Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNáLÁÐIÐ FÖSÍUDA'GUR 23. JÚNÍ 1989 © 1985 Universal Press Syndicate // Ég heldáb þii sért ekki hóga styrkar cnnþó. til ok fara- á, fðetur" ÁSTER... ... að bið eftirbréfi verði eiiöng. TM Reg U.S. Pat 011— alf fights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Þetta er bekkjadeildin sem þú átt að taka við . . . Við verðum að fara með hundinn til dýralæknis. Það er enginn varabolti til . . . HÖGNI HREKKVlSI Skattahækkun: Osanmndi og staðlausar fullyrðingar Til Velvakanda. Hinn 7. þ.m. kom fjármálaráð- herra fram í Sjónvarpinu og færði þjóðinni þann boðskap, að hækka þyrfti skatta til að bjarga velferð- inni (skólahaldi, sjúkrahúsum o.s.frv.), og að hann sæi ekkert gegn því að hafa skatta á landi hér jafn háa og í nágrannalöndum. Nefndi hann sérstaklega þau lönd þar sem íhaldsmenn stjórna (Dan- mörk, Þýskaland, Bretland). Fyrri staðhæfing ráðherrans, að bjarga þurfi velferðinni með nýjum sköttum, er ósönn. Síðari stað- hæfingin, að hér megi hafa jafn háa skatta og í nágrannalöndum, er hreint rugl. Við skulum líta nánar á þessi atriði. Velferðinni þarf ekki að bjarga með nýjum sköttum. Alþingi gekk frá velferð- inni í fjárlögum, þar er hún með öllum sínum fjárútlátum og öllum sínum tekjum og meira að segja tekjuafgangi á fjárlögunum, 600 milljónum, ef ég man rétt. Þetta hlýtur fjármálaráðherrann að vita, hann lagði sjálfur fram fjárlögin. Hér er fólki vísvitandi sagt ósatt. En af hveiju þarf þá nýja skatta? Það er fyrst og fremst vegna út- gjalda umfram fjárlög, sem ríkis- stjórnin hefur sjálf stofnað til eftir að Alþingi var slitið. Þar á meðal er hundruð milljóna króna fjár- austur í vita vonlaus fyrirtæki. Annað er sjálfsagt ágætt, svo sem fjárveiting til unglingavinnu. En látum það liggja milli hluta. Ef hækka á skatta upp í það, seem gerist í nágrannalöndum, verða önnur útgjöld heimilanna að vera eins og í þessum löndum. Eða hvernig dettur fjármálaráðherra í hug, að t.d. heimili almenns launa- fólks geti greitt jafn háa skatta og eru ■ í þessum löndum og að auki allt annað til heimilis á 30-50% hærra verði en þar tíðkað- ist? Ef skattar hér eiga að vera sambærilegir við nágrannalönd, verða önnur heimilisútgjöld að vera það líka. Þá verður að koma verð- bólgu niður í það, sem er í næstu löndum, 3-6%, að vöruverði, hús- næðiskostnaði og allri þjónustu niður í það, sem þar gerist. Þetta er bókstafleg forsenda þess, að við getum greitt jafn háa skatta og grannar okkar. Sé þetta ekki gert, er engin forsenda til þess að hækka skatta upp í það, sem er í ná- grannalöndum. Það er hreint rugl í ráðherranum. Hér hef ég gengið út frá því, að skattar séu hærri í næstu lönd- um en hér er. En það er ósannað mál. Engin rannsokn hefur farið fram á heildarskattbyrði meðalíjöl- skyldu hér og í nágrannalöndum, og væri það þó verðugt verkefni fyrir Félagsvísindastofnun Háskól- ans. T.d. má nefna, að stað- greiðsluskattur í Danmörku er 32% af venjulegum launatekjum. — Þau ósannindi og það rugl í ráðherran- um, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, er einnig alvarlegt fyr- ir’þær sakir, að hann á að vera einn fremsti vísindamaður þjóðar- innar í samfélagsfræðum, bæði doktor og prófessor í greininni. Það verður því að gera þá sjálfsögðu kröfu, að hann sjái þjóðfélags- vandamál frá víðara sjónarhorni en hér hefur verið drepið á. Ósann- indi og staðlausar fullyrðingar leysa engan vanda. Launamaður Misheppnaður bændaflokkur Til Velvakanda. Ég er svo gömul að ég lærði landafræði Karls Finnbogasonar og kennarinn þurfti að standa og kenna manni á landakortið. Þá sá maður strax að aðalatvinnuvegur Neregs var sjávarútvegur og sigl- ingar og sjávarútvegur var líka aðalatvinnuvegur íslands þó ann- að væri kennt. Landbúnaður stóð undir sér meðan vinnumennimir voru sendir í verið eins og kallað var og harðfiskurinn sem þeir komu með var mikil búbót. Hákon gamli Noregskonungur vissi þetta líka því þegar hann hafði látið myrða Snorra Sturluson þá hirti hann bara Bessastaði vegna út- ræðisins. Hóll í Bolungavík var öldum saman metin dýrasta jörð á landinu vegna útræðisins. Land- búnaðurinn þurfti ekki uppbætur meðan vinnumennirnir voru sendir í verið og síðar á togara. Þrátt fyrir þetta var hér stofn- aður Framsóknarflokkur sem byij- aði feril sinn á því að atast út í sjávarútveginn og bæina sem mynduðust við sjávarsíðuna. Einn- ig fjandskapaðist flokkurinn út í hitaveituna og stóriðjuna. Og hefði Sjálfstæðisfokkurinn ekki getað komið fram þessum framkvæmd- um þá hefðum við ekki Búrfells- virkjun og stóriðjuna. Hvað þyrfti matarskatturinn núna að vera hár ef engar væra tekjurnar af stóriðj- unni. Þau 13 ár sem Framsókn var í stjórnarandstöðu var hægt að koma þessu í framkvæmd. Þegar svo Framsókn tók við þá fór nú heldur að síga á ógæfuhlið- ina. Pijónastofunar áttu að taka við af stóriðjunni og ekki má gleyma loðdýraræktinni sem öllu átti að bjarga. Sambandið með fríðindin í gamladaga átti að drepa verslunina, og hvernig er ástandið þar? Eftir stendur landbúnaðurinn á heljarþröm, landið örfoka en ekkert gengur að draga út kjöt- framleiðslunni. Almenningur þarf líka að bjarga Tímanum því ekki stendur hann undir sér. Hvað ætla kjósendur, sem eiga að vera læsir og skrifandi, að láta þennan líka flokk lifa lengi. Húsmóðir Víkverji skrifar Frétt á Akureyrarsíðu Morgun- blaðsins síðastliðinn þriðjudag vakti sérstaka athygli Víkveij. Þar var greint frá því að hjá Fiskeldi Eyjafjarðar á Hjalteyri hefði tekist að klekja út lúðulirfum í fyrsta skipti hér á landi. Eftir fram- kvæmdarstjóra fyrirtækisins er haft að þetta hafi verið óvænt þar sem lúðurnar vora fluttar villtar úr Breiðafírði í eldisker á Hjalt- eyri fyrir tæpu ári síðan og í Nor- egi er reynslan sú, að fiskurinn sleppir yfirleitt úr einu ári í hrygn- ingu þegar breytt er um umhverfi á þennan hátt. Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist gera sér grein fyrir því, að enn sé langt í að þetta verði fjölda- framleiðsla og framundan er að leysa þann vanda að fá lirfurnar til að éta þegar kviðpokastiginu lýkur, en það hefur reynst erfitt í norskum fiskeldisstöðvum. Víkveiji dagsins heimsótti fyrir tveimur áram norska fiskeldisstöð skammt frá Bergen. Þar höfðu menn náð góðum árangri í eldi sjávarfiska, þar á meðal í lúðu- eldi, og meðal starfsmanna fyrir- tækisins vora nokkrir af brautryðj- endum á þessu sviði í Noregi. Einn viðmælenda blaðsins greindi frá því að þegar fyrst tókst að klekja út Iúðulirfum hjá fiskeldisstöð ríkisins í Noregi hefði verið hátíð meðal starfsmanna. Ekki vora lirf- urnar margar sem lifðu í það skip- tið, aðeins tvö stykki. Farið var með þær eins og dýrgripi, hlúð að þeim á allan hátt og þeim gef- in nöfn forstjóra og aðstoðarfor- stjóra stofnunarinnar. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst hjá þeim fiskeld- ismönnum í Eyjafirði. xxx ekjaraklukkur era nauðsyn á hveiju heimili, en sjálfsagt mismunandi vinsælar þegar sker- andi tónn þeirra rýfur Ijúfa drauma eða einfaldega vekja menn af væram blundi. Sjálfsagt hefur mörgum dottið í hug að taka vekj- arann og beinlínis þeyta honum í næsta vegg. Fyrir þá sem þannig era skapi farnir á morgnana er lausnin komin, að því er Víkveija skilst. I verslanir munu vera komn- ar boltar af ýmsum gerðum sem um leið eru vekjaraklukkur og era þeirrar náttúra að beinlínis er ætlast til að þeim sé kastað í vegg eða gólf og þannig á að þagga niður í þeim. Kunningi Víkveija gleðst ekki yfir góðverki ríkisstjórnar- innar, að halda verðinu á súper- benzíni óbreyttu á meðan lækkun heimsmarkaðsverðsins á blýlausu benzíni fær að skila sér. Bíllinn hans er nefnilega kominn til ára sinna og það myndi eyðileggja vélina að nota á hann blýlaust benzín. „Ég er einn af þessu ráð- setta og sparsama fólki,“ segir kunninginn, „og ek um á fjórtán ára gömlum bíl. í staðinn fyrir að auka á þensluna og erlendu skuld- irnar með því að kaupa nýjan glæsivagn held ég áfram að efla íslenzkan iðnað með því að láta bifvélavirkja tjasla draslunni sam- an. Nú á ég að greiða fjóram krón- um meira fyrir benzínlítrann minn en hinir, sem aka um á glampandi nýjum kerram. Ekki nóg með að mér sé refsað fyrir að láta skyn- semina ráða, heldur greiði ég nið- ur tekjutap ríkisins af verðlækkun benzínsins á nýju drossíurnar. Og ef ég ætti að hafa efni á nýjum bíl sem gæti notað blýlaust benzín þyrfti ég að taka lán, sem raun- vextirnir hafa ekki lækkað á sem neinu nemur, þótt ríkisstjórnin hafi lofað því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.