Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989
NÝR LAX
Topp netofiskur á aðeins kr. kg í heilu
SVÍNASNITCHEL
Það besta á pönnuna kr. Ow5|” kg
DANSKUR KJÖTBÖÐINGUR
KYNNING í DAG. Ótrúlegt verð kr. 495,- kg
KJÚKLINGAR
öllum gerðum kr.
kg
Steiktur aðeins kr. 600 stk.
NAUTAHRYGGUR
Besta kiötið kr. 755jm kg
NAUTAROASTBEEF
Aðeins kr. 970,- kg
Opió i lcvöld til kl. 19.30
Laugardag kl. frá 9-16
0» 68 5168.
Brýnt að leggja
æfíngabraut
- segir Sigurbjörn Einarsson
KLÚBBUR 17, samtök ungra ökumanna á Islandi, var stofiiaður
fyrir nokkru í Reykjavík. Að stofiiun samtakanna standa hópur ungra
ökumanna, Umferðarráð og Ungmennahreyfing Rauða Kross Is-
lands. Helsta verkefhi samtakanna er að vinna gegn umferðarslys-
um, sérstaklega á ungu fólki. Það á meðal annars að gera með útg-1
áfu fræðslubæklinga handa ungum ökumönnum.
Morgunblaðið/Sverrir
Geir Guðmundsson flytur
ávarp á stofhfundi Klúbbs 17,
samtaka ungra ökumanna, í
Bíóborginni.
Morgunblaðið/Sverrir
Hljómsveitimar Síðan skein sól, Fjörkallar og Sexmenn komu fram
á stofnfúndi Klúbbs 17. Hér sjást Sexmenn leika fyrir áheyrendur.
Stofiifundur samtaka ungra ökumanna:
Á stofnfundinum fluttu þrír ung-
ir ökumenn ávörp. Þau voru Geir
Guðmundsson, Sigurbjörn Einars-
son og Unnur Helga Óttarsdóttir.
Að sögn Sigurbjörns Einarssonar
er mjög brýnt að lögð verði æfinga-
braut fyrir ökunema, þar sem hægt
yrði að æfa akstur við alls kyns
skilyrði allan ársins hring.
Markmið samtakanna er að
fækka slysum í umferðinni, sérstak-
lega á ungu fólki. Það á að gera
með útgáfu fræðslubæklinga handa
ungum ökumönnum og með því að
þrýsta á að lögð verði æfingabraut
fyrir ökunema. Útbúa áfræðsluefni
í samstarfi við skólafélög fram-
haldsskóla um allt land.
Allt ungt fólk sem náð hefur 16
ára aldri getur tekið þátt í starfi
Klúbbs 17.
Raufarhafíiarkírkja 60 ára
Raufarhöfn.
HÁTÍÐARMESSA var haldin í
Raufarhafiiarkirkju 11. júní í til-
efni af 60 ára afinæli Raufar-
haíharkirkju. Hún var byggð
1928 og vígð 1. janúar 1929.
Guðjón Samúelsson teiknaði
kirkjuna en yfirsmiður var Ingvar
Jónsson. Einar Benediktsson frá
Garði í Núpasveit vann að múr-
verki, en hann var viðstaddur mess-
una á sunnudaginn.
Kirkjan var mikið endurbyggð
fyrir nokkrum árum og endurvígð
3. júní 1979.
Við hátíðarmessuna voru við-
staddir prestar sem áður höfðu
þjónað við Raufarhafnarkirkju. Þeir
sem mættir voru eru eftirtaldir: Sr.
Guðmundur Örn Ragnarsson, sr.
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir nú-
verandi sóknarprestur við Raufar-
hafnarkirkju, sr. Sigurvin Elíasson,
sr. Kristján Valur Ingólfsson, sr.
Ingimar Ingimarsson, sr. Örn Frið-
riksson prófastur Þingeyjarpróf-
astsdæmis og sr. Kristján Róberts-
son. Kór Raufarhafnarkirkju söng
undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðsson-
ar frá Akranesi. Margrét Bóas-
dóttir sópran söng og snart með
söng sínum hjörtu margra Raufar-
hafnarbúa. Margrét er hér af góðu
kunn frá því hún bjó hér með manni
sínum Kristjáni Val Ingólfssyni og
stofnaði þá Tónlistarskóla Raufar-
hafnar og stjórnaði honum um.ára-
bil og kenndi söng og hljóðfæraleik.
Um 130 manns sóttu messuna
og eftir messu bauð Raufarhafnar-
kirkja öllum staðarbúum og gestum
í kaffi og meðlæti á hótel Norður-
ljós, þar mættu um 150 manns.
Raufarhafnarhreppúr færði kirkj-
unni að gjöf 50.000 kr. í tilefni
dagsins.
- Helgi
Við hátíðarmessuna voru viðstaddir prestar sem áður höfðu þjónað
við Raufarhaftiarkirkju; Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson, sr. Ragn-
heiður Erla Bjarnadóttir núverandi sóknarprestur við Raufarhafiiar-
kirkju, sr. Sigurvin Elíasson, sr. Kristján Valur Ingólfsson, sr. Ingi-
mar Ingimarsson, sr. Örn Friðriksson prófastur Þingeyjarprófasts-
dæmis og sr. Krislján Róbertsson.