð. í bverri viku birtist vinningsorð í dagblöðum og útvarpi. Haltu miðunum til baga því um leið og þú átt bókstafi sein mynda eittbvert orðanna getur þú fengið þann vinning. Vinninga má vitja á skrifstofu Lukkutríós að Borgartúni 18. Orð fyrri vikna: Hjól (Kynast 1362, kr. 19.900,-) Bakpoki (Karrimor Jaguaróö, kr. 9.290,-) Grill (Sunbeam gasgrill, kr. 35.000,-) Stuttermaskyrtur í miklu úrvali. Margir litir. Verð frá b. 2.140,- 5^ Ts útilíFt Sími 82922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.