Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JULI 1989 Þingeyjarsýsla og Suðurnes; Fleiri net veiðij þjófa við Laxárósa Mikið af netasærðum laxi í ánni og í heimtum hjá Vogalaxi Veiðleftirlitsmenn í Þingeyjarsýslu lögðu um helgina hald á tvö ólög- leg net við ósa Laxár í Aðaldal og hafa þar með þrjú slík net verið tekin úr sjónum á þeim slóðum að undanfömu. Að sögn formanns Laxárfélagsins, Orra Vigfussonar, er það hald manna að langt sé frá því að öll kurl séu til grafar komin í veiðiþjófnaði á þessum slóðum, þannig beri mikið á því í Laxá, að laxar sem stangveiðimenn ná á land séu með rtieiri og minni netaförum. Hjá hafbeitarstöðinni Vogalaxi á Suðuraesjum hefur einnig mikið orðið vart við netasærða laxa. Netin tvö sem tekin voru, lágu á miklum gönguleiðum laxins sem gengur í Laxá, annað rétt við ósinn og hitt í svokallaðri Eyvík. Eftirlits- mennimir hafa kært lagnimar til lögreglunnar á Húsavík. Orri sagði enn fremur, að þrátt fyrir að mönn- um væri ljóst að gæsluaðgerðir hefðu verið hertar, hefði enginn sem teldi sig hafa rétt til silungsveiðineta hirt um að skrá lagnir sínar hjá eftirlits- manni, en lögum samkvæmt bæri að gera slíkt. Umrædd net sem tekin voru hefðu því ekki aðeins verið óskráð, heldur hafi helgarbannið einnig verið brotið. „Þetta er ófremdarástand, en við ætlum að fylgja því eftir af fullri hörku. Það er mikið að netasærðum laxi í ánni í sumar. Þórður Pétursson og félagi Flugfreyjur samþykktu FLUGFREYJUR hjá Flug- leiðum samþykktu einróma nýgerðan kjarasamning í al- mennri atkvæðagreiðslu, sem fram fór í gærkvöldi. Vel var mætt í atkvæðar greiðsluna, sögn Sigurlínar Scheving hjá Flugfreyjufé- laginu, en hjá Flugleiðum starfa um það bil 230 flug- freyjur. Einar Sigurðsson, blaðafull- trúi Flugleiða, segist gera- ráð fyrir því að leitað verði eftir tilboðum í sokkabuxumar sem flugfreyjur fá samkvæmt samningnum, í gegnum Inn- kaupadeild Flugleiða, eins og tíðkaðist með annað það sem keypt væri inn á vegum fyrir- tækisins í miklu upplagi. Af- hending þeirra færi síðan fram í gegnum einkennisfataúthlut- un Flugleiða. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvað sokka- buxnakaupin kynnu að kosta Flugleiði umfram hinar hefð- bundnu launagreiðslur til flug- freyja. Einar segir að flugþjónar njóti ekki sokkabuxnafríðinda, samkvæmt nýja samningnum, eða annarra sambærilegra friðinda þar sem þeir notuðu ekki slík klæði. hans voru til dæmis með fjóra fiska eftir morgunvakt fyrir skömmu og þeir voru allir særðir eftir net og einn þeirra beinlínis stórslasaður," sagði Orri. Vilhjálmur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vogalax sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að mikil brögð hefðu verið að því að þeir stórlaxar sem hefðu skilað sér í stöðina hefðu verið særðir eftir net. Hann hafði þá endurheimt 6.000 slíka laxa, en þriðji hver þeirra var með netaförum og sumir illa famir. Vilhjálmur sagði það erfitt fyrir sig að fullyrða eitt eða neitt, en taldi að minnsta kosti hluta af skýringunni vera að finna í þeirri staðreynd að stórmöskvuð grá- sleppunet væru um allt á Suðumesj- um og fleiri en einn grásleppukarl hefði sagt sér að þeir hefðu veitt laxa í netin. Morgunblaðið/KGA Útförgerð frá Akureyrarkirkju ÚTFÖR mæðgnanna Ástu Jónu Ragnarsdóttur og Hönnu Mariu Ásgeirsdóttur og systranna Huldu og Margrétar Hauksdætra, sem fórust í hinu svip- lega slysi í Bergvatnskvísl á Sprengisandi var gerð frá Akureyrarkirkju í gær. Séra Birgir Snæ- björasson prófastur og séra Pálmi Matthiasson íyrrverandi sóknarprestur í Glerárprestakalli jarðsungu. Mæðgumar voru lagðar til hinstu hvílu saman i einni kistu og systurnar í annarri. Akur- eyrarkirkja var yfirfull við útförina og fengu ekki allir sæti. Auðfundin var rík samúð með aðstand- endum hinna látnu. Kveðja barst frá biskupi ís- lands og íslensku þjóðkirkjunni. Vinir og ættingjar hinna látnu bára kistumar úr kirkju. Að jarðsetn- ingm lokinni buðu JC-félögin á Akureyri til erfi- drykkju að Galtarlæk, húsi Flugbjörgunarsveitar- innar á Akureyri. Umboðsmaður Alþingis: Meinbugir eru á lögum um stofhun og slit hjúskapar UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur það meinbugi á gildandi lögum um sf ofnun og slit hjúskapar, að fólk skuli ekki geta leitað til aðila, sem ekki starfar í tengslum við trúfélög, um sáttaumleitan vegna hjónaskiln- aðar. í áliti vegna kvörtunar sem honum barst segist hann telja það miður að frumvarp til breytinga á lögunum hafi ekki verið lagt fram á síðasta þingi, eins og vænta hefði mátt af svörum dómsmálaráðuneyt- isins við fyrirspura hans. að úr þessum meinbugum á gildandi lögum verði bætt svo skjótt sem kostur er, eins og fyrirhugað hefur verið samkvæmt bréfi dómsmála- ráðuneytisins. Hins vegar hafi slíkt frumvarp ekki verið lagt fram á síðastliðnu þingi, eins og vænta hefði mátt af bréfi ráðuneytisins. „Tel ég miður að af því skuli ekki hafa orð- ið,“ segir í áliti hans. í janúar síðastliðnum kvartaði kona yfir því að hún hefði ekki átt þess kost að leita til sáttanefndar í Reykjavík, í samræmi við gildandi lög um stofnun og slit hjúskapar, vegna sáttaumleitana fyrir skilnað, þar sem sáttanefndir hefðu verið lagðar af með lögum árið 1981. Fram kom að hún er utan trúfélaga. í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrir- spurn Gauks Jörundssonar, umboðs- manns Alþingis, kemur fram að ráðuneytið telur kvörtun konunnar réttmæta. í svari ráðuneytisins kem- ur fram að um nokkurt skeið hefur verið unnið að endurskoðun laganna um stofnun og slit hjúskapar og laga um réttindi og skyldur hjóna. Ekki væri ljóst hvenær unnt yrði að leggja lagafrumvarpið fram á Alþingi og því hefði ráðuneytið ákveðið að leggja fram sérstakt- frumvarp, er gilda skuli til bráðabirgða, þess efnis að sáttaumleitanir valdsmanns séu nægilegur sáttagrundvöllur í skilnað- armálúm þegar annað eða bæði hjóna eru utan trúfélaga. Umboðsmaður telur nauðsynlegt 20. ólympíuleikarnir í eðlisfræði: 150 keppendur eru mættir frá 30 löndum Varsjá, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Viðari Ágústssyni. Menntamálaráðherra Pól- lands, Jacek Fisiak, setti á mánu- dag 20. ólympíuleikana í eðlis- fræði í hátíðarsal háskólans í Niðurgreiðsla á fóðri til loðdýraræktar: Lengir bara í hengingarólinni segir formaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda „ÞETTA dugar ekki og er bara til að lengja í hengingarólinni. Ég trúi ekki öðru en að fleira verði gert,“ sagði Einar E. Gíslason bóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, formaður Sambands íslenskra loð- dýraræktenda, um ráðstafanir til aðstoðar loðdýraræktinni sem ríkis- stjórnin ákvað í gær. 38 milljónum kr. verður varið til niðurgreiðslu á fóðri og endurgreiðslu söluskatts flýtt. Málefni loðdýraræktarinnar hafa áætlaður 38 milljónir kr. Jafnframt að undanfömu verið rædd í undir- nefnd Qögurra ráðherra og var nið- urstaðan lögð fyrir fund ríkisstjóm- arinnar í gær. Ákveðið var að gera ráðstafanir til að reyna að tryggja að loðskinnin komist í verð í haust og ekki komi til þess að bændur fargi dýrum sínum á miðju fram- leiðslutímabili. Ríkisstjómin sam- þykkti tímabundna hækkun jöfnun- argjalds á fóður, 2,50 krónur á kíló liggur fyrir að jfjármálaráðherra er reiðubúinn til þess að hraða endur- greiðslu uppsafnaðs söiuskatts í greininni, sem mun vera lægri tala en fóðumiðurgreiðslan. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði að þingflokk- ur Alþýðuflokksins hefði ekki getað fallist á upprunalegar tillögur land- búnaðarráðherra um aðstoð við loð- úf jíe’tta "’&?.* KostnáSur* víff þa3" eh* * "dýi'ál'Sektífiá" Vg ‘ekkt ’ hetdiír 'það * mat hagsmunaaðila í greininni að unnt væri að leysa vanda hennar með því að moka í hana nokkur hundmð milljónum til viðbótar við þá þijá milljarða sem í hana væru komnir. „Tillögumar felast í því að bjarga því sem bjargað verður, halda lífinu í þeim búum sem að mati lánardrottna sinna og sér- fróðra manna geta staðist það erfið- leikatímabil sem framundan er. Fóðurstöðvum verður þá að halda í samræmi við það. Að öðm leyti er greinin gjaldþrota," sagði Jón Baldvin. Ríkisstjómin mun boða helstu hagsmunaaðila, það er sjóði, banka stofnanir og samtök, til fundar um framhald • málsins. ■ Að. sögn. Jóns Baldvins snýst það um hvað lánar- drottnar em tilbúnir að gera fyrir eigið fé, án þess að velta allri ábyrgðinni yfir á ríkið. Undirbúnar verði tillögur um þessar aðgerðir, þar með talið ábyrgðir vegna skuld- breytinga, og framhald málsins og þær tillögur lagðar fyrir Alþingi í haust ef með þarf. Einar Gíslason sagði að úr þessu væri ekkert annað að gera en að bíða eftir fundinum með ríkisvald- inu og lánastofnunum. Hann sagði mikilvægast að komast að niður- stöðu um afurðalánin frá því í fyrra. Afurðalán út á framleiðslu yfir- standandi árs fæm öll í greiðslu vanskila frá því í fyrra og því hefðu bændur ekkert til að greiða upp í fóðrið og hætt við að fóðurstöðvam- ar stöðvist fyrir-haustiðj -1 ■ «■ ) ■ Varsjá. Þetta er í þriðja skiptið sem Pólland er vettvangur ólympíuleikanna í eðlisfræði en þeir voru fyrst haldnir hér 1967. Jacek Fisiak sagði að þó allir gætu ekki vænst þess að vinna verðlaun á leikunum vonaðist hann til þess að sérhver bæri úr býtum það sem hann hefði til unnið. íslendingar taka nú þátt í 6. skipti og em okkar keppendur Gunnar Pálsson frá Menntaskólan- um á Akureyri og Ágúst Valfells, Ásta Sveinsdóttir, Halldór Pálsson og Kristján Leósson frá Mennta- skólanum í Reylqavík. Voru þau valin af Eðlisfræðifélagi íslands og Félagi raungreinakennara með landskeppni og úrslitakeppni í vet- ur. FaráPíitjórar em Einar Júlíusson og Viðar Ágústsson og hafa þeir stjómað þjálfun liðsins sl. tvo mán- uði. 150 keppendur frá 30 löndum em mættir til leiks. Ólympíuleikamir í eðlisfræði em árleg keppni ungmenna 19 ára og yngri og em þeir haldnir til skiptis austantjalds og vestantjalds. Keppnin er fólgin í því að leysa verkefni úr kennilegri eðlisfræði og var það gert í gær og framkvæma tilraunir sem verður gert á morgun. Verðlaunaathöfnin verður nk. sunnudag og koma íslensku kepp- ehdúrhir heifri á máhudag: > u

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.