Morgunblaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐŒ)'- SÞROTTIR FÖSTGDAGUR 23.' JÚNÍ 1989
SKOTFIMI
Samstarfs-
örðugleikar milli
stjómar SR og STl
Er uppbyggingin í leirdúfuskotfimi á kostnað annarra skotgreina?
MIKLIR samstarfsörðug-
leikar hafa verið milli
stjórnar Skotfélags
Reykjavíkur og Skotsam-
bands íslands undanfarin
ár. Skotfélagsmenn gagn-
rýna formann Skotsam-
bandsins fyrir að snið-
ganga riffil- og skamm-
byssugreinarnar. Þeir sem
stunda leirdúfuskotfimi
„Skeet" eru hins vegar
mjög ánægðir með störf
formannsins. Skotþing
hefur ekki verið haldið í
tæp tvö ár, eða síðan í
desember 1987.
Osætti stjórnar Skotfélags
Reykjavíkur (SR) og Skot-
sambands íslands (STÍ) á líklega
rætur sínar að rekja til ársins
AF 1986 er Carl J.
INNLENDUM Eiríksson var rek-
VETTVANGl inn úr SR ásamt
.jðt Birni Birgissyni.
Sættir tókust
^^Hr síðan í máli þeirra
eftir að ÍBR hafði
fjallað um málið
og hafnað kæru
SR og bæði Carl
og Björn teknir í
sátt í félaginu. Skömmu síðar var
skipt um stjóm í Skotfélagi
Reykjavíkur og hiuti gömlu
stjórnarinnar fór inn í stjórn Skot-
sambandsins. Síðan hafa blásið
sterkir vindar milli stjómar SR
og STÍ og menn varla talast við.
Markviss uppbygging
Á síðasta skotþingi var sam-
þykkt tillaga um að STÍ myndi
halda áfram markvissri uppbygg-
ingu á haglabyssugreinum og að-
stoðaði aðildarfélögin eftir megni
í því starfí. Þetta hefur STÍ gert..
SR-menn telja að aðrar skotgrein-
ValurB.
Jónatansson
skrífar
ar hafí verið hlunnfarnar á sama
tíma og ekkert gaum gefið. Þor-
steinn Ásgeirsson, formaður STÍ,
segir um þessa gagnrýni: „Það
var ákveðið á skotþingi að leggja
áherslu á haglabyssuna og það
hefur verið gert. Til marks um
þessa miklu uppbyggingu voru
aðeins þrír til fjjórir keppendur á
íslandsmóti í leirdúfuskotfimi fyr-
ir þremur árum. Nú er aðstaða
öll betri og keppendur komnir
yfir 30 og fer þeim stöðugt fram.“
Skotfélagsmenn segjast ekki
hafa fengið krónu frá STÍ á
síðasta starfsári og vilja meina
að fjárreiða sambandsins sé í
óiestri og þess vegna vilji formað-
ur ekki halda skotþing. Þorsteinn
Ásgeirsson sagði að Skotfélag
Reykjavíkur hefur ekki farið fram
á styrk frá STÍ og geta þeir sjálf-
um sér um kennt. „Félög sem
hafa sýnt dug og dugnað tii að
byggja upp aðstöðu hjá sér hafa
fengið styrk. Varðandi fjárhag
sambandsins get ég fullyrt að
hann er í góðu lagi.“
Landsliðsmál
Skotfélagsmenn segja val á
landsliðsmönnum á vegum Skot-
sambandsins undanfarin ár hafi
verið mjög tilviljunarkennt í riffil-
og skammbyssugreinunum. Til
marks um það gekkst STÍ fyrir
úrtökumóti í leirdúfuskotfimi fyrir
Smáþjóðaleikana á Kýpur, en ekki
í skammbyssunni. STI valdi síðan
tvo keppendur i skammbyssu-
greinina, án þess að fara eftir
árangri í mótum hér heima. SR-
menn deildu ekki um val Carls
J. Eiríkssonar, heldur val Tryggva
Sigmannssonar sem æft hefur og
keppt í Noregi. Tryggvi var með
þeim síðustu á Smáþjóðaleikun-
um, en Carl hafnaði í 4. sæti.
„Tryggvi virðist vera undir sér-
stökum vendarvæng formanns
STÍ,“ sagði einn viðmælenda.
Síðasta skotþing 1987
Skotsambandsþing hefur ekki
verið haldið síðan í desember
1987, en í samtali við Morgun-
blaðið sagðist Þorsteinn Ásgeirs-
son vera búinn að boða til skot-
þings 30. september 1989. En
hver er ástæðan fyrir því að ekki
var haldið skotþing 1988? „Það
er meðal annars vegna mikils
undirbúnings í tiiefni tíu ára af-
mælisþings sambandsins sem
verður í haust,“ sagði Þorsteinn.
Sama má segja um Skotfélag
Reykjavíkur þar hefur ekki verið
haldinn löglegur aðalfundur í
nokkur ár. Þannig að það virðist
víða pottor brotinn.
Sérsamböndum ber
að halda ársþing
Sérsamböndum innan ÍSÍ ber
að halda ársþing og senda ÍSÍ
árlega starfskýrslu. Það verður
að teljast furðuleg stjórnun á pen-
ingaútstreymi ÍSI ef einstök sérs-
ambönd geta komist upp með að
skila ekki inn ársskýrsium og
halda ekki ársþing, en fá þó út-
breiðslustyrki og Lottó-peninga
eftir sem áður. ISÍ á að grípa í
taumana í slíkum tilfellum og
stöðva peningaútlát til viðkom-
andi sérsambands og þrýsta þann-
ig á að ársþing sé haldið eins og
lög gera ráð fyrir.
„Skctíþróttin á uppleið"
Um stöðu skotíþróttarinnar á
íslandi í dag segir Þorsteinn:
„Skotíþróttin er nú loksins að
komast á það stig að vera til jafns
við aðrar íþróttir. Þetta hefur
kostað mikla baráttu og harðfylgi
duglegra manna. Það hefur þurft
að ryðja þeim úr vegi sem hafa
staðið í vegi fyrir uppgangi skotí-
þróttarinnar og það hefur tekist.
Ég er viss um að næstu tíu árin
verða góð fyrir skotíþróttina.“
Það skal tekið fram að það
voru ekki allir stjórnamenn Skot-
félags Reykjavíkur sem báru
stjóm STÍ söguna illa. Þeir sem
stunda leirdúfuskotfimi hjá félag-
inu voru yfirleitt mjög ánægðir
með framgang mála hjá STÍ. Eins
hafði borist bréf til ÍSÍ undirritað
af formönnum Skotfélags Hafnar-
fjarðar og Skotfélag Kópavogs
þar sem farið er þess á leit við
sljórn ÍSÍ að hún veiti Þorsteini
Ásgeirssyni, formanni STÍ, viður-
kenningu fyrir mikil og vel unnin
störf í þágu skotíþróttarinnar á
íslandi.
Mm
FOLX
■ ÍSLENSKI fáninn var dreginn
að húni í Ungverjalandi á dögun-
um, er þar fór fram þriggja landa
keppni í fijálsíþróttum. Islending-
ar voru þó ekki að keppa þar, held-
ur Svíar og Norðmenn auk heima-
manna — en vegna mistaka móts-
haldara var íslenski fáninn dreginn
upp þegar norski þjóðsöngurinn
var leikinn!
■ SOVÉSKIR landsliðsmenn í
körfuknattleik hefja innreið sína í
NBA-deildina í Bandaríkjunum á
næstunni. Þetta er haft eftir so-
véska landsliðsþjálfaranum, Vald-
as Garastas. Árvídas Sabonís,
sem er talinn einn besti framheiji
utan NBA-deildarinnar, mun ganga
til liðs við Portland Trail Blazers.
En Sabonís hafði áður verið orðað-
ur við spánska liðið Forum Valla-
dolid. Garastas sagði að tveir aðr-
ir sovéskir leikmenn myndu leika í
NBA-deildinn. „Sharunas Marc-
hulínoís fer til Golden State
Warriors og Alexander Volkov
til Atlanta Hawks,“ sagði Garast-
as.
URSU^^^
Úrslit leikjanna í heimsmeistarakeppni
unglinga í Skotlandi - hafa orðið:
A-riðilI:
Skotland - Ghana.....................0:0
Kúpa- Bahrain........................0:3
Skotland - Kúba......................3:0
Ghana - Bahrain......................0:1
Skotland - Bahrain...................1:1
Ghana- Kúba..........................2:2
B-riðilI:
A-Þýskaland - Ástralía...............1:0
Bandaríkin - Brasilía................1:0
A-Þýskaland - Bandaríkin.............5:2
Ástralía - Brasilía..................1:3
A-Þýskaland - Brasilía...............1:2
Ástralia - Bandaríkin................2:2
C-riðilI:
Argentína - Kína.....................0:0
Nígería - Kanada.....................4:0
Argentína - Nígería..................0:0
Kína - Kanada........................1:0
Argentína - Kanada...................4:1
Kína - Nígería.......................0:3
D-riðiII:
Gínea - Kolumbía.................:...1:1
Saudi-Arabía - Portúgal..............2:2
Gínea- Saudi-Arabia..................2:2
Kolumbía - Portúgal..................2:3
Gínea - Portúgal.....................1:1
Kolumbía - Saudi-Arabía..............0:1
Átta liða úrslit:
Portúgal - Argentína.................2:1
Nígería - Saudi-Arabía...............0:2
(Saudi-Arabía vann í vítaspymukeppni.)
Á-Þýskaland - Skotland...............0:1
Bahrain - Brasilía...................4:1
(Bahrin vann í vítaspyrnukeppni).
Undanúrslit:
Skotland - Portúgal..................1:0
Bahrain - Saudi-Arabía...............0:1
KNATTSPYRNA / HM U-16
Knatttæknin og leik-
gleðin ræður ríkjum
ÞRIÐJA heimsmeistarakeppni
drengja (14.-15. ára) stendur
nú yfir i Skotlandi. Undirritaður
varð þeirrar ánægju aðnjótandi
að berja augum þessa snillinga
framtíðarinnar. Og það er ekki
of sterkt til orða tekið þó þess-
ir piltar séu kallaðir snillingar
því svo mikil er knatttækni
þeirra og skilningur á leiknum
að tekur fram mörgum atvinnu-
mönnum.
Sérstaka athygli hafa lið
Nígeríu, Bahrain, Kína,
Ghana, Gíneu og Kolumbíu vakið,
þó aðeins tvö þau fyrstnefndu hafi
HMMh komist í átta liða
Helgi úrslitin og verið tal-
Þorvaldsson in sigurstranglegust
skrífar a[jra [jðanna. Öll
þessi lið leika frá-
bæra knattspymu svo unun er á
að horfa. Það sem varð Ghana,
Gíneu og Kolumbíu að falli öðru
fremur var.að í liðunum vqru marg-
ir mun yngri leikmenn, t.d. voru sex
leikmanna Kolumbíuliðsins aðeins
fjórtán ára gamlir.
Leikmenn undir smásjá stóru
félaganna
Nokkrir piltanna hafa verið undir
smásjá stóru félaganna í Evrópu
og hefurt.d. Manchester Utd. fylgst
með hverri hreyfingu Kínveijans
Jiang Feng sem stjórnað hefur liði
sínu, sem leikið hefur frábæra
knattspyrnu, en átt erfitt með að
skora mörk, eins og herforingi. Eins
ættu menn að leggja á minnið nöfn
eins og Ali Hassan Ali, hins frá-
bæra markvarðar úr liði Bahrain,
Yusuf Hassan miðvallarspilara úr
sama liði, Nii Odartey Lamtey, hins
fjórtán ára snillings frá Ghana,
Sumy Umoru frá Nígeríu og Castro
og Serginho frá Brasilíu, en svona
mætti lengi telja.
Eins og kemur fram hér á undan
var knatttækni og Ieikgleði piltanna
slík að maður vonaði að leikirnir
tækju ekki enda. Það spillti ekki
ánægju piltanna að sjálfur Pele var
viðstaddur og hvatti þá til dáða.
Ég náði tali af honum stutta stund
og bað hann mig að skila kveðju
til íslenskra knattspyrnumanna.
Sagðist hann hafa tekið eftir ár-
angri landsliðs okkar undanfarin
ár og nefndi sérstaklega leikina
gegn Sovétmönnum.
Þegar ég ber saman þá knatt-
spyrnu sem leikin er af liðunum í
þessari keppni og þá_ knattspymu
sem leikin er hér á Islandi er ég
hræddur um að sá samanburður
verði okkur mjög í óhag.
Hraðinn í leikjunum hefur verið
slíkur að okkar piltar myndu aldrei
endast út heilan leik gegn þessum
liðum hvað þá 3-4 leiki á innan við
viku.
Orð Lárusar Loftssonar, ungl-
ingalandsliðsþjálfara, sem undan-
farin ár hefur bent á þá þróun að
við séum að dragast aftur úr hvað
varðar þrek og snerpu, en kölluð
Leikmenn Skotlands sjást hér fagna.
hafa verið afsakanir, virðast því
miður hárrétt. Við verðum að leggja
miklu meiri áherslu á þessi atriði
og hreyfingu án knattarins.
Eitt sló mig illilega, en það var
að rekast ekki á einn einasta ungl-
ingaþjálfara frá íslandi þessa viku
sem ég dvaldi í Skotlandi. Þetta er
stórkostlegasta tækifæri sem þjálf-
urum okkar hefur boðist, heims-
meistarakeppni í aðeins tveggja
klukkustunda fjarlægð og í sl. mán-
uði var Evrópumeistarakeppni fyrir
sama aldur í Danmörku. íslensk
unglingalið streyma úr landi þessa
dagana og næsta mánuðinn, en
engum hefur dottið i hug að fara
til Skotlands og slá tvær flugur í
einu höggi, þ.e. að fara í ódýrustu
knattspyrnuferð sem okkur býðst
og fylgjast með skemmtilegi keppni
bestu drengjalandsliða heims. Slíkt
tækifæri gefst ekki aftur næstu
árin.
Þess má geta að áhorfendur á
leik Skotlands og Portúgals í und-
anúrslitum voru 30 þúsund og þús-
undir komust ekki inn. Úrslitaleikur
Skota og Saudi-Araba fer fram á
Hampden Park og er búist við fullu
húsi, en völlurinn tekur um 67 þús-
und áhorfendur.