Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 1
48 SIÐUR B
161. tbl. 77.árg. _______________' _________MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989_____________________________ Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forsetakjörið í Póllandi:
Jaruzelski kveðst
ekki vera sigurviss
Varsjá. Reuter.
WOJCIECH Jaruzelski hershöfðingi, leiðtogi pólska kommúnistaflokks-
ins, gaf í gær kost á sér í forsetakjörið, sem fram fer á pólska þinginu
í dag, en hann kvað þó ekki öruggt að hann næði kjöri. Adam Mic-
hnik, helsti ráðgjafi Lechs Walesa, leiðtoga Samstöðu, óháðu verkalýðs-
samtakanna í Póllandi, sagði að líkur væru á að Walesa ræddi við
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta i Moskvu fyrir lok þessa árs.
Keuter
Verkfallsmenn í borginni Prokopjevsk í Vestur-Síberíu lesa dagblöð eftir að hafa sofið undir berum himni
á aðaltorgi borgarinnar í fyrrinótt.
Talið er að ákvörðun Jaruzelskis
um að gefa kost á sér sé mikill létt-
ir fyrir hófsama stjórnmálamenn í
Póllandi, sem telja hann besta mann-
inn til að tryggja stöðugleika í
landinu á tímum mikilla lýðræðis-
og efnahagsumbóta.
Lech Walesa var í fyrstu andvígur
framboði Jaruzelskis en skipti um
skoðun í síðustu viku og sagði áð
Samstaða gæti haft samvinnu við
hvaða forseta úr röðum kommúnista
sem væri. Talið er að hershöfðingj-
ar, stjórnarandstæðingar og erlendir
leiðtogar, svo sem Míkhaíl Gorbatsj-
ov Sovétforseti og George Bush
Bandaríkjaforseti, hafi lagt að Jaruz-
elski að gefa kost á sér.
Adam Michnik sagði eftir viðræð-
ur við sovéska ráðamenn í Moskvu
að hann væri sannfærður um að
ekkert væri því til fyrirstöðu að Lech
Walesa ræddi við Míkhaíl Gorbatsjov
fyrir lok þessa árs.
Óeirðir og verkföll í Sovétríkjunum:
Utg’öiignbaiiu tekur gildi
í höfuðborg Abkhazíu
150.000 manns hafa lagt niður vinnu í tveimur helstu kolanámahéruðunum
Moskvu. Reuter. Daily Telegraph.
Utgöngubann tók gildi í Súk-
húmí, höfúðborg sjálfsstjórnar-
héraðsins Abkhazíu í Sovétlýð-
veldinu Georgíu, í gærkvöldi
vegna óeirða sem þar hafa brot-
ist út á milli Georgíumanna og
Abkhaza. Ennfremur hefúr verið
lýst yfir neyðarástandi í borg-
inni, viðbúnaður hersins hefúr
verið aukin og flugvélar hafa
verið sendar til að flytja fólk úr
borginni. Mestu verkföll í Sov-
étríkjunum frá þriðja áratug ald-
arinnar héldu áfram að breiðast
út í gær. Að minnsta kosti
150.000 manns hafa lagt niður
vinnu í tveimur helstu kolanáma-
héruðum Sovétríkjanna, Kúzbass
Búist við andófsað-
gerðum 1 Myanmar
Rangoon. Reuter.
Herforingjasljórnin í Myanmar, sem áður hét Búrma, lét í gær
handtaka tvo stúdentaleiðtoga og hótaði andófsmönnum harkaleg-
um refsingum. Meðal annars hafa fúndir, þar sem fleiri en Qórir
eru samankomnir, verið bannaðir og brot gegn neyðarlögum hers-
ins geta varðað lífláti. Stjórnvöld hyggjast með þessu koma í veg
fyrir mótmælaaðgerðir sem stjómarandstæðingar hafa boðað til
í dag.
Hermenn, vopnaðir hríðskota-
byssum og með byssustingi, tóku
sér stöðu á mikilvægum stöðum í
nánd við grafhýsi Aungs Sans,
frelsishetju landsmanna í barátt-
unni gegn Bretum eftir heims-
styijöldina síðari. Stjórnarand-
stæðingar hyggjast halda hátíð-
legan Dag píslarvottarins en þá
er þess minnst er Aung San var
myrtur árið 1947.
Dóttir hans, Aung San Suu
Kyi, er helsti forystumaður and-
ófsmanna og hefur að undanförnu
notfært sér að nokkuð var slakað
á neyðarlögunum og haldið úti-
fundi með þúsundum stuðnings-
manna sinna. Hún sagðist myndu
efna til minningarathafnar við
grafhýsi föður síns eftir að fulltrú-
ar herforingjastjórnarinnar hafa
lagt blómsveiga sína að grafhýs-
inu, þrátt fyrir tilskipanir stjórn-
valda.
„Það geta komið upp vandamál
en þau verðum við að leysa þegar
til þess kemur,“ sagði Aung San
Suu Kyi. Hún er formaður Þjóðar-
fylkingar lýðræðisins, helsta
stjórnmálaflokks andófsmanna.
í Vestur-Síberíu og Donbass í
Austur-Úkraínu.
Um 17 manns hafa látið lífið í
átökum milli Abkhaza og Georgíu-
manna í Abkhazíu frá því á laugar-
dag. Útvarpið í Moskvu skýrði frá
því að lýst hefði verið yfir neyðar-
ástandi í Súkhúmí, höfuðborg hér-
aðsins. Útgöngubann hefði tekið
gildi í borginni og völd hersins hefðu
verið aukin. Gripið var til svipaðra
aðgerða í Armeníu og Azerbajdzhan
í fyrra, er óeirðir brutust út á milli
Azera og Armena. Um 3.000 her-
menn voru sendir til Abkhazíu í gær
þar sem hersveitum sem voru þar
fyrir hafði ekki tekist að stía hinum
stríðandi fylkingum í sundur.
Fréttastofan TASS greindi frá
því að verkfallsnefnd kolanáma-
manna í Kúzbass hefði farið þess
á leit við verkfallsmenn í héraðinu
að þeir hæfu störf á ný klukkan níu
í gærmorgun að ísl. tíma. Embætt-
ismenn i héraðinu skýrðu frá því
að verkfallsmennirnir hefðu ekki
orðið við þeirri beiðni.
Kolanámamennirnir í Kúzbass
hafa verið í verkfalli í rúma viku
til að krefjast bættra lífskjara og
betri vinnuskilyrða. Ennfremur hef-
ur æ meir borið á kröfum um að
dregið verði úr miðstýringu frá
Moskvu og að stofnuð verði „óháð
samtök kolanámamanna“.
Verkföll hófust einnig í fimm
kolanámum í Donbass-héraði í Úkr-
aínu, mesta kolanámahéraði Sov-
étríkjanna, á mánudag. Fréttastof-
an TASS skýrði frá því í gær að
verkföllin hefðu breiðst út til 39
náma í héraðinu.
Talið er að óeirðirnar og verk-
föllin' í Sovétríkjunum megi rekja
til vaxandi óánægju með efnahags-
ástandið í landinu. Neyðarástand
ríkir víðs vegar um landið vegna
skorts á matvælum og öðrum nauð-
synjum.
Bretland:
Tölvurnar
fastheldn-
ar á vínið
London. Daily Telegjaph.
BRESK tollayfirvöld gengust
við því á mánudag, að tölvur
embættisins hefðu „glatað"
35.600.000 flöskum af víni og
þannig gert að engu áreiðan-
leika staðtalna um áfengis-
neyslu Breta.
„Það hefði aldrei flökrað að
okkur, að svo miklu gæti skeikað
hjá tollayfirvöldum," sagði Al-
astair Eadie, formaður samtaka
vínkaupmanna, sem spurst hafði
fyrir um niðurstöðutölur vegna
vínsölu allt aftur til ársbyijunar
1988.
Svo virðist sem tölvumar hafi
orðið svo vínhneigðar, að þær
hafi haldið milljónum flaskna
fyrir sjálfar sig. Allar tölur bár-
ust tölvunum með skilum, en
létu hins vegar ekki á sér kræla,
þegar kallað var eftir þeim
vegna skýrslugerðar.
Reuter
12 tonn affílabeini brennd
Arap Moi, forseti Keniu, leggur hér eld að 12 tonnum af fílabeini
í Nairobi, höftiðborg landsins, í gær. Forsetinn sagði að kveikt
hefði verið í bálkestinum til að hvetja allar þjóðir heims til þess
að binda enda á öll fílabeinsviðskipti. Náttúruvemdarsinnar telja
að fílum í Afríku hafí fækkað um helming á síðustu tíu árum.