Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989
fclk f
fréttum
Aldurstakmark 20 ára + 850 kr.
I kvöld leikur hljómsveit hússins HAFRÓT fyrir dansi ásamt hinni
geysivinsæiu færeysku hijómsveit VIKING BAND sem mun leika lög
af nýju plðtunni frá kf. 23 til 3.
f diskótekinu veröur JÓN VtGFÚSSON eldhress.
MATSEÐILL
Innbökuð sniglakæfa
með papaja og mintsósu.
Kjötseyði með linsoðnu ntueggi.
Hundasúmkrapís með kampavíni.
Gljáð lambahnetusteik
með jarðsveppum í madeirasósu.
Ástríðuávaxta og mandarínufrauð
I túlípana.
Kr. 2.985.-
Fyrir dansi leikur hljómsveit ANDRA BACKMANNS föstudags- og laugardagskvöld.
Brautarholt 20.
Boröapantanir hjá veitingastjóra
í síma 23333 eða 29098.
ITC
Skemmtilegur félagsskapur
Eflaust rekur marga minni til
þess þegar Málfreyjur breyttu
nafni félags síns og opnuðu það körl-
um. Nú nefnist félagið ITC og einn
karlmaður er þegar orðinn meðlimur.
En hvað er ITC? Við töluðum við
Hjördísi Jensdóttur, blaðafulltrúa
samtakanna, og spurðum hana þess-
arar spumingar.
„ITC eru þjálfunarsamtök," segir
Hjördís.„Þau eru opin bæði körlum
og konum, og öllum sem hafa áhuga
er velkomið að vera með, án tillits
til litarháttar, skoðana eða uppruna.
ITC veitir þjálfun í mannlegum sam-
skiptum og örvar forystuhæfileika.
Markmiðið með starfi samtakanna
er að félagar öðlist andlegt jafnvægi
og aukið sjálfstraust."
ITC-samtökin voru stofnuð í
Bandaríkjunum árið 1938 og hétu
upphaflega „Intemational Toast-
mistress Clubs.“ Með samtökunum
átti að vekja áhuga hjá konum á
fundarsköpum, stjórnun og þjónustu
við samfélagið. En tímamir breytast
og árið 1985 var nafni félagsins
breytt í „International Training in
Communication", skammstafað ITC.
Starfíð hjá ITC fer fram í deildum
en aldrei era fleiri en 30 meðlimir í
hverri deild. Deildarfundir era haldn-
ir tvisvar í mánuði, eitt kvöld í senn.
Ymist era einstaklingar beðnir um
að undirbúa ákveðið efni, t.d. flytja
ljóð, halda ræðu, eða umræður era
HQ7EIOCK
GARÐÚÐARAR
ÚÐUNARKÚTAR
SLÖNGUSTATÍV
SLÖNGUTENGI
k /
S
GARÐVERKFÆRAÚRVAL
HEKKKLIPPUR
GREINAKLIPPUR
GRASKLIPPUR
SLÁTTUORF
SMÁVERKFÆRI
# BLACK&DECKER
RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR
VERÐ FRÁ KR. 7.950
H
F=
ÁRMÚLA11
Morgunblaðið/Sverrir
Vilhjálmur Guðjónsson, stoð-
tæknir, er eini karlinn í ITC enn
sem komið er.
opnar um tiltekið málefni.Á eftir er
fólki svo bent á það sem betur mætti
fara, rætt um málfar, raddbeitingu
og annað sem hafa þarf í huga þeg-
ar tekið er til máls í hópi fólks.
Eins og áður segir er aðeins einn
karimaður í samtökunum. Sá heitir
Vilhjáimur Guðjónsson. En hvemig
stóð á því að hann fékk áhuga á ITC.
„Það má segja að áhuginn hafi
vaknað fyrir alvöru þegar ég fór á
ræðukeppni á vegum samtakanna til
þess að fylgjast með tengdamóður
minni,“ segir Vilhjálmur.„Ég sá þetta
var skemmtilegur og lærdómsríkur
félagsskapur. Til að byija með mætti
ég á nokkra fundi sem gestur. Eftir
þá reynslu ákvað ég að ganga í félag-
ið.
VlCTORINOX
vasahnífar
24321 — 24322
Við spurðum Vilhjálm hvernig tek-
ið hefði verið á móti honum.
„Deilur, sem risu vegna nafn-
breytingarinnar árið 1985, vora
hjaðnaðar löngu áður en ég gekk í
félagið," segir Vilhjálmur. „Að
minnsta kosti hef ég hlotið alveg
frábærar mótttökur, fyrst sem gestur
og síðan sem fullgildur félagi. Það
er sama hvar borið er niður alls stað-
ar hefur mér verið tekið með hlýhug.
Þannig er reyndar tekið á móti öllum
sem ganga í félagið hvort sem um
er að ræða konur eða karla."
Vilhjálmur segist hafa orðið við
að fólk geri sér rangar hugmyndir
um ITC og þá starfsemi sem þar fer
fram.„Ég hef verið spurður að því
hvort þetta sé ekki lokaður snobb-
klúbbur en það er alls ekki rétt. í
ITC er fólk á öllum aldri og úr öllum
stéttum. Það hefur óíkar skoðanir
og viðhorf sem óneitanlega víkkar
sjóndeildarhring manns að kynnast."
Þess má að lokum geta að lands-
þing ITC fór fram nýverið. Á þingið
komu félagar alls staðar af landinu.
Alls era 22 deildir starfandi innan
ITC.
TÆKNINYJUNGAR
Símtæki
framtíðarinnar
Japanskir framleiðendur kynntu
galdratæki þetta á sýningu í
Tókíó nú nýiega. Framtíðarfræð-
ingar era öldungis sannfærðir um
að símtæki næstu aldar verði þeirr-
ar náttúra að menn geti horfst í
augu við viðmælendur sína. Raunar
munu siík fjölmúlavíl þegar hafa
verið framleidd en gallinn þykir sá
að einungis birtist eins konar „stilli-
mynd“ af viðkomandi auk þess sem
áhaldið sjónvarpar í sauðalitunum.
Nýja verkfærið þykir einmitt bylt-
ingarkennt fyrir þær sakir að það
varpar hreyfimyndum í lit fram í
ásjónu notandans. Framleiðendur
sögðu engan vafa leika á því að
gripurinn væri, 'líkt og skáldið kvað,
„eitt galdratæki af góðri sort sem
gerir fagurt lífíð vort“ en búist er
við að almenningur geti fest kaup
á því í nánustu framtíð.
SKIPTINEMI
*
Það er ekki að undra að íslend-
ingum hlýni um hjartarætur
þegar þeir kynnast útlendingum
sem leggja metnað sinn í að læra
íslensku. íslenska er hvorki út-
breitt tungumál né einfalt.
David Williams, skiptinemi frá
Kalifomíu, hefur dvalist á íslandi
í tæpt ár og talar prýðilega
íslensku. Við heimsóttum David í
Blindrabókasafnið, þar sem hann
vinnur, og spurðum af hvetju hann
hefði ákveðið að koma tii Islands.
„Ég kom fyrst til íslands fyrir
fjóram áram tii að heimsækja vin
minn,“ segir David. „Mér fannst
iandið strax fallegt og fólkið
hrífandi Þess vegna fannst mér til-
valið að velja ísland þegar ég ák-
vað að gerast skiptinemi í eitt ár.“
Þegar David kom til landsins í
fyrrasumar.fór hann fyrst á skipti-
nemanámskeið í Reykjavik en eftir
það dvöldust skiptinemamir á
íslenskum sveitaheimilum í þijá
mánuði. David var á bæ sem heitir
Hrísakot og er í nágrenni við
Hvammstanga. En hvernig ætli það
hafí verið fyrir Kalifomíubúa að
koma í íslenska sveit.
„Þetta var alveg nýr heimur fyr-
ir mér,“ segir David, „dálítið erfitt
fyrst en gaman, sérstaklega í hey-
skapnum og réttunum. Fólkið var
David Williams við vinnu sína á Blindrabókasafhinu.
gott og landslagið fal!egt,“ bætir
hann við.
Skiptinemamir unnu öll almenn
sveitastörf þá þijá mánuði sem
þeir vora úti á landi. „Þegar við
komum saman aftur töluðum við
ensku og íslensku til skiptis vegna
þess að við kunnum málið ekki
nógu vel en allir skildu hvað moka
skít þýddi,“ segir David og hlær.
Það er greinilegt að honum hefur
líkað lífið í sveitinni vel.
David hefur að mestu lært
íslensku með því að tala við íslend-
inga. í vetur fékk hann þó leyfí til
að sitja í íslenskutímum fyrir er-
lenda stúdenta í Háskólanum. í
rauninni hófst þó íslenskunámið
áður en David kom tii íslands þvi
hann fékk senda kennslubók í
íslensku til Kaiiforníu og iærði þijá
fyrstu kaflana utanbókar áður en
hann fór yfir hafið.
David er á förum til Kaliforníu
í júlí þar sem hann stundar háskóla-
nám. Hann segist þó staðráðinn í
að heimsækja vini sína á íslandi
þegar færi gefst.